Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 8

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 8
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR8 HVAÐ KOSTAR KRÓNAN HEIMILIN? Alþýðusamband Íslands boðar til opins fundar um valkosti í vaxtamálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Við hvetjum fólk til að fjölmenna. Þetta er hagsmunamál okkar allra. Fundarstjóri: Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Fimmtudaginn 8. desember kl. 17 á Grand Hótel – Gullteigi Hvað kostar krónan heimilin í landinu? æðumenn:R Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ Fyrirspurnir og umræður STANGVEIÐI „Það virðist ákveðin til- hneiging núna á þessum markaði að ná til baka þeirri miklu lækkun sem varð á veiðileyfum í hruninu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga (LV). Í fréttabréfi LV segir að eftir nýleg útboð í Laxá á Ásum, Þverá/ Kjarrá og Flókadalsá í Fljótum, þar sem leiga veiðiréttarins hafi hækkað frá 20 upp í rúm 50 pró- sent, virðist sumir veiðileyfasalar meta það svo að markaðurinn þoli þó nokkra hækkun. Ýmsar ár, til dæmis Laxá í Kjós og Grímsá, séu með lausa samninga haustið 2013 og menn velti því nú fyrir sér hvort rétt sé að fara í útboð eða leita samninga vð leigutaka. „Er það ljóst að niðurstaða þeirra útboða sem nefnd eru hér að ofan munu hafa áhrif til hækkunar á þeim samningum, sem gerðir verða á næstunni.“ Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðfélags Reykjavíkur (SVFR), segir menn óneitanlega hljóta að líta til Þverár/Kjarrár- útboðsins þegar þeir verðleggi sín veiðileyfi. Menn megi þó ekki gleyma að sá samningur taki ekki gildi fyrr en 2013. „Þegar upp er staðið snýst þetta um það hvort það séu til kaup- endur að veiðileyfum sem hafa hækkað um tuttugu eða þrjá- tíu prósent. Ég fullyrði að hinn almenni íslenski veiðimaður þolir ekki svona hækkun,“ segir Bjarni. „Það hljóta allir að sjá að fjölskyldurnar í landinu hafa það ekki betra árið 2011 en þær höfðu það 2009 og 2010.“ Bjarni segir að til þess að geta greitt fyrir eins mikla hækkun og í fyrrnefndum útboðum þurfi að treysta að einhverju leyti á erlenda veiðimenn. „Gengið hefur verið hagstætt til þessa en það er kreppa úti í heimi og viðsjár á evrusvæðinu,“ varar Bjarni við og bendir á að erfitt sé að viðhalda háu verði ef gengi evr- unnar falli gagnvart krónunnni. „Það má ekki gleyma því að þegar gengið féll og vísitalan hækkaði og allir héldu að Ísland væri komið í vond mál til fram- tíðar gáfu menn eftir vísitölu- hækkanir á leigu. Það þýddi í raun tuttugu prósenta raunlækkun á leigunni. Nú er vaxandi eftirspurn eftir veiði á Íslandi, meðal ann- ars vegna þess að erlendir veiði- menn eru farnir að sækja hingað í vaxandi mæli,“ segir Óðinn, sem kveður mál munu skýrast að ein- hverju leyti fljótlega. „Það verða tíðindi á þessum markaði á næstu mánuðum.“ gar@frettabladid.is Vilja bæta sér gengisfall með veiðileyfunum Útkoma þriggja nýlegra útboða bendir til hækkana hjá öðrum líka að sögn Landssambands veiðifélaga. Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir hinn almenna veiðimann þó ekki þola miklar hækkanir. LAXÁ Í KJÓS Samningar um leigu á veiðiréttindum í Laxá í Kjós renna út á næsta ári. Eigendur horfa til hækkana á leigu annarra vinsælla veiðiáa í nýlegum útboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Hver er höfundur nýjustu mat- reiðslubókar Hagkaupa? 2. Hvaða frændur okkar eru smjörlitlir og þurfa aðstoð? 3. Hvað heitir ný bók Yrsu Sigurðardóttur? SVÖR 1. Sólveig Eiríksdóttir. 