Morgunblaðið - 26.06.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 26.06.2010, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 ✝ Matthildur Þór-hallsdóttir, hús- freyja í Ártúni, fæddist 13. júní 1942 á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 17. júní 2010. Foreldrar Matt- hildar voru Þór- anna Guðbjörg Rögnvaldsdóttir, f. á Enni á Höfð- aströnd 25.2. 1912, d. 11.12. 1979, og Þórhallur Marinó Kristjánsson, f. á Hrísum í Svarfaðardal 14.4. 1909, d. 5.3. 1944. Systkini Matt- hildar eru Margrét Kristín, f. 1932, Rögnvaldur Sigurbjörn, f. 1933, Kristján Örn, f. 1936, Ævar Þór, f. 1939, og Leifur Eyfjörð, f. 1945. Matthildur giftist 17. maí 1959 Sveini Sigurbjörnssyni, f. 29.5. 1938 í Ártúni Grýtubakkahreppi. Brján. 3) Benedikt Steinar, f. 12.1. 1965, kvæntur Kristínu Björgu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn, Hildi Björk, Sig- urð Gauta, Sigurbjörn og Atla Birgi. Hildur Björk er í sambúð með Stefáni Hrafni Stefánssyni og eiga þau tvö börn, Jasmín Ýr og Gabríel Örn. 4) Sigurbjörn, f. 13.11. 1969, kvæntur Örnu Ívars- dóttur og eiga þau þrjú börn, Karen, Ívar og Svein. Matthildur ólst upp á Hjalteyri við Eyjafjörð og tók virkan þátt í starfi Ungmennafélags Eyja- fjarðar. Hún stundaði nám í tvo vetur við Alþýðuskólann á Laug- um í Reykjadal þar sem leiðir hennar og eftirlifandi eig- inmanns lágu saman. Ung að aldri hófu þau búskap, fyrst á Ak- ureyri og síðar í Ártúni. Matt- hildur vann alla tíð við heimilis- og bústörf, tók þátt í starfi kvennfélagsins Hlínar og stund- aði skógrækt. Hún bar mikla virðingu fyrir landinu sínu og naut þess að ferðast og fræðast. Þau hjón ferðuðust víða og fóru þá helst ótroðnar slóðir í leit að einstökum næturstöðum. Útför Matthildar fer fram frá Laufási við Eyjafjörð í dag, 26 júní 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Snæbjarnardóttir, f. á Grund í Lauf- ássókn 13.8. 1905, d. 15.11. 1996, og Sigurbjörn Bene- diktsson, f. á Sval- barðsströnd, 16.4. 1899, d. 6.4. 1987. Börn Matthildar og Sveins eru: 1) Una, f. 26.1. 1959, gift Vilhjálmi Anton Ingvarssyni, þau eiga tvær dætur Gígju og Katrínu. Gígja er gift Jóni Vídalín Ólafssyni og eiga þau þrjú börn, Unu Köru, Mars- elíu Ídu og Vilhjálm Tuma. Fyrir átti Gígja tvö börn, Ylfu Eik og Anton Helga. Katrín er í sambúð með Gylfa Víðissyni og eiga þau einn son, Maron Dag. 2) Þórhild- ur, f. 31.3. 1962, gift Hróbjarti Darra Karlssyni og eiga þau þrjá syni, Starkað, Svein Breka og Þegar elskuð móðir hverfur úr þessu lífi ryðjast fram minningabrot og það er bjart yfir þeim öllum, það segir aðeins eitt, þú varst góð móðir. Ég man þig mamma, ólétta að Þór- hildi systur minni, þú varst svo sver að þú komst varla í gegnum dyragat- ið í Norðurgötunni. Ég man sögur þínar frá dögum æsku þinnar og unglingsára sem ekki hafa verið mörg, eiginkona og móðir 16 ára. Ég man þig á sjúkrahúsinu ófríska að Benna og veika eins og alltaf þegar þú varst ófrísk, hvísla til pabba, Sveinn, þú hefðir getað þvegið stelp- unum áður en þið komuð. Ég man tertuna, svampbotnar með kokteil- ávöxtum og rjóma, þegar þú varst 25 ára, það var sólskin þann dag. Það er reyndar alltaf sólskin 13. júní í minn- ingunni. Ég man tárin í augunum þínum þegar ég fór í Skógaskóla. Ég man ömmuumhyggju þína fyrir Gígju minni, þú þá rétt orðin 34 ára. Ég man hvað þú gast orðið skemmti- lega krímótt í andliti í kartöfluupp- tekt. Ég man þig sjóða borðtuskur í emaleruðu vaskafati. Ég man eftir höndum sem struku vanga og hugg- uðu. Ég man blikið í augum þínum í Hjalteyrarferðum, ég man líka hitt blikið í augum þínum þegar pólitík bar á góma. Ég man hlátur og kátínu yfir stríðni og gáska sem var ríkjandi í kringum þig. Ég man, ég man…, ég man svo ótal, ótal margt og