Fréttablaðið - 15.10.2011, Síða 78
15. október 2011 LAUGARDAGUR46
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
SÖLUTÍMABIL
12.- 26. OKTÓBER
Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi | Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind | Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára
Þjóðminjasafnið - Suðurgötu | Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri
Verslanir Póstsins um allt land og í netverslun á kaerleikskulan.is
STYRKJUM FÖTLUÐ BÖRN OG UNGMENNI
MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA KÆRLEIKSKÚLUNA 2011.
... fyrir Ísland með ástarkveðju
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/S
ÍA
-
1
1-
18
08
1. 2. 3. 4. 5. 6.
7. 8.
9. 10.
11.
12. 13.
14. 15. 16.
17. 18. 19. 20.
21.
22. 23.
24. 25.
26. 27. 28.
29.
30. 31. 32.
33. 34.
35. 36.
37.
38. 39.
Krossgáta
Lárétt
1. Tómhent hreinsa asískan drykk (6)
7. Ávextir eyrna eru náskyldir hrossum vanga
(11)
9. Dulnefnið er Snari Jón (8)
11. Vágestur vill reykja og kúra hvar ár mæta
Ægi (7)
12. Dökk á brún og brá, sagði Davíð (11)
14. Kraftakeppni skapar orkuvanda (9)
16. Skeggsnyrting á heilsuhæli minnkar elds-
neytisþörf bíla (10)
17. Kjafturinn er hljóðfærið (8)
19. Því hýrara, þeim mun pirraðra, og öfugt (6)
22. Lendi í mismunandi við bryggju Ýmis (8)
23. Er ruglaður gyðingur að leira ís? (7)
26. Þannig kemurðu í heiminn, syngur Maggi
Eiríks, og það er strípaður sannleikur (10)
28. Set kærasta í miðja flugvél með íslenskum
einkennisstöfum og fæ bogna spýtu (9)
30. Aðspurð keyra til loftrista (7)
33. Ílát heillar einfættar og blindar (8)
34. Leita að jákvæðum og neikvæðum meðal-
manneskjum af báðum kynjum (5)
35. Marlowe og Goethe sköpuðu skrattakollinn
(5)
37. Hér er beðið um gamaldags spjátrunga,
dimmraddaða (11)
38. Ungviði tilheyrir konum framundir fimmtugt
og jafnvel lengur núorðið (8)
39. Frjáls og hífuð, enda sýknuð (8)
J A F N R É T T I
Vegleg verðlaun
Lóðrétt
1. Ferskeytla um gagnkynhneigða (7)
2. Feita, góða veður (10)
3. Helsti pistill blaðsins er daprari í dag en í gær
(7)
4. Nærast meðan sunnanvindar næða (5)
5. Almáttugur, frjálsar konur hafa enga trú (9)
6. Skamma ber þann sem skammir á skildar (10)
8. Gengur reglulega í matinn (13)
10. Ung deila íbúð með aðfluttum (5)
13. Veislur keyra strengi sem deilt er um (10)
15. Fanga hálft nískupúkanef (5)
16. Draugur og pískar, er eitthvað líkt með þeim?
(6)
17. Sex lyklar á hverri? (11)
18. Nokkuð stór en Skagamenn keppa þar samt
við Steua (7)
20. Stríðni og skarkali boða ekki endilega vonda
vist (6)
21. Skynja hræðslu við málmstangir hjá þessum
með strípurnar (8)
24. Vísa villandi til árabáta til að auka minn hlut
á þinn kostnað (9)
25. Á það sem kemur næst (9)
27. Gin er frábært en rugl fylgir og allt endar sem
bull (8)
29. Risti tvær klárar (7)
31. Æstur í vatnsföll eftir einhliða meðmæli (6)
32. Horuð bak við nafla (6)
36. Hljómsveitarsæla? (4)
Lausnarorð
Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist nafn á
íslenskri skáldsögu sem kom út árið 1990. Sendið lausnarorðið fyrir 12.
október næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „8. október“.
