Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Fulltrúar minnihlutans í fjárlaga-
nefnd Alþingis efast um að setja eigi
byggingu nýs háskólasjúkrahúss við
Hringbraut í gang strax. Þá efast
þeir um form framkvæmdarinnar,
þ.e. að hún sé sett í opinbert hluta-
félag utan ríkissjóðs og tekin út úr
ríkisreikningnum, eins og lagt er til í
frumvarpi fjármálaráðherra.
Fjárlaganefnd hefur nú þegar
fengið um tuttugu umsagnir um
frumvarpið, sem stofnar til opinbers
hlutafélags um verkefnið, en bauð
um sextíu aðilum að senda umsagnir.
Höskuldur Þór Þórhallsson,
Framsóknarflokki, segir menn þurfa
að spyrja sig hvort þeir hafi efni á
þessu sjúkrahúsi, nú þegar skera
þurfi niður á fjárlögum um 50 millj-
arða á þessu ári og aftur á því næsta.
Framkvæmdir af þessu tagi eigi það
til að fara langt fram úr sér í kostn-
aði. Tónlistarhúsið Harpa sé nær-
tækasta dæmið. Kristján Þór Júl-
íusson, Sjálfstæðisflokki, er á sama
máli. Þar að auki segja þeir báðir að
beint undir hatti ríkisins ætti að vera
hægt að fá betri kjör á fjármögnun
verksins.
Milljarðar út fyrir sviga
Í öðru lagi spyr Höskuldur sig
hvort rétt sé að taka þessa risastóru
framkvæmd út úr ríkisreikningnum,
með því að hafa þetta einkafram-
kvæmd í sérstöku hlutafélagi.
„Þannig að þegar við gerum upp rík-
issjóð vantar þarna alltaf 50 millj-
arða sem hafa verið teknir til hliðar.
Og reyndar meira.“
Kristján Þór tekur í sama streng.
Þegar allt sé talið, Harpa, sam-
göngumannvirki, hjúkrunarrými og
fleira sé vel á annað hundrað millj-
arða komið út fyrir sviga í ríkisfjár-
málunum. „Þar af leiðandi byggist
afstaða mína á þeirri einföldu stað-
reynd að á meðan við höfum ekki náð
tökum á fjármálum ríkisins sé mjög
varhugavert að vinna með hugmynd-
ir sem þessar.“
Í þriðja lagi segir Höskuldur að
bygging sjúkrahússins verði ekki
mannaflsfrek fyrr en eftir tvö til þrjú
ár og atvinnurökin séu því léttvæg.
„Þá vonum við að við séum farin að
rétta okkur af eftir kreppuna. Þá er
spurning hvort við eigum að fara í
þessa risastóru byggingu og rán-
dýru,“ segir hann.
Guðbjartur Hannesson, formaður
fjárlaganefndar, segist hissa á því að
sjálfstæðismenn vilji nú að ríkið sjái
um svona framkvæmd. Þeir hafi tal-
að fyrir hinu gangstæða árum sam-
an. Hins vegar sé ekki í boði að
skuldsetja ríkið fyrir þetta. Þar að
auki fullyrði þeir sem gerst þekki að
hagræðingin af framkvæmdinni ein
og sér, muni duga til að standa undir
kostnaði. Ekki þurfi því að skera
neitt niður út af þessu. „Sá peningur
sem fer í þetta yrði hvort sem aldrei
til reiðu fyrir neitt annað,“ segir
hann. Ríkið mun leigja húsið af
þeim sem byggir og borga leig-
una með því sem sparast árlega
í rekstri, vegna nýja hússins.
Guðbjartur segir nær allar
umsagnir til nefndar-
innar jákvæðar.
„Menn mæla með að
það verði farið í
þetta verkefni.“
Hins vegar verði
það aldrei ákveðið
endanlega fyrr en
útboðið er búið og
upphæðirnar liggja
fyrir.
Ekki rétti tíminn
fyrir sjúkrahús?
Skiptar skoðanir í fjárlaganefnd á byggingu nýs Landspítala
Morgunblaðið/Ómar
Sá gamli Sagt er að með nýju sjúkrahúsi sparist ríflega 2,5 milljarðar
króna á ári. Það fé á að nota til að leigja húsið næstu fjörutíu árin.
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
Ólafur og Kolbrún
leiða H-lista framboð
um heiðarleika
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Önundur Páll Ragnarsson
og Hlynur Orri Stefánsson
„HS Orka hefur unnið að þessu máli
í nokkur ár, en Magma hefur ekki
með nokkrum hætti haft áhrif á
það,“ segir Ásgeir Margeirsson, for-
stjóri Magma Energy á Íslandi, um
Búlandsvirkjun í Skaftárhreppi.
Hann segir málið á algjöru frum-
stigi, en virkjunin er ný útfærsla af
því sem áður hefur verið kallað
Skaftárvirkjun.
Fram kom í fréttum Rúv í gær að
Suðurorka, félag í eigu Íslenskrar
orkuvirkjunar og HS Orku, sem nú
er komin í eigu Magma Energy,
áformi að reisa þessa 150 megavatta
virkjun. Félagið hafi samið við flesta
vatnsréttarhafa á svæðinu og bíði
átekta.
