Morgunblaðið - 26.06.2010, Page 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010
✝ Sigurbjörg(Stella) Guðna-
dóttir fæddist 1. júní
1923 á Fáskrúðsfirði.
Hún lést á heimili
sínu í Connecticut í
Bandaríkjunum 25.
janúar sl.
Foreldrar hennar
voru Guðni Hjörleifs-
son, f. 24.7. 1894, d.
23.6. 1936, læknir og
Þórhildur Margrét
Þórðardóttir, f. 6.5.
1899 d. 11.11. 1989,
húsmóðir.
Systkini Sigurbjargar: Hjörleif-
ur f. 31.8. 24, d. 9.4. 2010, Þórir f.
10.12. 1926, d. 4.7. 1996, Daníel f.
4.4. 29, Sigurður f. 23.6. 1931,
Guðni Ólafur f. 26.2. 1936. Sig-
urbjörg giftist 1947 Leonard
Frank Maar, blaðamanni og rit-
höfundi, f. 27.4. 1925. Þau skildu.
Börn þeirra: Peter f.
1949, d. 2003, Liza f.
1951, Michael f.
1954, d. 2006. Barna-
börnin eru 7, barna-
barnabörnin 4. Sig-
urbjörg ólst upp á
Fáskrúðsfirði til 3
ára aldurs, en flutti
þá með foreldrum
sínum til Víkur í
Mýrdal, þar sem fað-
ir hennar var læknir
Hún stundaði nám í
Verslunarskóla Is-
lands og útskrifaðist
þaðan 1941.
Hún fluttist til Bandaríkjanna
1946 og bjó alla sína tíð í Con-
necticut, ef undan eru skilin 2 ár,
sem þau hjónin bjuggu í Vene-
súela.
Útför Stellu hefur farið fram í
kyrrþey.
Systir mín Sigurbjörg, eða
Stella eins og hún var jafnan köll-
uð, fluttist ung að aldri til Banda-
ríkjanna ásamt vinkonu sinni og
skólasystur, Margréti Þorsteins-
dóttur.
Þær ólust upp í Vík í Mýrdal og
eftir hefðbundið barnaskólanám
hófu þær nám í Verslunarskóla Ís-
lands og útskrifuðust þaðan 1940.
Stella hafði mikinn áhuga á að
verða leikkona og meðfram námi í
Verslunarskólanum var hún í leik-
listarskóla Lárusar Pálssonar og
lék m.a. í „Kaupmanninum í Fen-
eyjum“ í Iðnó í leikstjórn Lárusar.
Eftir útskrift úr Verslunarskól-
anum hóf hún störf á skrifstofu O.
Ellingsen og vann þar allt þar til
hún fluttist til Bandaríkjanna
haustið 1946. Þar kynntist hún til-
vonandi eiginmanni sínum, Leon-
ard Frank Maar, rithöfundi og
blaðamanni. Þau eignuðust 3 börn
og eru 2 þeirra látin.
Peter, eldri sonurinn, dó aðeins
53 ára gamall og varð bráðkvadd-
ur úti á golfvelli, er hann spilaði
golf með félögum sínum. Yngri
bróðir hans, Michael, dó 52 ára
gamall úr krabbameini. Var þetta
mikið áfall fyrir Stellu að missa
báða syni sínu á besta aldri með
nokkurra ára millibili. Eftir lifir
Liza, dóttir hennar og er hún bú-
sett í Bandaríkjunum.
Stella starfaði mestan hluta
starfsævi sinnar hjá stóru fyrir-
tæki, Olin Corp. í Stamford, þar
sem hún var fjármálastjóri. Hún
var alls staðar vel liðin og eft-
irsóttur starfskraftur enda mjög
samviskusöm og heiðarleg. Hún
var vinamörg og gjarnan hrókur
alls fagnaðar enda skein ætíð af
henni hlýja og lífsgleði, sem smit-
aði alla þá er umgengust hana.
Stella var elst okkar systkina og
litum við öll mjög upp til hennar.
