Morgunblaðið - 16.07.2010, Síða 11
Ég er nýkominn heim úr knöppu ferðalagi umKaliforníu. Kalifornía er skemmtilegurstaður að heimsækja enda margt að sjá oggera í hinu gullna fylki. Það setti þó strik í
reikninginn að ég missti rándýru sólgleraugun mín
ofan í San Francisco-flóann.
Ég sat um borð í ferju þegar ég leit upp úr reyf-
aranum sem ég var að lesa og sá sólsetrið gylla him-
in, borg og flóa. Ég skildi vel af hverju brúin víð-
fræga hlaut nafnið Golden Gate þegar ég virti þetta
fyrir mér. Rétt í þessu sigldi ferjan framhjá Alcatraz-
fangelsinu sem stóð þarna einangrað á litlu skeri á
miðjum flóanum eins og það væri að taka út sína eig-
in refsingu fyrir þann hrylling sem þar átti sér stað
um áratugabil. Hvað gat ég annað gert en að stökkva
út á þilfar og smella mynd af þessum sögulegu undr-
um verkfræði, náttúru og mannvonsku.
Ég spratt á fætur með myndavélina í hönd og hljóp
út á þilfar en hraði ferjunnar og kvöldgolan voru slík
að gleraugun fuku af mér og út í sjó.
Þetta þótti mér miður enda þótti mér fjarska vænt
um þessi gleraugu, þau voru nefnilega með sjóngleri
í. Ég lærði að fljúga með þau á nefinu, þau gerðu mér
kleift að aka bifreið í átt að sólsetrinu, ég hef snjó-
brettað með þau niður margan tindinn en nú eru þau
horfin, farin, sokkin.
Merkilegt hvað manni tekst að tengjast dauðum
hlutum. Hljómar kannski eins og bölvuð efnishyggja
en mér þótti á mjög einlægan hátt vænt um þessi
gleraugu. Þau voru mér mikils virði.
Þessi pistill á hins vegar ekki að vera einhvers
konar minningargrein um gleraugun mín. Þá grein
má finna aftar í blaðinu.
Um leið og í land var komið hljóp ég niður
verslunargötuna í leit að nýjum sólgleraugum.
Gleraugun voru af gerðinni Ray Ban Aviator sem
flestir þekkja (til glöggvunar var
Tom Cruise með slík gleraugu
í hlutverki Maverick í kvik-
myndinni Top Gun).
Ray Ban-gleraugu, eins og
margt annað, eru á mjög ósann-
gjörnu og uppsprengdu verði hér
heima á Íslandi og því vildi ég
nýta tækifærið og kaupa ný á
viðráðanlegu verði. Ég fálm-
aði mig í gegnum mann-
þvöguna í átt að næstu
gleraugnaverslun, ruddist
inn og þar tók á móti mér
þessi yndislega afgreiðslu-
kona sem heilsaði mér bros-
andi með orðunum „Hi, how are
you? Great to see you!“ Kannski er ég bara einfaldur
neytandi en mér finnst ofboðslega gott að láta heilsa
mér á svona hlýjan máta. Öll samskipti mín við þessa
konu voru til fyrirmyndar og eftirbreytni. Hún nam
það strax að ég var í miklu uppnámi enda niðurbrot-
inn eftir sorglegan missi. Hún veitti mér mikla og
góða þjónustu með jákvæðu fasi þar sem vandamál
voru virt sem tækifæri til að finna lausn.
Ég þakkaði fyrir góða þjónustu og hugsaði með
hlýhug til þjónustuparadísarinnar sem Bandaríkin
eru. Sama hvað fólk hefur út á þetta land að setja,
sem er eflaust margt, þá getur enginn neitað því að
hvergi í heiminum má finna jafn mikla og jákvæða
þjónustulund.
Ég velti því stundum fyrir mér hver viðbrögð Ís-
lendinga væru ef afgreiðslumaður á Íslandi heilsaði
með orðunum „Hæ, hvað segirðu? Frábært að sjá
þig!“ Persónulega mundi ég eflaust strax velta því
fyrir mér hvort viðkomandi væri
eitthvað klikkaður eða hvort
hann væri hreinlega að
hæðast að mér. Maður
bara býst ekki við já-
kvæðni og mikilli þjón-
ustulund þegar maður
á í viðskiptum á Ís-
landi. Auðvitað er þetta
mikil einföldun en allir
sem hafa komið til
Bandaríkjanna skilja
hvað ég á við.
