Fréttablaðið - 15.10.2011, Side 96

Fréttablaðið - 15.10.2011, Side 96
15. október 2011 LAUGARDAGUR64 Bíó ★★ Borgríki Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Björn Thors, Björn Hlynur Haraldsson, Jonathan Pryce, Philip Jackson Púður óskast Það tók íslenska kvikmyndagerðarmenn dágóðan tíma að ná tökum á spennumyndagerð en á endanum tókst það. Eftir nokkra skrambi vel heppnaða þrillera þyrstir landann í meira, en um leið gerir hann meiri kröfur. Borgríki er nýjasta kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur, en hann leik- stýrði Stóra planinu fyrir nokkrum árum, skemmtilega furðulegri mynd sem skiptar skoðanir voru um. Boginn er spenntur hærra í Borgríki og skartar myndin fjölmörgum frábærum leikurum, innlendum jafnt sem alþjóðlegum. Siggi Sigurjóns er góður í hlutverki spillta lögreglumannsins Margeirs, en hann hefur reyndar ágætt forskot því persóna hans er áhugaverðust. Aðrar persónur eru fremur flatar og af þeim sökum var mér nokkuð sama um afdrif þeirra, sem og framvindu sögunnar. Leikhópurinn, með örfáum undantekningum, stendur sig þó ágætlega, enda virðist sem vandamálið liggi frekar í handritinu en hjá leikurunum sjálfum. Ágústa Eva hefur til dæmis mikla og góða nærveru sem leikkona og hefði persóna hennar verið bitastæðari er ég viss um að myndinni hefði fyrirgefist margt annað. Handritið er stórt í sniðum, persónurnar eru margar, og meira að segja er flakkað eilítið til og frá í tíma, en púðrið vantar. Myndin gefur sér lítinn tíma til að skapa tengsl við áhorfandann og steypir sér þess í stað beint í hasarinn, en sökkullinn er veikbyggður og myndin fellur því undan eigin þunga. Þetta er mikil synd því að djúpt í iðrum Borgríkis leynist saga sem ég hefði gaman af því að sjá og heyra. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði. BORGRÍKI Sigurður Sigurjónsson er flottur í hlutverki spillts lögreglumanns. Fjölmiðlamiðstöð Iceland Airwaves er á skemmtistaðn- um Austur og þar var staddur eigandi staðarinns, Ásgeir Kolbeinsson, og einnig Diljá Ámundadóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins. Á Gauki á Stöng steig rapparinn ungi Gísli Pálmi á svið og þar var á meðal gesta Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson, auk rapparanna Emmsjé Gauta og Bents. Í Tjarnarbíói var borgar- fulltrúinn Dagur B. Eggertsson sem fylgdist með finnsku hljómsveitinni 22-Pistepirkko leika listir sínar. Annar borgarfulltrúi var í Hafnarhúsinu, Gísli Mar- teinn Baldursson, sem var mættur til að horfa á Beach House. Í röðinni spjallaði hann við Hollendinga og ráðlagði þeim hvaða bönd þeir ættu á sjá á hátíðinni. Grínistinn Ari Eldjárn var einnig í Hafnarhúsinu ásamt kærustu sinni og vinum. Sömuleiðis var þar fótboltakappinn fyrr- verandi Ríkharður Daðason, þjálfarinn Gunn- laugur Jónsson og íþróttafréttamaðurinn og markaskorarinn Hjörtur Hjartason. Tónlistar- spekúlantinn Dr. Gunni var einnig á svæðinu. Hljómsveitin Plastic Ono Band tróð upp í Norðurljósasal Hörpu. Þar var David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, í hvítum striga- skóm og svörtum leðurjakka merktum pönksveitinni The Ramones. Sjónvarpsmaður- inn Þórhallur Gunnarsson sá einnig Yoko Ono ásamt kvikmyndagerðarmanninum Ara Alexander. - fb, sm FÓLK Á AIRWAVES Fimmtudagurinn 13. október ★★★ Borko Hafnarhúsið Skemmtilegt Borko reið á vaðið í Hafnarhúsinu á fimmtu- dagskvöld með stórskemmtilega popptónlist. Blásturshljóðfæri færðu flutninginn upp á annað stig og það var augljóst að Borko var í stuði, því hann fór með gamanmál á milli laga. „I‘m gonna give you the best of both worlds, þannig að ég tala bæði á íslensku og ensku,“ grínaðist hann og skaut nett á þá sem kjósa að skipta vandræðalega milli íslensku og ensku á tónleikum sínum. Hápunkturinn var lag um Lionel Richie, sem endaði á skemmtilegri vísun í hinn ódauðlega Þorpara Pálma Gunnarssonar. Skemmtilegir tónleikar sem fleiri hefðu mátt sjá. - afb ★★ Hjaltalín Hafnarhúsið Lágt flug Hljómsveitin Hjaltalín sló í gegn með fyrstu breiðskífu sinni, Sleepdrunk Seasons, sem kom út árið 2007 og þótti þá á meðal efnilegustu sveita landsins. Sveitin steig á svið í Hafnarhús- inu í gær og lék þá eitthvað af nýju efni í bland við nokkur gömul og góð. Tónleikarnir náðu engu sérstöku flugi og beindist athygli tónleikagesta fyrst og fremst að hinni mögnuðu söngkonu sveitarinnar, Sigríði Thorlacius. Hljómsveitin var vel spilandi og syngjandi en þrátt fyrir það vantaði stemn- inguna í salinn. - sm ★★★★ Fig Norðurljós í Hörpu Tilþrif og tilrauna- mennska Dúóið Fig er skipað Yuku Honda úr Cibo Matto og Nels Cline, gítarleikara Wilco. Þau spiluðu þrjú lög sem öll voru tengd saman. Yuka spilaði á hljómborð og rafgræjur en Nels á gítar sem hann tengdi við ýmis tól. Þetta var tilraunakennt og byrjaði rólega með juði á pedalarofum og ýmsu effektasargi en stigmagnaðist þegar á leið. Lag tvö var mjög flott og lokalagið hrein snilld, en í því sýndi Nels mikil og góð tilþrif á gítarinn. - tj ★★★★ The Ghost of a Saber Tooth Tiger Norðurljós í Hörpu Kósí byrjun á kvöldinu Plastic Ono Band og plötuútgáfan Chimera Music lögðu undir sig Norðurljósasal Hörpu á fimmtudagskvöldið. Áður en Plastic Ono Bandið og Yoko stigu á svið spiluðu þar fjórar hljóm- sveitir sem allar eru skipaðar meðlimum í POB. Fyrst á svið var poppsveit Sean Lennon og kær- ustunnar Charlotte Kemp Muhl, The Ghost of a Saber Tooth Tiger, en auk þeirra tveggja spilaði trompetleikari Bon Iver, CJ Camerieri, með þeim. Tónlistin var ljúft popp í anda sjöunda áratugarins með smá sýruáhrifum. Sean spilaði á gítar og trommusett, en Charlotte spilaði m.a. á nikku og bassa og svo sungu þau bæði og CJ blés af mikilli snilld. Fínt upphaf á kvöldinu. - tj RAPPAÐ Á GAUKNUM Stúlka í salnum var svo ánægð með Gísla Pálma á tónleikum hans að hún reyndi að rífa hann úr bolnum. Hann sá að lokum um það sjálfur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.