Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 16
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR16
LÖGGÆSLA „Það liggur fyrir að hér á landi er
framleitt mikið af marijúana og amfetamíni
og mjög lítið af þessum efnum flutt inn, að
minnsta kosti tilbúið til neyslu.“
Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar LRH, spurður um hugsan-
legar skýringar á því að umræddar tegundir
fíkniefna hafa hrapað í verði á götunni.
Verð á vímuefnum hefur farið lækkandi
undanfarin tvö ár, samkvæmt verðmæling-
um sem SÁÁ gerir meðal sjúklinga á Vogi.
Verðið hefur ekki verið lægra síðan mæling-
ar hófust um síðustu aldamót. Kannanirnar
sýna að í fyrsta skipti í ársbyrjun 2010 skilur
í fyrsta skipti á milli verðþróunar á áfengi
og fíkniefnum. Meðan áfengi hélt áfram að
hækka lítillega lækkaðu vímuefnin umtals-
vert. Nefna má að 2010 lækkaði amfetamín
mikið í verði og hass nokkuð. Hassið elti
síðan verðlækkun á amfetamíni á þessu ári.
Verð á kókaíni hefur að mestu staðið í stað
en verð á rítalíni hefur hækkað og nánast
fjórfaldaðist á tímabili miðað við verð ársins
2006.
Karl Steinar kveðst telja að í fíkniefna-
viðskiptum, þótt ólögleg séu, ríki í raun sömu
lögmál og í almennum viðskiptum sem ráðist
af framboði og eftirspurn.
„Hugsanlega gætu menn verið að reyna að
ná yfiráðum á einhverjum hluta markaðar
með því að bjóða efni á lægra verði,“ útskýr-
ir hann. „Það gæti líka skýrt stöðu annarra
efna, það er að segja kókaíns og e-taflna, að
markaðurinn á kókaíni hefur verið í lægð en
virðist vera að eflast á ný.
E-töflumarkaðurinn hefur verið miklu
óstöðugri og erfitt að lesa í hreyfingar á
verði þar.“ - jss
Verð á fíkniefnum á götunni aldrei lægra en nú samkvæmt verðkönnunum SÁÁ:
Mikil framleiðsla á amfetamíni hér á landi
Kókaínmarkaður-
inn virðist vera að
eflast á ný.
KARL STEINAR VALSSON
MENGUN Í PEKING Kæfandi loft-
mengun er algeng í höfuðborg Kína á
þessum árstíma. Margir setja þá upp
rykgrímur. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn-
völd munu framvegis styðja við
réttindi samkynhneigðra hvar
sem er í heiminum með pólitískum
þrýstingi, þróunaraðstoð og því
að veita samkynhneigðum hæli í
Bandaríkjunum.
Þetta kemur fram í minnisblaði
frá Barack Obama Bandaríkja-
forseta sem gert var opinbert á
fimmtudag. Hillary Clinton utan-
ríkisráðherra áréttaði þessi áform
á fundi í mannréttindaráði Samein-
uðu þjóðanna á fimmtudag.
Samkvæmt þessari viðbót við
utanríkisstefnu líta Bandaríkin á
það sem grundvallarmannréttindi
að samkynhneigðum og transgen-
der-fólki sé ekki mismunað á nokk-
urn hátt.
Samtök samkynhneigðra í
Bandaríkjunum fögnuðu þess-
ari stefnubreytingu og bentu á að
enn ættu samkynhneigðir það á
hættu að vera handteknir, pyntað-
ir og jafnvel teknir af lífi í sumum
löndum.
Aðrir bentu á möguleg vanda-
mál tengd þessari nýju stefnu.
Neil Grungas, stofnandi samtaka
sem beita sér fyrir rétti samkyn-
hneigðra hælisleitenda í Bandaríkj-
unum, sagði bandarísk stjórnvöld
verða að tryggja sér breiðan alþjóð-
legan stuðning við þessa stefnu til
að alþjóðasamfélagið sæi þetta ekki
sem tilraun til að þvinga vestræn-
um gildum upp á önnur lönd.
