Morgunblaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Írski hagfræðingurinn Morgan Kelly segir í
grein á vefmiðlinum VoxEU að ríkisábyrgð
írska stjórnvalda í kjölfar fjármálakrepp-
unnar, sem brast á með fullum þunga haust-
ið 2008, muni leiða til þess að skuldastaða
ríkissjóðs verði orðin ósjálfbær árið 2012.
Sem kunnugt er þá óx hagvöxtur á Írlandi
mikið allt frá tíunda áratug síðustu aldar
fram að fjármálakreppunni. Í fyrstu var um
að ræða hagvöxt vegna umbreytingar á
samkeppnishæfni hagkerfisins en síðustu
árin versnaði samkeppnisstaða vegna hækk-
andi raunlauna og vöxturinn byggðist á út-
lánaþenslu og ofvexti á fasteignamarkaði.
Þetta síðarnefnda gerði að verkum að
stjórnvöld gripu til fáheyrðra aðgerða á
borð við að veita ríkistryggingu fyrir
stærstan hluta útgefinna skuldabréfa bank-
anna þegar syrta tók í álinn á fjármálamörk-
uðum árið 2008.
Þrátt fyrir að sú aðgerð sé umdeild hefur
verið bent á að hún sé dæmi um hvernig lítið
hagkerfi í skjóli evrusvæðisins hafi getað
staðið vörð um stórt bankakerfi þegar djúp
kreppa gengur yfir fjármálamarkaði.
Kelly bendir á að auk ríkistryggingarinnar
hafi írsk stjórnvöld nú þegar keypt slæm lán
af bönkunum og endurfjármagnað þá fyrir
um 70 milljarða evra eða sem svarar helmingi
af árlegri landsframleiðslu.
Á sama tíma hafa stjórnvöld ráðist í víð-
tækar aðhaldsaðgerðir til þess að koma bönd-
um á hallarekstur hins opinbera. Þeim að-
gerðum hefur verið fagnað af fjárfestum enda
hafa þeir krafist mun minni áhættuþóknunar
fyrir kaup á írskum ríkisskuldabréfum en af
öðrum evruríkjum sem hafa orðið illa úti í
fjármálakreppunni. Lágt áhættuálag skýrist
ennfremur af því að hlutfall opinberra skulda
af landsframleiðslu er hóflegt í samanburði
við mörg önnur ríki eða um 65%.
Kelly sagði að þetta hlutfall myndi fara í
85% eftir tvö ár, sem yrði þá lægra en með-
altalsspár OECD fyrir þróuð ríki gefa til
kynna, en hinsvegar óttast hann að ríkis-
trygging á ábyrgðum bankanna muni verða
dýrkeypt á endanum.
Greining hans gerir ráð fyrir að írskir
bankar muni tapa einum þriðja af öllum
lánum til byggingariðnaðarins og 10% af
lánum til einkafyrirtækja og lánum til fast-
eignakaupa. Þetta þýðir að kostnaður
írskra skattgreiðenda myndi nema þriðj-
ungi af landsframleiðslu og myndi þrýsta
skuldahlutfalli hins opinbera upp í 115% ár-
ið 2012. Ef litið er til þjóðarframleiðslu,
sem endurspeglar betur möguleika á skatt-
heimtu, þá yrði þetta hlutfall 140% sam-
kvæmt Kelly. Eða umtalsvert hærra en hjá
Grikklandi, en flestir sérfræðingar telja að
gríska ríkinu verði að öllu óbreyttu ekki
forðað frá einhverskonar greiðslufalli.
Dýrkeypt ábyrgð á írskum bönkum
Hagfræðiprófessor við University College í Dublin segir að ríkisábyrgð á bönkunum muni leiða til
þess að skuldastaða írska ríkisins verði ósjálfbær innan fárra ára Spáir að hlutfallið fari í 115% 2012
Írland Skattgreiðendur stíga dans.
