Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða nú ferð til Króatíu
30. júní – 7. júlí í viku á einstökum
kjörum. Króatía er einn eftirsóttasti
áfangastaður ferðamanna í Evrópu,
enda er landið stórkostleg náttúru-
perla og bæirnir við strandlengj-
urnar er hver öðrum fegurri. Ath.
mjög takmarkaður fjöldi flugsæta/
gistieininga í boði á þessu verði.
30. júní - 7. júlí
í beinu flugi, frá kr. 69.900
Króatía
Verð kr. 69.900
Netverð á mann, flugsæti með
sköttum.
Verð kr. 129.900
Hótel Valdaliso
Netverð á mann, m.v. 2 ful-
lorðna í viku með hálfu fæði.
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikil óánægja er innan Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs (VG),
einkum á höfuðborgarsvæðinu, með
að Magma Energy skuli hafa eignast
HS Orku. Fólk hefur sagt sig úr
flokknum og spurt hvernig þetta hafi
getað gerst á hans vakt, að sögn
Lilju Mósesdóttur, alþingismanns
VG. Hún sagði sig úr ríkisfjár-
málahópi stjórnarflokkanna.
Ríkisfjármálahópnum var falið að
gera tillögur að enn frekari niður-
skurði ríkisútgjalda. Áður en Lilja
fór í hópinn kvaðst hún hafa lýst
þeirri skoðun að taka ætti upp til-
lögur sjálfstæðismanna um að flýta
skattlagningu séreignasparnaðar.
Skattur af séreignasparnaði geri
meira en að mæta aðlögunarþörfinni
að áætlun ríkisstjórnarinnar og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem
er hátt í 50 milljarðar árið 2011. Talið
er að skattlagning á séreigna-
sparnað geti skilað 80-120 millj-
örðum. Lilja kvaðst byggja tölur sína
á þeim sem sjálfstæðismenn voru
með í sinni efnahagstillögu. Hún
sagði að Ögmundur Jónasson þing-
ismaður og fleiri innan þingflokksins
hefðu viljað fá þetta reiknað og þýð-
ingu þess fyrir lífeyrissjóðina.
Lilja varð fyrir vonbrigðum þegar
hún áttaði sig á því að hlutverk hóps-
ins var fyrst og fremst að koma með
tillögur að niðurskurði. Hún kvaðst
hafa tekið það upp á þingflokksfundi
hve þröngt verkefni hópsins væri og
þingflokkurinn verið sammála því að
það þyrfti að skoða fleiri leiðir en
bara niðurskurð. Þegar hún fann að
ekki var vilji innan ríkisfjármála-
hópsins til að skoða annað en niður-
skurð hætti hún í hópnum.
„Við sýndum að vinstristjórn get-
ur skorið niður, jafnvel þó að það
komi nærri helstu kjósendum henn-
ar. Við reyndum að skera af „fitulag-
ið“, það er útgjöld sem að hluta til
byggðust á góðærinu. Nú finnst mér
nóg komið og að frekari niður-
skurður muni bara auka á krepp-
una,“ sagði Lilja.
Úrsagnir úr flokknum
Lilja greindi frá því í RÚV í gær
að þingflokkur VG hefði fyrir tíu
mánuðum falið formanni VG að
tryggja innlend yfirráð yfir HS
Orku. Lilja sagði að miklar umræður
hefðu orðið innan þingflokksins og
grasrótar VG um kaup Magma á HS
Orku. Flokksmenn VG spyrðu sig
hvernig þetta gæti hafa gerst.
„Það lá alveg fyrir í lok ágúst sl. að
hvorki þingflokkurinn né grasrótin
vildu að málin þróuðust á þennan
veg,“ sagði Lilja. „Það er mikil
óánægja og órói í grasrót VG, sér-
staklega hér á höfuðborgarsvæðinu.
Við höfum fengið margar úrsagnir
og símtöl þar sem við erum krafin
svara við því hvers vegna þetta gat
gerst á okkar vakt. Þess vegna sagði
ég frá því að þetta hefði verið rætt í
þingflokknum og að hann hefði mót-
að skýra afstöðu í þessu máli.“
Lilja sagði að Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG, hefði gefið þá
skýringu að Magma Energy hefði
boðið meira en aðrir voru reiðubúnir
að borga fyrir hlutinn í HS Orku og
því hefði salan farið fram.
