Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 20
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR20 Fjárlagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í gær. Þingheimur hefur bætt við ríkisútgjöld og dregið úr niðurskurði frá því sem var að finna í frumvarpi fjár- málaráðherra. Frumvarp til fjárlaga 2012 var fyrsta mál sem lagt var fram á yfirstandandi þingi. Það fór, líkt og lög gera ráð fyrir, í gegnum þrjár umræður á Alþingi og tók við það fjölmörgum breytingum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til aukin útgjöld um 4,5 milljarða króna. Á móti er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins aukist um 1,5 millj- arða. Raunaukning útgjalda nemur því 3 milljörðum króna. Breytingartillögur meirihlut- ans voru samþykktar í gær og að því loknu frumvarpið í heild sinni. Alls samþykkti 31 þingmaður frumvarpið en þrír voru á móti. 21 þingmaður sat hjá. Frumvarpið var því samþykkt með minnihluta atkvæða. Velferðarmálin stærst Alls nema útgjöld ríkissjóðs rúmum 536 milljörðum króna, en tekjur 523 milljörðum. Af því fer stærstur hlutinn í málefni velferðarráðuneytisins, eða 227 milljarðar króna. Útgjöld ráðu- neytisins nema tæpum 43 prósent- um af öllum ríkisútgjöldum. Athygli vekur að næststærsti málaflokkurinn er vaxtagjöld. Alls fara 14,5 prósent af útgjöld- um ríkissjóðs í þau. Það er mikil breyting frá því fyrir nokkrum árum, en ríkissjóður greiddi ekki krónu í vaxtagjöld árið 2007. Aðrir stórir málaflokkar eru málefni mennta- og menning- armála sem eru 11,7 prósent ríkisútgjalda, 11,6 prósent fara í innanríkisráðuneytið og 9,6 í fjármálaráðuneytið. 140 milljarða viðsnúningur Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kom upp í pontu í atkvæðagreiðslunni í gær. „Ég er bærilega sáttur við heildarniðurstöðuna, liðlega 20 milljarða halli sem nemur um 1,16 prósentum af vergri lands- framleiðslu. Jákvæður frumjöfn- uður upp á liðlega 2 prósent af landsframleiðslu, eða um 35 millj- arða afgangur frá reglubundnum rekstri ríkisins. Það er tæplega 140 milljarða bati á afkomu ríkisins frá reglu- bundnum rekstri miðað við árið 2009,“ sagði Steingrímur. Hann sagði hagvaxtartölur Hag- stofu Íslands frá í gær ýta undir forsendur fjárlaganna og gefa til- efni til þess að búast við kraft- meiri bata. Samkvæmt þeim nam hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi 4,7 prósentum og hagvöxtur að raungildi fyrstu níu mánuði ársins 3,7 prósentum. Steingrímur sagði fjárlaga- frumvarpið sýna einhvern mesta bata í hagkerfi sem sést hefði á Vesturlöndum. FRÉTTASKÝRING: Fjárlögin 2012 samþykkt Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 3,27% 2,90% 3,16% 1,44% 1,35% 1,30% 1,17% 1,54% 0,40% 1,25% 1,12% 1,19% 0,83% 0,85% 0,80% 4,46% 7,97% 4,61% 7,76% 1,28% 6,84% 2012 2011 2007 2012 2011 2007 ■ Lífeyristryggingar ■ Sjúkratryggingar ■ Atvinnuleysistryggingar ■ Framhaldsskólar ■ Háskólar ■ Vaxtagjöld ■ Velferðarútgjöld Ríkisútgjöld sem hlutfall af VLF* Vaxtagjöld og velferðarútgjöld sem hlutfall af VLF* 0% 1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% 8% 0% 1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% 8% Samþykkt fjárlög 2012 Æðsta stjórn ríkisins Forsætisráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Innanríkisráðuneytið Velferðarráðuneytið Fjármálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Efnahags- og viðskiptaráðuneytið Umhverfisráðuneytið Vaxtagjöld 0 50 100 150 200 250 3,8 1 62,8 10 19,3 62,3 227 53,3 5,7 4,4 8,8 77,8 Frumvarp ráðherra breyttist í þingnefnd Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir gagnrýni flokksins fyrst og fremst snúa að ríkisfjár- málum í heild sinni. Ríkisstjórnin hafi sett sér markmið sem hafi komið fram í skýrslu í júní 2009 um jöfnuð í ríkisfjármálum. „Ríkisstjórnin hefur ekki náð þessum markmiðum, hvorki varðandi heildarjöfnuð, hagvöxt eða verðbólgu. Fjármálaráðherra segir sjálfur að frum- jöfnuðurinn sé jákvæður um 2 prósent. Ég gagnrýni að inn í þá tölu vantar stóra útgjaldapósta eins og SpKef og Byr og eins nokkrar framkvæmdir sem á að fara í. Þessu er öllu haldið utan við ríkisreikninginn en þetta nemur tugum milljarða. Ef þetta væri inni væri frumjöfnuðurinn neikvæður um einhver prósentustig.