Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 31
NORSKT BÓKMENNTAKVÖLD Í NORRÆNA HÚSINU Miðvikudagskvöldið 26. maí kl. 20.00 verður dagskrá í Norræna húsinu þar sem norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård kynnir nýjustu bækur sínar en hann hefur tvisvar hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, árið 2005 fyrir ”En tid for alt” og 2010 fyrir ”Min kamp”. Auk Knausgårds taka rithöfundurinn Bjarni Bjarnason og bók- menntafræðingurinn Soffía Auður Birgisdóttir þátt í dagskránni. Tiril Myklebost sendikennari í norsku við Háskóla Íslands er kynnir. Léttar veitingar í boði norska sendiráðsins. Allir velkomnir. Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Við Jónas Sen flytjum lög eftir tón- skáld sem segja má að standi á mörkum klassískrar tónlistar og dægurtónlistar eða djass-, kvik- mynda- og popptónlistar. Þetta eru tónskáld sem voru óhrædd við að fara inn á nýjar brautir og ruddu þannig leiðina fyrir aðra,“ segir Ás- gerður Júníusdóttir mezzósópran, en hún mun ásamt Jónasi Sen, pí- anóleikara og útsetjara, flytja söng- lög eftir Björk Guðmundsdóttur, Gunnar Reyni Sveinsson og Magnús Blöndal Jóhannsson á tónleikum í Íslensku óperunni miðvikudags- kvöldið 26. maí, klukkan átta. Lög Bjarkar verða í nýjum útsetningum og útfærslum Jónasar Sen. Tónleik- arnir hafa yfirskriftina Á mörk- unum? Skemmtilegt verkefni „Við erum þarna að reyna á mörk- in og að sjálfsögðu reynir þarna á mig sem söngkonu, en þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Ásgerður. „Ég hef sungið lög Bjarkar áður, söng lagið „Verandi“ eftir hana á geisla- disk mínum Minn heimur og þinn, lög og ljóð eftir íslenskar konur sem út kom árið 2001 og ég söng lag eftir hana með Brodsky-kvartettinum á Listahátíð 2004. Þá söng ég „Bachel- orette“ og það lag söng ég aftur við opnun Bókmenntahátíðar haustið 2009. Þá spilaði Jónas Sen með mér og í framhaldi varð þessi dagskrá til. Lög Magnúsar Blöndals þekki ég vel en árið 2006 kom út geisladiskur þar sem ég söng öll sönglögin hans. Mér þykir vænt um tónlist hans og hef kynnt mér hana vel, en ég hélt aldrei opinbera tónleika til að fylgja geisla- diskinum eftir og þetta er því í fyrsta sinn sem ég syng sum þessara laga opinberlega. Ég er líka ánægð með að fá tæki- færi til þess að syngja lög eftir Gunnar Reyni, það er heillandi hvernig hann vinnur með djassáhrif og lögin hans eru mjög skemmtileg og sjarmerandi.“ Á þeytingi um sviðið Á tónleikunum leikur Jónas Sen á orgel, píanó, selestu, sembal og raf- magnshljómborð. „Hann er á stöð- ugum þeytingi um sviðið,“ segir Ás- gerður. „Á þessum tónleikum erum við að prófa nýjar leiðir. Þetta eru samt allt frekar létt lög. Mörg já- kvæð og létt lög sem kveikja gleði og von í brjósti, þótt finna megi drama- tískari lög inn á milli.“ Tónleikarnir verða einnig á Skriðuklaustri, sunnudaginn 30. maí kl. 16.00. Lögin sem flutt verða á tónleikunum eru tuttugu og þau munu síðan flest koma út á geisla- diski í haust. Meðal laganna eru „Bráðum kemur betri tíð,“ „Na No Mani,“ „Elín Helena,“ „Sveitin milli sanda,“ „Bachelorette,“ „Isobel,“ „Venus as a Boy“ og hið ástsæla lag Gunnars Reynis, „Maður hefur nú.“ Jónas setur Björk á bók Þess má geta að Jónas Sen vinnur fyrir tilstuðlan og beiðni Bjarkar Guðmundsdóttur að því að útsetja um fjörutíu lög Bjarkar fyrir rödd og ýmis hljómborðshljóðfæri sem eiga að koma út í tveimur bókum. Í annarri bókinni er áherslan á vin- sælustu popplög Bjarkar, þar eru útsetningarnar fyrir píanó og/eða gítar, auk þess að innihalda söng- línur og texta. Í hinni bókinni eru út- setningarnar meira krefjandi og lög- in flóknari. Bókin mun, rétt eins og hin, innihalda sönglínur og texta, en meðleikurinn er hugsaður fyrir org- el, selestu, sembal eða píanó. Listamennirnir „Jákvæð og létt lög sem kveikja gleði og von í brjósti,“ segir Ásgerður um lögin. Reynt á mörkin  Ásgerður Júníusdóttir og Jónas Sen á tónleikum  Flytja lög eftir þrjú tón- skáld í Íslensku óperunni  Í haust er von á geisla- diski með lögunum Við heyrðum þetta í einhverjum sjón- varpsþætti og féllum fyrir þessu 36 » Félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir námskeiði í tangótónlist, 9.- 12. júní næstkom- andi, og er það ætlað strengja-, píanó- og söng- nemendum á framhaldsstigi. Starfandi tónlist- armenn munu þó einnig geta sótt um og námskeiðið verður haldið í Tón- listarskólanum í Reykjavík undir stjórn tónlistarmannsins Olivier Ma- noury. Námskeiðið er hluti af nor- rænu tónlistarhátíðinni Suður mætir Norðri sem fram fer í Norræna hús- inu 10.