Margir telja þetta þó
óþarfa uppgerð. Ef-
laust er eitthvað til í
því en þegar ég brosi til
þeirra sem ég á í við-
skiptum við, þá býst ég við
því að fá bros til baka. Það
á að vera jafn sjálfsagður
hluti viðskipta og skiptin á
gjaldmiðli og vöru.
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
»Sama hvað fólk hefur út á þettaland að setja, sem er eflaust
margt, þá getur enginn neitað því að
hvergi í heiminum má finna jafn
mikla og jákvæða þjónustulund.
Heimur Jónasar Margeirs
ss
Fræðari Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir spjallar óformlega við unglingana.
armennirnir eru á öllum aldri og til
gamans má geta að það munar 61
ári á yngsta og elsta flytjandanum á
hátíðinni. Fram koma Fönksveinar,
Kristmundur Axel, Sing for me
Sandra, Original Melody, Ramses,
Jón Jónsson, GÁVA, The assassin
of a beautiful brunette, Friðrik Dór
og Raggi Bjarna. Þar fyrir utan fer
Þorsteinn Guðmundsson með gam-
anmál, parkour strákar sýna listir
sýnar ásamt götulistamanninum
Wally og flóamarkaður Hins húss-
ins verður í fullum gangi þar sem
hægt er að kaupa sér notuð föt
ásamt öðru glingri. „Það verður líka
frítt að borða og við dreifum smokk-
um. Með þessari hátíð viljum við
sýna að það er hægt að skemmta
sér án áfengis en hátíðin var vel sótt
í fyrra og við búumst við öðru eins í
ár,“ segir Áslaug Arna.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Daglegt líf 11
Fræðsla Jafningjafræðslunnar
er gagnvirk og unnin á jafnrétt-
isgrundvelli þar sem allir fræð-
arar eru sjálfir á aldrinum 17-21
árs. En rannsóknir sýna að ungt
fólk er móttækilegra fyrir boð-
skap frá fólki sem er á svipuðu
aldursbili og það sjálft heldur
en frá eldra fólki. Í sumar heim-
sækja jafningjafræðarar vinnu-
skóla víðs vegar um land og
spjalla við unglingana um það
sem helst brennur á þeim.
Svipaður
aldurshópur
MÓTTÆKILEGRI SKILABOÐ
Þó að við eldumst er samt svo mik-
ilvægt að gleyma ekki að leika sér við
og við eins og þegar maður var yngri.
Að hoppa á trampólíni er t.d. mjög
góð skemmtun bæði fyrir börn og
fullorðna og um að gera að finna ein-
hvern sem á eitt svoleiðis í garðinum
sínum. Píluleikurinn er líka klassískur
þar sem skipt er í tvö lið og krítaðar
eru vísbendingar á jörðina. Þá byrjar
annar hópurinn að fylgja pílunum og
gera þær æfingar og þrautir sem
mælst er til. Á leiðarenda þarf síðan
að finna hinn hópinn sem hefur falið
sig þar. Brennó og skotbolti eru líka
stórskemmtilegir leikir sem fara má í
á túnum borgarinnar. Í útilegunni er
líka um að gera að hafa leiki og jafn-
vel leikjamót. Keppa má í frisbí, fót-
bolta, badminton og svo sem hverju
því sem fólk hefur gaman af. Virkjum
barnið innra með okkur í sumar og
leikum okkur af lífi og sál í góða veðr-
inu.
Endilega …
… leikið ykkur
í blíðunni
Morgunblaðið/Ómar
Trampólín Einn á fleygiferð.
+
=
TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki
Rafmagnað frí... ár eftir ár
Mesta úrval landsins af rafgeymum
fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi
Mænuskaðastofnun Íslands
um 3000.- kr. í síma 908-7070
Lesið inn nafn og heimilisfang og fáið sendan
geisladiskinn Spinal Chords með Porterhouse í
kaupbæti. Nánara á www.facebook.com/porterhouse
S T Y R K I Ð