2. Norðmenn. 3. Brakið. DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir nokkur þjófnaðarbrot. Maðurinn stal veskjum, lyklum og fleiri verðmætum, tölvusnúru úr verslun og tveimur vínflöskum af hóteli. Í starfsmannaaðstöðu veitingastaðar komst hann yfir hring að verðmæti 50 þúsund, Nina Ricci sólgleraugu að verð- mæti 30 þúsund svo og 20 þúsund í peningum. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann á langan saka- feril að baki. - jss Stal veskjum og verðmætum: Fingralangur í 8 mánuði inni Ræktun á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald um 30 kannabisplöntur í fjölbýlis- húsi í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Húsið var mannlaust þegar lögreglu bar að garði. LÖGREGLUFRÉTTIR REYKJAVÍK Þrjú hundruð milljónir króna verða veittar í hverfaverk- efni sem koma inn í gegnum vef- inn Betri Reykjavík á næsta ári. Reykjavíkurborg hefur nú opnað undirvef á síðunni Betri Reykjavík sem heitir Betri hverfi. Þar munu íbúar geta sett inn hug- myndir að nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sínu hverfi. Þá geta þeir stutt hugmyndir ann- arra eða hafnað þeim. Þessi vett- vangur verður opinn fram til 16. janúar á næsta ári og eftir það verða efstu hugmyndirnar teknar af vefnum og metnar af viðkom- andi sviðum borgarinnar. Ef sviðin komast að því að fram- kvæmdin heyri undir verkahring borgarinnar verða hugmyndirn- ar metnar út frá kostnaði. Í fram- haldinu munu hverfaráð stilla upp verkefnunum og íbúum gefst kostur á að kjósa um hugmynd- irnar í bindandi og rafrænni kosningu í mars. Reykjavíkurborg óskar því eftir hugmyndum frá íbúum. Hugmyndirnar eiga að snúa að umhverfinu, möguleikum til úti- vistar, aðstöðu til leikja, bætta aðstöðu gangandi vegfarenda og svo framvegis. - þeb Kosið um bestu framkvæmdahugmyndir í mars: 300 milljónir í hverfin Ak ran es Ak ure yri Blö nd uó s Es kif jör ðu r Hú sa vík Hv ols vö llu r Hö fuð b.s v. Sa uð árk r. Se lfo ss Se yð isf j. Sn æf ell sn es Su ðu rne s Ve stf irð ir Ve stm .ey jar Bo rga rne s Fjöldi umferðarlagabrota 30 þ. 25 þ. 20 þ. 15 þ. 10 þ. 5 þ. 0 561 895 940 6.221 1.737 284 1.054 27.307 275 10.700 407 459 3.083 457 255 HEIMILD: AFBROTATÖLFRÆÐI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA LÖGREGLUMÁL Alls voru ríflega 54.600 umferðarlagabrot skráð hér á landi á síðasta ári, að því er fram kemur í samantekt ríkislög- reglustjóra. Tæplega 90 prósent þessara brota voru framin innan 100 kílómetra frá höfuðborginni. „Auðvitað reynum við að standa okkur, vera vakandi og gera skyldu okkar,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi. Hann segir fjölda brota hjá umdæm- inu fyrst og fremst skýrast af umferðarþunga vegna nálægðar við höfuðborgina. - bj Tæplega 55 þúsund umferðarlagabrot skráð á síðasta ári samkvæmt samantekt: Flest brot í eða við höfuðborgina DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan karl- mann fyrir Héraðsdómi Vestur- lands fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa á veitingastaðnum Gamla kaupfélaginu á Akranesi sleg- ið glerílát frá sér sem kastaðist í aftanvert höfuð annars manns. Sá fékk skurð við hvirfilinn. Fórnarlambið krefst þess að sá sem þeytti glerílátinu greiði sér rúmlega 237 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Rúmlega tvítugur ákærður: Þeytti gleríláti í höfuð manns RÁÐHÚSIÐ Óskað er eftir að íbúar skili inn hugmyndum að nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sínu hverfi. VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.