Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 88
15. október 2011 LAUGARDAGUR56 Bókamessunni í Frankfurt lýkur nú um helgina. Ísland er heiðursgestur hátíðarinnar í ár, sem þykir hafa lukk- ast afburðavel. Fréttablaðið heyrði í Kristínu Steinsdóttur rithöfundi og Tómasi Hermannssyni útgefanda og fékk smjörþefinn af stemningunni. „Fyrirgefðu að ég þurfti að skella á áðan, ég var að koma úr sjónvarpsviðtali,“ segir Kristín Steinsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöf- undasambandsins, þegar blaðamanni tekst loks að ná tali af henni á stund milli stríða á bóka- messunni í Frankfurt. Spurð hvernig það sé að vera rithöfundur á messunni, segir Kristín það misjafnt eftir höf- undum. „Dagskráin er misþétt hjá höfundum. Sjálf er ég með býsna þétt prógramm; skáldsagan mín Ljósa var að koma út á þýsku sem og hljóðbók þar sem ég segi frá uppvaxtarárum mínum á Seyðisfirði, og ég hef verið í kynningarstússi í kringum það. Svo eru ýmsir fundir sem ég þarf að mæta á sem formaður Rithöfundasam- bandsins. Ég er því á miklum hlaupum, frá tíu á morgnana og fram á kvöld.“ Kristín segir þetta mikla og orkufreka vinnu, en mjög skemmtilega engu að síður. „Skálinn er svo ótrúlega fallegur og ávallt sneisafullur af fólki. Í öllum upplestrum sem ég hef verið á hefur verið fullt út úr dyrum og það segja allir sömu sögu. Við erum eiginlega dálítið hátt uppi, það er svo gaman að vera til hérna.“ Er þá ekkert partístand á mannskapnum? „Fyrir þá sem eru með þétta dagskrá held ég að gefist lítill tími til þess. En svo eru auð- vitað aðrir sem hafa aðeins meiri tíma aflögu, og hittast kannski á hótelbarnum á kvöldin eða kíkja á krá. Það er um að gera að nota tækifærið og djamma aðeins ef maður hefur tíma. Sjálf á ég örugglega eftir að djamma þegar messan er afstaðin.“ Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum, hefur líka verið á miklum þönum. „Þetta er í fimmta eða sjötta sinn sem ég kem hingað og ég hef aldrei kynnst öðru eins. Það eru 300 þúsund manns hérna og allir virðast vera að tala um Ísland. Ég hugsa að þetta sé viðamesta landkynning sem við höfum fengið á einu bretti, sem á eflaust eftir að skila sér á fleiri sviðum en bókaútgáfu, til dæmis í ferðaþjónustu.“ En hvernig er dagskrá útgefandans? „Við vorum með tólf til fjórtán bókaða fundi við fulltrúa erlendra forlaga og svo bætist allt- af eitthvað við. Dagarnir fara í það að flakka á milli þeirra, bæði til að selja bækur og kaupa.“ Tómas segist merkja aukinn áhuga á íslenskri útgáfu meðal erlendra útgefenda. „Hvernig má annað vera? Þetta er ekkert smávegis sem er búið að þýða, sem gerir verk- in mun aðgengilegri fyrir erlenda útgefend- ur. Við vorum til dæmis á fundi með bresku forlagi sem gefur út Draumaland, bókina um svefnvenjur barna, á ensku í mars og það er útlit fyrir að sú bók sé að fara að koma út víðar. Svo hitti ég spænskan útgefanda sem vill óður og uppvægur gefa út Óttar Norðfjörð. Það er alls konar svona, sum fyrirheit rætast önnur ekki.“ bergsteinn@frettabladid.is 56 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Glæsir Ármann Jakobsson JPV-útgáfa Langur sundur- lyndisvetur Mörg af betri bókmenntaverkum síðari ára hafa byggt á fornsög- unum, goðafræðinni eða gömlum sögnum. Glæsir Ármanns Jak- obssonar skipar sér í þann hóp, byggir á Eyrbyggjasögu með því fráviki þó að hér er sagan öll sögð út frá sjónarhóli Þórólfs bægifótar sem eftir dauða sinn gerðist hinn argasti draugur og olli miklum usla og skelfingu. Í sögu Ármanns er hann end- urfæddur í líki nautsins