Morgunblaðið - 03.07.2010, Side 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
✝ Magna JóhannaGunnarsdóttir
fæddist í Beinárgerði
á Völlum 18. desem-
ber 1926. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum þann 27. júní
2010. Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug Sig-
ríður Sigurðardóttir
frá Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá og Gunn-
ar Sigurðsson frá
Hleinargarði í Eiða-
þinghá. Magna var
næstyngst af sjö
systkinum. Þau eru: Malen, f. 14.2.
1918, d. 4.8. 1994, Ragnhildur, f.
12.3. 1919, d. 28.1. 1994, Jón Baldur,
f. 4.8. 1920, d. 6.3. 1974, Þórhallur, f.
19.4. 1922, d. 6.6. 1950, Sigurður, f.
María Ágústsdóttir, þau skildu. Þau
eiga 2 börn. 5) Róbert, f. 19.8.1966.
6) Björn, f. 16.2.1968, maki Annam-
aria Cusenza, þau eiga 1 barn.
Magna ólst upp við venjuleg
sveitastörf í Beinárgerði hjá for-
eldrum sínum. Fjölskyldufaðirinn
missti heilsuna þegar Magna var
ung að árum og þá voru hvorki til
tryggingar né sjúkrasamlag, svo að
það var þungur róður að koma upp
barnahópnum án utanaðkomandi
hjálpar. En með útsjónarsemi og
dugnaði móðurinnar tókst það og
systkinin, einkum þau eldri lærðu
að taka til hendinni strax og þau
gátu.
Magna stundaði nám í Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað
veturna 1944–1946. Magna og Jón
Egill bjuggu allan sinn búskap á Eg-
ilsstöðum, fyrst í félagi við föður
Jóns og bróður og síðan í félagi við
Gunnar son sinn.
Útför Mögnu fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 3. júlí 2010, og
hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verð-
ur í heimagrafreit á Egilsstöðum.
19.8. 1923, d.
15.6.2005, og Ingi
Hjörtur, f. 25.6. 1934,
d. 10.10. 1988.
30. maí 1948 giftist
Magna Jóni Agli
Sveinssyni, f. 27. 8.
1923 frá Egilsstöðum
á Völlum. Þau eign-
uðust sex syni. Þeir
eru: 1) Sveinn, f. 7.9.
1948, maki Jóhanna
Valgerður Ill-
ugadóttir, þau eiga 3
börn og 7 barnabörn.
2) Gunnar, f. 4.3. 1952,
maki Vigdís Magnea Sveinbjörns-
dóttir, þau eiga 3 börn. 3) Egill, f.
13.5. 1957, maki Anna Guðný Eiríks-
dóttir, þau eiga 3 börn og 3 barna-
börn. 4) Þröstur, f. 5.8. 1962, maki
Þær voru margar minningarnar
sem ruddust fram þegar þú hvarfst
á braut, elsku mamma mín. Þú
varst góð móðir, stoð mín og stytta
meðan þín naut við.
Ég veit að það var ekki létt verk
að koma upp sex drengjum á anna-
sömu heimili en það gerðir þú ætíð
af mikilli alúð og umhyggju.
Ég minnist ferðanna sem við fór-
um saman með pabba og Róbert
bróður um Evrópu á gamla Volvo-
num. Þá voru gjarnan fjórir bíl-
stjórar í bílnum og glatt á hjalla. Ég
man hvað þú faðmaðir mig fast þeg-
ar þú fannst mig eftir að ég týndist
6 ára í Louvre-safninu. Ég hafði þá
troðið mér í gegnum mannþröngina
fyrir framan Monu Lísu-málverkið
og gleymt mér við að reyna að kom-
ast til botns í hvað fólki þætti svona
merkilegt við þessa litlu mynd.
Ég man þegar þú stóðst í tröpp-
unum heima í sveitinni og kallaðir á
okkur bræður að það væri kominn
matur. Það fór aldrei fram hjá okk-
ur krökkunum, jafnvel þótt við vær-
um að leika okkur í Kollinum þar
sem við vorum með stórt bú úr
kjálkum og leggjum. Þú gafst þér
alltaf tíma til að ræða þann búskap
okkar krakkanna meðan við hám-
uðum í okkur hreindýrabollurnar.
