Fréttablaðið - 15.10.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 15.10.2011, Síða 26
15. október 2011 LAUGARDAGUR26 S jón er sögu ríkari í tilfelli Borg- ríkis. Ég má alls ekki segja of mikið um þessa kvikmynd því hún er svo margþætt og marg- slungin,“ segir leikarinn Sig- urður Sigurjónsson um íslensku kvikmyndina Borgríki sem frumsýnd var í vikunni. Í myndinni, sem leikstýrt er af Ólafi De Fleur Jóhannessyni, leikur Sigurð- ur spillta leynilögregluþjóninn Margeir og verða það að teljast þó nokkur tíðindi að einn ástsælasti gamanleikari landsins sé fenginn til að leika skúrk. Held með minni persónu Eða er Margeir kannski alls enginn skúrk- ur? Hversu mikið geturðu látið frá þér um persónuna og kvikmyndina án þess að segja of mikið? „Margeir er leynilögreglumaður sem hefur farið örlítið út af sporinu og rekur sig því á veggi. Hann er einstæðingur, ein- mana, og líklega er það ein ástæða þess að hann fipast aðeins í lífinu. Hann lendir í vondum félagsskap þar sem hann á hreint ekki heima. Borgríki fjallar um undirheima Reykjavíkur og án þess að hafa dvalist mikið þar held ég að mér sé óhætt að segja að þessir undirheimar séu mun dekkri og illskulegri en flestir gera sér grein fyrir. Hér eru glæpagengi og flest það sem þrífst í öðrum löndum, þótt það sé kannski í minna magni. Það var virkilega spennandi fyrir mig sem leikara að fá að takast á við Mar- geir, því svona hlutverk hafa ekki verið í mínum skúffum fyrr. Ég þurfti að glíma við þessa dökku hlið manneskjunnar og fannst það krefjandi. Reyndar er það svo að allt- af þegar ég túlka persónu þá held ég með henni. Ég get alls ekki sagt að Margeir sé ómenni. Hann er mín persóna og mér þykir vænt um hann. Það er bara einn verjandi fyrir svona persónu og það er sá sem leik- ur hana.“ Undirbjóstu þig á einhvern sérstakan hátt fyrir þetta hlutverk? „Ég sökkti mér ekki ofan í undirheimana eða neitt slíkt. Undirbúningurinn fólst fyrst og fremst í því hve óvenjugóð vinnuaðstaða var fyrir hendi við gerð þessarar kvik- myndar. Ég fann fyrir því að allt starfsfólk- ið, sama hversu stórum eða litlum hlutverk- um það gegndi, stefndi að sama markmiði. Það er ekki algilt. Í myndinni eru margar erfiðar senur, til að mynda tilfinningalegs eðlis, en þegar á hólminn var komið reynd- ust þær auðveldar því allir voru í sama liði. Þetta var notaleg reynsla og ég hef trú á því að það sjáist á útkomunni.“ Er í góðu leikformi Sigurður er áberandi í listaheiminum um þessar mundir, eins og raunar margsinnis fyrr. Utan Borgríkis sést hann á skjáum landsmanna í tveimur vinsælum þáttaröð- um, Spaugstofunni og Heimsendi, auk þess að standa sína plikt í leikhúsunum, og leik- stýra raddsetningum á teiknimyndum svo einungis fátt eitt sé nefnt. Sjá Íslendingar óvenjumikið af þér þessa dagana? „Já, það vill svo til. En við leikarar ráðum ekki alltaf hvenær við komum fyrir sjónir almennings. Borgríki var til dæmis tekin upp fyrir einu og hálfu ári og Heims- endir síðasta sumar, en við búum við þetta. Sjálfum finnst mér ég vera í góðu leik- formi um þessar mundir og er til í allt. Spaugstofan er orðin ansi stór partur af mínu lífi og hefur verið mjög skemmtilegt að taka þátt í henni. Við eigum okkar aðdá- endahóp en erum ekki allra, enda var það aldrei uppleggið.