“ Höskuldur segir að Framsóknarflokkurinn hefði viljað fara aðra leið við niðurskurð í heilbrigðismálum. Frumvarpið væri í raun stefnubreyting í heil- brigðismálum sem kollvarpaði kerfinu víða um land. „Við vildum hafa flatan niðurskurð og mun vægari en ríkisstjórnin hefur lagt til. Þá leggjum við til að sá niðurskurður sem fór umfram 4,4 prósent í fyrra verði bættur þeim stofnunum sem fengu hann á sig.“ Stjórnin nær ekki eigin markmiðum Aðferðir ríkisstjórnarinnar til að vinna sig út úr vandanum er röng, að mati þingmanna Hreyfingarinnar. Ekki er rétt að hækka skatta og skera niður, segir Þór Saari. „Við höfum alltaf talið, og ég hef starfað sem sérfræðingur í skuldastýringu ríkissjóða, að skuldir ríkis- sjóðs, skuldahengjan svokallaða, séu orðnar of miklar til að hægt sé að ná þeim niður með hefðbundnum aðferðum. Fjárlögin í ár sýna það því nýjar lántökur umfram uppgreiðslu skulda eru meiri, eða um 1,1 milljarður, þannig að það er ennþá verið að bæta við.“ Þór segir að Hreyfingin hafi alltaf lagt til að í stað þessi yrði náð samningum við lánveitendur ríkissjóðs. Um 75 milljarðar fari í vaxtagreiðslur af skuldum ríkissjóðs. Semja eigi við eigendur þeirra skulda að fresta þeim vaxtagreiðslum, eða hluta þeirra, um einhvern tíma, á meðan við komumst upp úr hruninu. Þá sé hægt að sleppa niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum. „Þetta er þekkt aðferð fyrir þjóðir að ná sér út úr erfiðum skuldamálum. Ná samkomulagi um skuldirnar og greiða þær seinna.“ Semja frekar um skuldir Kristján Þór Júlíusson segir Sjálfstæðisflokkinn vera með aðra efnahagspólitík en stjórnarmeirihlutinn í grundvallar- atriðum. Því vilji flokkurinn horfa með öðrum hætti til þess hvernig taka eigi á þeim vandamálum sem hér sé við að glíma. „Við höfum talað fyrir því að það þurfi að byggja upp með öllum ráðum til þess að ríkisfjármálin verði sjálfbær. Verklagið sem við horfum upp á núna er þannig að menn eru að reyna að skatta sig og skera niður úr þeim vanda sem við er að glíma en ná ekki pólitískt saman um þá þætti sem lúta að því að auka framleiðsl- una og atvinnuna í landinu, sem gefur ríkissjóði með þeim hætti meiri tekjur.“ Kristján segir að þegar horft sé á einstök atriði og aðferðir sem stjórnin beiti við verklag sitt hafi Sjálfstæðisflokkurinn gert athugasemdir við þá forgangs- röðun sem stjórnarmeirihlutinn hafi sett á oddinn. „Við teljum að ákveðin atriði sem lúta að stjórnsýslu njóti forgangs umfram mál sem ættu að vera framar í forgangi. Þar hefur borið mest á heilbrigðis- og öldrunarmálum, sem eru mjög viðkvæmir málaflokkar. Það eru ekki allt stórar fjárhæðir sem um er að ræða til að viðhalda því þjónustustigi sem menn hafa náð, heldur miklu frekar einstrengingsleg krafa um að það beri að skera niður í þessum við- kvæmu málaflokkum af því að skorið er niður annars staðar.“ Kristján gagnrýnir að heildarsýn skorti yfir ríkisreksturinn. Þetta sé til að mynda í fyrsta skipti, svo hann muni, sem þingið fái ekki tekjuyfirlit frá efna- hags- og viðskiptanefnd um tekjugrein fjárlaganna. Ekki sé góður bragur á því. Rangt að skatta sig og skera niður FÓLK Útgjöld ríkissjóðs nema um 536 milljörðum króna á næsta ári. Halli á ríkissjóði árið 2012 nemur 20 milljörðum króna, en 35 milljarða afgangur er frá reglubundnum rekstri ríkisins. Það er viðsnúningur um 140 milljarða frá 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ÞÓR SAARI KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON *Verg landsframleiðsla Milljarðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.