Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 36
36 8. desember 2011 FIMMTUDAGUR FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN NÚ ER UMRÆÐAN FJÖLBREYTTARI, SKEMMTILEGRI, FJÖRLEGRI, ÍTARLEGRI OG AÐGENGILEGRI Á VÍSI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp–upplausn með greiðara og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? Gjöfular endurnýjanlegar auðlindir og vistvæn orka, ásamt lágu kolefnisspori (CO2) vegna orkunotkunar bygginga er sérstaða okkar. Raforkuverð er lágt á Íslandi í dag miðað við nágrannalöndin, en allt bendir til að það muni hækka á næstu árum. Því er spurning hver sé efnahagslegur ábati fyrir Íslend- inga að leggja í fjárfestingar við að spara orku og eru hagræðing- armöguleikar í orkumálum alltaf fullnýttir? Í heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland er markmið sett fram um að raforkuverð færist nær því sem þekkist á meginlandsmörk- uðum Evrópu og einnig er spáð að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum, svo eftir einhverju verð- ur að slægjast. Jarðvarminn er einnig okkar sérstaða og er ódýr í samanburði við kyndingarkostn- að Evrópuríkja, þar sem notuð eru t.d. kol, gas og kjarnorka sem er bæði óvistvæn orka og veldur útblæstri gróðurhúsalofttegunda (CO2). Lög, reglur og staðlar varðandi orkunotkun Ljóst er að okkur vantar regl- ur, staðla og viðmið hvað varðar orkunotkun og nýtingu. Í gild- andi byggingarreglugerð nr. 441/1998 er gerð krafa um U- gildi (W/m²K) og varmaeinangr- un, en það er mat sérfræðinga að kröfur byggingarreglugerðar í dag eru þegar of strangar fyrir Reykjavíkursvæðið (endurborg- unartími of langur) og er það að bera í bakkafullan lækinn að auka við þessa kröfu. Það vantar rannsóknir og samræmingu auk þess er þekkingarskortur á arð- sömum aðgerðum. Eitt af markmiðum nýrra mannvirkjalaga nr. 160/2010 er; „að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga“ og í yfir- lýstum markmiðum Alþingis við endurskoðun byggingareglu- gerðar 2011 segir: „Markmið- ið er framsæknasta byggingar- reglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun.“ En því miður er ekki farið eftir þessum markmiðum og er aukin krafa um einangrun bygginga þ.e. U- gildi (W/m²K) eina aðgerðin til vistvænna framfara og bættr- ar orkunýtingar, þó svo að hag- kvæmisútreikningar sýna að það sé ekki að skila tilætluðum árangri. Iðnaðarráðuneytið hefur nú til skoðunar nýja tilskipun Evrópu- sambandsins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/ EU), en væntanlega munu íslensk stjórnvöld sækja um undanþágu frá því regluverki þrátt fyrir að núverandi og nýsamþykkt lög (Lög um mannvirki nr. 160/2010) er varða skipulag og mannvirki, geri auknar kröfur í átt til sjálf- bærrar þróunar. Þar vega þungt ákveðin hagnaðarrök þar sem auknar aðgerðir í átt til orku- sparnaðar eru ekki talin góð fjár- festing eins og staðan er í dag. Það eru litlar tengingar milli til- skipunar Evrópusambandsins (Directive 2010/31/EU) við nýja og endurskoðaða byggingarreglu- gerð, þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbæra þróun og góða orkunýtingu við rekstur bygg- inga. Í stuttu máli sagt þá er iðnaðar- ráðuneytið sem er umsagnaraðili tilskipunar Evrópusambands- ins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU) ekki í takt við sérfræðinga umhverf- isráðuneytisins sem vinna við smíði nýrrar byggingarreglu- gerðar. Eins og áður kemur fram þá eru það vafasamar tillögur umhverfisráðuneytisins um enn meiri einangrun bygginga, sem telst þó óarðsöm aðgerð og mun hækka byggingarkostnað og auka enn frekari álögur á byggingar- og framkvæmdaaðila á Íslandi. Vistvæn og bætt hönnun, skoðun á líftímakostnaði(LCC) Á síðustu árum eru tæknimenn og fjárfestar farnir að gefa meiri gaum að heildarmyndinni í fram- kvæmdum og mannvirkjagerð með hönnunarstjórnun og skoðun á líftímakostnaði (LCC). Fram- kvæmda- og rekstraraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirkið til fjölda ára. Að vanda undir- búninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstrarkostn- aði allan líftímann. Vistvæn hönnun varðandi orku gengur út á m.a. að setja viðmið um hámarksorkunotkun bygg- ingarinnar, leggja áherslu á not- endastýringu og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnarkerf- um til að fylgjast með orkunotk- un. Markmiðin með vistvænni hönnun er ekki aðeins að hvetja til hagkvæmari reksturs mann- virkja allan líftímann heldur einnig heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur og að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma. Myndin sem fylgir sýnir myndrænt hvernig hærri upphaflegur fjárfestingarkostn- aður skilar sér í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði og förgun í lok líftímans þ.e. „frá vöggu til grafar“. Niðurstaða hagkvæm- isútreikninga sýna að vistvæn framleiðsla skilar sér í lægri heildarlíftímakostnaði heldur en hefðbundin framleiðsla. Það þarf því að nota viður- kennda aðferðarfræði til að finna út hvernig það kemur út fyrir íslenska framleiðslu og mann- virki að innleiða þessar vistvænu áherslur og áhrif þeirra á orku- notkun með greiningu á heild- arlíftímakostnaði. Þó svo að við búum við ódýra orku miðað við nágrannaþjóðir okkar þá er full ástæða til að fara vel með. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að ala með sér vistvænar áherslur, sjálfbæra þróun og stuðla að góðri orkunýtingu, enda eru orkuauðlindir okkar ekki óþrjót- andi og rétt að hugsa til komandi kynslóða. Allt þarf þó að vera innan viðunandi skynsemis- og arðsemismarka. Framkvæmda- og rekstraraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirkið til fjölda ára. Að vanda undir- búninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstarkostnaði allan líftímann. Vistvæn hönnun varðandi orku gengur út á m.a. að setja viðmið um hámarksorkunotkun ... Orkunotkun bygginga Orkumál Jón Sigurðsson byggingatækni- fræðingur og í stjórn vistbyggðaráðs ■ Förgun ■ Viðhalds- og rekstrarkostnaður ■ Fjárfestingarkostnaður Hefðbundin framleiðsla Vistvæn framleiðsla H ei ld ar ko st na ðu r Líftímakostnaður á hefðbundinni og vistvænni byggingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.