Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 6

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 6
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR6 Gagnaver á Íslandi: Tækifæri til framtíðar Málstofa í Háskólanum í Reykjavík, á morgun, 9. desember kl. 9-11. Við pallborð sitja auk fyrirlesara: Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice Þórður Hilmarsson, forstöðu- maður Invest in Iceland Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar Helgi Þór Ingason, dósent við Háskólann í Reykjavík Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr Fundarstjóri er Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri markaðs- og viðskipta- þróunar hjá Landsvirkjun. Málstofan fer fram í stofu M209. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, efnir til málstofu og pallborðsumræðna um framtíð gagnaversiðnaðar á Íslandi. Gagnaversiðnaður á Íslandi: Möguleikar og markaðstækifæri Halldór Sigurðsson, Jr. partner hjá McKinsey Data Centers: Iceland’s Game to Win or Lose Isaac Kato, CFO hjá Verne Global Gagnaversiðnaður á Íslandi: Framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Ríkarður Ríkarðsson, viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun LÖGREGLUMÁL Lögreglan rannsakar nú hlaupsagaða haglabyssu sem ýmislegt bendir til að notuð hafi verið í skotárás á bifreið í Reykjavík 18. nóvember síðast- liðinn. Þegar fjórði maðurinn var handtek- inn vegna rannsóknar málsins síðastliðinn föstudag fannst slík byssa, ásamt skot- færum, heima hjá honum. Við rannsókn tæknideildar lögreglu kom í ljós að eitt skothylkjanna sem fannst þar er eins að útliti og lögun og skothylkin sem fundust á vettvangi árásarinnar. Maðurinn sem um ræðir er einn af for- sprökkum vélhjólagengisins Outlaws, tæp- lega þrítugur að aldri. Hæstiréttur stað- festi í fyrradag úrskurð þess efnis að hann skyldi sæta einangrun og gæsluvarðhaldi til dagsins í dag, 8. desember. Maðurinn hefur neitað allri aðild að skotárásinni. Lögregla segir hins vegar liggja fyrir að hann hafi verið í síma- samskiptum við tvo aðra, sem einnig eru í varðhaldi vegna rannsóknarinnar, um það leyti sem árásin var gerð. Þá hafi þeir þrír hist á bar kvöldið áður en skotið var á bílinn. Maðurinn hefur ekki getað gert grein fyrir ferðum sínum daginn sem árásin var gerð. Hann hafi verið nýbúinn að eiga afmæli og verið „að djamma“. - jss HALDLÖGÐ VOPN Lögreglan hefur tekið mikið magn vopna í heimahúsum að undanförnu. Gæsluvarðhaldsúrskurður vegna skotárásar staðfestur yfir einum forsprakka vélhjólagengis: Haglabysssa á heimili grunaðs Outlaws-manns ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan vaktaði olíuskipið St. Heritage frá fimmtudegi til þriðjudags þar sem það beið af sér veður 40 mílur austur af Stokksnesi. Olíuskipið, sem er 40 þúsund tonna tankskip, var á siglingu með fullfermi frá Múrmansk í Rússlandi til Hjalt- landseyja en vegna veðurs við eyjarnar fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu um að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum. Varðstjórar Landhelgisgæsl- unnar komu auga á skipið í feril- vöktunarkerfum og óskuðu eftir nánari upplýsingum um sigl- ingu þess en þar sem skipið var á alþjóðlegu hafsvæði var því ekki skylt að senda gögn varðandi sigl- inguna. Var beiðninni þó vel tekið. Skipið er nú komið út úr íslensku efnahagslögsögunni en vegna staðsetningar þess þótti full ástæða til að fylgjast grannt með skipinu, enda viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis. Auknar siglingar flutninga- og farþegaskipa á norðurslóðum eru staðreynd og fer stærð skipanna vaxandi. Sérstakur fengur er tal- inn að því að varðskipið Þór hefur bæst í flota Gæslunnar, en skipið er búið öflugum björgunarbúnaði, segir í frétt frá Gæslunni. - shá KJÖRKASSINN Hefur þú áhyggjur af dvínandi bókalestri barna og unglinga? Já 76,7% Nei 23,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu áhyggjur af hömlum á erlendri fjárfestingu hér á landi? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Útlit er fyrir að Orku- veita Reykjavíkur (OR) nái mark- miðum sínum um hagræðingu í rekstri og gott betur á þessu ári. Í lok þriðja ársfjórðungs hafði fyrirtækið þegar sparað sem jafngildir rúmum 97 prósentum af markmiði ársins. Stjórn og eigendur OR sam- þykktu í apríl aðgerðaáætlun sem miðar að því að gera fyrirtækinu kleift að standa við afborganir af skuldum sínum. Stendur OR frammi fyrir stórum gjalddög- um á næstu árum sem samanlagt nema 113 milljörðum króna til og með árinu 2017. Áætlun OR nefnist „Planið“ og nær til ársins 2016. Í áætluninni hefur fyrirtækið sett sér mark- mið um hagræðingu í rekstri á hverju ári til og með 2016. Mun fyrirtækið framvegis birta skýrslu um hvernig gengur að ná settum markmiðum stuttu eftir birtingu ársfjórðungsuppgjörs. Fyrsta slíka skýrslan var birt í gær. Í áætlun Orkuveitunnar var gert ráð fyrir 11,5 milljarða króna sparnaði á síðustu þrem- ur fjórðungum ársins. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi hefur þegar náðst fram sparnaður sem nemur 11,2 milljörðum og er því ljóst að aðhaldsaðgerðir fyrir- tækisins hafa borið meiri ávöxt en reiknað var með. Tekist hefur að lækka rekstrarkostnað tals- vert meira en gert var ráð fyrir og sömuleiðis tekist að spara með minni fjárfestingu í veitukerfi um meira en gert var ráð fyrir. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að áhrif ytri breyta, svo sem þróun- ar gengis krónunnar og álverðs, hafi kostað fyrirtækið 308 millj- ónir. Þó ber að hafa í huga að tekjur upp á rétt tæpa 8 milljarða má rekja til víkjandi láns frá eigendum fyrirtækisins. Á því sex ára tímabili sem aðgerðaáætlunin nær til hyggst Orkuveitan ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 millj- örðum. Þar af eiga 10 milljarðar að koma frá sölu eigna, 12 millj- arðar koma í formi víkjandi láns frá eigendum fyrirtækisins, 15 milljarðar eiga að koma til vegna minni fjárfestinga í veitukerfi fyrirtækisins og rúmir 8 milljarð- ar með hækkunum á gjaldskrám fyrirtækisins. Á tímabilinu verða gjaldskrár hækkaðar tvisvar á ári til að halda í við þróun verð- bólgu, en það var eitt af skilyrð- um eigenda fyrirtækisins fyrir lánveitingunni. magnusl@frettabladid.is Aðgerðaáætlun OR staðist á þessu ári Meiri árangur hefur náðst við aðhaldsaðgerðir hjá Orkuveitu Reykjavíkur á þessu ári en gert var ráð fyrir samkvæmt aðgerðaáætlun fyrirtækisins. OR stefnir að því að spara fyrir sem nemur 50 milljörðum til og með árinu 2016. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Aðgerðaáætlun OR var kynnt á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum fyrirtækisins í lok mars. Vel hefur gengið að ná markmiðum fyrirtækisins um sparnað á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Dæmdir fyrir bílainnbrot Tveir tæplega tvítugir piltar hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast inn í sex bíla í janúar á síðasta ári. Báðir eiga sér sakaferil. Annar pilturinn var dæmdur í 30 daga fangelsi og hinn í fjögurra mánaða fangelsi. Báðir dómar eru skilorðs- bundnir. Með rafbyssu og fíkniefni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Maðurinn er meðal annars sakfelldur fyrir að hafa í fórum sínum 80 grömm af amfetamíni og rafbyssu. Þá var hann dæmdur fyrir að ógna öðrum lífláti. Kjötþjófur Tæplega þrítugur karl hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og þjófnað. Maðurinn réðist á annan mann í desember 2009. Þá var maðurinn dæmdur fyrir þátttöku í kjötþjófnaði á Hellu. DÓMSMÁL MEXÍKÓ, AP Al-Saadi Gaddafí, einn sona Múammars Gaddafí, reyndi að flýja til Mexíkó í haust eftir að faðir hans hafði hrökklast frá völdum. Stjórnvöld í Mexíkó stöðv- uðu þessi áform meðan þau voru enn í undir- búningi. Að sögn þeirra vann hópur fólks með full- ar hendur fjár að undirbún- ingi flóttans, þar á meðal einn Dani, einn Kanadamaður og tveir Mexíkóar. Al-Saadi flúði skömmu síðar til Níger, þar sem hann er trúlega enn í skjóli stjórnvalda. - gb Einn sona Gaddafís: Reyndi að flýja til Mexíkó AL-SAADI GADDAFÍ Skipið St. Heritage beið af sér veður 40 mílur austur af Stokksnesi: Vöktuðu risaolíuskip við Ísland RISAOLÍUSKIPIÐ URAL STAR Dæmi um skipin sem sigla við landið, en Ural Star ber 105 þúsund tonn af olíu. MYND/LHG milljarðar voru spar- aðir í rekstri Orkuveit- unnar á öðrum og þriðja ársfjórðungi ársins. 11,2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.