Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 24

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 24
24 15. október 2011 LAUGARDAGUR HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200 Virka daga 10-18 Laugardaga 12-18 Sunnudaga 13-17OPIÐ: Tilboðin gilda til 17. október 2011 129.990 FULLT VERÐ: 159.990 RIALTO La-z-boy stóll. Svart, brúnt eða hvítt leður. B:80 D:90 H:100 cm. ASPEN La-z-boy stóll. Natur, brúnt eða svart áklæði. B:85 D:85 H:100 cm. 69.990 FULLT VERÐ: 99.990 NÚNA 30% AFSLÁTTUR AMITY La-z-boy stóll. Rautt, natur eða brúnt áklæði. B:80 D:80 H:102 cm. 69.990 FULLT VERÐ: 109.990 NÚNA 35% AFSLÁTTUR GRAND PINNACLE XL La-z-boy stóll. Svart eða brúnt leður. B:84 D:107 H:118 cm. 139.990 FULLT VERÐ: 169.990 LÁTTU FARA VEL UM ÞIG Í VETUR! LA-Z-BOY DAGAR! Íslenska leiðin? Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandan- um og þar með komið útflutn- ingsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunnar. Þegar betur er að gáð, reyn- ast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfsblekking. Fyrsta fullyrðingin er endur- ómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðar- atkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans. Nú er upplýst, að þrotabú LB eigi að öllum líkindum fyrir for- gangskröfum. Þjóðaratkvæða- greiðslan snerist því um það eitt að endurreisa laskaðan orðs- tír forsetans, sem undirbýr sig nú undir fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum. Dýr herkostn- aður það. Icesave-deilan er enn óleyst, þrátt fyrir þessa sýndar- mennsku. Skuldahalinn Íslendingar eru á fullu í – og verða um ókomin ár – að greiða skuldir óreiðumanna, eigenda og stjórnenda bankanna. Hæsti reikningurinn er reyndar fyrir gjaldþrot Seðlabankans. Sá næsti er kostnaður skattgreið- enda af því að „kaupa“ innlend- ar eignir þrotabúa bankanna (innistæður og útlánasöfn). Enn einn reikningurinn er fyrir gjaldþrot sparisjóðanna, annar fyrir Sjóvár-stuldinn, sá þriðji fyrir sveitarfélög á vonarvöl – og þannig mætti lengi telja út í það endalausa. Ríkið, sveitarfélögin, heimilin og fyrirtækin eru öll að sligast undan skuldabyrði, sem í mörg- um tilvikum er þyngri en við verður ráðið. Og það var einmitt GENGIS- HRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeld- isaðgerð, sem þjónar þeim til- gangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkun- um á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslu- byrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxt- urinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslend- inga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokk- ast annað hvort undir efnahags- legt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort. Getuleysið Það eina sem má heita séríslenskt við hrun Íslands árið 2008 er, að bankakerfið hrundi í rúst og gjaldmiðillinn fór sömu leið. Bankahrunið þýddi, að hinir erlendu lánardrottnar – þýsku bankarnir og allir hinir – sem höfðu grætt á tá og fingri í góð- ærinu af því að lána fjárglæfra- mönnum – sátu uppi með stór- töp. Skuldir bankanna námu um nífaldri landsframleiðslu Íslands, þegar upp var staðið. Hin hliðin á þessari sömu mynt er, að ríkis- stjórn Íslands og Seðlabanki gátu einfaldlega ekki – þótt það væri þeirra yfirlýsta stefna – komið bönkunum til bjargar. Það er meginmunurinn á írsku og íslensku leiðinni. Írska ríkis- stjórnin álpaðist til að ábyrgjast skuldir bankanna. Íslensk stjórn- völd reyndu fram á seinustu stund að gera slíkt hið sama en gátu það ekki, því að Ísland var þegar komið í greiðsluþrot. Þess vegna urðu hinir erlendu lánar- drottnar að taka sinn (verðskuld- aða) skell af Íslandi. Ísland var einfaldlega greiðslu- þrota: Erlendur gjaldeyrir var uppurinn; lánstraustið var þrot- ið; lánamarkaðir voru lokaðir; skuldatryggingarálag Íslands var stigið til himna. Ísland var komið í ruslflokk (e. junk). Rík- isstjórn og Seðlabanki höfðu fyrirgert öllu trausti. Okkur var kurteislega bent á að segja okkur til sveitar – fara í gjör- gæslu hjá IMF. Fyrr yrði ekki við okkur talað. Þjóð sem svona var fyrir komið hefur ekki efni á að stæra sig af „íslensku leiðinni“. Gengishrunið lokaði svo dyrum skuldafangelsisins utan um ein- semdina. Stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja, óðaverð- bólga, ofurvextir og verðtrygg- ing í þágu fjármagnseigenda, hafa hingað til séð um restina. Lausnir? Fyrir skömmu spurði þýsk- ur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunar- kúr (launalækkun og niður- skurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunn- ar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóð- félagsins í rúst“. Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða alls- herjar gjaldþrot yfir millistétt- ina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri sam- dráttur VLF og hærra atvinnu- leysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skamm- vinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjald- miðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves. En íslenska leiðin? Skulda- vandinn er óleystur. Gjald- miðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin? Efnahagsmál Jón Baldvin Hannibalsson fv. ráðherra og sendiherra En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxtur- inn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.