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010
fyrir heimilið
Íslandskaffi, baunir og malað
349 kr.pk.
ÞETTA HELST ...
● Breska félagið Aurum, móðurfélag
skartgripaverslunarkeðjanna Mappin &
Webb, Goldsmiths og Watches of Switz-
erland, segir að salan hafi aukist um
12% miðað við sömu verslanir á þrettán
vikna tímabili sem lauk þann 25. apríl
sl. Skilanefnd Landsbankans á 67%
hlut í Aurum. Um er að ræða eignarhlut
sem skilanefndin tók yfir á sínum tíma
af Baugi.
Nam rekstrarhagnaður Aurum 6,5
milljónum punda, 1,2 milljörðum króna,
á síðasta rekstrarári sem lauk 31. jan-
úar sl. Er það 117% meiri hagnaður en
árið á undan er hann nam 3,1 milljón
punda.
Aukinn hagnaður
Aurum
● Alþjóða-
gjaldeyrissjóð-
urinn segir
það skipta
sköpum að
spænskum
stjórnvöldum
takist að
draga úr
hallarekstri
ríkissjóðs en
sérfræðingar
sjóðsins telja að umskipti hagkerfis-
ins þar syðra verði máttlítil á næstu
árum.
Að lokinni árlegri úttekt sérfræð-
inga AGS á spænska hagkerfinu spáir
sjóðurinn að hagvöxtur verði á bilinu
1,5-2% á næstu árum. Þeir telja
brýnt að stjórnvöld í Madríd ráðist í
róttækar umbætur á vinnumarkaðs-
löggjöfinni og það sama gildir um líf-
eyrissjóðskerfið í landinu. Atvinnu-
leysi hefur verið mikið á Spáni að
undanförnu í kjölfar fjármálakrepp-
unnar og hagvöxtur hefur verið lítill.
Umbóta þörf á Spáni
mann og framkvæmda- stjóra Aust-
urhafnar-TR, þá Stefán P. Eggerts-
son og Stefán Hermannson, að vonir
standi til að vextirnir á skuldabréf-
inu verði að meðaltali 500 milljónir á
ári miðað við núverandi verðlag. Þar
sem rólegt hefur verið yfir frum-
útgáfu skuldabréfa á Íslandi að und-
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Miðað við núverandi forsendur og
fjármögnun mun rekstur tónlistar-
og ráðstefnuhússins Hörpu, sem nú
rís við gömlu höfnina í Reykjavík,
standa undir sér. Þetta segir Pétur
J. Eiríkssonar, stjórnarformaður
Eignarhaldsfélagsins Portusar sem
á og byggir húsið. Portus er í eigu
Austurhafnar-TR sem er svo í eigu
íslenska ríkisins og Reykjavíkur-
borgar. Að sögn Péturs tók skila-
nefnd Landsbankans yfir þá tæpu
níu milljarða sem höfðu verið lagðir
í verkefnið fyrir bankahrunið. Þeir
hafa að mestu verið afskrifaðir.
Þetta þýðir að rekstraráætlun tón-
listar- og ráðstefnuhússins miðar
við að standa undir ríflega 14 millj-
arða króna sambankaláni sem var
tekið á síðasta ári þegar ákveðið var
að verkefninu yrði lokið. Miðað við
spár Seðlabanka Íslands um geng-
isþróun og verðbólguhorfur þýðir
þetta að endanlegur kostnaður verði
rúmir 17 milljarðar á núverandi
verðlagi þegar allt er yfirstaðið. Nýi
Landsbankinn fjármagnaði helm-
inginn af sambankalánunum en
restin skiptist jafn á milli Arion og
Íslandsbanka. Lánið ber breytilega
óverðtryggða vexti fram til mars-
mánaðar árið 2011 en þá verður lán-
ið verðtryggt. Á þeim tíma munu
fjárframlög frá hinu opinbera hefj-
ast.