Hún var aðeins 13 ára gömul, þeg-
ar faðir okkar lést, tæplega 42 ára
að aldri, frá eiginkonu og 6 ungum
börnum og var yngsti bróðir okk-
ar, Guðni Ólafur, skírður við kistu
föður okkar. Það mæddi því mikið
á Stellu á þessum fyrstu árum eft-
ir lát föður okkar.
Stella var mjög vinnusöm og ár-
risul og erfði þann eiginleika frá
móður okkar.
Hún fór ætíð í sund á hverjum
morgni fyrir vinnu og synti þá oft-
ast langar vegalengdir. Þrátt fyrir
að búa megnið af ævi sinni í
Bandaríkjunum gleymdi hún aldr-
ei tengslunum við Ísland og kom
hingað til lands eins oft og hún
gat. Síðasta heimsókn hennar til
Íslands var árið 2005 og minnist
ég þess, er við systkinin sátum í
Víkurskála og fengum okkur
hressingu.
Þá varð henni litið út um
gluggann og horfði á Reynis-
dranga i allri sinni dýrð og sagði :
„Nú er ég komin heim“.
Hennar einlæga ósk var að fá að
hvíla í kirkjugarðinum í Vík við
hlið foreldra sinna. Greftrun duft-
kers fór fram í kyrrþey frá Vík-
urkirkju 29. maí sl. að viðstöddum
nánustu ættingjum.
Blessuð sé minning elskulegrar
systur.
Daníel Guðnason.
Sigurbjörg Stella
Guðnadóttir Maar
✝ Anna Eyjólfs-dóttir var fædd á
Melum í Fljótsdal 15.
janúar 1925. Hún lést
2. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Eyjólfur Þor-
steinsson og Ásgerð-
ur Pálsdóttir og var
Anna fimmta í hópi
níu systkina sem eru:
Páll, Helga, Gróa,
Þorsteinn, Margrét
og Einar Þorsteinn,
sem eru látin. Eft-
irlifandi eru Þuríður,
sem búsett er á Vopnafirði og Sig-
ríður, búsett í Keflavík.
Anna giftist þann 25. desember
1958 Helga Oddssyni, f. 1. ágúst
1923, d. 18. nóv. 1999. Anna og
Helgi voru barnlaus, en Helgi átti
Bjarna, sem er lát-
inn, Oddnýju Berg-
þóru, og Þórð Gunn-
ar. Þau hjónin ólu
upp systurdóttur
Önnu, Báru Ingva-
dóttur.
Anna var tvo vetur
í Húsmæðraskól-
anum á Hallorms-
stað. Hún bjó í
Reykjavík í nokkur
ár og þar kynntust
þau Helgi. Þau flutt-
ust á Akranes 1957
þar sem þau bjuggu
síðan. Anna vann í niðursuðuverk-
smiðju H.B. og síðan í rúm tuttugu
ár á Sjúkrahúsinu á Akranesi, þar
sem hún lauk starfsævinni.
Útför Önnu hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sjálfsagt er það ekki tilviljun að
dagurinn sem við kvöddum Önnu
frænku var bjartur og fagur og sól-
in hæst á lofti. Þeir voru margir
sólargeislarnir, sem hún dreifði yf-
ir fólkið sitt og vini. Það var ekki
fyrr en við hjónin fluttum á Akra-
nes að við kynntumst henni. En þá
höfðu þau Anna og maðurinn henn-
ar, Helgi Oddsson, búið á Akranesi
í eitt ár. Fljótlega eftir að við flutt-
um byrjaði samgangur milli heim-
ila okkar og var mikill alla tíð,
einkanlega eftir að frænka hætti að
vinna. Það þótti eitthvað bogið við
það, ef hún leit ekki inn tvo daga í
röð. Þá var spurt: Af hverju hefur
frænka ekki komið? Svo var hringt
til að athuga málið. Það voru sann-
kallaðar sólskinsstundir, þegar
frænka kom í heimsókn og þó ég
vissi að henni leið ekki alltaf vel,
þá gat ég aldrei fengið hana til að
viðurkenna að neitt amaði að
henni. Árum saman átti hún við
veikindi og vanheilsu að stríða, en
aldrei var kvartað og erfiðleikar
hennar voru ekki til umræðu.
Ókunnugur hefði getað haldið að
llíf hennar hefði verið samfelldur
dans á rósum. En því fór fjarri.
