Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 47

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 47
LAUGARDAGUR 15. október 2011 3 „Við mælum ekkert sérstaklega með einum nammidegi í viku en sé hann ákveðinn er nauðsynlegt að skammta sælgætið úr hnefa,“ segir Elva Gísladóttir, verkefna- stjóri næringar hjá embætti landlæknis. Hún segir helsta ókost nammi- dags felast í óhóflegu magni sæl- gætis og vill sjá afslátt afnuminn af nammibörum um helgar. „Afsláttur veldur því að fólk kaupir meira en ella, á meðan lík- aminn hefur ekki svigrúm fyrir svo mikinn viðbættan sykur,“ segir Elva og tekur dæmi um 2.000 hita- eininga fæði, þar sem að hámarki 10 prósent orkunnar koma úr sykri. „Það gera aðeins 50 grömm syk- urs á dag. Í daglegu lífi þurfum við að vera meðvituð um þennan litla skammt og líka hafa hugfast að sykur leynist mjög víða.“ Elva segir umhugsunarefni hvort ekki væri skynsamlegra að kenna börnum að borða sælgæti í hófi, þegar löngun í sætindi kemur, burtséð frá því hvaða dagur er. „Það þarf að kenna þeim að ekki þarf sérstök tilefni til sælgætis- áts, eins og nammidaga, bíóferð- ir, afmæli og fleira sem kallar á sætindi,“ segir Elva og ráðleggur einbeitta svengdarstjórnun. „Þá dygði eitt lítið súkkulaði- stykki í stað ofgnóttar sælgæt- is á sérstökum nammidegi þegar sjónvarp og tölvur taka athygli frá því hversu mikið er borðað. Við ættum frekar að tileinka okkur minni skammta og njóta þeirra með ánægju og athygli.“ Elva segir af og frá að líkam- anum sé hollt að fá vikulegt sjokk skyndibita og sykurs, eins og margt líkamsræktarfólk prédikar með einum sukkdegi í viku. „Slíkt er ekki samkvæmt opin- berum ráðleggingum og embætti landlæknis hvetur til heilsuefling- ar heilsunnar vegna. Við viljum komast út úr þyngdar- og holda- farsumræðu, því allir þurfa að hreyfa sig og fylgja ráðlegging- um embættisins, þar sem stund- um er líka svigrúm til að borða sætt og meira,“ segir Elva og legg- ur áherslu á að allt sé best í hófi, en aðgát skuli höfð í sælgætisvali barna. „Samkvæmt Evróputilskipun átti strax í fyrra að birta varúðar- merkingar á öllu sælgæti sem inniheldur litarefni sem talin eru tengjast ofvirkni barna. Á meðan þeim merkingum er ábótavant er enn meiri ástæða til að gæta hófs í neyslu sælgætis,“ segir Elva. Litarefnin eru númer 102, 104, 110, 122, 124 og 129. Ýmist eru þau merkt E-númeri eða heiti sínu á mismunandi tungumálum. Jónína Stefánsdóttir, fagsviðs- stjóri hjá Matvælastofnun, segir reglugerð um litarefnin vera nú til afgreiðslu hjá ráðuneytinu. „Ákvæðið tekur gildi á næstu dögum og þá verður undir sölu- aðilum komið að merkja umbúðir rétt. Innihaldslýsingar eru oft ill- skiljanlegar neytendum en þurfa að vera greinargóðar og aðgengilegar,“ segir Jónína og bætir við að merkja þyrfti hvert og eitt sælgætis ílát á nammibörum landsins. „Því miður hefur ekki verið tekið nægilega hart á þessu, en einfald- ast væri að nota varúðarmiða sem allir geta skilið, enda varða litar- efnin mögulega heilsufar barna,“ segir Jónína. thordis@frettabladid.is Vikulegt sykursjokk er óhollt Nammidagur er hjá velflestum Íslendingum í dag og margir sækja sér sekki sælgætis á afsláttarverði á nammibörum. Á sælgætisbox vantar enn tilskildar varúðarmerkingar vegna hættulegra litarefna. Sælgætismagnið á myndinni er 100 g af blandi í poka, sem veitir um 50 g af viðbættum sykri. Þar með er hámarks sykurneyslu dagsins fyrir barn á aldrinum 9-10 ára náð. Ef hálfur lítri af gosdrykk er drukkinn með bætist annað eins magn af sykri við. Sykurmolarnir sýna hversu margir eru í þessu magni sælgætis. Elva Gísladóttir er verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis. Hún segir afslátt á sælgæti gera fólki auðveldara fyrir að fylla stóra sekki á freistandi nammibörum en mikið vanti upp á varúðarmerkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 100 grömm af blandi í poka fullnægir hámarks sykurneyslu 9-10 ára barna. MYND/LÝÐHEILSUSTÖÐ www.mysecret.is frá M y S e c r e t “Engiferdrykkurinn aada frá My Secret vann til verðlauna í alþjóðlegri samkeppni drykkjarvöruframleiðanda fyrir besta hráefnið og innihaldið” “Aðal áherslan hjá My Secret er að framleiða aada drykkina úr fersku hráefni og því notum við einungis ferskt engifer í okkar drykki” “Til að fá sem mesta virkni úr engifer er nauðsynlegt að blanda rétt saman sýrum, kryddi, sykur og engifer” “Aðferðin sem notuð er skiptir miklu máli til að halda næringargildi og virkum efnum í engiferinu” “Þetta vitum við með okkar leyndarmáli og því er það okkur mikill heiður að vinna þessi virtu alþjóðlegu verðlaun”. s cr t.is „Engiferdrykkurinn aada frá My Secret vann til verðl una í lþjóðlegri samkeppni d ykkjarvö uframleiðe da fyrir besta innihaldið og hráefnið“ „Aðal áhersl n hjá My Secret er að framleiða aada drykkina úr fersku hráefni og því notum við einungis ferskt engifer í okkar drykki“ „Til að fá sem mesta virkni úr engifer er nauðsynlegt að blanda rétt saman sýrum, kryddi, sykur og engifer“ „Aðferðin sem notuð er skiptir miklu máli til að halda næringargildi og virkum efnum í engiferinu“ „Því erum við afar stolt að fá þessi virtu alþjólegu verðlaun“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.