Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 10
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR ALLT A Ð KG45 | www.flytjandi. is | sími 525 7700 | Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR. 80 ÁFANGASTAÐIR UM ALLT LAND SAFNAMÁL „Þetta er svo óheppi- legt og óaðgengilegt að ég vil ekki kalla þetta lausn,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir, þingkona Framsóknar- flokksins, í umræðum á Alþingi um húsnæðismál Náttúruminja- safnsins og bráðabirgðahúsnæði safnsins í gömlu Loftskeytastöð- inni við Brynjólfsgötu. „Það verð- ur að höggva á þennan hnút og koma safninu fyrir í húsnæði þar sem hægt er að sýna þessa gripi og skólabörn, almenningur og ferða- menn geta komið. Þessu mál eru okkur til skammar eins og þau eru í dag.“ Siv lét þessi orð falla í umræðum um skriflega fyrirspurn hennar þar sem hún fylgdi eftir annarri samhljóða fyrirspurn frá því í nóvember 2009. Þá, eins og nú, vildi Siv vita hvernig stjórnvöld hygðust leysa húsnæðisvanda safnsins og hvað hefði komið út úr vinnu vinnuhóps ríkis og borg- ar sem til stóð að kæmi saman í kjölfar fyrri fyrirspurnar hennar. Á þeim tíma gerði Siv það að til- lögu sinni að Þjóðmenningarhúsið yrði nýtt undir safnið, eða annað hentugt eldra húsnæði. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, útskýrði, eins og í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu, að vegna fjár- skorts hefði nefndin ekki lagt í vinnu við að leysa húsnæðismálin. Í framhaldinu hefði verið ákveðið að safnið fengi Loftskeytastöðina til bráðabirgða í fimm ár. „Hins vegar lít ég svo á að vinnu við að finna framtíðarhúsnæði fyrir safnið sé lokið,“ sagði Katrín, sem lýsti þeirri persónulegu skoðun sinni í viðtali við Fréttablað- ið að safnið ætti að vera í Reykja- vík og helst við hlið Öskju, nátt- úruhúss Háskól- ans, í Vatnsmýr- inni. Eins hefur Katrín rætt við hagsmunaaðila að safnið verði „staðsett við höfnina eða í Laugar- dal“. Eins hafa verið settar fram hugmyndir um að sýningaraðstaða rísi við hlið Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist fagna þeirri skoðun ráð- herra að þeirri stefnu yrði fylgt að koma upp á Íslandi veglegu Náttúruminjasafni. Þorgerður lýsti áhyggjum sínum af því að „innan kerfisins væri viss togstreita“ og þá á milli ráðu- neyta og stofnana, „sem leiðir til þess að sýn manna er ekki jafn skýr á málefni safnsins eins og væri ákjósanlegt“. Siv ítrekaði þann punkt að Náttúruminjasafnið væri eitt þriggja höfuðsafna lands- ins. Að Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands væri vel búið, sem gerði niðurlægingu Náttúruminjasafnsins þeim mun meiri. svavar@frettabladid.is Segir stöðu höfuð- safns skammarlega Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir stöðu Náttúruminja- safns Íslands vera ráðamönnum til skammar. Ráðherra segir bráðabirgðahús- næði hugsað til ársins 2015 og þá verði teknar ákvarðanir um hvað tekur við. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Í „Safnahúsinu“ var sýning náttúrugripa frá árinu 1908 til 1960 og er talað um gullöld safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR MENNTUN Opinberu háskólarnir fjórir hafa gert með sér samn- ing um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum við skólana. Forsvarsmenn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskólans og Háskól- ans á Hólum skrifuðu undir samn- inginn ásamt menntamálaráðherra á mánudag. Samningurinn tekur gildi um áramót og frá þeim tíma munu nemendur í einum háskóla geta skráð sig í námskeið við annan opinberan háskóla án þess að greiða nein viðbótargjöld og án þess að móttökuskólinn setji almenn takmörk á fjölda eininga sem teknar eru með þessum hætti. Nemendurnir munu þó þurfa að leita til síns skóla áður en þeir skrá sig í námskeið hjá öðrum skólum, til að tryggt sé að þau fáist metin. Þegar fram líður munu skól- arnir geta notað þennan samning til þess að hagræða í námsfram- boði með því að sameina nám- skeið þvert á skóla. Því er gert ráð fyrir því að samningurinn leiði af sér hagræðingu, bætta nýtingu á mannauði og kennsluaðstöðu, auk þess sem hann auki framboð á námi fyrir nemendur. Samningur skólanna er ótíma- bundinn en þeir geta sagt honum upp með átján mánaða fyrirvara. - þeb Samningur opinberra háskóla um gagnkvæman aðgang að námskeiðum: Nemar geta lært við fjóra skóla HÁSKÓLI ÍSLANDS Skólarnir munu geta hagrætt með því að samnýta námskeið þvert á skólana. SJÁVARÚTVEGUR Loðnuveiðin á þess- ari vertíð er vart um talandi, þar sem aðeins rúmlega 8.500 tonn eru komin að landi síðan í byrjun októ- ber af rúmlega 180 þúsund tonna kvóta. Illa hefur gengið að staðsetja loðnu í veiðanlegu magni, en bræl- ur hafa líka gert mönnum lífið leitt. Lítið hefur fundist af loðnu í veiðanlegu magni úti af Vestfjörð- um eftir að áhöfn rannsóknaskips- ins Árna Friðrikssonar varð vör við álitlegar torfur af stórri og góðri loðnu á þessum slóðum á mánu- dag. Um fimm til sex skip eru nú á miðunum við leit en Árni þurfti að hverfa frá vegna bilunar. Meðal skipanna sem verið hafa við loðnuleit eru skip HB Granda, Ingunn AK og Faxi RE. Að sögn Jóhanns Arnar Jónbjörnssonar, sem er 1. stýrimaður á Ingunni í veiðiferðinni, voru skipin stödd norðvestur af Hornbjargi áður en brældi í gær. „Ef spáin gengur eftir þá verður ekkert veiðiveður hér fyrr en um eða eftir næstu helgi,“ er haft eftir Jóhanni á vef HB Granda. Fréttir af síld eru aðrar og betri. Veiðum er um það bil að ljúka en 44 þúsund tonn voru komin á land í gær af 47 þúsund tonna kvóta, eða 94 prósent síldaraflans. Öll síldin hefur verið veidd inni á Breiðafirði með lítilli fyrirhöfn. - shá Aðeins 8.500 tonn af 181 þúsund tonna kvóta hafa veiðst á vertíðinni til þessa: Ekkert gengur á loðnuveiðum MARS 2010 Ísleifur „á nösunum“ í Vestmannaeyjahöfn á vertíðinni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.