Glæsis, sem einnig kemur við sögu í Eyrbyggju, stendur á bás í fjósi Þórodds á Finngeirsstöðum, fer yfir lífshlaup sitt bæði í þessum heimi og hinum og hyggur enn á hefndir. Sagan rokkar fram og til baka í tíma og smátt og smátt raðast upp mynd af lífi þessa ógæfu- manns og þeim tíma sem hann lifði. Persónur Eyrbyggju eru hér ljóslifandi, en einnig skjóta upp kollinum persónur úr öðrum fornsögum. Guðrún Ósvífurs- dóttir kemur við sögu, Njáll á Bergþórshvoli og Gísli Súrsson. Þau eru þó öll aukapersónur á útjaðri sögunnar. Aðalpersónurn- ar eru Þórólfur sjálfur og sonur hans Arnkell goði á Bólstað. Eins og gefur að skilja leikur Snorri goði einnig stórt hlut- verk í sögunni og glæsi- og gáfu- mennin tvö, hann og Arnkell, verða þeir pólar sem saga Þór- ólfs veltist um. Þórólfur er feiki- vel sköpuð persóna. Þótt hann sé í flesta staði ógeðfelldur gerir saga hans það að verkum að hann vekur samúð lesandans. Barinn í æsku af föður og stjúpföður, fór í víking og stóð sig vel, safnaði fé og taldi sig mann með mönn- um. Vanhugsuð hólmganga skilur hann þó eftir bæklaðan ævilangt, honum finnst hann vera forsmáð- ur og lítilsvirtur og hið vægðar- lausa viðurnefni, bægifótur, er honum þyrnir í síðu. „Þeir hlógu“ er það leiðarstef sem reiði hans og hatur byggir á og þegar við bætast meint svik sonarins sér hann ekki aðra leið en hefnd. Galdur sögunnar liggur þó ekki fyrst og fremst í söguþræði og persónusköpun. Hún er fanta- vel skrifuð og byggð eins og besta spennusaga. Leiðir les- andann áfram vægðarlaust og óhætt að lofa svefnlausri nótt við lesturinn. „Unputdownable“ er vinsæll engilsaxneskur frasi þegar rætt er um spennusögur og hann á við hér þótt sagan sé ekki spennusaga í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur glæsi- lega unnin skáldsaga sem talar til lesandans á mörgum ólíkum sviðum. Það má jafnvel lesa hana sem dæmisögu um hina íslensku glæframennsku, óforsjálni og hugmyndir um eigið mikilvægi sem tröllriðið hafa samfélaginu síðustu árin ef menn kjósa að leggja þann skilning í hana en fyrst og síðast er hér á ferðinni vel unnin og enn betur hugsuð skáldsaga sem á erindi á öllum tímum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fantavel skrifuð og meistaralega byggð saga sem hefur skírskotanir jafnt til fortíðar sem nútíðar. EINLÆG HRIFNING Í LOFTINU Vigdís Finnbogadóttir, einn helsti talsmaður íslenskrar menningar á alþjóðlegum vettvangi, var á messunni. Guðrún Eva Mínervudóttir flutti tölu ásamt Arnaldi Indriðasyni við opnun Bókamessunnar. „Mikilvægasta hlutverk bókmenntanna er að hreyfa við okkur og hræða okkur, hrista burt doðann, hrífa hugsunina upp á hærra plan, virkja fegurðarskynið og blása okkur í brjóst réttláta reiði, baráttu fyrir réttlætinu og ást til lífsins,” sagði Guðrún Eva meðal annars í erindinu. MYNDIR/LÁRUS KARL INGASON Jón Kalman Stefánsson las upp úr verkum sínum og ræddi þau og áritaði eintök fyrir þýska lesendur. Hljómsveitin Amiina hélt tónleika í listamiðstöðinni Mousonturm ásamt Valgeiri Sigurðssyni en þar var líka sýnt dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. LOKASÝNINGAR GÁLMU Síðustu forvöð til að sjá leikritið Gálmu í Norðurpólnum eru nú um helgina og á mánudag. Verkið er eftir Tryggva Gunnarsson, sem jafnframt leikstýrir. Verkið fjallar um þrjá vini sem koma saman á síðsumarkvöldi til að skemmta sér þegar grímuklæddur gestur blandar sér í leikinn og byrjar að segja sögur. Leikarar eru Hilmir Jensson, Guðrún Bjarnadóttir og Bjartur Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.