Lausnarorð síðustu viku var
jafnrétti.
Vikulega er dregið er úr
innsendum lausnarorð-
um og fær vinningshafi
gjafakörfu frá Te og kaffi
að verðmæti 5.000 kr..
Vinningshafi síðustu viku
var Íris Guðmundsdóttir.
R F G V B L Æ V I R K I R
E F L I N G O A E L A
F Á Ý H R Á K A S M Í Ð E X I Ð
H A R M R Æ N A K T S S G
V Á A R F A V I T L A U S T R
Ö Ð K K R N E U E
R O K V A R N A R B Æ L I
F A G U R G A L I N N S Í Ð
F N N S Ú K K U L A Ð I
A F H J Ú P A N D I T A N R
Á L A D
B L K Ú L U V A R P S I N S L
O F S M I U A F A
R A N D A L Í N E K R U N A D O R M
Ð A M S Á D Á R A
S Ð M S P Ó L O R M U R M D
T O R F Æ R A Í O A É Ó Ý
O A L H R R A N G S T Æ Ð U R
K S A A M A T I
K L E T T A B E L T I H R E I Ð R A R
Á þessum degi fyrir réttum 66 árum, hinn 15. október 1945,
var Pierre Laval, einn af forvígis-
mönnum Vichy-stjórnarinnar í
Frakklandi á árum seinni heims-
styrjaldarinnar, tekinn af lífi fyrir
föðurlandssvik.
Vichy-stjórnin ríkti í suðurhluta
Frakklands og var í raun lepp-
stjórn nasista sem héldu norður-
hluta landsins hernámi. Laval var
þess fullviss að Þýskaland yrði ekki
stöðvað í uppgangi sínum og reri að
því öllum árum að Frakkland tæki
sér stöðu með Þjóðverjum. Hann
stóð meðal annars gegn stríðsyfir-
lýsingunni árið 1939, þegar Þjóð-
verjar gerðu innrás í Frakkland árið
eftir beitti hann öllum sínum ráðum
til að koma á vopnahléi við Hitler og
síðar var hann forgöngumaður í því
að þingið var leyst upp.
Henri Pétain marskálkur stýrði
Vichy-stjórninni og Laval var utan-
ríkisráðherra, en þegar upp komst
að Laval hafði staðið í sérstökum
viðræðum við Þjóðverja, án sam-
ráðs við Pétain, var hann látinn
fara.
Laval sneri svo aftur til valda
árið 1942, þá sem forsætisráð-
herra. Öllum var þá ljóst að Frakk-
land myndi aldrei geta unnið með
Þýskalandi á jafningjagrundvelli,
en Laval hóf þess í stað aðgerð-
ir sem beindust að því að komast í
mjúkinn hjá Hitler og þýskum stjór-
völdum.
Meðal annars útvegaði hann
franskt vinnuafl fyrir þýskan iðnað
og aðstoðaði nasista við grimmdar-
verk þeirra. Hann lýsti því einn-
ig yfir að hann vonaðist eftir sigri
Þjóðverja í styrjöldinni en eins og
kunnugt er varð honum ekki að
þeirri ósk sinni.
Laval flúði til Þýskalands þegar
bandamenn hröktu Þjóðverja frá
Frakklandi, en eftir fall nasista-
stjórnarinnar þvældist hann áfram
til Spánar, þar sem hann undirbjó
málsvörn sína.
Hann sneri svo aftur heim í júlí
1945 og mætti fyrir rétt en þar
féllu rök hans fyrir daufum eyrum
og hann var sakfelldur og dæmdur
til dauða.
Eftir að hann gerði misheppnaða
tilraun til sjálfsmorðs var honum
hjúkrað aftur til heilsu rétt til þess
að réttlætið fengi fram að ganga
fyrir aftökusveit síðar sama dag.
– þj
Heimildir: Brittanica.com og history.com
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1945
Nasistaleppurinn Pierre
Laval leiddur fyrir aftökusveit
Helsti samverkamaður Þjóðverja í Vichy-stjórninni tekinn af lífi