“ Heyrið þið stundum, jafnvel frá yngri kynslóðinni, að Spaugstofan hafi misst þann ferskleika sem einkenndi hana í upp- hafi? „Já já, við heyrum alls konar hluti og það er fullkomlega eðlilegt. Við gerum ekkert endilega ráð fyrir því að allir kunni að meta það sem við gerum. Þá horfir það bara á eitthvað annað. Þetta er sú vara sem við bjóðum upp á. Þegar þú stendur fyrir framan dós af Mackintosh velurðu þann bita sem þig langar í. Hver er þinn uppáhalds Mackintosh- moli? „Ég er svo heppinn að vera kominn á þann aldur að ég er orðinn alæta á Mack- intosh, bókmenntir, tónlist, húmor og allt mögulegt. Auðvitað hef ég minn smekk á húmor en hann breytist eins og annað. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með öllum nýj- ungum í gríni sem komið hafa fram hér á Íslandi. Fóstbræður, Tvíhöfði, Mið-Ísland. Allt var þetta bráðnauðsynlegt til að fá smá endurnýjun. Ég get nefnt Ara Eldjárn sem dæmi. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér, með mjög ferskan og beinskeyttan húmor sem er mér að skapi. Æskan á allt- af að vera í uppreisn og það er gott, en ef guð lofar eldumst við nú öll og eldri leikar- ar verða býsna dýrmætir ef þeir halda sér hraustum og í leikfæru ástandi. Við Íslend- ingar eigum marga frábæra eldri leikara og allar kynslóðir njóta góðs af því. Það væri lítið varið í sjónvarpsefni og kvikmyndir ef elsti leikarinn væri alltaf um fertugt.“ Þykir vænt um Land og syni Með leik í yfir tuttugu kvik- myndum á ferilskránni hlýt- ur Sigurður að teljast meðal þeirra sem einna mestu reynslu hafa af þeim geira hér á landi. Fyrsta stóra verkefni hans á þeim vettvangi var heldur ekki af verri endanum, en hann lék aðalhlutverkið í Landi og sonum í leikstjórn Ágústs Guð- mundssonar árið 1980. Sú kvik- mynd er almennt talin marka upphaf íslenska kvikmynda- vorsins svokallaða, eða sam- felldrar kvikmyndagerðar hér á landi. Á hvaða hátt hefur íslensk kvikmyndagerð breyst á þess- um rúmu þrjátíu árum síðan Land og synir var gerð? „Grunnvinnubrögð leikara hafa lítið sem ekkert breyst. Breytingin er fyrst og fremst fólgin í þeirri miklu þjálf- un sem kvikmyndagerðarfólkið hefur feng- ið. Tæknin hefur líka þróast mikið. Fyrir þrjátíu árum var allt miklu þyngra í vöfum, í bókstaflegum skilningi. En í raun skiptir litlu hvort kvikmyndatöluvélarnar eru tíu kíló eða eitt kíló, við erum alltaf að reyna að segja einhverja sögu. Áhorfendur koma í bíó og segja við hvíta tjaldið: „Segðu mér sögu“, og við reynum að sinna því. Alls konar sögur.“ Breytti Land og synir miklu fyrir þig sjálfan? „Já, alveg ábyggilega. Þegar ég fékk hlutverkið var ég tiltölulega nýútskrifað- ur [Sigurður var í fyrsta hópnum sem lauk námi frá nýstofnuðum Leiklistarskóla Íslands árið 1976] og lék í þessari mynd sem hálf þjóðin horfði á. Ég var að vísu að vinna í Þjóðleikhúsinu og gekk mjög vel þar, auk þess sem ég hafði komið fram í áramótaskaup- um og slíku sem þá dugði til að verða þekkt andlit. En það var ævintýri út í gegn að taka þátt í gerð myndarinnar. Það lá við að skylduáhorf væri á Land og syni og ég átta mig alveg á því að það gerist ekki aftur. Ég viðurkenni líka að mér þykir notalegt að hafa það á ferilskránni að vera eyrnamerktur þessari merki- legu mynd, kominn á þennan aldur.