Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 24
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR24 24 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ Heimatilbúinn húsgagnafægir Ódýrt, einfalt og umhverfi svænt Fjöldi barna slasast árlega við það að falla úr innkaupa- kerrum eða klemma sig á hlutum í og á kerrunum. Niðurstöður rannsókna sýna að séu viðvörunar- spjöld í kerrunum láta for- eldrar börn sín síður sitja innan um vörurnar í þeim. Á árunum 2002 til 2004 slösuðust um 100 börn hvert ár við að detta úr innkaupakerru. Herdís Storga- ard, verkefnisstjóri átaksins Árvekni, kveðst hafa fengið upp- lýsingar um fjöldann þegar hún fór í átaksverkefni ásamt Lands- björgu og fleirum árið 2005. „Ég veit ekki hver fjöldinn er nú en mér finnst ég sjá fleiri börn standa í innkaupakerrum en áður og ég fæ fleiri hringing- ar um slíkt. Þetta er jafnframt til umræðu á öllum fræðslufundum sem ég fer á. Fólk hefur áhyggj- ur og því líður illa þegar það sér börn í sjálfum innkaupakerrunum en kann ekki við að nefna þetta við foreldrana.“ Afleiðingar slysanna hafa orðið mjög alvarlegar, að sögn Her- dísar. „Innkaupakerrurnar geta til dæmis farið á hvolf og börnin lent undir þeim, klemmst og hlotið varanlegan skaða af. Það er dæmi um slíkt.“ Í Sálfræðiritinu, tímariti Sál- fræðingafélags Íslands, er greint frá rannsókn á því hvort hægt væri að hafa áhrif á þá hegðun foreldra að láta börn sín ofan í innkaupakerrur með því að koma fyrir viðvörunarspjaldi með mynd í þeim. Rannsóknin var gerð í fjór- um verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, Krónunni Bíldshöfða og Lind- um, Hagkaup Skeifunni og verslun Hagkaups við Litlatún í Garðabæ, að því er segir í tímaritinu. Fylgst var með þeim viðskiptavinum sem voru með börn á tímabilinu september til desember í fyrra og athugað hvort börnin voru sett ofan í kerruna sjálfa á meðan á versl- unarleiðangrinum stóð. Helstu niðurstöður voru þær að hægt var að hafa mikil áhrif á þessa hegðun foreldranna. Rannsakendur benda á að heildar kostnaður við merkingar á hverri kerru hafi verið 43 krón- ur og sú ályktun dregin að ef allar kerrur yrðu merktar myndi kostn- aður vafalítið minnka töluvert. Herdís bendir á að foreldrar séu oft þreyttir eftir langan vinnudag þegar þeir fara í innkaupaleiðang- ur. „Fólk er oft með börn á svip- uðum aldri sem einnig eru orðin þreytt. Þá freistast það til að setja annað í sjálfa kerruna. Verslan- ir mættu bjóða upp á fleiri tví- burakerrur. Það þarf hins vegar að minna foreldra á að innkaupa- kerrur eru hannaðar fyrir vörur en ekki fyrir barn sem stendur upp í þeim. Það er allt annað mál að setja börn í sætin sem toguð eru út og nokkur fyrirtæki eru til fyrirmyndar hvað þau varðar með því að setja beisli í hverja kerru.“ ibs@frettabladid.is Foreldrar setji ekki börn ofan í innkaupakerrur INNKAUP Innkaupakerrur eru hannaðar fyrir vörur en ekki börn sem standa upp í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Til að lífga upp á húsgögnin fyrir jólin geturðu búið til þinn eigin fægilög. Blandaðu í úðabrúsa tveimur hlutum af ólífu- olíu á móti einum af sítrónusafa. Þessi blanda verður að ljómandi góðum fægilegi sem gefur af sér fallegan gljáa og ekki spillir fyrir að lögurinn ilmar líka vel. Öruggara er að prófa löginn á litlu svæði fyrst. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Nýherji hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með fullyrðingunni „betri tölvur“ í auglýsingum. Neyt- endastofa bannaði birtingu slíkra auglýsinga í vor. Fyrirtækið Opin kerfi ehf. kvartaði yfir auglýsingunum. Nýherji sagði hins vegar „betri tölvur“ vera slagorð en ekki fullyrðingu. Því var úrskurðarnefndin ekki sammála. Í úrskurðinum segir að horft sé til skilnings dæmisgerðs eða meðalneyt- anda. „Eðlilegasti skilningur slíks neytanda á orð- unum „Betri tölvur“ er að þær tölvur sem um ræðir séu betri en aðrar, þar á meðal þær tölvur sem keppinautar bjóða. Í fyrirliggjandi auglýsingum er ekkert sem dregur úr skilaboðum þeirra að þessu leyti.“ Ekki hafi verið færðar sönnur á að tölvurnar sem voru auglýstar séu betri en aðrar. ■ Neytendamál Máttu ekki auglýsa betri tölvur Þegar við borðum kókosmjólk, niðursoðna tómata, súpu eða önnur matvæli úr dós með plasthúð að innan fáum við í okkur efnið bisphenol A sem getur raskað starfsemi hormóna og valdið krabbameini. Vísindamenn við Harvard-læknaskólann í Bandaríkjunum létu 75 þátttakendur neyta 340 g af dósasúpu fimm daga í röð en hinn hópurinn fékk ferska súpu. Þvagsýni leiddu í ljós að hópurinn sem fengið hafði dósasúpu í morgunmat fékk í sig 1000% meira af bisphenol A heldur en eðlilegt magn sem er um tvö míkrógrömm á lítra. Niðurstöður tilrauna á dýrum sýna að bisphenol A getur truflað hormónastarfsemi og valdið krabbameini í blöðruhálskirtli. ■ Matvæli Hormónatruflandi eiturefni í dósamat HÆKKUN Á VERÐI Rauðvín, St. Émilion 0,75 lítra flaska, hefur hækkað úr 1.569 krónum í 2.797 síðan árið 2008. Smálánafyrirtækið Kredia auglýsir nú jólaleik sem stendur yfir í desember þar sem einn lánþegi verð- ur dreginn út á dag fram að jólum og þarf hann þá ekki að greiða lán sitt til baka. Neytendasamtökin gagnrýna leik- inn á heimasíðu sinni og segja hann ósmekklegan. Samtökin telja í hæsta máta óeðlilegt að stundaðir séu slíkir leikir sem ganga út á að fá fólk til að taka lán með von um að sleppa við endurgreiðslu. „Kredia og Hraðpeningar eru smá- lánafyrirtæki sem bjóða neyslulán í stuttan tíma á okurvöxtum, eða allt að 600 prósent á ársgrundvelli. Að mati Neytendasamtakanna er mikið ólán ef fólk þarf á þjónustu slíkra fyrirtækja að halda,“ segja samtökin. „Það vekur því athygli samtakanna hversu mikið kapp er lagt á markaðssetningu og að hvaða markhópi hún beinist helst.“ Neytendasamtökin hafa gagnrýnt starfsemi smálánafyrirtækja lengi og vilja minna neytendur á að ekkert er ókeypis. „Vinningar, hvaða nöfnum sem þeir nefnast, eru á endanum greiddir af viðskiptavinunum sjálfum,“ segja samtökin á síðu sinni. - sv Neytendasamtökin gagnrýna jólaleik smálánafyrirtækisins Kredia: Segja leik Kredia ósmekklegan HEIMASÍÐA KREDIA Smálánafyrirtækið Kredia fellir niður eina skuld á dag fram að jólum. 78% Innkaupakerrurnar geta til dæmis farið á hvolf og börnin lent undir þeim, klemmst og hlotið varanlegan skaða af. HERDÍS STORGAARD VERKEFNISSTJÓRI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.