Þú lagðir mikla áherslu á mennt-
un okkar bræðra og fylgdist vel
með þótt oft á tíðum værum við víðs
fjarri heimahögum. Við njótum góðs
af þeim stuðningi sem þú sýndir
okkur í gegnum menntagönguna.
Snyrtimennskan var þér í blóð
borin, þú varst ætíð svo vel til höfð
og garðurinn sem þú byggðir upp
ásamt pabba utan um heimili okkar
bar natni þinni og alúð fagurt vitni.
Ást þín á lífinu kristallaðist þar svo
vel og þar áttum við margar okkar
bestu stundir, elsku mamma mín.
Ég vildi óska þess að samgang-
urinn hefði verið meiri seinustu árin
en mér þótti óendanlega vænt um
að ná að kveðja þig í hinsta sinn fyr-
ir austan. Miklu meira en fátækleg
orð fá nokkru sinni lýst.
Blessuð sé minning þín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Björn Jónsson.
Móðir mín kær kvaddi sveitina
sína, Fljótsdalshérað, á björtum
sumardegi. Hún var borinn og
barnfæddur Héraðsbúi og vildi síð-
ur láta kenna sig við Austfirði. Hér-
að eða þá Austurland skyldi það
vera. Hún fæddist og ólst upp í
Beinárgerði á Völlum, skammt inn-
an Egilsstaða, næstyngst sjö systk-
ina sem öll eru fallin frá. Á ætt-
armóti 2005 flutti hún erindi í
heimagrafreitnum í Beinárgerði.
Þar lýsti hún dæmigerðum upp-
vaxtarárum sinnar kynslóðar, sem
einkenndust af þrautseigju og elju
til að sjá sér og sínum farborða við
kjör sem nú teldust harla knöpp.
Faðir hennar var bundinn hjólastól
frá miðjum aldri en vann eigi að síð-
ur við að búa til hnakka og beisli.
Hún sagði það forréttindi fyrir fjöl-
skylduna í Beinárgerði að hafa átt
heima á þessum fagra, gróðursæla
stað og minningarnar væru góðar
og sólríkar þrátt fyrir ýmsa erfi-
leika.
Uppvaxtarárin hafa án efa mótað
móður mína sterkt og verið henni
gott veganesti. Nægjusemi var
henni í blóð borin og hlutir skyldu
ávallt nýttir sem best. Myndarbrag-
ur, snyrtimennska og mikill sjálfs-
agi voru henni eðlislæg. Hún var
skoðanaföst og gat staðið fast á
sínu, ef til vill fullfast á köflum. Hún
var stolt af því að vera húsmóðir á
stóru sveitaheimili og lét það ekki
óátalið þegar henni fannst rauð-
sokkur tala niður til þess sjálfstæða
starfs. Matseld, fatasaumur og ým-
ist handverk lék í höndum hennar.
Rösklega var gengið til verka og
vandað til hlutanna. Hálfkák kom
aldrei til greina og helst þurftu
hlutirnir að gerast í gær. Þá gilti
einu hvort um var að ræða heim-
ilishald á stóru sveitaheimili, upp-
eldi 6 fasmikilla og uppátækja-
samra sona eða umfangsmikla
garðrækt.
Lítill skúðgarður ömmu í Bein-
árgerði hefur eflaust verið kveikjan
að brennandi áhuga móður minnar
á garðrækt og taldi hún vandfundna
ánægjulegri tómstundaiðju. Þar
sem foreldrar mínir völdu húsi sínu
stað á Egilsstöðum III um 1950 var
ekki gróðursælt í fyrstu. Berar
jökulsorfnar klappir, jarðgrunnt,
ekki ein hrísla. Þrátt fyrir langan
vinnudag við búskap, heimilishald
og húsbyggingu var strax farið að
skipuleggja garðinn og fegra um-
hverfið. Flestar frístundir fóru í
garðinn. Stórar grasflatir voru
byggðar upp og ræktaðar, hlaðnar
grjóthleðslur og tré sótt í nálæga
skóga. Síðar var gerð sundlaug,
reist sumarhús og gróðurhús og
blóm ræktuð í hundraða ef ekki
þúsunda vís. Skrúðgarðurinn var þá
orðinn sannkallað þrekvirki, liðlega
hektari að stærð og landskunnur.
