Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 ✝ Aron KristinnJónasson fæddist 2. janúar 2009 á Landspítalanum. Hann lést í Aachen í Þýskalandi 8. maí 2010. Foreldrar hans eru Kristín Anna Her- mannsdóttir flug- freyja, f. 11.10. 1971, og Jónas Kristinn Gunnarsson flug- maður, f. 28.9. 1974. Dóttir þeirra er Eva Katrín, f. 12.8. 2002 Foreldrar Kristínar eru Guð- finna Gunnþórsdóttir nuddari f. 2.2. 1945, og Hermann Jón Ásgeirsson tannlæknir, f. 11.3. 1942, d. 25.6. 1991. Systkini Kristínar eru Gunn- þór, f. 17.9. 1965, Björn, f. 27.11. 1968, og Katrín, f. 10.3. 1970, gift Hlyni Bjarka Sigurðs- syni. Börn þeirra eru Arnór Jón, Kári, Her- mann og Lovísa Mjöll. Foreldrar Jónasar eru Gunnar Kristinn Þórðarson, f. 4.12. 1948, bifvélavirki, og Sólveig Jónasdóttir, f. 30.4. 1953, kennari. Systkini Jónasar eru Þórey Gunnarsdóttir, f. 12.7. 1971, kennari, gift Eið Baldurssyni. Börn þeirra eru Sandra Sif, Sólveig Birta, Arnar Smári og Árdís Líf. Brynjar Þór Gunnarsson, f. 1.7. 1979, unnusta hans er Sigríður Garðarsdóttir. Útför Arons Kristins fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. „Já, en mamma, hann var ekki einu sinni farinn að tala, ekki einu sinni að borða sjálfur. Hann var ekki einu sinni farinn að skríða! Mér finnst eins og þetta sé eitt- hvert djók!“ Já, það er erfitt að skýra tilgang þessa fyrir 7 ára grátklökkri Trínu sem saknar bróður síns svo sárt. En svona leið okkur öllum, hann var svo lítill, en samt stærsta og mesta hetja sem ég hef á ævi minni kynnst. Fallega brosið hans með hvítu litlu tönnunum, og frekjuskarðinu hans pabba síns, gat þurrkað út allar áhyggjur á augabragði og fyllt mann gleði og kátínu svo ekki var annað hægt en að brosa breitt til baka til litla Stubbs. Ég sakna þess. Það var fátt skemmtilegra en að gefa Aroni Kristni að borða. Um leið og heyrðist „pop“ í lokinu á krukkunni kom lítill stubbur þjót- andi í göngugrindinni sinni smjatt- andi af ákafa, „Svona drífiði þetta af, gefið mér að borða, núna“. Eins og hann Aron okkar hafði mikið langlundargeð þá var það ekki til staðar þegar um mat var að ræða. Aðra eins einbeitingu við matar- borðið hef ég aldrei séð hjá barni. Ekkert komst á milli hans og mat- arins, hann slengdi kannski á fólk örstuttu brosi rétt til að friða það svo hann gæti haldið áfram að borða óáreittur. Fallegu bláu augun hans Arons voru eins og gimsteinar, maður sökk einhvern veginn inn í þau þegar maður horfði í augun hans. Þau voru svo full af visku og reynslu. Oft lágum við og horfðumst lengi í augu, og mér fannst eins og við skildum hvort annað svo vel. Ég sakna þess. Geimskipið fína vakti mikla lukku hjá Aroni, svo mikla gleði að stundum bjuggumst við hreinlega við að það tækist á loft. Það sem hann skemmti sér vel við að hoppa og svo þegar hann þreyttist á því fór hann að dunda sér við spiladós- irnar fínu. Morgnarnir voru dýrmætur tími, sérstaklega fyrir Jónas og Aron þegar örþreytt mamma fékk að sofa lengur. Og eins og ég er ekki mikil morgunmanneskja þá var það ánægja að vakna með Aroni og gefa honum grautinn. Það er mikill söknuður að stund- unum okkar á kvöldin þegar ég lá og svæfði Aron. Þegar hann var orðinn þreyttur rúllaði hann upp tungunni og saug hana, strauk mér svo í framan og kleip aðeins í kinn- ar og nef þar til hann var alveg að sofna. Þá sneri hann sér á hina hliðina en teygði samt höndina aft- ur eins og til að athuga hvort ég væri ekki örugglega