“ Þykir þér vænna um Land og syni en önnur kvikmynda- hlutverk sem þú hefur leikið? „Já, líklega vegna þess að það var fyrsta myndin. En ég hef leikið í alls konar bíómyndum og smakkað ansi margar sortir í þessum bransa. Kvikmyndagerðin er mjög skemmtilegur vinnu- vettvangur. Í seinni tíð hefur aðsókn á íslenskar bíómynd- ir nokkuð daprast, sem er miður. Ég sakna þess dálítið að almenn- ingur standi betur með íslenskum kvik- myndum, því þær eru oft og tíðum alveg frábærar og standast samanburð við mynd- ir frá öðrum löndum. Það erfitt að svara því hvað veldur því að færri áhorfendur fara á íslenskar myndir. Leikhúsin virðast einhverra hluta vegna halda velli og vel það. Auðvitað eru hæðir og lægðir þar en almennt held ég að leikhúsið hafi svo sterk ítök í íslenskum almenningi að það virðist lifa af ótrúlegustu hluti. Það er eins og bíó- myndir séu varnarlausari gegn tískusveifl- um. Þetta er þróun sem við þurfum að snúa við og okkur mun takast það.“ Hefði getað hugsað mér að verða málari Eins og margir vita hefur Sigurður alið alla sína ævi í Hafnarfirði þar sem hann fædd- ist í heimahúsi og eignaðist vini og fjöl- skyldu. Börnin hans þrjú búa líka í Hafn- arfirði og eru ekkert á leiðinni að flytja á brott í bráð. Hvað er það við Hafnarfjörðinn sem heillar svo mjög? „Það er bara þannig með okkur, þessa sönnu gaflara, að við erum vanafastir. Enda ekki nokkur ástæða til að flytja úr þessu fallega bæjarfélagi sem hefur upp á allt að bjóða. þegar ég var að alast upp leit ég á Hafnarfjörð sem stóran leikvöll. Þar er stutt í allar áttir, upp á fjöll, niður í fjöru, út í óbyggðir, niður að læk að veiða, allt var þetta innan seilingar. Ein af ástæðum fyrir því að ég hef aldrei flutt er sú að ég vildi ekki neita börnunum mínum um að upplifa allt þetta líka. Ég tala aldrei um að fara í bæinn, heldur keyri ég til Reykjavíkur í vinnuna.“ Lá alltaf fyrir þér að leggja leiklistina fyrir þig? „Nei, alls ekki. Leiklist var alls ekki í tísku þegar ég ólst upp. Það var ekkert Séð og heyrt til þá, engin aðsókn í frægð. Sjálft orðið, frægð, var hreinlega ekki notað svo mikið á þessum tíma. Líklega hef ég haft einhverja meðfædda hæfileika og var hreinlega heppinn að rata inn í leiklistar- skólann, því fólkið í kringum mig vissi ekki almennilega hvað leiklist var og það var ekki inni í myndinni að einn úr okkar fjölskyldu yrði leikari. Flestir jafnaldrar mínir lögðu fyrir sig iðngreinar. Bróðir minn fór í trésmíði og í fjölskyldunni eru margir iðnaðarmenn. Ég hefði alveg getað hugsað mér eitthvað slíkt, hefði þá senni- lega orðið málari. En ég, ljóti andarunginn, valdi leiklistina og hef ekki gert neitt annað af viti síðan.“ Eldri leikarar eru dýrmætir Sigurður Sigurjónsson leikur spilltan lögreglumann í kvikmyndinni Borgríki sem frumsýnd var í vikunni. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá yfir þriggja áratuga ferli í kvikmyndaleik, þróun í íslensku gríni og heimavellinum í Hafnarfirði. LANGUR FERILL „Fyrir þrjátíu árum var allt miklu þyngra í vöfum, í bókstaflegum skilningi. En í raun skiptir litlu hvort kvikmyndatöluvélarnar eru tíu kíló eða eitt kíló, við erum alltaf að reyna að segja einhverja sögu,“ segir Sigurður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leiklist var alls ekki í tísku þegar ég ólst upp. Það var ekkert Séð og heyrt til þá, engin aðsókn í frægð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.