Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 8
15. október 2011 LAUGARDAGUR8 Grænn Kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is 15% afsláttur Við bjóðum öllum þeim sem bera Iceland Airwaves armband 15% afslátt. Ljúffengir og hollir grænmetisréttir og ómótstæðilegir eftirréttir fyrir svanga tónleikagesti. Iceland Airwaves tilboð SAMFÉLAGSMÁL Vin við Hverfis- götu, athvarf Rauða Kross- ins fyrir fólk með geðraskan- ir, mun loka dyrum sínum eftir tveggja áratuga starf, í lok mars á næsta ári að öllu óbreyttu. Með- limir nýstofnaðs hollvinafélags athvarfsins, Vinafélagið, hyggj- ast standa vörð um starfsemina. Ástæða þess að Rauði krossinn hefur ákveðið að loka Vin, er fjár- hagslegs eðlis. Áætlaður rekstrar- kostnaður athvarfsins á næsta ári er um 25 milljónir króna, að því er kemur fram í frétt á vef Rauða krossins, en þar segir jafnframt að á bilinu 25 til 30 gestir hafi að jafnaði sótt athvarfið hvern dag. Þar vinna fjórir starfsmenn. Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross- ins, segir á vefnum að samtökin treysti sér ekki til að halda rekstr- inum áfram og hafi því leitað til Reykjavíkurborgar í september í fyrra varðandi aðkomu að rekstri Vinjar. Þó að yfirvöld sýndu því áhuga að sinna málaflokki geðfatlaðra vel, hafi þó verið ljóst að borgin myndi ekki taka yfir reksturinn á Vin og því hafi verið ákveðið að loka athvarfinu. Kristján segist þó gjarna vilja sjá Vin starfa áfram, eða þá einhver önnur úrræði fyrir skjólstæðinga athvarfsins. Vin fékk á dögunum Hvatning- arverðlaun Geðhjálpar. Verðlaun- in eru veitt fyrir nýjungar eða frumkvæði í þjónustu við þá sem glíma við geðraskanir og eru jafn- framt hugsuð sem „stuðningsyfir- lýsing og hvatning til einingar hjá þeim er starfa að bættum hag geð- sjúkra“. Geðhjálp segist harma lokun Vinjar og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi í athvarfinu. Stofnfundur Vinafélagsins á fimmtudagskvöld var fjölsóttur og var Magnús Matthíasson kjör- inn formaður. Í tilkynningu frá Vinafélaginu er haft eftir Magnúsi að athvarfið í Vin sé einstakt og nauðsynlegt að allir taki höndum saman um að tryggja framtíð starfsins. Það væri „miðpunktur í lífi fjöl- margra einstaklinga“. Magnús kallaði eftir samvinnu Rauða krossins, Reykjavíkur- borgar og ríkisins og hét stuðn- ingi Vinafélagsins, sem hefur sett sér það markmið að safna árlega fyrir rekstrarkostnaði Vinjar, að frátöldum launakostnaði. Hátt í 200 manns höfðu þegar gengið í Vinafélagið fyrir helgi, en árgjaldið, 3.000 krónur, renn- ur óskipt til starfseminnar í Vin. thorgils@frettabladid.is Félag gegn lokun athvarfs fyrir fólk með geðraskanir Rauði krossinn hyggst loka Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, í mars vegna mikils rekstrarkostnaðar. Leitaði eftir samstarfi við Reykjavíkurborg. Vinafélagið stofnað til að koma í veg fyrir lokun athvarfsins. GLATT Á HJALLA Athvarfið Vin hefur verið fjölsótt þau tuttugu ár sem það hefur verið starfrækt. Um 25 til 30 gestir sækja Vin á hverjum degi. EFNAHAGSMÁL Fjármálafyrirtæki höfðu í lok ágúst afskrifað lán til einstaklinga um 163,6 milljarða króna. Niðurfærsla vegna hinn- ar svokölluðu 110 prósenta leiðar nemur um 27,2 milljörðum en enn eru fimm þúsund mál í vinnslu. Þá nemur niðurfærsla vegna sér- tækrar skuldaaðlögunar tæpum 5,6 milljörðum króna en 600 mál eru enn í vinnslu. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) sendu frá sér í gær. Tölurnar eru í samræmi við tölur sem birtust í Þjóðhagsáætlun 2012 sem Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í tilkynningu Samtaka fjármála- fyrirtækja kemur einnig fram að fjármálafyrirtæki landsins höfðu lokið endurútreikningi á 70 þús- und gengistryggðum lánum í lok ágúst. Þar af voru rúm 12.700 fast- eignalán og 57 þúsund bifreiðalán. Heildarniðurfærsla fasteigna- veðlána vegna endurútreiknings var rúmir 92 milljarðar króna og heildarniðurfærsla bifreiðalána um 38,4 milljarðar króna. Í tilkynningunni frá SFF kom einnig fram að í eldri tölum frá samtökunum var niðurfærsla vegna endurútreiknaðra bílalána ofmetin um rúma tvo milljarða króna. - mþl Uppfærðar tölur um afskriftir á lánum einstaklinga: 164 milljarða afskriftir ÍBÚÐARHÚS Endurútreikningar gengistryggðra lána í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti slíkra lána hafa talsvert gengið á afskriftasvigrúm fjármálastofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL Íslendingar eru næsthamingju- samasta þjóð veraldar á eftir Dönum. Þetta er niðurstaða Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem hefur gefið út skýrslu um vellíðan og hamingju í 40 löndum víða um heim. Á eftir Dönum og Íslendingum koma Jap- anar, Indónesar, Hollendingar, Norðmenn og Svíar. Niðurstöðurnar byggja á svörum íbúa í löndunum við spurningum um líðan sína. Tyrkir, Eistar og Ungverjar voru óhamingju- samastir þeirra þjóða sem rannsakaðar voru. Í skýrslunni er einnig gerð tilraun til að mæla lífskjör í löndum OECD. Þar trónir Dan- mörk einnig á toppnum en Ísland er í 16. til 17. sæti ásamt Belgíu. Á eftir Danmörku koma Kanada og Noregur á lífskjaralistanum. Í skýrslunni er litið til ellefu þátta sem taldir eru hafa áhrif á hamingju og vellíðan. Þeirra á meðal eru tekjur, starfsumhverfi og húsnæði en einnig heilsa, menntun, samheldni þjóðfélags og hreinleiki umhverfis. Skýrsl- an, sem kom út á miðvikudag, er gefin út í tengslum við vinnu OECD við að hanna lífs- kjaramælikvarða sem eru víðtækari en verg landsframleiðsla. Meðal niðurstaðna skýrslunnar eru að það að vera í starfi er lykilatriði þegar kemur að vellíðan einstaklinga. Gott starf tryggir tekjur, hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og ýtir undir félagsleg tengsl. - mþl OECD mælir hamingju íbúa og lífskjör í 40 löndum víða um heim: Íslendingar næsthamingjusamastir á eftir Dönum AUSTURVÖLLUR Íslendingar eru næst hamingjusam- asta þjóð heims að mati OECD. Lífskjör þykja hins vegar betri í fimmtán öðrum löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Hvar munu forsetahjónin verða viðstödd galakvöldverð ásamt kóngafólki af Norðurlöndunum? 2. Hver var heildarafli íslenskra skipa fyrstu sjö mánuði ársins? 3. Hvaða lið í handbolta karla hefur fullt hús stiga eftir fjórar umferðir? SVÖR: 1. Í NEW YORK. 2. 928 ÞÚSUND TONN. 3. FRAM. LÖGREGLAN Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á fimmtíu kannabisplöntur við hús- leit í íbúð í Vogahverfi í gærdag. Enginn bjó í íbúðinni þar sem efnið fannst, heldur var hún undirlögð af plöntum og tækjum til ræktunar á kannabis. Einnig var lagt hald á tækin. Einn var handtekinn vegna málsins og telur lögreglan að málið sé upplýst. Þá minnir lög- reglan á það í tilkynningu að hægt sé að hringja nafnlaust í fíkniefnasímann, 800 5005, til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - þeb Kannabisræktun upprætt: 50 plöntur í mannlausri íbúð Falsaði nafn konu Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir fíkniefnaakstur og fölsun. Konan ók um Reykjavík þar til lögregla stöðvaði för hennar. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af ákærðu gaf hún ranglega upp nafn og kennitölu annarrar konu og reyndi að koma sökinni yfir á hana. DÓMSMÁL Skilaði ekki uppgjöri Fyrrverandi starfsmaður vínbúðar- innar á Hellu hefur verið ákærður fyrir að skila ekki uppgjöri verslunarinnar, ríflega 175 þúsund krónum, fyrir tvo daga árið 2009. Þannig hafi hann haldið fjármunum með ólögmætum hætti frá eiganda sínum. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.