Hún tók lífinu eins og það er og
sætti sig við það, sem hún gat ekki
breytt. Þess vegna var frænka eins
og hún var, gamansöm og
skemmtileg. En föst var hún fyrir
og gat verið stíf á meiningunni,
sumir sögðu þrjósk. Ef vont var
veður, bauð ég henni stundum að
keyra hana heim, en þá bandaði
hún hendinni og aftók það, en
stundum tók ég af henni ráðin og
þá kyssti hún mig á kinnina og
sagði: „Takk fyrir, gæskur“. Smátt
og smátt dvínaði þrek frænku og
oft sagði hún við mig: „Ég veit ekki
af hverju er verið að láta svona
gamlar og ónýtar kerlingar lifa
svona lengi“. „Það er vegna þess
Anna mín að það er ekki búið að
smíða gullvagninn þinn“.
Í öll þessi ár sem ég þekkti
Önnu frænku mína varð ég var við
eitt vandamál, sem hún átti við að
glíma. Það var, hvernig hún gæti
glatt vini sína og skyldfólk. Það var
með ólíkindum, hvað frænku var
annt um fólkið sitt og hvað það var
ofarlega í huga hennar. Þegar
frænka minntist á Helga duldist
okkur ekki, hvað hún hafði misst
mikið við fráfall hans.
Kvöldið áður en frænka dó heim-
sóttum við Fanney hana á spít-
alann til að kveðja hana og þakka
henni samfylgdina. Þó hún virtist
ekki vita af sér, þá fannst okkur
hún skynja, hverjir voru komnir.
Okkur þótti vænt um það. En þá
rann upp fyrir mér ljós. Á borðinu
við rúmið stóð mynd af Helga
manninum hennar og það var eins
og hvíslað væri að mér. Þarna er
mynd af manninum, sem hún er
svo lengi búin að þrá að hitta aftur
og henni hefur þótt biðin orðin
nokkuð löng. Ég vona að lögmálið
sé það, að við fáum að hitta aftur í
betri heimi þá sem okkur eru kær-
astir. Ef ég á að óska frænku ein-
hvers, þá vona ég að hún sé búin
að hitta hann Helga sinn aftur.
Nú er frænka farin í ferðalagið
mikla í gullvagninum sínum og við
Fanney kveðjum hana með söknuði
og þakklæti fyrir allt, sem hún var
okkur og fólkinu okkar.
Far þú í friði, kæra vinkona og
frænka, og Guð blessi minningu
ykkar hjóna.
Fanney og Jón Frímannsson.
Þá er hún farin móðursystir mín,
hún Anna frænka. Söknuður fyllir
hjarta mitt en um leið mikið þakk-
læti. Ég, eins og aðrir ættingjar
hennar og vinir, var lánsöm að hafa
þekkt hana og fengið notið um-
hyggju hennar, blíðu og hnyttinna
tilsvara. Í huga mínum eins og
annarra sem þekktu hana, var nóg
að hugsa til hennar, þá fylltist
maður bjartsýni, gleði, væntum-
þykju, æðruleysi, yfirvegun og
krafti. Og þannig mun það verða
áfram því þannig var Anna. Það
eru forréttindi að hafa notið sam-
vista við hana öll þessi ár og er ég
afskaplega þakklát fyrir það. Hún
var fyrirmynd sem allir hefðu þurft
að hafa. Hún var ekki gallalaus,
það er enginn. En tvímælalaust
dregur tilhugsunin um hana fram
það besta í manni og þannig á það
að vera. Það er óhætt að segja að
minning hennar lifi áfram.
Fjölskyldu hennar, ættingjum og
vinum sendi ég og fjölskylda mín
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Eyrún Axelsdóttir.
Anna Eyjólfsdóttir
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar við-
kvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Látinn er vinur minn Gunnar
Guðnasson eftir erfið veikindi. Mik-
ill missir er að manni eins og Gunn-
ari fyrir okkur sem nutum samvista
við hann. Ég segi fyrir munn
margra okkar að farinn er einstak-
ur maður og mikill mannvinur .
