Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 94
15. október 2011 LAUGARDAGUR62 ★★★★ Beach House Hafnarhúsið Dáleiðandi flutningur Dúettinn Beach House var tríó á sviði Hafnarhússins á fimmtudags- kvöld. Hljómsveitin byrjaði á lögum af einni af plötum ársins 2008, hinni stórkostlegu Devotion, og dáleiddi áhorfendur, sem voru ennþá sveittir eftir stórkostlega tónleika Retro Stefson. Beach House flutti eldra efni í bland við nýtt og gerði það nánast óaðfinnanlega. Rödd söngkonunnar Victoriu Legrand fyllti Hafnarhúsið og áhorfendur voru vel með á nótunum. Frábærir tónleikar með frábærri hljómsveit, sem mætti snúa aftur til Íslands sem fyrst og koma fram í minni sal með stólum. - afb ★★★ Gísli Pálmi Gaukur á Stöng Sjóðheitt og snaggaralegt Rapparinn Gísli Pálmi hefur vakið nokkra athygli fyrir myndbönd sín á Youtube og því var nokkur eftirvænt- ing eftir þessum fyrstu tónleikum hans á Airwaves. Slatti af ungu fólki var samankominn á Gauknum og varð það ekki fyrir vonbrigðum með sinn mann. Gísla virtist líða vel á sviðinu og náði hann upp góðri stemningu ásamt kollega sínum, sérstaklega í laginu Set mig í gang. Svo heitur var Gísli að ein stúlknanna reyndi að rífa hann úr að ofan, sem hann á endanum sá sjálfur um. Lögin voru flest hver fín, taktarnir svalir og rappromsur þeirra félaga margar hverjar ansi snaggaralegar. - fb Fimmtudagurinn 13. október ★★★ MI-GU Norðurljós í Hörpu Einfalt en áhrifa- ríkt Trommuleikarinn og söngkonan Yuko Araki og gítarleikarinn Hirotaka Shimmy Shimizu skipa MI-GU, en þau eru bæði meðlimir í japönsku sveitinni Cornelius. Yuko er frábær trommari og einkar sjarmerandi söngkona. Þó að tónlist MI-GU sé einföld virkaði hún mjög vel. Gítarriff Shimmys voru flott og trommuleikur Yukoar fyllti vel út í. - tj ★★★ 22-Pistepirkko Norræna húsið Afslappaðir rokk- arar „Hafið þið heyrt söguna um finnsku hljómsveitina sem fór langt út í heim til að spila en endaði svo í húsi eftir Alvar Aalto?“ Eitthvað á þessa leið hljómaði ein kynningin hjá Finnunum í hljómsveitinni 22 Akurhænur, eða 22-Pistepirkko, sem spilaði off-venue í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Finnarnir hafa spilað á Íslandi áður og gert mikla lukku. Tón- leikarnir í Norræna húsinu voru mjög rólegir, eins og þeir kæmust ekki almennilega í gang. Það er samt eitt- hvað heillandi við þessa náunga og það var gaman að endurnýja kynnin við tónlistina þeirra. - tj ★★ Consortium Musicum Norðurljós í Hörpu Öflugur trommari Consortium Musicum er samvinnu- verkefni Sean Lennon, sem spilar á gítar og bassa, og trommuleikara Deerhoof, Greg Saunier. Þeir spiluðu háværan spuna á fimmtudagskvöldið. Greg sýndi að hann er hörkutromm- ari og Sean átti spretti á gítarinn og bassann. Þokkalegt en smá vonbrigði. Maður bjóst við djarfari hlutum frá þessum piltum. - tj TÓNLEIKAVEISLAN HÉLT ÁFRAM Í BÆNUM ★★★★★ Retro Stefson Hafnarhúsið Meiriháttar Það er ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þeirri hljómsveit sem tekst að láta alla tónleikagesti Hafnarhússins setjast niður á miðjum tónleikum. Það gerði Retro Stefson við dillandi sambatóna. Danssporin létu ekki á sér standa og fór þar fremstur í flokki Haraldur Ari Stefánsson, en allar hljómsveitir ættu að íhuga það að hafa einn Harald innanborðs. Það dönsuðu allir með Retro Stefson. Krakkarnir í Retro Stefson hafa greinilega unnið heimavinnuna sína og stóðu fyrir meiriháttar skemmtilegu stuði. - áp ★★★★ Kreatiivmootor Kaldalón í Hörpu Teiknimyndahetja á sýru Það hefur ekki farið mikið fyrir eistnesku hljómsveitinni Kreatiivmoo- tor í kynningum fyrir Airwaves 2011. Það sást á áhorfendafjöldanum í Kaldalónssal Hörpu upp úr miðnætti á fimmtudagskvöldið. Þar voru ekki nema nokkrar hræður. Þetta voru samt frábærir tónleikar. Kreatiivmoo- tor spilar taktfasta og tilraunakennda tónlist sem að einhverju leyti er spuni. Þessi sex manna sveit spilaði eitt kaflaskipt 40 mínútna verk á tónleikunum. Það var góð dýnamík í spilamennskunni en aðaltromp sveit- arinnar var söngvarinn, sem er einn af skemmtilegri framlínumönnum sem ég hef séð lengi. Hann notaði ýmsa effekta á röddina og söng oft furðulega og geiflaði sig og dansaði um með ýktum hreyfingum. Á köflum minnti hann helst á einhverja ofvirka teiknimyndahetju á sýru. Það er synd að ekki hafi fleiri fengið að njóta þessarar mögnuðu sveitar. - tj ★★★ Karkwa Tjarnarbíó Kraftmikið og þétt Indírokksveitin Karkwa var stofnuð í Montreal í Kanada fyrir þrettán árum og syngur öll sín lög á frönsku. Hún hlaut hin virtu kanadísku Polaris-tón- listarverðlaun í fyrra fyrir sína síðustu plötu. Fimm manns voru uppi á sviði í Tjarnarbíói, þar af tveir trommu- leikarar, auk þess sem einn náungi spilaði á hljómborð og grúskaði í hljóðgervli. Hljómur Karkwa var þéttur og lögin á köflum ansi hreint kröftug. Sveitin byggði iðulega upp flotta stemningu í lögunum sínum og til að mynda var lokalagið hreint afbragð með glimrandi gítarleik. - fb ★★★ Plastic Ono Band Norðurljós í Hörpu Salurinn tæmdist Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÁTTU SALINN Tónleikar Retro Stefson í Hafnarhúsinu voru einn af hápunktum hátíðarinnar. Hér mess- ar Unnsteinn Manúel yfir mann- skapnum sem hlýddi flestöllum skipunum liðsmanna sveitarinnar. KARKWA Þéttir Kanadabúar sem tróðu upp í Tjarnarbíói.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.