Hins vegar bendir allt til þess að
virkjunin verði ekki með í 2. áfanga
rammaáætlunar um vernd og nýt-
ingu náttúrusvæða. Að sögn Svan-
fríðar Jónasdóttur, formanns verk-
efnisstjórnar, var gögnum um
virkjunina skilað það seint að fag-
hópur sem fjallar um náttúru og
menningarminjar fjallaði ekki um
hana. Sú umfjöllun skiptir þó sköp-
um fyrir rammaáætlun. Aðspurð
sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra að ekki stæði annað til en
að rammaáætlunin yrði það tæki
sem notað yrði til að ákveða hvað
skyldi virkja og hvað ekki. Verði Bú-
landsvirkjun utan rammans er því
ljóst að ekki verða framkvæmdir þar
í bráð.
„Ef það væri farið í þessa fram-
kvæmd núna og hún unnin af fullum
krafti tæki hún eflaust fjögur til sex
ár. En svo er spurning hvenær þörf
verður fyrir þessa orku og hvort yfir
höfuð verður farið í þetta. Svo það er
dálítið langt inni í framtíðinni sem
þetta verkefni gæti komist á kopp-
inn,“ segir Ásgeir.
Búlandsvirkjun
utan rammans
Ekki með í 2. áfanga rammaáætl-
unar Gafst ekki tími til að rannsaka
Morgunblaðið/RAX
Við Skaftá Upphaflega var sett
fram hugmynd um að veita Skaftá í
gegnum Langasjó. Fallið hefur ver-
ið frá því fyrir hóflegri hugmyndir.
Leita í hitann
» Ekki eru fleiri virkjanir í far-
vatninu hjá Magma, í gegnum
eignarhaldið á HS Orku.
» Fyrirtækið vill þó hefja jarð-
hitarannsóknir á Hrunamanna-
afrétti, frá Flúðum og inn í
Kerlingarfjöll, og hefur óskað
formlega eftir samstarfi við
hreppinn.
REYKVÍKINGAR eru ekki hlynnt-
ir því að skattar séu hækkaðir í
borginni. Samkvæmt nýrri netkönn-
un eru 92,5% borgarbúa andvíg
hærri sköttum í höfuðborginni. 7,5
segjast hlynnt þeim. Markaðs- og
miðlarannsóknir ehf. gerðu könn-
unina fyrir borgarstjórnarflokk
Sjálfstæðisflokksins 4. til 10. maí.
Úrtakið taldi 816 manns á aldrinum
18-67 ára og spurt var „Vilt þú að
skattar verði hækkaðir í Reykja-
vík?“ Afstöðu tóku 747.
Þetta viðhorf borgarbúa endur-
speglast í stefnu þeirra átta hreyf-
inga sem bjóða fram í borginni en af
þeim eru vinstri græn þau einu sem
hyggja á hækkun skatta og annarra
gjalda komist þau til valda. Segir
Sóley Tómasdóttir, oddviti hreyfing-
arinnar, að nauðsynlegt sé að full-
nýta útsvarsheimild borgarinnar.
Samfylking útilokar ekki hækk-
anir en Dagur B. Eggertsson, odd-
viti hennar, segist vilja komast hjá
þeim. Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sókn, Frjálslyndir og Reykjavík-
urframboðið vilja engar hækkanir.
H-listi hyggst ekki hækka skatta
á almenning en vill hærri skatta
stóreignafólks. Besti flokkurinn
stefnir að því að lækka útsvar en
ekki liggur fyrir hve mikið.
skulias@mbl.is
Nær allir Reykvíkingar eru
andvígir skattahækkunum
VG vill fullnýta
útsvarsheimildina Vilt þú að skattar verðihækkaðir í Reykjavík?
92,5%
7,5%
Já Nei
Gunnar Svavarsson, formaður
verkefnisstjórnar um byggingu
spítalans, segir fjögur atriði
stuðla að því að vinnuaflið
verði innlent, en verkið þarf að
bjóða út á öllu EES-svæðinu.
Í fyrsta lagi er hægt að
ákveða að samnings- og sam-
skiptamálið sé íslenska. Einnig
má áskilja að starfsstöð verk-
takans sé nálægt framkvæmd-
inni. Í þriðja lagi að bjóða
framkvæmdina út í nokkrum
hlutum, sem íslenskir verk-
takar ráða frekar við. Í fjórða
lagi má setja hámarks- og
lágmarksskilyrði um fjárhæðir
í tilboðum, þegar kemur að
útboðinu.
Þar sem krónan er
mjög lág núna dæmir
það flesta erlenda verk-
taka úr leik. Allt er
þetta leyfilegt sam-
kvæmt reglum innri
markaðarins, að sögn
Gunnars.
Atvinnumál
BYGGING SPÍTALANS ER:
Guðbjartur
Hannesson
Fertugur karlmaður drukknaði við
sjósund hjá Stykkishólmi, um mið-
nættið aðfaranótt sunnudags. Að
sögn lögreglu lagðist maðurinn til
sunds um klukkan ellefu. Lík hans
fannst um tvöleytið í sjónum um einn
kílómetra frá tanganum.
Maðurinn var vanur sjósundsmað-
ur og fæddur 1970, að sögn lögreglu.
Hann var gestkomandi í Stykkis-
hólmi og ætlaði að fá sér stuttan
sundsprett. Þegar hann kom ekki til
baka var þegar hafin leit.
Lögregla og sjúkraflutningamenn
fóru strax á tveimur bátum og fundu
þeir lík mannsins. Bátaflokkar allra
björgunarsveita á Snæfellsnesi voru
þá lagðir af stað til leitar.
Fórst við sjósund
Fertugur karlmaður, vanur sjósundi