Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Gardeur
gæðabuxur
Laxdal.is
Svanbjörg H. Einarsdóttir
svanbjorg@mbl.is
„Það er með mig eins og jarðfræð-
ingana sem eiga erfitt með að spá í
þróun eldgosa. Það er ekki vand-
kvæðum bundið að lýsa ástandinu
eins og það er, en erfiðara að spá
fram í tímann. Hins vegar sýnist
mér allt benda til að það verði
hressilegt holageitungaár í ár,“ seg-
ir Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands.
Spánarsnigillinn vill regn
Strax í mars bárust Erling yfir
fjörutíu tilkynningar á örfáum dög-
um um holugeitunga á sveimi.
„Venjan er að það berist tvær til
þrjár slíkar tilkynningar þetta
snemma. Það virðist hafa verið mikil
framleiðsla á drottningum í fyrra-
haust sem nú eru vaknaðar úr dvala
og önnum kafnar við búskap. Það má
því segja að þeir fari vel af stað holu-
geitungarnir, það er fyrir þá sjálfa,
ekki okkur mannfólkið!“ Erling seg-
ir að sér sýnist sem trjágeitungarnir
séu ekki í jafn mikilli uppsveiflu.
„Það er alltof snemmt að spá um
velgengni spánarsnigilsins í sumar
en það ræðst líka af því hve blautt
sumarið verður. Í fyrrasumar varð
maður lítið var við spánarsnigillinn
fyrr en síðasumars þegar loks fór að
rigna. Þá kom nú í ljós að það var
býsna mikið af honum okkur til
mæðu því hann er ekki skemmtileg
skepna,“ segir Erling.
Landnemar taka sér góðan
tíma til að aðlagast
Hann segir nýja landnema venju-
legast taka sér góðan tíma, yfirleitt
nokkur ár, til að hreiðra um sig.
„Þannig hegða landnemar sér yfir-
leitt sama af hvaða dýrategund þeir
eru. Svo kemur að þeim tímapunkti
að allt fer af stað. Þetta er líkt og
þegar maður plantar trjáplöntu, hún
er bara þarna og ósköp lítið virðist
vera að gerast hjá henni. Við sjáum
að hún virðist lifa en lítið meira. Það
er vegna þess að plantan tekur sér
góðan tíma í að róta sig og aðlagast.
Svo gerist það nokkuð snögglega að
plantan tekur upp á að vaxa og
dafna.“
Alveg sérstaklega
pödduhrædd þjóð
Erling segir stöðugt bætast í
faunu smávaxinna landnema. Yfir-
leitt séu þetta agnarsmá dýr sem við
veitum vart eftirtekt. En svo koma
stærri kvikindi eins og stóra bjallan
varmasmiður. „Fólk verður hálf-
skelkað þegar það sér bjölluna sem
er helmingi stærri en vænn járn-
smiður og harla hraðskreið.
Enda erum við alveg sérstaklega
pödduhrædd þjóð. Ef maður er
staddur í útlöndum og sér einhvern
rjúka æpandi upp af stól á útikaffi-
húsi og baða höndunum út í loftið þá
er nánast víst að um pödduhræddan
Íslending er að ræða,“ segir Erling
hlæjandi. Varmasmiðinn þurfi hins
vegar enginn að óttast nema
kannski sniglar sem bjöllunni þyki
lostæti. Þannig gæti smiðurinn
kannski saxað aðeins á stofn spán-
arsnigilsins leiðinlega, alla vega ætti
hann að ráða við unga, smávaxna
spánarsnigla.
Erling segir flesta landnema hing-
að komna með varningi en sökum
hlýrra loftslags eigi þeir auðveldara
með að koma undir sig fótunum.
Aðspurður hvort við mættum ekki
búast við fallegum fiðrildum sagði
hann afar ólíklegt að þau aðlöguðu
sig landinu okkar en hins vegar
fykju þau hingað reglulega með heit-
um vindum og gleddu okkur með
fegurð sinni.
Líflegt sumar framund-
an hjá holugeitungum
Ljósmynd/Erling Ólafsson.
Varmasmiður Þetta er stór bjalla sem minnir helst á risavaxinn járnsmið.
Stöðugt bætast nýir landnemar við skordýrafánuna
Í gegnum árin sögðu Íslendingar
glaðir frá því erlendis að hér væri
enga geitunga né maura að finna.
Velgengni geitunga hérlendis á
undanförnum áratugum þekkjum
við öll. Hins vegar vita kannski
færri að landið er ekki lengur
mauralaust. Erling segir að hér
hafi numið land maurategundin
blökkumaur.
„Hann heldur sig enn mest í nábýli
við mannfólkið, við hús og í görð-
um, en hann gæti vissulega náð að
koma undir sig fótunum í náttúr-
unni.“ Erling segir maurinn engan
sérstakan vágest, lítið kvikindi
sem vissulega sprauti maurasýru
sem geti ert lítillega húðina en
skaði ekki. Á vef Náttúrufræði-
stofnunar Íslands má lesa að
blökkumaurinn er einn al-
gengasti maur Evrópu.
Hann kann vel við sig
utanhúss sem inn-
an og kemur búi
sínu upp víða,
til dæmis í veggjum, húsgrunnum
og holum trjábolum. Búin geta ver-
ið misstór, allt frá nokkur hundr-
uðum til um 10 þúsund maura.
Maurarnir makast síðsumars og
eru þá stundum á ferli í gríðar-
legum fjölda.
Blökkumaurar hafa fundist af og
til hér á landi síðan 1994 og árlega
síðan 2002. Í flestum tilvikum
hafa þeir reynst hafa komið sér
upp búum í híbýlum og hefur
stundum gengið treglega að út-
hýsa þeim. Í einu tilviki fundust
maurarnir í stóru trékefli undan
rafmagnskapli og í öðru tilviki
voru þeir í og við gám sem stóð ut-
an við verslun. Þeir höfðu e.t.v.
borist til landsins með gámnum.
Eitt tilvik er þekkt frá veitingastað
í Reykjavík þar sem blökkumaurar
hafa hafst við í það minnsta síðan
2006 og ekki gengið að uppræta
þá.
Að öllum líkindum er blökku-
maur orðinn landlægur
hér en þó háður því að
hljóta húsaskjól hjá gest-
risnum landsmönnum. Víst
fagna flestir landsmenn hlýn-
andi veðurfari en því virðast
nánast óhjákvæmilega fylgja
smávaxnir og oft óvelkomnir
landnemar. Meiri fróðleik um
nýja landnema ásamt myndum
til að bera kennsl á þá má finna
á slóðinni: www.ni.is.
Ekki lengur mauralaust land!
AF VELGENGNI NÝRRA LANDNEMA HÉRLENDIS
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100