Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 26
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR26
Umsjón: nánar á visir.is
Með því að fjárfesta í hlutabréfasjóði nýtir þú þau tækifæri sem verða til
með nýskráningum í Kauphöll Íslands og færð betri áhættudreifingu en
ef þú myndir kaupa einstök hlutabréf.
Hvernig nýti ég tækifærin?
Komdu í heimsókn eða fáðu fjárfestingaráðgjöf þér að kostnaðarlausu
í síma 440 4900. Þú getur einnig fjárfest í sjóðum okkar í gegnum
Netbanka Íslandsbanka.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.vib.is
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is
EFNAHAGSMÁL Slitastjórn Lands-
bankans hefur greitt út fyrstu
hlutagreiðslu til forgangskröfu-
hafa bankans. Samtals var greitt
út jafnvirði um 432 milljarða
króna. Þar af fóru 354 milljarð-
ar króna til tryggingasjóða inn-
stæðueigenda í Bretlandi og
Hollandi, að mestu vegna Icesave-
reikninganna. Alls nema kröfur
sjóðanna tveggja í bú Landsbank-
ans um 1.130 milljörðum króna,
eða um 86% af samþykktum for-
gangskröfum. Af þeirri upphæð er
Tryggingasjóður innstæðueigenda
á Íslandi (TIF) í ábyrgð fyrir 674
milljörðum króna, eða um 51% af
öllum samþykktum forgangskröf-
um, vegna tryggingar á lágmarks-
innstæðum upp að 20.887 evrum.
Greiðslurnar voru inntar af hendi
2. desember síðastliðinn.
Halldór Backman, sem situr
í slitastjórn Landsbankans,
segir greiðsluna skiptast jafnt
niður á alla forgangskröfuhafa.
„Þeir sem voru með samþykkt-
ar kröfur fengu greiðslurn-
ar til sín. Í tilvikum þeirra sem
eru með kröfur sem enn er ekki
búið að leysa endanlega úr var
samsvarandi hlutfall lagt inn á
geymslureikninga. Liðlega 31%
af forgangskröfum var greitt út í
þetta skiptið.“
Alls nema forgangskröfur í bú
Landsbankans 1.319 milljörðum
króna. Langstærstur hluti þeirra
er vegna útgreiðslu trygginga-
sjóðs innstæðueigenda í Bretlandi
og Hollandi til aðila sem geymdu
peninga á innlánsreikningum í
Landsbankanum fyrir hrun. Þorri
þeirrar upphæðar var geymdur á
Icesave-netreikningunum.
Upphæðin sem nú var greidd út,
432 milljarðar króna, var í fjór-
um mismunandi gjaldmiðlum:
740 milljónir punda, 1.110 millj-
ónir evra, 710 milljónir dala og
10 milljarðar króna. Umreiknað í
íslenskar krónur er virði útgreiðsl-
unnar 432 milljarðar. Samkvæmt
upplýsingum frá slitastjórninni er
langstærsti hluti upphæðarinnar
geymdur í bönkum erlendis, meðal
annars í Bretlandi og Noregi.
Eignir þrotabús Landsbankans
eru nú metnar á 1.353 milljarða
króna. Þær eiga því að duga fyrir
öllum forgangskröfum auk þess
sem almennir kröfuhafar munu
fá 34 milljarða króna til að skipta
á milli sín. Matið miðast við gengi
íslensku krónunnar 22. apríl 2009.
Það er gert til að tryggja jafnræði
kröfuhafa. Ef miðað er við geng-
ið í dag nema eignir búsins 1.285
milljörðum króna og myndu duga
fyrir 97% forgangskrafna.
Halldór segir það ekki liggja
fyrir hvenær næsta greiðsla
verði greidd út til kröfuhafa. Það
fari eftir því hversu vel gangi að
selja eignir og safna í sjóði. „Við
greiðum út þegar við teljum það
hæfilegt. Nú erum við búin að
greiða allt út sem við getum í bili
og það er of snemmt að segja til
um hvenær næsta greiðsla verður.
Það er ekki útilokað að hún verði á
næsta ári.“ thordur@frettabladid.is
Bretar og Hollendingar fá
fyrsta hluta Icesave-skuldar
Þrotabú Landsbankans greiddi út 432 milljarða króna til kröfuhafa 2. desember. Þar af fóru 354 milljarðar
króna til tryggingasjóða innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Óljóst hvenær næsta greiðsla verður.
SLITASTJÓRN Halldór Backman segir það ekki vera útilokað að næsta greiðsla verði innt af hendi á árinu 2012. Það fari eftir því
hversu vel takist að selja eignir og safna í sjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Helsta seljanlega eign þrotabús Landsbankans er 67% hlutur í bresku
matvöruverslanakeðjunni Iceland Foods. Í september síðastliðnum hófst
formlegt söluferli á hlut Landsbankans og 10% hlut skilanefndar Glitnis í
keðjunni. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að 1,3 milljarðar punda, um
240 milljarðar króna, hafi borist í eignarhlutina. Þar hefur einnig verið
greint frá því að skilanefnd Landsbankans vilji fá 1,5 milljarða punda, um
280 milljarða króna, fyrir hlutinn. Skilanefndin hefur sagt opinberlega að
þrotabúið gæti enn ákveðið að halda eignarhlutnum, berist ekki viðunandi
tilboð. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn séu nokkrir bjóðendur að
skoða kaupin og gert sé ráð fyrir einhverjum endanlegum tilboðum. Stefnt
er að því að söluferlinu ljúki í janúar.
Söluferli Iceland Foods lýkur í janúar
VIÐSKIPTI Velta á fasteignamark-
aðinum á höfuðborgarsvæðinu
jókst um 30,3% á milli október
og nóvember 2011. Á sama tíma-
bili fjölgaði kaupsamningum um
20,9%. Þetta kemur fram í nýjum
tölum sem Þjóðskrá birti í gær.
Alls var fjöldi þinglýstra kaup-
samninga um fasteignir 475 í
nóvember og heildarvelta nam
14,6 milljörðum króna. Meðal-
virði hvers kaupsamnings var því
30,8 milljónir króna. Mestu við-
skiptin voru með eignir í fjölbýli,
fyrir 9,5 milljarða króna. Við-
skipti með eignir í sérbýli námu
4,3 milljörðum króna og viðskipti
með aðrar eignir námu 800
milljónum króna. - þsj
Fasteignamarkaður:
Velta jókst um
tæpan þriðjung
FASTEIGNIR Alls var 475 kaupsamn-
ingum þinglýst í nóvember.
VIÐSKIPTI Matsfyrirtækið Stand-
ard & Poor‘s (S&P) hækkaði gær
mat sitt á lánshæfi Trygginga-
miðstöðvarinnar (TM).
Í tilkynningu sem S&P sendi
frá sér af þessu tilefni segir að
TM hafi náð eftirtektarverðum
árangri við að auka hagkvæmni
í rekstri. Þá segist S&P búast
við því að rekstur fyrirtækisins
muni áfram ganga vel á næstu
misserum.
Sigurður Viðarsson, forstjóri
TM, segir þetta afar ánægjuleg
tíðindi. - mþl
Horfur TM góðar:
S&P hækkar
mat sitt á TM
301 PUNKTUR er skuldatryggingaálag ríkissjóðs, sem hefur lækkað um 14 prósent á einni viku.