Lilja kvaðst hafa lýst þeirri
skoðun að reyna yrði á allan
mögulegan hátt að stöðva
söluna á HS Orku.
„Margir af þeim sem
studdu mig í forvalinu og í
kosningabaráttunni hafa
sagt sig úr flokknum út af
þessu máli. Þetta Magma-mál
er eiginlega okkar ESB-mál
hér á höfuðborgarsvæð-
inu,“ sagði Lilja.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólga Mikil ólga er víða vegna kaupa Magma Energy á HS Orku á Reykjanesi sem er umfangsmikil í orkuvinnslu.
Salan á HS Orku veldur
ólgu innan VG og víðar
Þingmaður VG segir marga hafa sagt sig úr flokknum vegna málsins
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Þótt átökin séu bundin við höfuð-
borgina Kingston hafa menn
áhyggjur af því að ókyrrðin breiðist
út. Það er spenna í öllu landinu,“
segir Brynjar Brjánsson, verkfræð-
ingur hjá Ístaki, um átök hers og
lögreglu við vopnuð gengi á bandi
eftirlýsts glæpaforingja á Jamaíku.
Eins og rakið er á öðrum stað í
blaðinu má rekja ólguna til þeirrar
ákvörðunar stjórnvalda að fram-
selja glæpaforingjann Christopher
„Dudus“ Coke, til Bandaríkjanna.
Aðspurður hvers vegna íbúar fá-
tækrahverfis í Kingston hafi komið
Coke til varnar bendir Brynjar á að
glæpagengin kaupi sér velvild með
því að hjálpa fólkinu að draga fram
lífið, oft við ömurlegar aðstæður.
„Þeir sjá um
að fólkið hafi í sig
og á og að það
komist í skóla og
þess háttar.
Fólkið í hverfinu
þar sem Coke
hefst við lýtur
hans stjórn. Það
er gífurleg mis-
skipting í land-
inu.
Atvinnuleysið er í kringum 40%.
Ef við tökum Kingston sem dæmi
er um að ræða milljónaborg sem er
að stórum hluta fátækrahverfi. Það
er talið að aðeins um fjórðungur
íbúanna hafi rennandi vatn. Engu
að síður þyrpist fátækt fólk þangað
í von um betri tíð og lætur sig hafa
ömurlegar aðstæður.“
Inntur eftir störfum sínum á Ja-
maíku segist Brynjar vera í hópi 12
starfsmanna Ístaks sem hafi unnið
við framkvæmdir frá áramótum.
Hópurinn býr í sólskinsparadís-
inni Montego Bay á norðurhluta
eyjarinnar en hún er í nokkurra
tíma akstursfjarlægð frá Kingston.
Hafa óbreyttan viðbúnað
Þrátt fyrir aukna spennu hefur
Ístak ekki aukið við öryggis-
viðbúnað sinn enda ekki talin
ástæða til.
„Það er mikið um glæpi en maður
verður samt lítið var við það. Þetta
er mikið glæpaþjóðfélag. Það eru
framin fimm morð á dag að með-
altali í landinu,“ segir Brynjar sem
telur ólguna að mestu staðbundna
og ekki til marks um að öreigarnir
séu að rísa upp í byltingu gegn
stjórninni. »15
„Menn hafa áhyggjur af því
að ókyrrðin breiðist út“
Verkfræðingur hjá Ístaki segir mikla spennu á Jamaíku
Brynjar
Brjánsson
Víðtæk andstaða
er við að skatt-
leggja séreigna-
sparnað fyrirfram,
líkt og Lilja Móses-
dóttir, þingmaður
VG, vill, að sögn
Björns Vals Gísla-
sonar, þingmanns
VG, sem er í ríkis-
fjármálahópnum.
Hann telur ekki við Steingrím J. Sig-
fússon, formann VG, að sakast vegna
sölu á HS Orku. Hún skrifist á selj-
endur, þ.e. sveitarfélög og Geysi
Green Energy.
Björn Valur sagði að hópnum, sem
mótar tillögur um aðlögun ríkisfjár-
mála hefði ekki hugnast að skatt-
leggja séreignasparnað fyrirfram.
