Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 22
22 15. október 2011 LAUGARDAGUR Ritstjóri Fréttablaðsins vitn-ar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erf- iðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lána- mál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborg- urunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólu- fyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skil- ið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfé- laginu út af kröfum um leiðrétt- ingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meiri- hluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþing- ismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúða- lánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfald- lega á þetta sem sjálfsagða sam- félagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skulda- vanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnu- brögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skatt- borgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auð- vitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir ein- staklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreif- ingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrr- verandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Gagnrýni rit- stjórans og fyrr- verandi alþingismannsins missir marks. Þórólfur prófessor Matthíasson er harðskeyttur gagnrýnandi íslensks landbúnaðar. Það má hver hafa sína skoð- un á landbúnaði eins og öðrum málum en ekki er hjá því komist að gera verulegar athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans. Í grein í Bændablaðinu 29. september fór undirritaður með rökstuddum hætti yfir skrif Þórólfs í sama blaði 1. septem- ber síðastliðinn. Þórólfur fullyrti að ekki væri hægt að bera saman útflutnings- verð kindakjöts við heilskrokkaverð til bænda. Þetta er rangt hjá honum eins og útflutningsskýrslur sýna. Þórólfur full- yrti að afurðastöðvum væri ekki lengur heimilt að verðfella kjöt til útflutnings. Þetta er rangt hjá honum. Afurðaverð er frjálst og þar með einnig hvað greitt er fyrir útflutning. Þórólfur fullyrti að innanlandsmarkaður hefði gleypt við öllu því magni sem flutt var út ef verð hefði verið lækkað um 10-20%. Þetta er rangt hjá honum eins og dæmi um verðteygni kjöts á innanlandsmarkaði sýnir. Í svar- grein í Fréttablaðinu hinn 8. október síð- astliðinn kýs Þórólfur að svara engu af þessu enda getur hann það ekki. Þórólfur byrjar á því að gagnrýna að undirritaður hafi notað tölur Hagstof- unnar en ekki gögn SS um útflutning og spyr hvers vegna ekki sé upplýst um útflutningsverð SS á ærkjöti í heilum skrokkum. Væntanlega á Þórólfur við útflutningsverð SS á kindakjöti en ekki ærkjöti því þær tölur sem vitnað var til voru um kindakjöt og kindakjötsafurðir. Kindakjöt er samheiti um dilkakjöt og ærkjöt en þessi ónákvæmni er skiljanleg og minniháttar. Það er auðvelt að upp- lýsa um tölur frá SS en hvernig er hægt að byggja umræðu á gögnum sem einn hefur aðgang að en aðrir ekki? Að sjálf- sögðu verður umræðan að byggjast á gögnum sem eru öllum aðgengileg enda snúast þessi skoðanaskipti ekki um SS heldur um landbúnaðinn og útflutning kindakjöts í heild sinni. Þórólfur heldur áfram og spyr hvort hugsanlegt sé að SS sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi. Það má setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að æði margt sé hugsanlegt. En í grein undirritaðs í Bændablaðinu var upp- lýst að undanfarin tvö ár hefði SS fengið hærra verð fyrir útflutt kindakjöt en það sem selt hefur verið innanlands. Og miðað við útflutningsverð og verð til bænda er ljóst að viðunandi framlegð var af þessu viðbótarmagni og það ekki selt með tapi. Áfram heldur Þórólfur með furðulega staðhæfingu um að neyt- endur eigi rétt á upp- lýsingum um útflutn- ingsverð SS því SS gæti verið að halda kjöti frá innanlandsmarkaði til að hækka verð innanlands. Það hefur líklega farið alveg framhjá Þórólfi að í umræðu um meintan kjöt- skort seinni hluta síðasta sumars sendi SS oftar en einu sinni frá sér upplýs- ingar um að félagið ætti nóg af kjöti og hefði gætt þess að takmarka útflutn- ing til að sinna innan- landsmarkaði. Í þessu samhengi er einnig gott fyrir Þórólf að hafa í huga að SS er með innan við 20% af sauðfjárslátrun landsins og hvorki með vilja né getu til að spila með markaðinn eins og