vonandi eitthvað af því sem þú kenndir mér. Ég man þitt síðasta bros þegar Kata kom norður, þá voru allir komnir sem reiknað var með við dánarbeð. Ég man þitt síðasta andvarp, móðir mín, lausnina frá þessu ástandi sem þú varst komin í og ekki varð umflú- ið. Man ég breiðan blíðan faðm besta skjólið mamma mín. Minning sú er huggun harm, hlýja og ást til okkar þín. Una Sveinsdóttir. Þegar ég minnist tengdamóður minnar, Matthildar, þá dettur mér fyrst í hug matur, en hún passaði alltaf vel upp á að allir borðuðu vel og reglulega. Alltaf var eldað yfirdrifið nóg og meira en það, jafnvel þegar þau voru orðin ein í kotinu, Sveinn og Matta, var eldaður sami skammtur og þá gjarnan er maður leit inn í mat sagði Sveinn „borðaðu nú vel Villi minn, annars fæ ég þetta einu sinni enn“. Snyrtimennska var henni í blóð borin jafnt innan sem utan heimilis og var hún gjarnan kölluð umhverf- isráðherra í Ártúni. Matta var alla tíð reglumanneskja á vín og tóbak, en hafði þó hin síðari ár gaman af því að fá sér rauðvínsstaup, eitt, tvö eða þrjú. Hún var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum með fjölskyldu sinni og/eða vinum. Matta tengdamóðir mín gaf mér alltaf bók í jólagjöf og stríddi ég henni stundum á því að það væri eitthvað undarlegt við þetta bókaval hennar því iðulega voru þetta glæpasögur og þá raðmorð- ingjar í aðalhlutverki, en sjálf las hún mjög mikið og las flestar tegundir bókmennta, hún hafði einnig gaman af góðum bíómyndum og skrapp iðu- lega til Akureyrar til að fara á „safn- ið“ til að ná sér í bók eða mynd. Matta var listamaður í höndunum og voru Sveinn og hún sérstaklega samhent í að gera fallega muni og veit ég að þeir verða enn verðmætari í hugum eigenda sinna hér eftir. Hún var ekki mikið að gorta af þessum listmunum sínum og þaggaði það niður ef minnst var á að halda sýn- ingu á þeim. Ferðalög voru yndi þeirra Ártúnshjóna og þekkti Matta landið sitt mjög vel og hafði víða farið en í Ártúni hangir uppi Íslandskort þar sem þau hafa merkt inn á með rauðu þá vegi, slóða, og náttstaði sem þau hafa farið og gist og er kort- ið farið að líkjast rauðu hárneti, svo víða hafa þau farið. Farin er góð kona yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram og er hennar sárt saknað, en ég veit að hún mun fylgjast með okkur frá æðri stað. Ég votta Sveini tengdaföður mínum sem í rúm 50 ár fékk að njóta lífsins með Möttu sinni, mína dýpstu samúð og einnig börnum þeirra og fjölskyldum. Vilhjálmur Anton Ingvarsson. Elsku amma mín. Mér þykir það svo óraunverulegt að komið sé að kveðjustund hjá okkur. Ég vil ekki trúa að þú sért farin frá okkur öllum, svona snemma. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir gerast hratt, allt í einu ertu búin að kveðja. Ósanngirni er eina orðið sem fær lýst þessum hræðilega og alltof algenga sjúkdómi. Ég minnist þess hvað það var gaman hjá okkur í fyrra vor þegar þið afi áttuð 50 ára brúðkaupsaf- mæli. Þar voru allir afkomendur ykkar samankomnir til að fagna í frábæru veðri upp í Rima, og engan grunaði að svona færi. Það er þó margt gott sem við eigum eftir þig amma, bæði huglægt og hlutlægt. Allar minningarnar úr sveitinni eru svo góðar. Mann langar helst að spóla til baka og hafa þennan ljúfa tíma að eilífu, þegar við barnabörnin vorum lítil og saklaus. Ég man það svo vel þegar við rifum upp gulræt- urnar þínar og borðuðum þær með moldinni á, þegar við betluðum brjóstsykur sem þú geymdir í grænni krús í eldhússkápnum, þegar ég bað þig alltaf um að sýna mér gervitennurnar, þegar þú last sögur á kvöldin og þegar þú kenndir mér fyrsta ljóðið mitt. Það huglæga eru ekki bara minn- ingar úr sveitinni, heldur líka hvern- ig þú sjálf varst. Þú varst svo hlý og góð. Ég man það vel, þegar ég var um 3 