Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 4

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 4
15. október 2011 LAUGARDAGUR4 LÖGREGLUMÁL „Ábending Ríkis- endurskoðunar um meint lögbrot ríkislögreglustjóra við innkaup á búnaði var byggð á reglugerð sem var ekki í gildi þegar innkaupin áttu sér stað.“ Þetta segir Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri, spurður um innihald greinargerðar sem embætti ríkis- lögreglustjóra sendi innan- ríkisráðherra, Ögmundi Jónas- syni, fyrr í mán- uðinum í kjölfar ábendinga Rík- isendurskoðun- ar um innkaup löggæslustofn- ana á tímabilinu 2008 til 2011. Ríkisendurskoðandi taldi að ríkislögreglustjóri hefði átt að bjóða út kaup fyrir 12,6 milljónir króna og leita verðtil- boða fyrir um sjö milljónir króna. „Við bendum á það í okkar greinargerð til innanríkisráð- herra, að sú reglugerð sem ríkis- endurskoðandi styðst við og bygg- ir meginniðurstöðu sína á var ekki í gildi á þeim tíma sem innkaup- in áttu sér stað. Innkaupin fóru fram árið 2009, en reglugerðin tók ekki gildi fyrr en ári síðar. Þetta er grundvallaratriði í ábendingu Ríkisendurskoðunar og er því áfellisdómur yfir vinnubrögðum hennar.“ Ríkislögreglustjóri segir að skilja hafi mátt ummæli Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda í fjölmiðlum þannig að ríkislög- reglustjóri bæri ábyrgð á 91,3 milljóna króna innkaupum til lögreglunnar í landinu, sem sé alrangt. „Meira að segja telur Ríkis- endurskoðun að ríkislögreglu- stjóri beri ábyrgð á innkaupum Fangelsismálastofnunar ríkisins, sem er líka alrangt.“ Þá segir Haraldur sýnt fram á í greinargerð embættisins að fylli- lega lögmætt hafi verið að kaupa vörurnar með þeim hætti sem gert var og á þeim tíma sem um ræðir. „Það er skýrt ákvæði í lögum um opinber innkaup sem veitir heimild til að standa að málum eins og við gerðum. Hér vísa ég til 33. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Okkar lögfræði- lega mat er rökstutt í greinar- gerð embættisins til innanríkis- ráðherra. Auk þessa var leitað álits erlends lögfræðings sem er doktor í lögum og sérfræðingur í Evrópurétti. Hann staðfestir að ríkislögreglustjóra hafi verið heimilt samkvæmt Evrópurétti að standa að málum eins og gert var.“ jss@frettabladid.is HARALDUR JOHANNESSEN MÓTMÆLI Innkaupin umræddu vörðuðu einkum óeirðabúninga, gasgrímur og piparúða. Keypt var af fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða ættingja þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reglurnar ekki í gildi þegar keypt var inn Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að Ríkisendurskoðun hafi byggt athugasemdir sínar um innkaup embættisins á búnaði af aðilum nátengdum lögreglumönnum á reglugerð sem var ekki í gildi þegar innkaupin áttu sér stað. GENGIÐ 14.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,3685 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,4 115,96 181,97 182,85 159,17 160,07 21,375 21,501 20,52 20,64 17,393 17,495 1,4988 1,5076 181,76 182,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 14° 11° 11° 14° 13° 12° 12° 26° 16° 24° 18° 28° 9° 17° 24° 10°Á MORGUN Allhvasst á Vestfjörðum, annars mun hægari. MÁNUDAGUR Allhvasst eða hvasst víða, stormur um tíma sunnan Vatnajökuls. 1 2 5 3 35 4 5 4 3 6 6 7 7 7 6 66 5 4 0 6 12 5 6 15 6 4 6 7 7 7 10 KÓLNAR Á morgun snýst í norðanátt og verður hún allhvöss á Vestfjörðum með slyddu eða snjó- komu. Á mánudag gengur svo hvass- viðri yfi r landið með snjókomu eða slyddu norðan og austan til og má þá gera ráð fyrir að færð spillist um tíma. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður VEÐUR Veður fer kólnandi á landinu á morg- un með norðanátt á Vesturlandi og snjó- komu. Úrkoman færir sig svo yfir Norður- og Austurlandið í næstu viku. Suðurland sleppur mestmegnis við snjó, en norðanáttin verður köld og nokkuð hvöss. Hressilegt haglél gerði á Selfossi í gær- morgun svo glumdi hátt í húsþökum og bílum. Það stóð þó aðeins yfir í um það bil þrjár mínútur, en höglin voru allt að fimm millimetrar í þvermál. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að eldingar hafi mælst vestur af landinu, en þær komi oft þegar óstöðugleiki er í loftinu, líkt og haglél. „Þegar mikil ólga er í skýjum, með miklu upp- og niðurstreymi, getur myndast raf- magn og spenna sem veldur eldingum,“ segir hann. Spurður hvort veturinn komi á morgun, svarar hann að á Veðurstofunni séu október og nóvember enn skilgreindir sem haust- mánuðir, og er því ekki tilbúinn að taka undir það, þótt hann fari vissulega kólnandi. „En við sleppum hérna sunnanlands við snjókomuna. Það verður norðanþræsingur, nokkuð köld og björt norðanátt,“ segir hann og bætir við að svo sé spáin út næstu viku. Á miðvikudag verði líklega um frostmark um landið allt. - sv Veturinn sýnir sig á landinu á morgun með kólnandi veðri og vindum: Kólnandi veður á landinu næstu daga Á EFTIR HAUSTI KEMUR VETUR Veður á landinu fer kólnandi á sunnudag með snjókomu norðan- og vestanlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEYTENDAMÁL Hamborgarakeðj- an McDonald´s í Danmörku blekkir viðskiptavini sína með því að selja þeim hamborgara og franskar sem eru töluvert léttari en lofað er í auglýsingum keðj- unnar. Þetta er niðurstaða rannsókn- ar sem Matvælaeftirlit Dan- merkur gerði á fimm McDon- ald´s stöðum í landinu. Áður hafði blaðið 24 timer komist að sömu niðurstöðu með könnun í síðasta mánuði. Matvælaeftirlitið hefur gefið McDonald´s frest til að lagfæra þessa blekkingu. Forráðamenn McDonald´s eru ekki sammála eftirlitinu og segja að auglýsing- arnar segi hver meðalvigtin er. Því geti einstakir hamborgarar verið léttari eða þyngri en aug- lýsingarnar segja til um. McDonalds blekkir neytendur: Hamborgar- arnir of léttir SJÁVARÚTVEGUR Samningur um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum var undirritað- ur á fundi strandríkja í London í gær. Samkomulag er um að heildarafli verði 833.000 tonn árið 2012 og verður íslenskum skipum heimilt að veiða rúm 120 þúsund tonn. Niðurstaðan er í samræmi við vísindaráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES). Staða stofnsins er góð en sextán pró- senta lækkun á heildarafla er þó um að ræða á milli ára. Tuttugu þúsund tonn eru óveidd af kvóta þessa árs. Útflutningsverðmæti síldarinn- ar í ár eru metin á um tuttugu milljarða króna. - shá Samið um norsk-íslenska síld: Ísland fær 120 þúsund tonn SAMGÖNGUR Liðsmenn Flug- freyjufélags Íslands felldu nýjan kjarasamning við Ice- landair. Er þetta öðru sinni í þessari lotu sem flugfreyjur hjá fyrirtækinu hafna samn- ingi sem samninganefnd þeirra hefur gert. „Þetta eru viss vonbrigði en við áttum alveg eins von á þessu,“ segir Margrét Svavars- dóttir, gjaldkeri Flugfreyju- félagsins. Að sögn Margrétar greiddu 119 atkvæði með samn- ingnum en 128 voru á móti og fjórir skiluðu auðu. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var 65 prósent. Margrét segir að ný samninganefnd verði skipuð um helgina. Verkfall er boðað hjá flugfreyjum dagana 24. og 25. október. Ekki náðist í talsmann Icelandair. - gar Samningur felldur öðru sinni: Enn ósamið við flugfreyjurnar ICELANDAIR Verkfall flugfreyja er boðað 24. og 25. október. Systa er ótrúlega mögnuð Kýrin Systa frá Syðri-Bægisá í Hörgár- sveit er mögnuð skepna. Þrjá mánuði í röð hefur hún verið afurðahæsta kýr landsins en dagsnytin hefur hæst farið í 42 kíló yfir daginn en að meðaltali eru þau um 40 kíló. Þetta kemur fram í vef Vikudags. HÖRGÁRSVEIT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.