þarna ennþá áður en hann steinsofnaði. Það má svo sannarlega með sanni segja að við höfum notið hverrar mínútu sem við eyddum með þér, og í mínu tilfelli var það nánast hver einasta mínúta í þínu alltof stutta lífi. Það var aldrei nein fórn að eyða tímanum með þér, elsku fallegi stubburinn minn, sama í hvaða aðstæðum það var. Fallega brosið þitt var allt sem þurfti til að gleyma stund og stað, alltaf jafn mikill gleðigjafi. Ég sakna þín svo sárt, elsku Aron minn, þú kenndir mér svo margt og minningarnar um þig lifa með mér. Æðruleysið, fallega brosið, fallegu augun. Ég mun alltaf elska þig, elsku litli stubbur. Þín, mamma. Elsku litli vinur. Ég mun aldrei gleyma þeim kossi sem ég gaf þér á litlu bústnu kinnina þína og þú brostir út að eyrum áður en ég lagði af stað í vinnuna nokkrum dögum áður en þú lagðist til þinnar hinstu hvílu. Afskaplega þykir mér leitt að hafa ekki verið hjá þér en þú varst í góðum höndum hjá mömmu þinni og stóru systur. Við vorum á góðri leið að hefja nýtt líf með þér á nýjum, fallegum og friðsælum stað í Þýskalandi þar sem við ætluðum að finna lækn- ingu fyrir þig, elsku kallinn minn, en í dag er ég viss um að þetta var sá staður sem þú valdir þér og fyr- ir okkur til að kveðja okkur. Það er erfitt að reyna að hefja daginn án þess að vakna með þér og hræra grautinn þinn sem var nú þitt aðaláhugamál en það þarf ekki nema að loka augunum og þá sér maður lífsglaða brosið þitt og fal- legu bláu augun þín og það veitir manni hlýju og styrk fyrir daginn og ég veit að þú ert ávallt með okkur. Ég er viss um að þú situr á vængnum hjá mér í hverju flugi og hefur gaman af. Vertu sæll elsku ljúfur, okkar leiðir eiga eftir að liggja saman síðar. Pabbi. Elsku litli gimsteininn okkar. Tíminn var ekki langur sem við fengum að njóta þín og horfa í þína fallegu bláu gimsteina en minn- ingin sem þú skilur eftir er falleg og geymum við hana í hjörtum okkar. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Amma og afi. Elsku litli Aron ömmudrengur. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Minn- ingarnar um þig, fallega drenginn með bláu ljómandi augun og hlýju brosin sem þú gafst mér, munu ætíð verða það dýrmætasta í eigu minni. Hvíldu í friði, litli vinur. Þín amma, Guðfinna. Litli frændi okkar, litla hetjan okkar, er nú horfinn á braut eftir svo stutta dvöl meðal okkar. En þau spor sem þú skilur eftir þig eru djúp og minning þín lifir um alla eilíf meðal okkar. Ekki var þitt stutta líf þrautalaust og hefði sú barátta dugað mörgum heila mannsævi og barðist þú eins og of- urhetja ávallt brosandi og horfðir fallega til okkar með stóru fallegu bláu augunum þínum sem bræddu alla. En veikindin þín höfðu yf- irhöndina þrátt fyrir þína hetju- legu baráttu sem hægt er að dást að, litli kútur. Sumir segja að mestu erfiðleik- arnir séu lagðir á sterkasta fólkið. Fjölskyldan þín er ótrúlega sterk og dugleg og biðjum við Guð að gefa henni áfram styrk og æðru- leysi til að geta lifað í breyttum að- stæðum eftir að þurfa að kveðja litla hetjugullmolann sinn svo fljótt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku Jónas, Sibba og Eva Katr- ín, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig, elsku litli frændi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þórey, Eiður, Sandra Sif, Sól- veig Birta, Arnar Smári og Árdís Líf. Minning til Arons Kristins. Það fóru allir að gráta þegar við fréttum að Aron