ára aldurinn og sagði að þú værir „mjúkasta“ amma í heimi. Ég stend ennþá á þeirri skoðun og mun alltaf gera. Mjúki tóninn í röddinni þinni er ógleymanlegur og hvað það var gott að heyra í þér þegar þið afi komuð í heimsókn til okkar. Hlátur- inn var líka svo innilegur, sem og brosið. Þegar ég hugsa um ömmu Möttu í sveitinni sé ég þig fyrir mér inní eld- húsi að hlaða í okkur kleinum sem þú bakaðir og einhverju fleiru heima- bökuðu. Mysuosturinn er að sjálf- sögðu á borðinu og heitt kaffi á könn- unni. Svo sé ég þig og afa fyrir mér, að kvöldi og þið sitjið fyrir framan litla sjónvarpið inní stofu og hafið það notalegt. Það var alltaf svo gott að koma í sveitina til þín og afa, og tilhugsunin um að svo verði ekki í framtíðinni er hræðileg. Allt það sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina gagnast mér á hverj- um degi. Ég vildi bara þakka þér fyr- ir það, elsku amma. Ég vildi líka þakka þér fyrir allar klukkustund- irnar sem þú eyddir á aðfangadag í að sjóða graut handa öllu liðinu þínu, en þeim stundum mun ég aldrei gleyma. Ég mun heldur aldrei gleyma rasptertunni sem þú gafst pabba alltaf áður en við keyrðum í bæinn á aðfangadag. Það hlutlæga sem við eigum til minningar um þig er líka svo margt. Allt það sem þú hefur föndrað, saum- að, málað og skapað er svo fallegt og það mun fylgja okkur. Og lampinn sem þú gafst mér í jólagjöf síðustu jól mun vera ljós til minningar um þig. Það var svo merkileg setning sem þú sagðir við mig í einni af þinni síðustu heimsóknum hingað í Goða- byggðina áður en þú veiktist: „Gangi þér vel í öllu sem þú gerir, Karen mín.“ Þessum orðum mun ég aldrei gleyma, og ekki þér heldur. Takk fyrir að gefa svona mikið af þér, elsku amma, takk fyrir að vera svona frábær við okkur öll, takk fyrir allt og takk fyrir að vera amma mín. Þín Karen. Það getur verið erfitt að vera tíu ára stelpa og eiga þrjá yngri bræður og þeir eru, eins og títt er um stráka, fyrirferðarmiklir og henni finnst þeir hrekkjóttir og stríðnir og úti um all- ar grundir þegar þarf að passa þá. Þannig var hjá mömmu í Sæborg þegar Matta litla systir kom í heim- inn. Mamma hefur oft sagt frá því hve heitt og innilega hún þráði að eignast systur og þegar stóra stundin kom og amma var lögst á sæng, fór mamma út og settist í brekkuna sunnan við húsið. Þar sat hún í sól- inni, tíndi baldursbrár og plokkaði þær og sagði stelpa, strákur, þar til síðasta blaðið sagði strákur í þriðja sinn og hún var að verða úrkula von- ar. Þá komu tíðindin: Það var systir! Og Magga Stína lyftist af gleði og sveif út á Hjalteyri til að senda afa skeyti frá símstöðinni með tíðindun- um, því hann var þá að vinna í Hrís- ey. Alla tíð var sérlega kært með þeim systrum, það þrátt fyrir að mamma reyndi líka að vernda Möttu gegn því að þessi ungi maður, sem elti hana frá Héraðsskólanum á Laugum, bæri sig eftir henni og reyndi að bægja honum frá. Þær hlógu nú stundum innilega að þessu seinna. Auðvitað þýddi þetta ekkert, þau Matta og Sveinn náðu saman og þótt amma elskaði öll tengdabörnin eins og sín eigin hafði ég það alltaf á til- finningunni að henni þætti einna mest til um þennan glaðlynda og upplitsdjarfa dugnaðarfork. Matta passaði mig þegar ég var of ungur til að muna eftir því, en ég var ekki hár í loftinu þegar mér varð ljóst að „Matta systir“ var afreks- kona. Kraftmikil og dugleg og vann til verðlauna á íþróttamótum. Svo tók hún mig í fóstur í Ártún um sum- artíma seinna, ég var næstum orðinn unglingur, kunni ekki að vinna og var sjálfsagt latur og hyskinn. Hún tók mildilega á því, lét Svein um að reka á eftir mér og skikka mig til, sem hann gerði það vel að ég var ólmur að koma aftur til þeirra og gerði það tveimur sumrum seinna. Hafði þá lært nokkuð til verka