Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 2
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR2 RÚSSLAND, AP Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, segir að stjórnvöld eigi að ógilda niðurstöður þingkosninganna á sunnudag og efna til nýrra kosninga. „Æ fleiri eru farnir að trúa því að úrslit kosn- inganna hafi ekki verið sanngjörn,“ sagði Gorbat- sjov. „Ég tel að verði skoðun almennings hunsuð varpi það rýrð á stjórnvöld og auki á óstöðugleika í landinu.“ Sameinað Rússland, stjórnarflokkur þeirra Vladimírs Pútín forsætisráðherra og Dimitrís Medvedev forseta, hlaut tæp 50 prósent atkvæða og heldur því naumum meirihluta þrátt fyrir að hafa tapað miklu fylgi frá því fyrir fjórum árum þegar hann fékk 64 prósent. Pútín gerir sér vonir um sigur í forsetakosningum í mars en útreið flokks hans í kosningunum virð- ist hafa vakið almenning til vitundar um mögu- leika til þess að hafa áhrif á stjórnmálin í landinu í kosningum. Þúsundir Rússa hafa haldið út á götur Moskvu- borgar í kjölfar kosninganna til að lýsa bæði andúð sinni á Pútín og efasemdum um gildi kosninganna. Lögregla hefur tekið hart á mótmælendunum og handtekið hundruð manna. Alþjóðlegt kosningaeftirlit leiddi í ljós að ýmis misbrestur varð á framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða. - gb Gorbatsjov segir réttast að efnt verði til nýrra kosninga í Rússlandi: Þrýstingur vaxandi á Pútín PÚTÍN SKRÁIR FRAMBOÐ SITT Vladimír Pútín forsætisráðherra skráði í gær opinberlega framboð sitt til forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sigurður, er þá ekkert svínarí hjá sauðfjárbændum? „Nei, bara saklaus lömb.“ Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að sauðfjárbændur hafi ekki svindlað á greiðslumarks- kerfi hins opinbera. Sigurður Eyþórsson er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. LÖGREGLUMÁL Vitni voru yfir- heyrð í gær í kjölfar nauðgun- arkæru sem átján ára stúlka hefur lagt fram á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans. Lögreglan leitar að leigubíl- stjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna málsins. Hann hafði ekki gefið sig fram síðdegis í gær, þrátt fyrir tilmæli lögreglu þar að lútandi. Vitnisburður bílstjórans er talinn geta haft mikla þýðingu. Bílstjórinn var að störfum í miðborginni aðfaranótt föstu- dagsins 25. nóvember síðastlið- inn og ók Agli, unnustu hans og stúlkunni frá skemmtistaðnum Austur í miðbænum í Kóra- hverfi í Kópavogi. Þá biður lögregla alla þá sem geta veitt upplýsingar um leigu- bílstjórann að hafa samband í síma 444-1000 eða senda bréf á netfangið abending@lrh.is. - jss Leigubílstjórinn ófundinn: Vitni voru yfirheyrð í gær DANMÖRK Þingmenn Venstre og Danska þjóðarflokksins eru ósáttir við fyrirhugað reykinga- bann á skrifstofum þingsins. Jafnaðarmaðurinn og þingfor- setinn Mogens Lykketoft hefur boðað að undanþága sem þing- menn nutu frá tóbaksvarnar- lögum árið 2007 verði afnumin. Reykingar þingmanna á skrif- stofum sínum hafi í för með sér óbeinar reykingar starfsfólks þingsins og það sé ekki líðandi. Athygli vekur að meðal þeirra sem tala fyrir áframhaldandi reykingum er Bertel Harder, sem var heilbrigðisráðherra þar til fyrir skemmstu. - þj Ósætti á Kristjánsborg: Tekist á um reykingabann KRISTJÁNSBORG Þingmenn Venstre og Danska þjóðarflokksins vilja fá að reykja áfram á skrifstofum þingsins. DÓMSMÁL Greiðslum upp á 150 milljónir, sem runnu frá Lands- bankanum til sjóðs á vegum Íslenskra verðbréfa 6. október 2008, verður ekki rift þrátt fyrir kröfu slitastjórnar bankans þar um. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp svofelldan dóm í gær. Um var að ræða tvo víxla, eða skammtímaskuldabréf, sem Landsbankinn gaf út og sjóðurinn keypti. Þar með skuldaði bankinn sjóðnum 150 milljónir. Skilmál- ar víxlanna kváðu á um að ekki mætti greiða þá upp fyrir skráð- an gjalddaga, sem var 5. nóvem- ber 2008. Hinn 3. októ- ber, þremur dögum fyrir setningu neyð- arlaganna, setti sjóðurinn víxl- ana á mark- að með það að markmiði að selja þá, sem var heimi lt . Landsbankinn keypti bréfin og gengu þau kaup í gegn 6. október, daginn sem neyðarlögin voru sett. Slitastjórn bankans telur hins vegar að með þessu hafi skuld- in í raun verið greidd en greiðsl- an dulbúin sem kaup á víxlun- um. Uppgreiðslan var sem áður segir óheimil fyrir 5. nóvember. Þar með hafi peningar runnið út úr bankanum á kostnað annarra kröfuhafa. Á þetta fellst Þorsteinn Davíðs- son héraðsdómari hins vegar ekki. Þótt líta verði svo á að með því að kaupa víxil sem bankinn gaf sjálfur út hafi hann í raun greitt skuldina sé ekkert komið fram í málinu um að tilgangurinn hafi verið sá að sjóður Íslenskra verðbréfa hagn- aðist á kostnað annarra kröfuhafa. Þá megi vera ljóst að hefði bankinn að morgni 6. október ekki staðið við samþykkt kauptil- boð sitt frá því föstudeginum áður „hefði traust til hans beðið veru- lega hnekki og allar tilraunir til að bjarga rekstri hans orðið mun þyngri í vöfum ef þá mögulegar.