Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 18
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR18 www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs • Lán til íbúðarkaupa • Lán til endurbóta og viðbygginga • Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) • Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda FRÉTTASKÝRING: Uppstokkun í ríkisstjórn Fjórtán ráðherrar á tveimur og hálfu ári Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra síðan 10. maí 2009. Var forsætisráðherra í minnihlutastjórn áður. Sat í stjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks. Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra síðan 10. maí 2009. Var fjármálaráðherra í minnihlutastjórn áður. Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra síðan 10. maí 2009. Var iðnaðarráðherra í minnihlutastjórn áður. Sat í stjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks. Ögmundur Jónasson Heilbrigðisráðherra 10. maí 2009 til 1. okt. 2009. Dóms- mála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra 2. sept. 2010 til 31. des. 2010. Innanríkisráðherra frá 1. jan. 2011. Var heilbrigðis- ráðherra í minnihlutastjórn áður. Katrín Júlíusdóttir Iðnaðarráðherra síðan 10. maí 2009. Jón Bjarnason Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra frá 10. maí 2009. Guðbjartur Hannesson Félags- og tryggingamálaráð- herra og heilbrigðisráðherra 2. sept. 2009 til 31. des. 2010. Velferðarráðherra frá 1. jan. 2011. Katrín Jakobsdóttir Menntamálaráðherra 10. maí 2009 til 30. sept. 2009. Mennta- og menningarmála- ráðherra frá 1. okt. 2009. Var menntamálaráðherra í minni- hlutastjórn áður. Árni Páll Árnason Félags- og tryggingamálaráð- herra 10. maí 2009 til 1. sept. 2010. Efnahags- og viðskipta- ráðherra frá 2. sept. 2010. Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra síðan 10. maí 2009. Kristján L. Möller Samgönguráðherra 10. maí 2009 til 2. sept. 2010. Var sam- gönguráðherra í minnihluta- stjórn áður. Álfheiður Ingadóttir Heilbrigðisráðherra 1. okt. 2009 til 2. sept. 2010. Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra 10. maí 2009 til 2. sept. 2010. Var viðskipta- ráðherra í minnihlutastjórn áður. Ragna Árnadóttir Dóms- og kirkjumálaráðherra 10. maí 2009 til 2. sept. 2010. Var dóms- og kirkjumálaráð- herra í minnihlutastjórn áður. Fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn hafa verið í umræðunni síðustu daga. Allt bendir til að Jón Bjarnason hverfi af ráð- herrastóli á næstunni. Fjöl- margar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna frá kosn- ingunum 2009. Stjórnmála- fræðingur segir hrókering- ar í ráðherraliði merki um veikleika ríkisstjórnar. Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurð- ardóttur tók við völdum 10. maí 2009. Stjórnarflokkarnir, Sam- fylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð, höfðu mynd- að minnihlutastjórn í febrú- ar þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum. Kjósendur veittu stjórnarflokk- unum umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, nú með meirihluta þingmanna á bak við sig, en fyrsta ráðuneyti Jóhönnu var minni- hlutastjórn. Þrátt fyrir að ekki blési byrlega í efnahagslífi þjóðarinnar í árdaga stjórnarinnar ríkti nokkur bjart- sýni hjá stjórnarliðum. Stjórnar- flokkarnir bættu báðir við sig fylgi í kosningunum, Samfylk- ingin 2 þingmönnum og Vinstri græn 5. Minnihlutastjórnin naut nú liðsinnis 34 þingmanna af 63 og stjórnarliðar lögðu bjartsýnir af stað í það sem þeir kölluðu fyrstu hreinu vinstristjórnina á Íslandi. Blikur á lofti Snemma varð þó ljóst að ekki sætu allir á sárs höfði innan stjórnar- flokkanna. Eitt af umsömdum stefnumálum í stjórnarsáttmálan- um var aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu. Slíkt er þvert gegn stefnu Vinstri grænna og í sátt- málann var sett klausa: „Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusam- bandinu og rétt þeirra til mál- flutnings og baráttu úti í sam- félaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samn- ingsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.“ Fljótlega reyndi á þetta ákvæði þegar Alþingi sam- þykkti í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Einn ráðherra í ríkisstjórn- inni, umræddur Jón Bjarnason, greiddi atkvæði gegn tillögunni, ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna. Það fór illa í margan Samfylkingarþingmanninn. Kvarnast úr Fyrsta breytingin í ríkisstjórn varð ekki í góðu; Ögmundur Jón- asson sagði af sér sem heilbrigðis- ráðherra í október 2009. Ástæðuna sagði hann vera efnahagsmál, ekki síst Icesave. Ögmundur sneri síðan aftur í ríkisstjórn tæpu ári síðar, en í annað ráðuneyti. Í stól Ögmundar settist Álfheiður Ingadóttir. Við endurkomu Ögmundar þurftu utanþingsráðherrarn- ir að taka pokann sinn og einnig Kristján L. Möller. Guðbjartur Hannesson kom einnig inn í ríkis- stjórnina. Frekari hræringar urðu við sameiningar ráðuneyta sem tóku gildi 1. janúar 2010. Þrír þingmenn hafa yfirgef- ið Vinstri græn – Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir – og einn gengið til liðs við flokkinn, Þráinn Bertels- son. Stjórnin hefur því eins manns meirihluta og ljóst að ekkert má út af bregða eigi hún að lifa. Fjórtán ráðherrar frá kosningum Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að almennt sé það veikleikamerki þurfi að vera með miklar hrókeringar á ráðherraliði. Það eigi við hér sem annars staðar. Hann segir það eiga að einhverju leyti við hér en einnig spili inn í samþykkt stefna um að fækka ráðuneytum. Gunnar segir ákveðinn vilja fyrir því að hreyfa við Jóni Bjarnasyni og jafnvel fleiri ráðherrum. Vandinn fyrir stjórnina sé á hve veikum grunni hún hvíli. Ef Jón Bjarnason hverfi frá stuðningi við hana hafi hún ekki öruggan þingstyrk til að koma málum í gegn. Raunar megi segja að með hann innanborðs hafi hún ekki heldur traustan stuðning við öll mál og virki því að einhverju leyti eins og minnihlutastjórn. „Áður en ríkisstjórnin losar sig við Jón Bjarnason er líklegt að hún sé búin að tryggja sér samninga við aðra þingmenn,“ segir Gunnar. Þar komi ýmsir til greina; Guðmundur Steingrímsson og jafnvel Hreyf- ingin. „Ég held að ríkisstjórnin verði að vera búin að semja við aðra áður en hún gengur í verkið.“ Hrókeringar veikleikamerki GUNNAR HELGI KRISTINSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.