og þá spöruðu þau ekki hrósið né hvatninguna svo maður varð hálfpartinn upp með sér. Enn fóstraði Matta mig þegar ég var ungkarl og kennari á Grenivík, þá sá hún til þess að ég hefði ávallt hrein og fín föt og fengi gott að borða að minnsta kosti vikulega. Sumum virðist ganga allt í haginn og fyrirhafnarlaust. Fyrir ókunnuga gátu Matta og Sveinn fallið í þann flokk. Ávallt virtist búið í Ártúni stækka, smjör drjúpa af hverju strái og tvö höfuð á hverjum grip. Ég fékk nú að reyna sjálfur að það kom ekki fyrirhafnarlaust, tína allt þetta grjót úr túnunum, kljúfa við í girðingar- staura og grafa skurði á höndum. Sveinn og Matta tókust hins vegar á við lífið í sigurvissu sem byggðist á að þekkja sín takmörk, nota krafta sína vel, kunna til verka og vinna af dugnaði og ögun, láta aldrei bugast þótt á móti blési. Yfir öllu sveif glað- værð og gestrisni. Og allt þetta gáfu þau börnunum öllum í arf. Það er mikið og gott ævistarf. Við kveðjum nú afrekskonu sem skilur eftir sig stórt skarð, en það er fullt af kærum og góðum minning- um. Ég bið ykkur Sveini, börnum og ástvinum öllum blessunar. Þórhallur Jósepsson. Elsku amma Matta! Það sem minnir mig mest á þig eru góðu kleinurnar þínar og hvað þú varst alltaf mjúk og hlý. Ég að gista í ferðabílnum ykkar afa og það var alltaf svo gaman. Þegar pabbi og mamma voru í Frakklandi og ég þyngdist um 1 kg í pössun hjá ykkur! Ég að gefa hundinum ykkar, henni Tófu, kleinur sem þú gafst mér. Ég á eftir að sakna þín mikið! Þinn, Ívar Sigurbjörnsson. Elsku Matta mín. Nú ert þú farin frá okkur. Við spyrjum hvers vegna. Þú sem varst svo hress og sterk enda sagðir þú oft við mig, ég skil þetta ekki, ég sem er svo hraust. Ekki þýð- ir að deila við dómarann. Það tók hann þrjá mánuði að vinna á þér, þennan illvíga sjúkdóm, en þú ætl- aðir svo sannarlega ekki að láta hann beygja þig. Nú hlaðast upp allar minningarnar um okkar liðnu sam- verustundir á ferðalögum, í spila- mennsku, göngutúrum og svo heima í eldhúsi að borða signa grásleppu eða sviðafætur. Það voru dásamlegar stundir sem við áttum saman. Það var gæfa að kynnast þér á Lauga- skóla, þá 15 ára gamlar. Síðan þá hef- ur vinskapur okkar haldist. Ekki minnkaði vináttan þegar við eignuð- umst okkar fjölskyldur. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig elsku vinkona. Elsku Sveinn, Una, Þóra, Benni, Sibbi og fjölskyldur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hugur okkar er allur hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Við kveðjum þig með þessum ljóð- línum eftir Þórunni Sigurðardóttur: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Anna Lísbet og Friðrik. Matta, elskuleg vinkona okkar, er farin frá okkur á besta aldri. Við söknum hennar sárt og stórt skarð hefur öðru sinni verið höggvið í rófufélagið okkar þar sem margt hef- ur verið brallað í rúmlega 20 ár. Oft höfum við farið í ferðalög eða komið saman á heimilum okkar, borðað góðan mat, spjallað, spilað, sungið, dansað og notið þess að vera í útilegu á góðum stað. Þessi frábæri vinahópur átti margar gleðistundir og minningarn- ar munu endast okkur ævilangt. Alltaf verðum við þakklát fyrir þann vinskap og góðu stundir sem við áttum með Möttu og Sveini. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Elsku Sveinn og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um yndislega vinkonu lifir. Eigum þó áfram góðar stundir saman. Guðný, Sigrún og Guðgeir. Matthildur Þórhallsdóttir HINSTA KVEÐJA. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Mortens) Gunnhildur Eyfjörð. Elsku amma Matta. Þú varst alltaf svo góð við mig og gafst mér alltaf rúg- brauð með mysuosti. Ég elska þig og sakna þín mikið. Þinn Sveinn Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.