“ „Okkur finnst þetta ekki vel rökstudd niðurstaða,“ segir Herdís Hallmarsdóttir í slitastjórn Lands- bankans. Hún segir að niðurstöð- unni verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda séu meiri hagsmunir undir en milljónirnar 150. „Þetta getur haft þýðingu fyrir okkur. Það eru fleiri mál sem við höfum verið með í undirbúningi sem byggja á svipuðum grundvelli og ef þetta er niðurstaðan þá mun okkur varla takast að rifta þeim greiðslum frekar en þessari.“ stigur@frettabladid.is Tapa riftunarmáli og fá ekki 150 milljónir Landsbankinn mátti ekki greiða skuld við Íslensk verðbréf en keypti víxlana á degi neyðarlaganna og skuldaði þar með sjálfum sér. Dómari telur þetta í lagi og hafnar riftunarkröfu slitastjórnar, sem óttast fordæmisgildi niðurstöðunnar. LANDSBANKINN Bankinn samþykkti að kaupa víxlana tvo 3. október og kaupin gengu í gegn 6. október. Dómari segir að bankinn hefði lent í klandri ef hann hefði hætt við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HERDÍS HALLMARSDÓTTIR ÞJÓNUSTA Mesta slysatíðni á meðal bréfbera og útkeyrslufólks Pósts- ins er vegna hálku á einkalóðum eins og á tröppum, innkeyrslum og göngustígum. Pósturinn hvetur fólk til að moka tröppur og aðgengi að húsum þegar snjór er mikill og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir hálkubletti. Í tilkynningu frá Póstinum segir þetta auðvelda störf bréfbera til muna en burðurinn þyngist nú dag frá degi. Einnig er mikilvægt að það sé góð lýsing við útidyr og að merkingar á húsum og póstkössum séu skýrar og greinilegar. - sv Pósturinn biður um mokstur: Blaðburðarfólk slasast í hálku SAMFÉLAGSMÁL Vistheimilanefnd skilaði í gær þriðju og síðustu áfangaskýrslu sinni um starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn á síðustu ára- tugum. Í henni er að finna umfjöllun nefndarinnar um starfsemi Upptökuheimils ríkisins, Unglinga- heimilis ríkisins og meðferðarheimilanna í Smára- túni og á Torfastöðum á árunum 1945 til 1994. Taldi nefndin ekki hægt að draga almennar ályktanir um að ofbeldi eða ill meðferð hefði farið fram á börnum á þessum heimilum. Þó hafi eitt og annað orkað tvímælis, þar á meðal einangrunarvistun og fjötranir á börnum sem tíðkuðust um tíma. Þá ítrekaði nefndin fyrri niðurstöður um að málsmeðferð og faglegri ákvörðunartöku barna- verndaryfirvalda hefði verið verulega ábótavant stóran hluta þessa tímabils. Þá var lítil áhersla lögð á utanaðkomandi eftirlit með starfi einstakra stofnana og heimila. Alþingi skipaði í mars árið 2007 nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, var formaður nefndarinnar. Áður hafði nefndin skilað skýrslu um starfsemi vistheimilisins á Breiðuvík og tveimur áfanga- skýrslum um starfsemi Heyrnleysingjaskólans, skólaheimilisins Bjargs, heimavistarskólans að Jaðri og vistheimilanna Kumbaravogs, Silunga- polls og Reykjahlíðar. Var það niðurstaða nefndar- innar að börn hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á sumum þeirra stofnana og heimila sem vistuðu börn á árum áður. - mþl Vistheimilanefnd skilaði í gær síðustu áfangaskýrslu sinni um starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn: Starfi barnaverndaryfirvalda var ábótavant ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Í GÆR Nefndin kynnti áfangaskýrsluna í Þjóðmenningarhús- inu í gær. Skýrslur nefndarinnar má nálgast á vefsíðu forsætisráðuneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Reykhólahreppur hefur keypt 98 hektara land, sem Reykhólaþorp stendur á. Hrepp- urinn keypti landið af ríkinu fyrir 17,5 milljónir króna. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifaði undir samninginn við hreppinn. Undanskilið í sölunni er lóð Reykhólakirkju, kirkju- garðs, prestshúss og annars sem fylgir. Þá verður gatan Maríutröð, sem liggur í gegn- um þorpið, áfram á forræði Vegagerðarinnar. Reykhólahreppur átti fyrir kaupin stóran hluta Reykhóla- jarðarinnar og á nú í samninga- viðræðum við ábúanda um að kaupa hans hluta í henni. - þeb Umsvif í Reykhólahreppi: Keypti landið undir þorpinu þrenns konar ídýfum Grænmeti með Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.