hann telur mögulegt að SS geri. Þessi rökleiðsla Þórólfs sem hefst á því hvort eitthvað sé hugsanlegt og endar svo með staðhæfingu um mögulegt kolólöglegt athæfi er æft og útsmogið áróðursbragð. Þórólfur mótmælir tölum um framlegð sem sóttar voru í búreikninga og telur að þar séu vantaldir margir kostnaðarliðir sem geri að breytilegur kostnaður sé allt annar og meiri en búreikningar segi og þess vegna sé stórfellt tap á útflutningi kindakjöts. Það má til sanns vegar færa að hluti af þeim kostnaðarliðum sem Þórólfur telur vantalda séu breytilegir eða hálfbreytilegir kostnaðarliðir þó að þeir hafi ekki verið taldir breytilegir í útreikningi á framlegð í búreikningum. Ákvörðun hvers bónda að framleiða aukalega til útflutnings eða ekki byggir ekki á hagfræðiskilgreiningum heldur þeirri gullnu reglu að ef ákvörðun hefur ekki áhrif á kostnaðarlið á kostnaðar- liður ekki að hafa áhrif á ákvörðun. Með öðrum orðum verður hver og einn bóndi að meta hvaða kostnaðarliðir breytast og hverjir ekki ef hann tekur ákvörð- un um að framleiða meira magn sem leiðir til útflutnings. Einu tekjur bónd- ans af útflutningi eru afurðastöðvaverðið þar sem stuðningur ríkis- ins er fastur og ótengdur magni og því verður það verð sem bóndinn fær frá afurðastöðinni fyrir útflutning að vera hærra en breytilegur kostnaður bóndans við útflutninginn til að framleiðslan borgi sig. En málið er síðan flókn- ara en þetta vegna þess að við slátrun verða eigenda- skipti á kjötinu, sem eftir það er í eigu og á ábyrgð sláturleyfishafa sem reyna væntanlega hver fyrir sig að hámarka það skilaverð sem þeir geta fengið og flytja út eða ekki eftir því sem hver telur hagkvæmast. Miðað við tölur um útflutnings- verð og verð til bænda er ljóst að slátur- leyfishafar hafa ávinning af þeirri fram- legð sem aukin framleiðsla skilar þeim, sem hjálpar þeim svo aftur að greiða bændum hærra verð. Það verður einn- ig að álykta að bændur hafi ávinning af útflutningi og þær tekjur séu meiri en breytileg gjöld því annars myndu þeir draga úr framleiðslu. Það er hins vegar rétt og viðurkennd sú niðurstaða Þórólfs að sauðfjárframleiðsla á Íslandi stendur ekki undir sér án ríkisstuðnings en mörg góð rök eru fyrir þeim stuðningi. Þórólfur fer víða með málflutning sinn og í 31. tbl. Vísbendingar 9. september síðastliðinn fer hann löngum orðum um áætlunarbúskap Sovétríkjanna sálugu og heimfærir hann svo upp á hluta íslensks landbúnaðar. Það er þekkt áróðursbragð að draga fram neikvæða fyrirmynd sem lesendur þekkja og heimfæra hana á það sem gagnrýna skal til að móta neikvæða afstöðu lesenda. Þessi sovéski áætlunarbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötframleiðslu. Öll framleiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum. Það er því rangt hjá Þórólfi að halda því fram að áætlunarbúskapur sé í íslenskri sauðfjárframleiðslu. Þórólfur seilist langt í að sverta stöðu sauðfjárræktar og leggur reiknaðan kostnað við afréttarbeit við framleiðslu- kostnað. Þessi reiknaði kostnaður er til- búningur Þórólfs og á sér enga stoð enda hafa bændur notað afréttina frá upphafi Íslandsbyggðar og ekki hægt að byggja umræðu á slíku. Í sömu grein fer Þórólfur enn og aftur með rangt mál er hann fullyrðir að sam- keppni við óhefðbundnar greinar á borð við svín og kjúkling sé takmörkuð með því að leggja skatt á fóður fyrir þær greinar en aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárfram- leiðendur séu niðurgreidd. Samkvæmt reglugerð 431/1996 með síðari breyting- um er gjald sem lagt er á hráefni til fóður- gerðar endurgreitt að fullu, sem og gjald sem lagt er á innfluttar fóðurblöndur sem fluttar eru inn frá löndum EES. Því er engin raunveruleg gjaldtaka af kjarnfóðri til staðar. Þórólfur heldur því einnig fram að aðföng fyrir mjólkur- og sauðfjárfram- leiðendur séu niðurgreidd. Þetta er einnig rangt hjá honum nema hann búi yfir upp- lýsingum sem aðrir hafa ekki. Í þessum greinum Þórólfs sem nefndar hafa verið eru sex til sjö rangar fullyrð- ingar og tvö ómálefnaleg áróðursbrögð. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að Þórólfur sé viljandi að afvegaleiða les- endur heldur hlýtur skýringin að liggja í skorti á tíma til rannsókna. Skortur á tíma til rannsókna Það stefnir í að fjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði um 600.000, sem er 20% fjölg- un frá síðasta ári með tilheyr- andi aukningu gjaldeyristekna. Þessi árangur ferðaþjónustunn- ar er vitanlega glæsilegur en hann hefur ekki komið af sjálfu sér. Iðnaðarráðuneytið er þess fullvisst að efling ferðaþjónustu hér á landi skili fjölbreyttum og áhugaverðum störfum og þess vegna hafa fjárframlög til grein- arinnar aukist verulega þrátt fyrir niðurskurð víða annars staðar. Í sumar sem leið var gerð ítarleg greining á stuðningsum- hverfi ferðaþjónustunnar innan iðnaðarráðuneytisins, en slíkar upplýsingar hefur sárlega vant- að svo hægt sé að efla stuðnings- kerfið enn frekar og gera það skilvirkara. Þá ber þess að geta að hags- munaaðilar innan greinarinnar og stjórnvöld hafa borið gæfu til að vinna saman. Átakið Inspired by Iceland er kannski besta dæmið um árangur slíkrar sam- stöðu. Ferðaþjónusta skapar í dag þúsundir starfa um land allt og er orðin ein af undirstöðuatvinnu- greinum okkar Íslendinga og sú sem er í hvað örustum vexti. Mikil fjölgun ferðaþjónustufyrir- tækja er gott dæmi um þá grósku og uppgang sem ríkir í greininni. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum stigið markviss skref í þeirri vegferð að bæta starfsum- hverfi greinarinnar. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða er mikilvægt skref Síðastliðið vor var samþykkt á Alþingi ferðamálaáætlun 2011 til 2020. Í áætluninni er lögð rík áhersla á vöruþróun, nýsköpun, kannanir og rannsóknir í ferða- málum. Rannsóknir og hagtölur hefur sárlega vantað til að meta vöxt og framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar eins og gert er í öðrum atvinnu- greinum. Örum vexti í ferðaþjónustu fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Því hafa öryggis- og umhverfismál verið ofarlega á baugi. Stærsta skrefið í þeim efnum er vafa- laust stofnun Fram- kvæmdasjóðs ferða- mannastaða, en lög um hann voru sam- þykkt af Alþingi í júní sl. Sjóðnum er ætlað stórt hlut- verk í uppbyggingu, viðhaldi og vernd- un ferðamannastaða. Einnig er honum ætlað að taka á öryggi ferðamanna. Með sjóðnum bjóð- ast einnig tækifæri til að fjár- magna hönnun og uppbyggingu nýrra áfangastaða og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Sá angi ferðaþjónustunnar sem vex og dafnar hvað mest í heiminum í dag er heilsuferða- þjónusta og þar tel ég möguleika Íslendinga mikla, jafnt á innlend- um sem erlendum markaði. Það var einmitt í þeirri trú sem ég beitti mér fyrir stofnun og stuðn- ingi við klasann Heilsulandið Ísland, sem er samstarf fyrir- tækja og áhugafólks um heilsu- ferðaþjónustu sem var stofnað til í janúar 2010. Veturinn og Ísland allt árið Stærsta áskorunin sem við stönd- um frammi fyrir í ferðamálum er að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Verkefninu Ísland allt árið var hrundið af stað sl. mánudag. Er það eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í innan ferðaþjón- ustu á Íslandi. Ekki er einungis um land- kynningu að ræða því samhliða hafa Lands- bankinn og iðnað- arráðuneytið tekið höndum saman um stofnun þróunarsjóðs til þess að styrkja heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðn- um er ætlað að taka virkan þátt í upp- byggingu fyrirtækja og verkefna í ferða- þjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein. Í Ísland allt árið er markmiðið mjög skýrt; að jafna árstíðasveiflu í komu ferðamanna, skapa ný störf og auka arðsemi. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að leggja fram 300 milljónir árlega næstu þrjú árin til verkefnisins. Um 130 fyr- irtæki, Reykjavíkurborg og fleiri aðilar leggja síðan fram sambæri- lega upphæð á móti. Ef við sem að ferðamálum komum stöndum saman er ég sannfærð um að við munum ná árangri og skapa hér blómlega vetrarferðamennsku. Með skýrri stefnu, vönduðum vinnubrögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Allt að gerast í ferðamálum!Allir þessir hinir Landbúnaður Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands Fjármál Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður Ferðaþjónusta Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Með skýrri stefnu, vönd- uðum vinnu- brögðum og samtakamætti eru tækifærin í ferðaþjónustunni óendanleg. Þessi sovéski áætlun- arbúskapur er hvergi til í íslenskri kjötfram- leiðslu. Öll fram- leiðsla á kjöti er frjáls. Verðlagning á öllu kjöti er frjáls og engar nefndir eru til staðar sem hafa nokkurt vald í þessum efnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.