Morgunblaðið - 16.07.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 16.07.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Íslenskir Evrópusinnar hlupu uppum hálsinn hver á öðrum þegar evrópska kerfið samþykkti að ís- lenskir langferðabifreiðastjórar mættu aka eigin bílum tveimur stundum lengur tvo daga í viku en ESB hafði áður ákveðið.     Ekki hafðitekið nema tvö ár fyrir kerfið að sýna þessa lip- urð. Evr- ópusinnar réðu sér varla fyrir kæti.     Þetta sýndi að áróður sjálfstæð-issinna í Evrópumálum um tregðu og ósveigjanleika ESB fengi alls ekki staðist.     Reyndar hafði íslenska kerfiðreynt í hálfan annan áratug að sannfæra evrópska kerfið um að Ís- land ætti ekki að vera hluti af sam- eiginlegum evrópskum reglum um aksturstíma vöruflutningabílstjóra.     ESB menn sögðu að það gengiekki að hafa fleiri en eina reglu því vöruflutningabifreiðastjórar ækju þvers og kruss yfir evrópsk landamæri og Brussel yrði því að ákveða hversu syfjaðir þeir mættu vera.     Bent var á að íslenskir ökumennslíkra bifreiða væru ekki líkleg- ir til að aka syfjaðir yfir landamæri. Ef þeir ækju yfir þau hefðu þeir örugglega drukknað löngu áður en svefnleysið færi að svekkja þá.     Það má ESB eiga að það tók þáekki nema tæp 5 ár að upplýsa að þeir skildu ekki röksemdina. Það var íslenska stjórnkerfinu að kenna.     Því hafði láðst að láta landakortfylgja athugasemdunum sem sýndi að Ísland væri eyja. Sveigjanleiki ESB Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 13 þoka Akureyri 13 heiðskírt Egilsstaðir 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 15 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 9 skúrir Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 25 léttskýjað Stokkhólmur 27 heiðskírt Helsinki 22 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 20 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 25 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 33 skýjað Moskva 32 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 33 heiðskírt Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Montreal 27 léttskýjað New York 26 skýjað Chicago 29 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:45 23:24 ÍSAFJÖRÐUR 3:12 24:06 SIGLUFJÖRÐUR 2:53 23:51 DJÚPIVOGUR 3:06 23:02 Íslandsbanki mun bjóða ein- staklingum, sem eru í viðskiptum við bankann, hagstæð fram- kvæmdalán á sérstökum kjörum í tengslum við átakið Allir vinna, sem stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins standa að. Lánin munu ekki bera lántöku- gjöld, óverðtryggðir vextir verða 5,75% og lánstími er allt að 5 ár. Umsóknarfrestur vegna lánanna er til 30. september 2010. Þessi lán verða veitt til fram- kvæmda eða endurbóta á fast- eignum, lóðum eða sumarhúsum. Arion banki og Landsbankinn segjast vera að skoða sambærileg lánakjör og hafa fullan hug á að taka þátt í átakinu. Hagstæð lán til framkvæmda Tveir ungir menn gengu berserksgang í vesturbæ Reykjavíkur að- faranótt fimmtudags. Að sögn lögreglu skemmdu menn- irnir fjóra bíla og fjögur vinnu- tæki, en þeir brutu m.a. rúður. Lögreglan, sem leitar enn að mönnunum, segir tjónið mikið. Mennirnir unnu skemmdar- verkin við Sæmundargötu, í Fjörugranda, við Þorragötu við Reykjavíkurflugvöll og við Hofs- vallagötu. Lögreglan segir að all- ar rúður í Porsche-jeppa, sem stóð við Þorragötu, hafi verið brotnar. Hún bendir á að allir bíl- arnir hafi verið nýlegir. Til tveggja dökkklæddra ungra manna sást við Hofsvallagötu um klukkan tvö í fyrrinótt. Aftur sást til þeirra við Fjörugranda á fjórða tímanum, en lögreglan segir að mennirnir hafi verið í dökkum hettupeysum og að þeir hafi ekið á milli staða í dökk- grænum jeppa. Nánari upplýsingar um menn- ina eða bílinn liggja ekki fyrri að svo stöddu. Málið er í rannsókn. Tveir menn gengu berserksgang Lögregla Málið er í rannsókn lögreglu. „Kaupstaðurinn mun iða af lífi og starfi miðaldafólks með fjölbreyttustu viðfangsefni,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson „bæjarstjóri“ í Gásakaupstað við Eyjafjörð þar sem árlegir Miðaldadagar fara fram um helgina. „Iðnaðarmenn við brennisteinshreinsun, tré- og járn- smíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðuð. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi.“ Gásir eru við Hörgárósa, 11 km norðan Akureyrar. Þar var verslunarstaður til forna og að líkindum einn al- þjóðlegasti staður landsins. Stutt frá fornminjunum er hafið það verkefni að byggja upp tilgátustað fyrir ferða- menn, byggðan á fyrirmyndum þaðan. Gásir er eini verslunarstaðurinn frá miðöldum sem til er á landinu. Minjarnar eru vel sýnilegar og vel varð- veittar. „Staðurinn er athygliverður frá alþjóðlegum sjónarhóli þar sem hann var mikilvægur hlekkur í versl- un um Norður-Atlantshaf á hámiðöldum. Gildi staðarins í menningarsögulegu tilliti er mikið þar sem miklar heimildir eru til um staðinn og því auðvelt að endurgera og segja frá því sem þar átti sér stað,“ segir Haraldur Ingi. Á Miðaldadögum er líf og starf fólks í Gása- kaupstað miðalda endurvakið. „Það er stórkostlegt fyrir nútímamanninn að upplifa á þennan hátt sögu og menn- ingu þjóðarinnar á miðöldum. Við erum á fyrrihluta 13. aldar, Sturlungaöld er í landinu. Þeir ríkja í Eyjafirði en óvinir þeirra eru skammt undan. Þetta skapar spennu en samt gengur lífið sinn vanagang með kaupskap, góðum mat, söng og skemmtan. Íþróttir eru hafðar uppi. Hinn verðmæti brennisteinn kominn úr Mývatnsveit er hreinsaður og verður brátt að verðmætustu útflutnings- vöru staðarins.“ Að sögn Haraldar eiga stórir sem smáir hópar þess nú kost að panta sér leiðsögn þjálfaðra leiðsögumanna um fornminjarnar á Gásum, á íslensku, ensku og þýsku. „Alþjóðaferðamálaráðið telur að 37% allra orlofsferða í heiminum séu menningartengdar og muni vægi slíkrar ferðaþjónustu aukast á næstu árum. Í þessu samhengi á verslunarstaðurinn Gásir sér bjarta framtíð sem ferða- mannastaður í framtíðinni,“ segir Haraldur Ingi. Miðaldastemning í Gása- kaupstað við Eyjafjörð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á miðöldum? Frá hátíðinni á Gásum í fyrra. Margir lögðu leið sína þangað og fylgdust m.a. með köppum í knattleik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.