Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Ferðafélagið Úti- vist var stofnað 23. mars 1975 og er því 35 ára á þessu ári. Hópurinn sem stofn- aði félagið klauf sig út úr Ferðafélagi Ís- lands og þeir þrír sem völdust til forystu voru miklir bar- áttujaxlar. Þór Jóhannesson var kosinn fyrsti formaður Útivistar og var það góður kostur, því hinir tveir voru nokkru fyrirferðarmeiri, en Þór hafði þá ró og festu sem til þurfti til að stjórna hópnum og var við stjórnvölinn næstu ellefu árin eða til ársins 1986. Fljótlega var farið að huga að skálabyggingu fyr- ir félagið og mestur áhugi fé- lagsmanna var á Þórsmerkursvæð- inu. Eftir nokkurt þvarg varðandi staðsetningu skálans fékkst leyfi hjá Skógrækt ríkisins að byggja á Goðalandi, í Básum undir Bólfelli. Það lá beint við, að Þór Jóhann- esson yrði byggingastjóri, og hann fékk með sér nokkra valinkunna menn sér til aðstoðar. Árið 1980 var hafist handa við að byggja stóra skálann og síðan fylgdu á eftir snyrtihús með geymslu, eldhús sem byggt var við stóra skálann og síð- Þór Jóhannsson ✝ Þór Jóhannssonfæddist 31. janúar 1925 á Siglufirði. Hann lést 3. maí sl. Þór var jarðsung- inn frá Áskirkju 10. maí 2010. an litli skálinn með íbúð fyrir skálaverði. Allt var unnið í sjálf- boðavinnu og hópur- inn sem stóð að þess- um byggingum var ótrúlega tryggur. Menn mættu helgi eftir helgi með hamar og sög, lögðu jafnvel eitthvað á borð með sér og allt andrúms- loft í þessum ferðum var einstaklega gott, þótt vinnuharka væri þó nokkur og vinnu- dagurinn langur. Þór sá svo um að eftir langan vinnudag fengju menn smáhressingu áður en gengið var til náða og strangar reglur voru um að allir skyldu komnir í ból um mið- nætti. Margs er að minnast frá þessum tíma og góðar minningar tekur enginn frá okkur. Þór var hægur maður en mjög fylginn sér og enginn fór með hann þangað sem hann ekki ætlaði sér. Hann gat verið örlítið stríðinn, en alltaf var stutt í glettnina og góð- legt brosið. Það var mikill fengur fyrir ferðafélagið Útivist að fá að njóta krafta hans á þessum tíma og nú þegar leiðir skilur er þakklæti og virðing efst í huga. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Ferðafélagsins Úti- vistar, Lovísa Christiansen, fyrrv. formaður. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, Engjaseli 65, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00. Runólfur Runólfsson, Gerður H. Hafsteinsdóttir, Sigríður Hafdís Runólfsdóttir, Ólafur Tryggvi Sigurðsson, Davíð Arnar Runólfsson, Jamilla Johnston, Atli Freyr Runólfsson og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BENEDIKT MAGNÚSSON, Ljósheimum 2, áður Blesugróf 12, sem andaðist laugardaginn 15. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp. Vilborg M. Jóhannsdóttir, Stefanía E. Ragnarsdóttir, Una Eyrún Ragnarsdóttir, Rafn Einarsson, Vignir Ragnarsson, Hildur Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA GUÐBJÖRG OTTÓSDÓTTIR, Suðurgötu 17, Sandgerði, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 26. maí kl. 14.00. Kolbrún Kristinsdóttir, Einar Sigurður Sveinsson, Hörður Bergmann Kristinsson, Vilborg Einarsdóttir, Birgir Kristinsson, María Björnsdóttir, Gunnar Ingi Kristinsson, Lísbet Hjálmarsdóttir, Hafdís Kristinsdóttir, Sigtryggur Pálsson, Hjördís Kristinsdóttir, Erla Sólveig Kristinsdóttir, Helgi Viðar Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans Óli Svanur. Það er erfið ganga að fylgja þér hinsta spölinn, ég veit þó, elsku vin- ur minn, að núna líður þér betur. Mig langar bara að þakka þér fyrir faðmlögin og hlýhuginn í gegnum árin. Eftir að leiðir ykkar Doddu skildu hittumst við sjaldnar en ávallt þegar við hittumst tókstu á móti mér með hlýjan faðm og koss á kinn. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér þú vera besti kall í heimi, þeg- ar ég varð stór stelpa fannst mér þú vera besti kall í heimi og þegar ég verð gömul stelpa, verður þú ennþá besti kall í heimi. Litla Birt- an þín Dís fær að heyra sögur af afa Óla Svan, besta kalli í heimi. Sofðu rótt. Nú kveð ég um sinn og skil við svo ótalmargt og mér þykir það leitt að ég fæ engu breytt. Og nú er ég fer ég bið, ei gráttu mig tak góðu stundirnar er okkur auðnaðist hér. Ég vera skal nær mun geymast í hjarta þér og hvert sem sál mín fer þar eflaust frið nú ég finn. Gráttu ei, brostu breytt. Gráttu ei, ég bið um það eitt bið fyrir mér, já, bið fyrir sjálfum þér, en grát ei örlög mín. Ég mun sakna þín. Um annað ég bið Guð geym þú börnin mín, og þau muni leita þín þá hlýt ég eilífan frið. Nú kveð ég um sinn og skil við svo ótalmargt, og mér þykir það leitt að ég fæ engu breytt. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elzku amma Bogga, Alda, Ævar Þór minn, Baddý, Birta Dís, aðrir ættingjar & vinir.Ég votta ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi algóður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Óli Svanur horfir að ofan og vakir yfir ykkur. Kær kveðja, Guðný Þóra Guðmundsdóttir. Fallinn er frá langt um aldur fram góður vinur okkar, Ólafur Svanur frá Bolungarvík. Við hjónin kynntumst Óla og Öldu, konu hans, fyrir örfáum árum er Baddý, dóttir okkar, og Ævar, sonur Óla, rugluðu saman reytum, Óli var ófeimin og opin persóna átti auðvelt með að kynnast fólki. Hann var því ekkert að bíða með að hafa samband við okkur, tilvonandi tengdaforeldra einkasonar síns. Hann lét það ekkert vefjast fyrir sér þó að hann þekkti ekkert til okkar, enda við búsett á Selfossi og hann í Bolungarvík. Hann bara dreif í því að heilsa upp á okkur fljótlega eftir að Baddý og Ævar voru komin í samband og strax myndaðist góð vinátta milli okkar. Við kynntumst því strax að Óli var einstaklega ljúfur en jafnframt hress, kátur og skemmtilegur mað- ur og við fyrstu kynni var eins og Ólafur Svanur Gestsson ✝ Ólafur SvanurGestsson fæddist í Bolungarvík 27. nóv- ember 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 3. maí síðastlið- inn. Útför hans fór fram frá Hólskirkju í Bol- ungarvík 15. maí 2010. við hefðum þekkst alla tíð. Á þeim fáu árum, sem liðin eru frá fyrstu kynnum, höf- um við átt margar yndislegar stundir saman. Flestar hér á Suðurlandinu þar sem Óli og Alda voru dug- leg að skreppa suður um heiðar, frá Bol- ungarvík þar sem þau bjuggu. Óli var fæddur og uppalinn í Bolungar- víkinni en hafði um tíma búið í Eyj- um þar sem hann stundað nám við Stýrimannaskólann. Alda átti einnig rætur að rekja til Eyja þannig að öll áttum við teng- ingu til Eyja. Það var því fljótlega ákveðið að við skyldum skreppa á goslokahátið og taka eina létta gleðihelgi saman í Vestmannaeyj- um. Þessi ferð okkar til Eyja er ógleymanleg. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta. Yndislegt veður var alla helgina, sumarbjört nóttin lék við okkur og Óli naut þess að hitta gamla kunningja og njóta gleðinn- ar. Við áttum einnig saman frábæra helgi síðasta sumar er þau hjónin buðu okkur að dvelja með þeim í sumarbústað í Skorradal. Þar var saunabaðið óspart notað, grillað og bleytt í færi, þótt fiskurinn væri tregur að gefa sig til. Árið 2008 kom svo í heiminn lítil ömmu og afastelpa, Birta Dís, sem hefur verið augasteinn okkar allra. Óli var duglegur að fylgjast með uppvexti afastelpunnar, þótt hann væri í Bolungarvík en litla skottan á Selfossi. Hann fékk þó ekki að njóta hennar lengi og náði ekki að upplifa tveggja ára afmæli hennar sem verður 11. júlí nk. Það dimmdi yfir hjá okkur öllum sl. haust þegar Óli greindist með ill- vígan sjúkdóm, sem nú hefur lagt hann að velli. Á aðeins öráum mán- uðum náði meinið að sigra hraust- mennið Óla. Það er erfitt að að þurfa að sætta sig við það þegar fólk í blóma lífsins er kallað á brott en það þýðir ekki að deila við þann sem öllu ræður. Hann hefur kallað Óla til annarra starfa á æðra til- verustigi og víst er að það verður ekki lognmolla í kringum hann þar frekar en hér. Við sjáum á eftir góðum vini og kveðjum hann með söknuði. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Erla og Kristinn. Appelsínugul klofstígvél, köflótt skyrta með Winston-pakka í brjóst- vasanum og axlasítt ljóst hár er mín fyrsta minning um elskulega bróður minn, Óla Svan. Stærsti og flottasti maðurinn í heiminum sem allt gat og kunni, átti Bítlaplötur, söng á útlensku, keyrði bíl og það sem meira var hann hafði lent í árekstri. Óli var þessi maður sem er ekki annað hægt en að þykja óumræði- lega vænt um. Hlýr faðmur hans sem tók á móti manni í Ljósaland- inu og öll sú umhyggja sem hann bar fyrir sínu fólki og samferða- mönnum. Alltaf þegar hann hringdi til að heyra hvernig fjölskyldan hefði það var spurt um alla fjöl- skyldumeðlimi og enginn skilinn út- undan. Óli hafði mikla þolinmæði og um- burðarlyndi til að sýna og leiðbeina litla bróður. Mér er minnisstætt þegar við fórum inn á sand til að leyfa mér að keyra bíl í fyrsta skipti, ég þá um ellefu ára gamall. Túrinn endaði með því að bíllinn festist og Óli þurfti að fara út og ýta og ég undir stýri. Þegar ég svo gaf bílnum í botn og var við það að bræða úr honum af yfirsnúningi stakk hann hausnum inn um gluggann og sagði pollrólegur „Þú þarft ekki að gefa honum alveg svona mikið inn, Davíð minn.“ Þetta var stuttur og snarpur bar- dagi, sem bróðir minn háði við þennan illvíga sjúkdóm sem hann tók af miklu æðruleysi, gríni og glettni sem mig grunar að hafi ver- ið til þess að létta okkur lífið og áhyggjurnar sem næst honum stóðu, ekki síst Öldu og Ævari sem voru honum lífið allt. Mikill harð- jaxl sem barðist til síðustu stundar og þótt fleyið sem Óli stýrir á vit nýrra heima sé ekki Donna HU, Hafnarey SF eða Sigurgeir ÍS sigl- ir hann öruggur í nýja höfn á nýj- um stað. Óli var mikill ljóðaunnandi. Þetta ljóð um Bólu-Hjálmar eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fór hann með af mikilli innlifun fyrir okkur Sóllilju viku áður en hann kvaddi þennan heim: Hríðar um gættir, hreysið skelfur, hrikta bjálkar og dyr. Skáldið í Bólu er skinið af hungri, en skapið líkt og fyr, og heldur en bugast, beygja kné og bjóða dauðanum inn, sker það máttuga meginstafi og myndir – í askinn sinn. (Davíð Stefánsson.) Ég kveð bróður minn í dag hinstu kveðju, það nístir og lamar hverja taug. En minningin lifir um einstakan dreng. Hvíldu í friði, elsku Óli minn. Davíð. Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að mamma og pabbi voru mikið bú- in að vera að reyna að ná í mig. Ég gerði mér strax grein fyrir því hvert erindið væri, Óli frændi var búinn að kveðja. Tárin hafa streymt óspart í allan dag á meðan ég hef hugsað um hversu ósanngjarnt það sé að Óli hafi þurft að kveðja svona snemma, maður á besta aldri. Þeg- ar ég hugsa til baka um Óla, eða Svaninn eins og við frændurnir kölluðum hann oft, er ég svo þakk- látur fyrir að hann hafi verið frændi minn. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona einstaklega góðum manni, hvað þá að vera bróðurson- ur hans. Þegar ég var á heimavist- inni á Ísafirði eftir að mamma og pabbi höfðu flutt í Hafnarfjörðinn átti ég bíl af gerðinni Daihatzu Charade. Bíllinn náttúrlega alltaf bilaður og gekk bara einu sinni í viku. Eitt skiptið hafði hann þó ver- ið bilaður í þónokkurn tíma og ég átti að sjálfsögðu engan pening. Óli frændi heyrði af þessu og var ekki lengi að taka málin í sínar hendur. Hann sótti bílinn og sá strax að það eina sem var að honum væri að það þurfti að skipta um kerti. Það lag- aði hann á tíu mínútum, fór svo með mig á Shell þar sem hann fyllti bensíntankinn fyrir mig og splæsti á mig pylsu og appelsíni. Þessi minning er alltaf sterk í mínum huga og sýnir hvað það þarf í raun lítið til að gleðja fólk. Þetta tók hann hálftíma og kostaði hann kannski 5.000 krónur, en mér leið eins og ég hefði unnið í lottóinu. Svipaða sögu hef ég að segja um síðasta sumar þegar ég og Emmi fórum vestur og gistum í Afahúsi. Ég var kominn vestur á undan Emma og var kominn í mat hjá ömmu þegar hann hringdi í mig og tjáði mér að ég þyrfti eiginlega að sækja hann, þar sem bíllinn hans var bilaður rétt utan við Súðavík. Ég sótti hann og við skildum bílinn eftir og ætluðum ekkert að spá í hann fyrr en daginn eftir. Við fór- um svo bara út á lífið. En þegar Emmi vaknaði svo daginn eftir sá hann sér til mikillar undrunar að bíllinn hans var kominn fyrir utan Afahús og var bíllinn í góðu lagi. Þá hafði Óli farið ásamt Öldu og sótt bílinn til Súðavíkur og gert við hann. Þetta er alveg lýsandi fyrir Óla, góðmennskan og væntumþykj- an í fyrirrúmi. Ég mun varðveita minninguna um Óla Svan að eilífu og dóttir mín mun sjá myndir og fá að heyra margar sögunar af þess- um frænda sínum, sem hún fékk því miður aðeins að hitta einu sinni. Hvíldu í friði, elsku Óli. Þinn frændi, Aron Örn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.