Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 90
15. október 2011 LAUGARDAGUR58 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 15. október 2011 ➜ Tónleikar 15.00 Strengjakvartettinn Sardas og sópransöngkonan Agnes Amalía flytja íslenskar dægurperlur eftir konur og franska tónlist í andblæ eftirstríðsára í Gerðubergi. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 16.00 Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur útgáfutónleika í Langholtskirkju. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Raggi Bjarna, Hera Björk og Bjarni Baldvins flytja lögin sem mömmur elskuðu og sungu á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Miðaverð er kr. 3.500. 21.00 The Pushing up daisies heldur tónleika á Café Rosenberg. 22.00 Baggalútur heldur útgáfu- tónleika á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.900. 22.00 Hljómsveitin Homo Sapiens spilar á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 14.00 Barnaleikritið Fúsi froskagleypir er sýnt í Gaflaraleikhúsinu báða daga helgarinnar kl. 14. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Á botninum í Smiðjunni. Miðaverð er kr. 1.500. 20.00 Hjónabandssæla er sýnd í Gamla bíói. Einnig sýnd á sunnudag kl. 21. Miðaverð er kr. 4.300. 20.00 Íslenska leikverkið Gálma er sýnt í Norðurpólnum. Miðaverð er kr. 1.800. 22.00 Tvíeykið Viggó og Víóletta og Pörupiltar sýna leiksýninguna Uppnám í Leikhúskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Opnanir 15.00 Sýning á verkum Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur opnar í Listasafni ASÍ. 15.00 Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Listasafn, opnar sýningu á verkum Jóns Þorleifssonar frá Hólum. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Innsetning listakonunnar Þor- bjargar Þorvaldsdóttur verður opnuð í gryfjunni í Listasafni ASÍ. 16.00 Rakel Gunnarsdóttir opnar sýninguna Gló í Galleríi Klósetti. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 23.30 Dj Danni Deluxe þeytir skífum á Prikinu. ➜ Síðustu forvöð 13.00 Dúkka, sýning Valgerðar Guð- laugsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar, lýkur um helgina. Aðgangur er ókeypis. ➜ Heimildarmyndir 15.00 Heimildarmyndin John Lennon / Plastic Ono Band sýnd í kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. ➜ Málþing 13.00 Málþing með yfirskriftinni Bil beggja: Safnið sem vettvangur lista og lærdóms fer fram í Hafnarborg. Málþingið er haldið í tengslum við sýningu safnsins Í bili. ➜ Iceland Airwaves off-venue 12.00 Of Monsters and Men og Eyþór Ingi spila í Munnhörpunni í Hörpu. Allir velkomnir. 13.00 Zebra and Snake, Hamferð, Raised Among Wolves, Orphic Oxtra, Einar Stray og Hjaltalín spila í Nor- ræna húsinu. Allir velkomnir. 13.00 Dungen, Dad rocks!, Hellvar, Sudden Weather Change, Kippi Kan- inus og Nolo á Kexi Hostel. Aðgangur er ókeypis. 13.00 Random Recipe, Karkwa, Esmerine, Elephant Stone og Rich Aucoin spila á Hressó. 14.00 Lockerbie, Vigri, Valdimario- nette Quartet, Swords of Chaos, Rabbi Bananas, Andvari, Kalel, At Dodge City, Two Tickets to Japan, Cater- pillarmen og Coral spila á Reykjavík Backpackers. Allir velkomnir. 14.00 Puzzle Muteson spila kl. 14 og kvikmyndirnar Everything, Everyw- here, All the time / Popp í Reykjavík / Rokk í Reykjavík / You’re watching The Weird Girls Project eru sýndar kl. 16 í Bíói Paradís. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Kalli og Myrra Rós koma fram í Smekkleysu. Allir velkomnir. 15.00 Snorri Helgason, Samaris, Úti- dúr, Raised Among Wolves og Young Magic spila á Reykjavík Downtown Hosteli. Allir velkomnir. 15.30 Fallegir menn, Hjaltalín, Kippi, Kaninus, Kreatiivmooter, Lím Drím Tím, Nonnimal, Rich Aucoin, Thulebasen og Æla spila í partíi á Ingólfsstræti 8. 15.45 Myrra Rós, Ellen Kristján og dætur, Touchy Mob, Ter Haar, Bárujárn, Contalgen Funeral, Mammút og Hljómsveitin Ég spila á Dillon. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Andvari, Elín Ey og Musik Zoo spila í Hjartagarðinum. Allir velkomnir. 17.00 Markús and the Diversion Sess ions og Snorri Helgason koma fram í Kormáki og Skildi. Allir vel- komnir. Myndlist ★★★★ Hraðari og hægari línur Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Uppgötvanir með blaði og blýanti Það er eitthvað svo einfalt og heillandi við teikningar. Hugur, hönd, blýantur og blað er allt sem þarf. Eins og beintenging heilans við hvítan flöt, hvað birtist? Engar tæknibrellur, engir peningar, engar tölvur, ekkert rafmagn er nauðsynlegt, bara hugurinn sjálfur. Það þarf ekki einu sinni þjálfaða hönd, því hver biður um teikningar í anda meistara fyrri alda? Línurnar eru hrífandi; stirðbusalegar og klaufalegar eða mjúkar og þjálfaðar í sterkri hrynjandi eins og hljómkviða, allar eru þær mannlegar, aðgengilegar, skiljan- legar. Birta Guðjónsdóttir hefur verið mjög virk í íslensku myndlistarlífi síðasta áratug eða svo og það er alltaf fengur að störfum hennar, á hvaða vettvangi sem hún hefur verið. Um tíma starfaði Birta á Safni við Laugaveg, Safni sem svo mikill sjónarsviptir er að og maður saknar enn þann dag í dag. Einkasafn þeirra Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur var eins og dásamlegur gluggi til Evrópu, Bandaríkjanna, á miðjum Laugaveginum var gluggi út í heim. Það væri frábært ef hægt væri að koma safni þeirra hjóna fyrir ein- hvers staðar þar sem það væri aðgengilegt almenningi. Teikningarnar í Hafnarhúsi eru úr þessu einkasafni, sýndar eru þó nokkuð margar teikningar eftir fjölda listamanna og verkin eru jafn ólík og þeir eru margir. Hér er ungur Helgi Þorgils, teikningar eftir Dieter Roth, Kristján Guðmundsson auðvitað, en titill sýningar er titill á teikningu eftir hann. Hér eru verk eftir unga samtímalistamenn og erlenda listamenn. Það er mikill leikur í myndum margra þeirra, flestir nota sér möguleika blaðs og línu, aðrir færa mörkin og vinna þrívítt eða beint í rýmið. Sumir sem hér eiga verk hafa einbeitt sér að teikningu sem aðal tjáningarmáta, aðrir nota teikninguna ásamt öðru. Verkin eru bæði abstrakt og fígúratíf, sum sýna einfalt línuspil en önnur búa yfir groddalegum húmor. Samfara aukinni tæknivæðingu hefur teikningin verið nokkuð vinsæl síðasta áratug, jafnvel lengur, helst svolítið í hendur við órafmagnaða músík. Ungir málarar nota teikningu og línur í verkum sínum og graffíti list hefur fundið sér leið inn í málverk samtímans. Á sýningunni í Hafnarhúsi er gleðin og einfaldleikinn í teikningunni smitandi. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Skemmtileg og aðgengileg sýning sem hentar vel fjölskyldum og skólahópum. Sköpunargleði í sinni tærustu mynd þar sem fjölmargir möguleikar teikningarinnar koma vel í ljós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.