Ég kynntist Gunnari fyrir 26 ár-
um og finnst mér það hafa verið lán
mitt að fá að kynnast honum og
urðum við strax mjög nánir vinir.
Höfðum við báðir mikinn áhuga
fyrir AA samtökunum og höfum við
starfað þar fram til þessa dags.
Gunnari var það mikið áhugamál að
aðstoða fólk sem hafði orðið undir í
Gunnar Kristján
Guðnason
✝ Gunnar KristjánGuðnason fæddist
í Keflavík 27. júní
1935. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 13. júní
2010.
Útför Gunnars var
gerð frá Keflavík-
urkirkju 22. júní
2010.
glímunni við Bakkus
og var hann alltaf
boðinn og búinn að
aðstoða ef leitað var
til hans. Gunnar var
manna fróðastur um
sporin og AA pró-
grammið í heild sinni,
maður kom aldrei að
tómum kofunum þeg-
ar þau mál voru ann-
ars vegar.
Ekki var síður
gaman að tala um
stjórnmál og trúmál
við hann. Það er svo
margt hægt að skrifa um svona
mann eins og Gunnar en það væri
ekki í hans anda að vera að hlaða
lofi á hann, því hann vildi gera hlut-
ina í kyrrþey með sínu fólki.
Gunnar var giftur yndislegri
konu, Erlu Jósepsdóttur, og hefur
mér alltaf fundist eins og þau væru
eitt. Hann leit alltaf á dætur hennar
Erlu sem sínar eigin.
Að öllum öðrum ólöstuðum þá
langar mig að minnast á Grétu dótt-
ur Erlu sem kom frá Bandaríkj-
unum til að vera móður sinni til að-
stoðar síðustu vikurnar í lífi
Gunnars, og veit ég að hann var
henni mjög þakklátur, en hún varð
að fara heim aftur til að leita sér
lækninga nokkrum dögum áður en
Gunnar lést.
Það á vel við að fara með æðru-
leysisbænina þegar þessi sómamað-
ur er kvaddur .
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Ég vil að leiðarlokum votta Erlu,
börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum samúð okkar hjóna.
Jón Eyfjörð.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HÁVARÐAR OLGEIRSSONAR,
Aðalstræti 22,
Bolungarvík.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Nú er komið að
leiðarlokum, elsku
vinur, þrátt fyrir bar-
áttuna sem þú háðir af
öllu alefli þá hafði
sjúkdómurinn betur. Þegar ég sagði
Júlíu Rún, litlu vinkonu þinni að þú
værir farinn, þá fór hún að gráta en
Einar B. Kvaran
✝ Einar B. Kvaranfæddist í Reykja-
vík 9. nóvember 1947.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
23. maí síðastliðinn.
Útför Einars var
gerð frá Digra-
neskirkju 1. júní 2010.
sagði svo: Mikið held
ég að hún Kiddý sé
ánægð að hafa fengið
ástina sína til sín,
mamma.
Þau vildu alltaf vera
saman og núna eru
þau saman hjá Guði.
Þið tvö áttuð sérstaka
vináttu og hún sagði
við mig að þú hefðir
alltaf verið svo góður
við hana, þegar við
spiluðum bingó og þú
varst kominn með
fullt spjald þá laum-
aðir þú spjaldinu til hennar svo að
hún fengi bingó.
Í öllum mínum uppvexti hljómuðu
nöfnin Kiddý og Einar eins og þau
væru órjúfanleg hvort frá öðru og
núna eru þau aftur orðin órjúfanleg
heild. Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst ykkur heiðurshjónum, þið
hafið ávallt verið mér og mínum
mjög góð og okkur fjölskyldunni
kær og þið munuð búa áfram í hjört-
um okkar.
Ég kveð þig, kæri vinur, með orð-
um Jóhanns Sigurjónssonar.
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
ljúfasti bróðir?
Þar sem þú tárvota vanga
á vinblíða móður
mjúklega lagðir, er lífið
lagði þig, bróðir minn kæri,
sárustu þyrnunum sínum,
þótt saklaus og góður þú værir.
Hvíl í friði, kæri Einar.
Anna Björg, Alexandra,
Áróra, Jakob og Júlía Rún.