Grungas benti á að stefnubreyt-
ingin gæti haft öfug áhrif. „Í lönd-
um þar sem álit almennings á
stefnu Bandaríkjanna er ekki hátt
og vestræn gildi eiga ekki upp á
pallborðið gæti almenningur notað
þessa stefnubreytingu til að rétt-
læta ofsóknir gegn hommum og
lesbíum og auka stuðning við það
með því að höfða til andstöðu við
Bandaríkin.“
Samkvæmt minnisblaði Obama
eiga bandarískir erindrekar að
hjálpa samkynhneigðu fólki séu
mannréttindi þess brotin. Þá eiga
þeir að verja samkynhneigða
hælisleitendur og flóttamenn
sérstaklega.
Innan við ár er síðan bandarísk
stjórnvöld rufu þagnarmúr um
samkynhneigða hermenn, sem þar
til fyrr á þessu ári máttu ekki láta
kynhneigð sína í ljós opinberlega.
brjann@frettabladid.is
Hafna mismunun
vegna kynhneigðar
Bandarísk stjórnvöld líta hér eftir á það sem grundvallarmannréttindi að sam-
kynhneigðum og transgender-fólki sé ekki mismunað. Gæti haft öfug áhrif í
löndum þar sem almenningur er andsnúinn Bandaríkjunum, segir sérfræðingur.
Fulltrúar margra Afríku- og araba-
ríkja sem fylgdust með ávarpi
Clinton í mannréttindaráði Sam-
einuðu þjóðanna kusu að ganga
af fundi um leið og hún lauk máli
sínu til að sýna óánægju sína með
yfirlýsingu hennar.
Samkynhneigð er ólögleg að
einhverju marki í 78 þjóðríkjum,
sérstaklega í Afríku og Suður- og
Vestur-Asíu. Í sjö löndum liggur
dauðarefsing við því að stunda
kynlíf með fólki af sama kyni.
Sýndu óánægju
MANNRÉTTINDI Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar fundar-
gestum eftir yfirlýsingu um stefnubreytingu í málefnum samkynhneigðra í mann-
réttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRUSSEL, AP Frakkar og Þjóðverjar
reyna í dag og á morgun að sann-
færa aðra leiðtoga Evrópusam-
bandsríkjanna um nauðsyn þess að
breyta sáttmála sambandsins til að
endurheimta traust til evrunnar.
Herman Van Rompuy, forseti
leiðtogaráðs ESB, segir enga þörf
á að breyta sáttmálanum. Vel
sé hægt að ná samkomulagi um
strangara aðhald í ríkisfjármál-
um án þess að fara út í það lang-
vinna og óvissa ferli sem sáttmála-
breytingar yrðu. Öll aðildarríkin,
sem nú eru orðin 27, þyrftu að
samþykkja slíkar breytingar, auk
þess sem breyta þyrfti nýgerðum
aðildarsamningi Króatíu.
Búast má við töluverðum átök-
um á fundinum, því afar skiptar
skoðanir eru meðal aðildarríkj-
anna um það hvort hugmyndir
Þjóðverja og Frakka um fjármála-
bandalag séu rétta leiðin til að
takast á við kreppuna.
AP-fréttastofan hafði eftir hátt-
settum þýskum embættismanni,
ónefndum, að Angela Merkel
Þýskalandskanslari ætlaði ekki að
bakka með neitt. Vel gæti því farið
svo að leiðtogafundurinn skilaði
engri niðurstöðu og leitin að lausn
sem allir gætu sætt sig við héldi
áfram næstu vikurnar. - gb
Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna haldinn í Brussel:
Reiknað með töluverðum átökum
VAN ROMPUY Á TALI VIÐ SARKOZY OG MERKEL Forseti leiðtogaráðs ESB ásamt
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Brussel fyrr
á árinu. NORDICPHOTOS/AFP