Vextirnir hafa verið hagstæðir
og stefnt á skuldabréfaútboð
Pétur vill ekki uppljóstra um fjár-
magnskjörin á láninu en segir þó
óverðtryggðu vextina hafa verið
hagstæða að undanförnu sökum
þess að verðbólga hefur verið að
mælast umfram væntingar á und-
anförnum misserum. Þrátt fyrir það
stendur til að endurfjármagna
sambankalánið með skuldabréfaláni
á næstunni að sögn Péturs. Er það
meðal annars gert til þess að draga
úr vaxtaáhættu vegna breytilegra
vaxta en útboðið byggist á föstum
vöxtum út lánstímann. Fram kemur
í aðsendri grein eftir stjórnarfor-
anförnu er erfitt að henda reiður á
hvaða vextir komi til með bjóðast í
skuldabréfaútboðinu. Þó er hægt að
horfa til frumútboða nokkurra sveit-
arfélaga í fyrra auk Byggðastofn-
unar og Farice. Útboðum þessara
aðila var lokið með 5% verðtryggð-
um vöxtum.
Skilanefnd Landsbankans bú-
in að afskrifa tæpa 9 milljarða
Rekstur Hörpu mun standa undir sér
Harpa rís Iðnaðarmenn að störfum við tónlistarhúsið.
Morgunblaðið/Ernir
Seðlabanki Íslands
boðaði í ágúst í
fyrra að eitt af þeim
skrefum sem yrði
stuðst við þegar
gjaldeyrishöftin
verða afnumin yrði
útboð á gjaldeyri.
Þetta kemur fram í
skjali um afnám
gjaldeyrishafta sem
er aðgengilegt á vef
bankans.
Þar kemur meðal
annars fram að þegar nægilegum
gjaldeyrisforða hefur verið safnað
þá verði hægt að létta höftum af
viðskiptum með eignaflokka á
borð við meðallöng og skamm-
tímaskuldabréf með því að bjóða
út gjaldeyri.
Bankinn myndi gefa og bjóða út
skammtímavíxla í evrum sam-
kvæmt EMTN-áætlun sinni. Útboð-
ið yrði útfært þannig að tilboðs-
gjöfum stæði til boða að breyta
krónum í evrur á opinberu gengi
Seðlabankans. Slík útfærsla fæli
þá í sér að verðlagning útboðsins
myndi endurspeglast í ávöxtunar-
kröfu þeirra sem myndu gera til-
boð. Fram kemur í skýrslunni að
þetta fyrirkomulag veiti svigrúm
til sveigjanlegrar stýringar bæði
eigna í forða og fjármagnsflutn-
inga úr landi. ornarnar@mbl.is
SÍ boðaði útboð
á gjaldeyri í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
● Stofnandi dönsku kvenfatakeðjunnar
Day Birger et Mikkelsen, Keld Mikkels-
en, hefur tekið yfir rekstur keðjunnar á
ný, þremur árum eftir að hann seldi fyr-
irtækið til Baugs.
Árið 2007 seldi Mikkelsen 50% hlut í
móðurfélagi Day Birger, ADD Mikkelsen,
til Baugs. Þegar Baugur varð gjaldþrota
árið 2009 færðist hlutur Baugs yfir til
Straums-Burðaráss. Mikkelsen hefur
nú keypt hlutinn af Straumi, samkvæmt
vefnum Drapers.
Þar er haft eftir Mikkelsen að hann
hafi sóst eftir því að ná fullum yfirráð-
um yfir félaginu á ný til þess að styrkja
ímynd Day Birger et Mikkelsen og bæta
stöðu þess. Mikkelsen fagnar því að
kaupin hafi orðið að veruleika og hlakk-
ar til þess að koma fyrirtækinu á næsta
stig. Ein verslun Day Birger et Mikkels-
en er rekin á Íslandi og er hún til húsa í
Kringlunni.
Day Birger et Mikkelsen
úr íslenskri eigu