„Þarna erum við að taka út fyr-
irfram skatttekjur sem ríkið fær þá
ekki í framtíðinni. Í öðru lagi rýrum
við lífeyrisgreiðslur því það fer
minna í ávöxtun og kemur minna út
þegar við þurfum á því að halda,“
sagði Björn Valur. „Verkalýðshreyf-
ingin, Samtök atvinnulífsins og ýms-
ir fleiri eru á móti þessu. Það leggj-
ast allir gegn þessari leið, nema
þingmenn Sjálfstæðisflokksins og
Lilja Mósesdóttir.“
Björn Valur sagði að mikil ólga
væri meðal almennings vegna þeirr-
ar hættu sem þjóðin væri í. Hún ein-
skorðaðist ekki við orkugeirann.
„Við erum vænlegt fórnarlamb
þeirra sem hafa burði til að ná til sín
orkuauðlindum, landi og öðru slíku
sem og þeirra sem vilja selja,“ sagði
Björn Valur.
Hann kvaðst oft fá fréttir og upp-
hringingar frá fólki vegna þessa og
nefndi t.d. að í tvígang hefði verið
bankað upp á hjá fólki sem ætti land
með jarðhita og því gert tilboð.
Kaupandinn var útlendur. Ólgan
beinist ekki síst gegn þeim sem selja
slíkar eignir. Hann sagði að sala
orkufyrirtækja til erlendra aðila
hefði oft verið rædd í þingflokki VG í
fyrrasumar og fyrrahaust. Þing-
flokkurinn var sammála um að koma
ætti í veg fyrir að orkufyrirtækin
lentu í höndum útlendinga. Engu að
síður var HS Orka seld.
„Við réðum ekki við það þegar eig-
endur vildu ekki hafa samráð og
unnu að því leynt og ljóst að selja út-
lendingum fyrirtækið,“ sagði Björn
Valur. Hann sagði að reynt hefði
verið fram á síðasta dag að fá frest á
sölunni. Seljendur HS Orku hefðu
neitað að verða við því og m.a. tekið
þátt í að fjármagna kaupin eins og
Reykjanesbær gerði með skulda-
bréfi. gudni@mbl.is
Ekki við
Steingrím
að sakast
Björn Valur
Gíslason
sínum eignarhlutum,“ sagði Katr-
ín. „Þetta er orkufyrirtæki sem á
að okkar mati að vera í almanna-
eigu, hvort sem er hjá ríki eða
sveitarfélagi.“
Katrín sagði að flokksfólk VG
sé að sjálfsögðu óánægt með
hvernig málin æxluðust. „En það
áttar sig líka á því að hér er ekki
um að ræða gjörning ríkisstjórn-
arinnar eða flokksins. Þetta ýtir
undir að við reynum að standa
okkur vel í sveitarstjórnarkosn-
ingunum því sveitarfélögin halda
utan um mörg mikilvæg almanna-
fyrirtæki,“ sagði Katrín.
Hún minnti á orð Svandísar
Svavarsdóttur umhverfisráðherra
um að hún vilji beita sér fyrir því
að málið verði tekið á ný upp í
nefnd um erlenda fjárfestingu.
„Að mínu viti þyrfti að skoða
almennt löggjöfina um orkufyrir-
tækin og raforkumarkaðinn bæði
með tilliti til eignarhalds og út
frá þeim áhrifum sem hún hefur
haft. Hana þarf að bæta all-
verulega.“
Lítil hrifning vegna málsins í VG
VG VILL AÐ ORKUFYRIRTÆKI SÉU Í ALMANNAEIGU
Lilja Mósesdóttir Katrín Jakobsdóttir
„Þetta er mál sem ég held að við
öll séum lítt hrifin af, bæði þing-
menn og félagsmenn VG en ég
hef ekki fengið neinar fregnir af
úrsögnum,“ sagði Katrín Jakobs-
dóttir, varaformaður VG og
mennta- og menningarmála-
ráðherra.
Hún sagði að umræðan um
eignarhald á fyrirtækinu hefði
staðið frá því að ríkið seldi sinn
hlut og svo síðar Orkuveita
Reykjavíkur.
„Ég held að flestir skilji að
málið er þannig vaxið að það er
ekki nein einföld leið til að leysa
það. Þarna er um að ræða sölu
sveitarfélaga og Geysis Green á