Kristinn væri dá- inn og það var eins og sólin hætti að skína, það var svo leiðinlegt. En nú er hann kominn á betri stað og nú líður honum vel. En við munum sakna litla sprellarans rosalega mikið, sæta brossins hans, sjarm- erandi augnanna og hvað hann hafði gaman af öllum sem komu að heimsækja hann. Hann hafði mat- arlyst í lagi og brosið hans var sem sólarlagið á kvöldin. Á hverjum degi vildi ég óska þess að geta bara séð þennan fallega dreng einu sinni enn. En Aron Kristinn, það var gaman að kynnast þér litli frændi. Hvíldu í friði. Þinn Kári. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánss. frá Fagraskógi.) Elsku Aron Kristinn. Á þinni stuttu ævi snertir þú hjörtu margra, í huga okkar varst þú mikil hetja. Þrátt fyrir mikil veikindi varstu alltaf glaður og bros þitt bræddi alla þá sem í kringum þig voru og stóru bláu augu þín munu aldrei hverfa úr minningu okkar. Fjölskyldan þín er yndisleg og stóð þétt við hlið þér og gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að þér liði sem best. Eva Katrín, stóra systir þín, sýndi mikinn þroska og skilning, hún var í miklu uppáhaldi hjá þér og var alltaf stutt í fallega brosið þitt þeg- ar hún var nálæg. Fráfall þitt hefur rofið stórt skarð í litlu fjölskylduna. Þarf hún nú að læra að lifa án þín í nýjum heimkynnum sem þú fékkst að njóta í alltof fáa daga áður en þú kvaddir þennan heim. Elsku Sibba, Jónas og Eva Katrín, ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hug- urinn er hjá ykkur og fjölskyldum á þessum erfiðu tímum. Drífa, Guðný Karen, Herdís, María og fjölskyldur. Elsku Aron Kristinn, við mun- um aldrei gleyma síðustu klukku- stundunum sem við áttum með þér í Kópavoginum daginn sem þú lagðir upp í ferðina til Þýskalands. Við áttum svo góðar stundir sam- an, þú svo glaður að hafa alla krakkana í kringum þig, hlaupandi um í göngugrindinni á auðu stofu- gólfinu og svo klæddi Kata frænka þig í ferðafötin. Þú áttir eftir að gera svo margt með krökkunum á Álfhólsveginum, Arnór Jón ætlaði að kenna þér að elda góðan mat, Kári kenna þér fótbolta, Hermann að standa á höndum og Lovísa Mjöll að dansa og syngja. Við söknum þín öll svo hræði- lega mikið og vorum ákveðin í að heimsækja þig og Evu Katrínu til Þýskalands í sumar. Við munum halda fast í allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, jólin og áramótin þegar þú varst nýkominn frá Boston, afmælið þitt þar sem þú varst svo glaður, páskarnir og fleiri góðar stundir sem við feng- um að eiga með þér. Þú varst svo einstaklega fallegur og skapgóður drengur, alltaf brosandi og fallegu bláu augun heilluðu alla sem sáu þig. Elsku Sibba, Jónas og Eva Katrín, hann Aron Kristinn átti svo sannarlega góða fjölskyldu sem elskaði hann svo óendanlega mikið og gerði allt sem hún gat til að láta litlu hetjunni líða sem best. Við vitum að söknuður ykkar er mikill en minningin um yndislegan dreng mun alltaf lifa í hjörtum ykkar. Katrín, Hlynur, Arnór Jón, Kári, Hermann og Lovísa Mjöll. Aron Kristinn var fallegur drengur með stór blá augu og löng svört augnhár. Með brosi sínu, og mjólkurhvítum tönnum, bræddi hann þá sem á vegi hans urðu. Þegar Aron Kristinn fæddist höfðum við, og fjölskyldan hans, nýflutt inn í parhús á Kópavogs- barði. Strax kom í ljós að hann ætti við veikindi að stríða en á sinni stuttu ævi barðist hann eins og hetja. Aron Kristinn átti ein- staklega góða foreldra sem sýndu mikinn styrk á erfiðum