-12. júní. Meðfram námskeið- inu verður haldin tangósmiðja en henni lýkur með sérstökum hátíðar- tónleikum í Norræna hússinu 12. júní kl. 16. Námskeið um tangótónlist Olivier Manoury harmonikkuleikari Hátt í hundrað manns sáutilefni til að koma áListahátíðartónleikaAdapter-hópsins á sunnudag, og má það kalla góða að- sókn að nútíma listtónlist undir for- merkjum leitandi tilraunasköpunar. Fyrirsögn hinnar óvenjufámálu tónleikaskrár (varla stafur um höf- unda, hvað þá verk!) var Lumen – leikur að ljósi, og kveikti hún auðvit- að væntingar um tilþrifamikið sam- spil tóna og ljósa, svo maður nefni ekki ljósaorgel er brugðið hefur fyrir á framsæknum tónlistarvettvangi nánast frá fyrstu glóðarperu Edis- ons. Öllu minna varð þó úr því þegar á reyndi. En þó eitthvað. Skemmtileg- ast í 3. atriði, Eyes are speaking [3’; 2010] eftir Halldór Úlfarsson, er hófst á því að „blindur“ maður var leiddur á svið og stjórnaði síðan surg- andi rafslípihljóðum í stereó með því að bregða ýmist höndum að eða frá sólgleraugum sínum við þónokkra kátínu nærstaddra. Halldór (f. 1977) mun hafa verið búsettur í Finnlandi og m.a. fengizt við innsetningar, gjörninga, hljóð og mynd. Hann var fyrirferðarmikill á þessum tónleikum og átti einnig hlut að tveim síðustu verkum, Preessens [17’; 2009] á móti Sami Klemola og Air [10’; 2009] á móti Antti Auvinen. Í hvorutveggja tilviki var kammerhóp- urinn uppmagnaður með að virtist einhverri rafbjögun, og e.t.v. líka skreyttur viðbættum rafhljóðum. Fyrra verkið var hvasst og ágengt. Hið seinna blíðara, þó að 3. og síðasti þáttur væri mun ákafari og stóð eftir sem háværasta eyrnaáreiti kvöldsins. Verkið var við og við uppljómað í öll- um þáttum af 4-5 forneskjulegum ljósaperum, ýmist eftir hljóðstyrk eða ekki, með tilheyrandi uppmögn- uðu lampamagnarasuði aftan úr miðri 20. öld. Gutlaði framan af á nokkru andríki áður en fyrirsjáanleg langdrægni tók við. Þar á undan fóru ítalskt og þýzkt verk sem 1. og 2. atriði. Í Lumen [7’; 1975] eftir Franco Donatoni (1927- 2000) var ljósaparturinn aðeins fólg- inn í tveim rauðum leysigeisladeplum á skjá; öðrum fastliggjandi, hinum á flakki. Verkið var barn síns liðna framúrstefnutíma og minnti helzt á ótal álíka auðgleymanlegra stykkja er eitt sinn þóttu dernier écri en eru nú flest fallin í gleymsku og ógrein- anleg frá öðrum. Ljósahliðin á A twi- light’s song [9’; 1997] eftir Matthias Pintscher (f. 1977) birtist sem skuggamynd af ónafngreindum stjórnandanum á risastóru bassa- trommuskinni. Músíkin sló mann sömuleiðis sem heldur lúin fornfram- úrstefna – þrátt fyrir að vera 20 árum yngri en Lumen. Í heild má segja að fjarska fátt hafi komið á óvart úr nýsköpunardagskrá kvöldsins, er skv. hlutarins eðli á sér fremst til réttlætingar gagnvart hlustendum að koma á óvart. En það er svosem fráleitt ný reynsla af fram- sæknum tónleikum seinni ára. Komu manni helzt í opna skjöldu eldheitar undirtektir áheyrenda, þó engum getum skuli leitt að frekari skýr- ingum á því. Listasafn Íslands Kammertónleikar – Listahátíð bbmnn Verk eftir Donatoni, Pintscher, Auvinen, Klemola og Halldór Úlfarsson. Kammer- hópurinn Adapter. Sunnudaginn 19. maí kl. 21. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Lúin fram- úrstefna Ásgerður Júníusdóttir mezzósópr- an hefur komið fram sem söng- kona og leikkona á tónleikum, leik- sýningum og listahátíðum í Reykjavík, London, París, Berlín, Stokkhólmi og víðar um Evrópu. Hún hefur gefið út tvo hljómdiska, Minn heim og þinn, sem inniheldur lög og ljóð eftir íslenskar konur, og Í rökkri, sönglög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Báðir disk- arnir voru tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún hefur einbeitt sér að 20. og 21. aldar tón- list og frumflutt verk eftir fjölda núlifandi íslenskra tónskálda. Jónas Sen er píanóleikari og gagnrýnandi. Hann er umsjónar- maður sjónvarpsþáttaraðarinnar Átta raddir, sem verður á dagskrá Sjónvarpsins í haust, en þar ræðir hann við og spilar með átta ís- lenskum söngvurum. Þar á meðal eru Ásgerður Júníusdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Samstarf Jón- asar og Bjarkar hófst fyrir nokkr- um árum, en Jónas var hljóm- borðsleikarinn í hljómsveit hennar á ferðalagi hennar um heiminn. Ferðalagið tók sautján mánuði. Hann vinnur nú að útsetningum á lögum Bjarkar fyrir ýmis hljóm- borðshljóðfæri, og er ráðgert að útsetningarnar komi út erlendis í tveimur bókum á næsta ári. Nokkr- ar útsetninganna verða frum- fluttar á tónleikunum með Ásgerði á Listahátíð. Mezzósópran og píanóleikari ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR OG JÓNAS SEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.