Þar áttu foreldrar mínir margar
gæðastundir.
En það haustaði að í lífi móður
minnar líkt og í garðinum. Líkam-
legt þrek hennar fór ört þverrandi á
síðustu árum. Síðastliðið haust
ákvað hún sjálf að flytjast í góða
ummönnun á Sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum, vildi ekki vera of íþyngj-
andi heima. Á skömmum tíma gerði
slitgigtin og hrörnunin lokaatlögu
að henni og hafði hana undir. Síð-
ustu dagana sem móðir mín lifði
vöktu ættmennin fyrir austan yfir
henni til skiptis og færi ég þeim
bestu þakkir fyrir það. Hún lést
þann 27. júní og varð hvíldinni ef-
laust fegin úr því sem komið var.
Blessuð sé minning hennar.
Egill Jónsson.
Látin er tengdamóðir mín,
Magna Gunnarsdóttir. Henni
kynntist ég fyrst á áttunda áratug
síðustu aldar er við Egill fórum að
draga okkur saman.
Magna var alla tíð glæsileg kona,
andlitsfríð, með þykkt og fallegt
hár, lágvaxin og bar sig vel. Hún
var fagurkeri og lagði mikið upp úr
því að vera snyrtileg og vel til fara
og með hárið vel lagt. Oft fór ég
með henni í verslunarleiðangra í
höfuðborginni á árum áður og þá
var ekkert verið að hanga yfir hlut-
unum. Hún var fljót að ákveða sig
og vissi hvað hún vildi.
Ákveðni var einmitt eitt af sterk-
um persónueinkennum Mögnu. Hún
var sköruleg og gat staðið fast á
sínu og gat sagt skoðun sína um-
búðalaust þar sem henni fannst það
við eiga. Hún lét þá kaupfélags-
menn til dæmis heyra það ef henni
fannst þeir fara út af sporinu og
hvað henni fyndist þá betur mætti
fara en hélt skoðunum sínum svo al-
gerlega fyrir sig við aðrar aðstæð-
ur. Synd væri að segja að hún hefði
verið afskiptasöm tengdamóðir því
að ég minnist þess aldrei að hún
hafi reynt að hlutast til um uppeldi
barnabarnanna eða gefa okkur Agli
ráð óbeðin varðandi það sem hún
taldi einkamál okkar þó að eflaust
hafi ýmis tilefni gefist til í áranna
rás.
Virðing fyrir einkalífi annarra var
annar þáttur persónuleika hennar.
Hún virti friðhelgi fólks og ekkert
var henni fjær en hnýsni um einka-
hagi. Hún bar heldur ekki sín mál á
torg og var ekki kvartsár kona.
Þvert á móti var hún dugnaðarfork-
ur og enga manneskju hef ég hitt
sem hafði eins mikinn sjálfsaga og
tengdamóðir mín þegar kom að því
að fylgja ráðum til heilsueflingar.
Mataræði sínu breytti hún til dæm-
is til frambúðar að læknisráði í einu
vetfangi, hún gerði alltaf heimaæf-
ingar sem sjúkraþjálfarinn hafði
ráðlagt henni og stundaði hreyfingu
samviskusamlega á meðan hún gat.
Magna var mikil húsmóðir. Á sín-
um yngri árum gekk hún í Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað og
öll verk léku í höndum hennar.
Á heimilinu var mikill myndar-
bragur, staður fyrir hvern hlut og
hver hlutur á sínum stað. Hún
saumaði, þvoði þvotta, eldaði og
bakaði og sinnti af kostgæfni marg-
víslegum verkum sem til féllu á
stóru heimili. Síðast en ekki síst var
hún mikil áhugamanneskja um
garðrækt og garður þeirra hjóna
hreinasta listaverk.
Á ferðum okkar fjölskyldunnar
austur á Hérað var alltaf velkomið
að hýsa mannskapinn hjá Mögnu og
Jóni. Krakkarnir máttu ganga í
jarðarberin í garðinum að vild og
eitt af því sem þeir elskuðu var
brúnkakan hennar ömmu í sveit-
inni. Þar var á ferðinni heimsins
besta brúnkaka sem móður þeirra
hefur aldrei tekist að galdra fram
þrátt fyrir uppskrift frá meistaran-
um sjálfum.
