Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 17

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 17
arionbanki.is — 444 7000 Markmiðið er að útboðið geri Högum hf. kleift að uppfylla skilyrði NASDAQ OMX Iceland um dreifingu hlutafjár og marki þannig grunninn að dreifðu eignarhaldi á Högum, en þá er bæði horft til þess að almenningur og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu, og jafn- framt er markmið seljandans að fá ásættanlegt verð fyrir eign sína. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hefur umsjón með almenna útboðinu. Stærð útboðsins nemur 20% af útgefnum hlutum, eða 243.517.168 hlutum, en seljandi áskilur sér rétt til að stækka útboðið í allt að 30% af útgefnum hlutum eða samtals í allt að 365.275.752 hluti. Seljandi óskar eftir áskriftum á verðbilinu 11–13,5 krónur á hlut og mun eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi til allra kaupenda í útboðinu, en það mun verða á framangreindu verðbili. Andvirði útboðsins getur þannig numið á bilinu 2,7–4,9 milljörðum króna. Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um Haga og skilmála útboðsins sem er að finna í lýsingu Haga dagsettri 26. nóvember 2011 sem gefin er út á íslensku. Fjárfestum er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti í lýsingunni. Lýsinguna má nálgast rafrænt á www.hagar.is og www.arionbanki.is. Hana má einnig nálgast innbundna í höfuðstöðvum Haga að Hagasmára 1 í Kópavogi og hjá Arion banka í Borgartúni 19 í Reykjavík. Þeir sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 25 milljónir króna eru beðnir að skila áskrift sinni rafrænt á vef Arion banka, www.arionbanki.is. Til þess notar fjárfestir notandanafn sitt og lykilorð að Netbanka Arion banka, eða kennitölu sína og lykilorð sem hann pantar á áskriftar- vefnum og fær sent um hæl sem rafrænt skjal í netbanka sinn hjá hvaða íslenska viðskiptabanka sem er. Þeir sem vilja fjárfesta fyrir 25-500 milljónir króna eru beðnir að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf eða hlutabréfa- miðlun fjárfestingabankasviðs Arion banka og skila áskrift sinni á sérstöku formi sem nálgast má hjá þessum sölu- aðilum. Útboðið er til aðila (einstaklinga og lögaðila) með íslenska kennitölu sem eru fjárráða og ráða búi sínu sjálfir. Það þýðir m.a. að einstaklingum undir 18 ára aldri er ekki heimiluð þátttaka í útboðinu. Úthlutun: Komi til þess að eftirspurn í útboðinu verði meiri en sem nemur stærð útboðsins, þá verða annars vegar áskriftir að andvirði 0,5–25 milljónum króna skertar um allt að 50%, en lægstu áskriftir látnar halda sér, og þurfi að koma til frekari niðurskurðar verður hámark netáskrifta lækkað frekar með flötum niðurskurði og hins vegar verða áskriftir yfir 25 milljónum króna skertar samkvæmt einhliða ákvörðun seljanda sem taka mun mið af framangreindum markmiðum útboðsins. Áskriftartímabil stendur frá mánudeginum 5. desember 2011 klukkan 10.00 til fimmtudagsins 8. desember 2011 klukkan 16.00. Eindagi kaupverðs: 14. desember 2011 Stefnt er að því að 15. desember 2011 verði fyrsti dagur viðskipta með hluti Haga hf. í Kauphöllinni. Almennt hlutafjárútboð Áskriftartímabili lýkur í dag kl. 16.00 Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., hyggst selja þegar útgefna hluti í Högum hf. með almennu útboði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.