tímum. Þau veittu honum alla þá ást og umhyggju sem hægt er að gefa og vék móðir hans vart frá honum. Þrátt fyrir að hafa ekki verið lengi á meðal okkar þá snerti Aron Kristinn við þeim sem hann hittu. Það eru fallegar minningar sem við eigum um þennan litla gull- mola. Hvernig hann kleip í háls og andlit á þeim sem á honum hélt og saug á sér tunguna þegar hann var orðinn þreyttur. Oú-hljóðin hans. Hvernig hann setti puttann upp að munninum þegar hann var orðinn svangur og naut þess að borða. Varla var hægt að ná sambandi við hann á meðan á þeim stundum stóð en hann átti það til að lygna aftur augunum af nautn. Aron Kristinn var geðgóður, at- hugull og kátur. Þegar hann sat í stólnum sínum sneri hann sig næstum úr hálsliðnum til að fylgj- ast með fólki sem framhjá honum gekk. Í göngugrindinni var hann duglegur og þegar eitthvað fang- aði athygli hans ýtti hann sér á milli staða af forvitni. Þegar mest lét ólmaðist hann eins og Dýri í Prúðuleikurunum í „geimskipinu“ sínu. Það er óskaplega sárt að sjá á eftir Aroni Kristni en þessar minningar, og fjölmargar aðrar, munu lifa. Það voru forréttindi að fá að fylgja honum þann tíma sem hann lifði. Við minnumst hans sem fallegu hetjunnar sem gat alltaf brosað sama hversu veikur hann var. Elsku vinir, Sibba, Jónas og Eva Katrín, mikill er missir ykkar. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og alla að- standendur í sorginni. Halla, Sveinn, Hlín og Hrannar. Elsku Aron Kristinn, komið er að leiðarlokum. Við vinkonur þínar í Flugfreyjukórnum höfum fylgst með þér frá því mamma þín sagði okkur þau gleðitíðindi að von væri á nýjum fjölskyldumeðlimi. Sem „bumbubúi“ mættir þú á kóræfing- ar og uppákomur og fylgdumst við með kúlunni stækka. Þú mættir með okkur á uppákomur hér og þar um bæinn og alltaf var mamma þín svo nett og dugleg og geislaði af gleði. Þann 2. janúar 2009 komstu svo í heiminn, yndislega fallegur drengur með stór og falleg augu sem fönguðu athygli allra. Okkur fannst við eiga dálítið í þér enda búnar að vita af þér alla meðgönguna og syngja fyrir þig. Það var okkur því mikill heiður að fá að syngja við skírn þína. Lífið hefur ekki verið þér auð- velt og þú þurft verulega að hafa fyrir því. Síðast hitti allur hóp- urinn þig í lok febrúar þegar þú mættir með mömmu þinni á upp- töku myndbands okkar fyrir árshátíð Icelandair Group. Þar höfðum við allar tækifæri á að heilsa upp á þig og sjá hversu stór þú varst orðinn og þó við værum margar brostir þú til okkar og varst ekki hræddur en þér fannst samt mamma best. Við þökkum þér samfylgdina á þinni stuttu ævi og biðjum ljóssins engla að fylgja þér þar til við hitt- umst aftur. Megi minning þín lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Sibba, Jónas og Trína, okk- ar dýpstu samúðarkveðjur á þess- ari erfiðu stundu. F.h. vinkvenna í Flugfreyjukórnum, Bergþóra Kristín. Aron Kristinn Jónasson HINSTA KVEÐJA Nú ertu horfinn á braut elsku frændi. Þú varst gleði- gjafi og alltaf kátur. Ég mun ætíð sakna þín. Þinn frændi, Björn. Elsku litli Aron Kristinn, guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þórunn Soffía Snæhólm og Fannar Alexander Snæhólm. Elsku litli augnhára-engill með fallegu augun, breiða bros- ið og snjóhvítu fínu tennurnar þínar. Megi algóður guð taka hlýlega á móti þér og gefa þér hvíld. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Oddný Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.