Við leiðarlok minnist ég tengda-
móður minnar með virðingu og
þakka henni samfylgdina. Blessuð
sé hennar minning.
Anna Guðný Eiríksdóttir.
Ég kveð með miklum söknuði
ömmu mína Mögnu sem ég hef átt
svo óteljandi góðar stundir með.
Okkar síðasta stund saman var á
föstudagsnóttu á sjúkrahúsinu þeg-
ar ég vakti yfir henni. Hún svaf
mestallan tímann en vaknaði í
stutta stund og gaf mér þá örstutt
og veikt bros en hafði ekki krafta til
að tala. Þessu brosi mun ég aldrei
gleyma en alltaf þegar ég fór í
heimsókn til hennar mætti hún
manni með þetta fallega bros sem
var svo einlægt og hlýtt, jafn ein-
lægt og hún sjálf var.
Amma hafði mjög sterkan kar-
akter og skoðanir hennar voru alltaf
á hreinu og ég vissi að hún vildi
manni alltaf hið besta. Hún var of-
boðslega hörð af sér, kveinkaði sér
sjaldan og ég tel mig mjög heppna
að hafa náð að kynnast henni eins
vel og ég gerði. Þegar ég var lítil
skottaðist ég flestalla daga yfir tún-
ið til ömmu og afa og lék mér í garð-
inum sem þau afi höfðu saman unn-
ið svo hörðum höndum við og var
eins og ævintýraland fyrir litla
rauðkollu að leika sér í með tjörn-
unum, sundlauginni, gosbrunninum,
blómunum sem amma unni svo mik-
ið og hleðslunni þar sem öll jarð-
arberin uxu en fengu stuttan frið
fyrir okkur barnabörnunum. Þá var
garðurinn svo stór fyrir mér að ég
hafði einhvern tímann trú á því að
ég gæti jafnvel villst í honum. En
amma hafði alltaf svo miklar
áhyggjur af því að við krakkarnir
myndum meiða okkur og var aldrei
langt undan að fylgjast með manni.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn fór-
um við amma saman niður í kjall-
arann til að ná í íspinna fyrir mig og
afa í frystikistuna en íspinnarnir
áttu alltaf sinn fasta stað eins og
flestallt hjá ömmu sem var svo ná-
kvæm og pottþétt í öllu.
Við afi smjöttuðum svo saman á
íspinnunum og hann sagðist vera
svo heppinn því nú fengi hann líka
ís. Ég kom því auðvitað eins oft og
ég gat.
Ég kunni svo vel við það að amma
talaði aldrei við mig eins og krakka
þrátt fyrir að ég hafi verið krakki
en vegna þessa held ég að samband
okkar hafi verið svo gott á seinni ár-
um en mér fannst alltaf svo gott að
tala við ömmu og ég gat setið
Magna Jóhanna
Gunnarsdóttir
✝
Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og samúð við
andlát og útför okkar hjartkæra,
AGNARS MÖLLER,
Háulind 25,
Kópavogi.
Við þökkum sérstaklega starfsfólki deildar 13 E og
blóðskilunardeildar Landspítalans fyrir fagmennsku
og manngæsku við umönnun og meðferð Agnars.
Lea Rakel Lárusdóttir Möller,
Margrét Möller, Guðmundur J. Guðlaugsson,
Alma Möller, Ólafur Valur Ólafsson,
Thomas W. Möller, Bryndís M. Tómasdóttir,
Ásta Möller, Haukur Þór Hauksson,
Edda Möller, Einar Eyjólfsson
og afabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ÁSGERÐAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR,
Byggðavegi 86,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar í
Kópavogi, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu
og deildar 11E á Landspítalanum, fyrir veittan
stuðning og aðhlynningu.
Haraldur Magnússon,
Sigurbjörg Haraldsdóttir, Þorvaldur Rafn Kristjánsson,
Anton Haraldsson, Sverrir Haraldsson,
Magnús Orri Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson
og barnabörn.