Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 40

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 40
40 8. desember 2011 FIMMTUDAGUR KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD JÓLIN KOMA Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heims- ins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNI- FEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu mis- rétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð. Þrjátíu og fimm árum síðar var aftur fagnað. Ástæðan var sú að ráðamenn heimsins urðu við kröfum baráttufólks um allan heim um að setja á fót fjárhags- lega sterka stofnun innan SÞ sem hefði það hlutverk að uppræta kynja mismunun um heim allan; UN Women. Krafan kom þó ekki til af því að ekkert hefði áunn- ist með starfi UNIFEM. Reyndar er árangur UNIFEM nánast ótrú- legur. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Sameinuðu þjóð- irnar settu aðeins eitt prósent af heildar fjármagni sínu í að leiðrétta árhundraða mismunun kynjanna. Eitt prósent. En peningar eru ekki allt, þó að þeir skipti máli. Í gegnum tíð- ina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálfsögð mann- réttindi. Öll vitum við hvaða áhrif Susan B. Anthony, Rosa Parks, Aung San Suu Kyi og Wangari Maathai hafa haft. Færri þekkja sögu Mirabel-systranna frá Dóm- iníska lýðveldinu. Systurnar fjórar voru fremstar í fylkingu í baráttu gegn einræðisherranum Rafaelo Trujillo sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi. Þrátt fyrir pyntingar og fangelsisvist héldu systurnar baráttunni ótrauð- ar áfram þar til Minerva, Patricia og Antonia voru myrtar á hrotta- fullan hátt þann 25. nóvember 1960. Belgica systir þeirra lifði árásina af og heldur minningu þeirra systra á lofti. Árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er haldið alþjóðlega á dánardegi systranna. Þær eru mun fleiri kven- hetjurnar sem við fáum sjaldnast fregnir af. Dr. Hawa Abdi stóð keik fyrir framan ógnandi uppreisnar- menn á griðastað fyrir konur og börn sem hún starfrækir í heima- landi sínu Sómalíu, sem talið er eitt hættulegasta land í heimi. Upp- reisnarmennirnir hörfuðu. Stuttu áður var Aisha Ibrahim, 13 ára samlandi hennar, grýtt til bana. Aftakan var hegning fyrir að hafa verið nauðgað af þremur mönnum. Chhaen býr í Kambódíu og á fjögur börn. Hún er afmynduð í andliti og á líkama eftir að svili hennar kast- aði á hana sýru. Ástæðan? Hún hót- aði að kæra hann til lögreglu fyrir að hafa selt sína eigin dóttur. Í dag berst Chhaen ásamt öðrum fórnar- lömbum sýruárása fyrir þyngri refsingum fyrir slíka glæpi. Annað dæmi: Í Brasilíu er nú hart tekið á heimilisofbeldi fyrir tilstilli 20 ára baráttu Maríu de Penha. Fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi í ára- raðir og hún er lömuð fyrir neðan mitti eftir skotárás hans. María barðist við dómskerfið í tuttugu ár til að fá hann dæmdan. Það tókst, þótt hann hafi einungis fengið tveggja ára dóm. En vegna óbil- andi baráttu Maríu geta konur sem verða fyrir ofbeldi eiginmanns nú leitað réttar síns í Brasilíu. Ofangreindar konur eru allar hetjur. Á íslensku er orðið hetja kvenkyns og það er kynlega öfug- snúið að samkvæmt orðabók er hetja skilgreind sem „kappi, hraust- menni“. Merking þess að „bera sig hetjulega“ er sögð sú að haga sér „karlmannlega“. Rosa Parks, Aung San Suu Kyi, Minerva-systurn- ar, dr. Hawa Abdi, Aisha Ibrahim, Chhaen og Maria de Penha eru allar hetjur sem hafa barist gegn kúgun og ofbeldi karla. Þær eru hetjur – en ekki í merkingunni að þær beri sig karlmannlega eða að þær séu kappar. Þessar konur, ásamt þeim hundruð þúsunda kvenna sem hætta lífi sínu í baráttu fyrir rétt- indum sínum á hverjum degi eru (án nokkurs kynlegs öfugsnúnings) sannar hetjur, konur afreksdáða. Ef þú hefur stundum velt fyrir þér hvernig þú getir lagt þitt af mörkum til að skapa réttlátari heim þá er nú tækifæri til að koma þeim hugleiðingum í framkvæmd. Með því að hlusta á reynslusögur kvenna, miðla þeim áfram, fara í kröfugöngur og skrifa greinar getum við þrýst á stjórnvöld og vakið athygli á því að við líðum ekki lengur að málefni kvenna séu sett neðst á forgangslista þeirra. Ríkisstjórnir heimsins hafa stofn- að UN Women og ljáð okkur með því tækifæri til að láta til okkar taka. Nýtum þetta tækifæri! Starfsfólk UN Women, grasrótar- samtök, kvennahreyfingar, friðar- hreyfingar og mannréttindasamtök eru sem fyrr vopnuð kjarki, hug- sjón og ástríðu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar. Hvað með þig? Í gegnum tíðina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálf- sögð mannréttindi. Haga hetjur sér karlmannlega? Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þess- arar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girð- inguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar. Ég, Elin Ólöf Eriksdóttir, fædd 1951, „viststúlka á Bjargi“ á tíma- bilinu 11. janúar 1966 til 20. ágúst 1967, stíg hér fram og fyrir hönd okkar allra, viststúlkna sem voru með mér á Bjargi, og í samráði við þær, lýsi ég yfir: ÞESSI FRÁ- SÖGN UM VÆNDI ER ALRÖNG. ATBURÐIRNIR SEM LÝST ER ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ. Ég var „hrein mey“ þegar ég kom inn á Bjarg og var „hrein mey“ þegar ég fór þaðan. Og sama gildir um margar aðrar stúlkur sem voru á Bjargi. Það var enginn kofi á bak við Bjarg, og girðingin um húsið var mjög lág og enginn þurfti aðstoð til að komast yfir hana. Það vitum við viststúlkur allar sem vorum á Bjargi. Öll störf í húsinu unnum við í vistinni þar. Við þvoðum allan þvott okkar, við vöskuðum upp, skúruðum, skrúbbuðum og bón- uðum, rulluðum þvott, straujuðum og héldum öllu hreinu á þremur hæðum. Og einnig vorum við látn- ar hjálpa við að reisa þessa girðingu. Fjórar af viststúlkun- um á Bjargi (af 19-20) eru látnar langt fyrir aldur fram og geta ekki svarað fyrir sig. Megi þær hvíla í friði án róg- burðar, blessuð sé minn- ing þeirra. Við sem lengst vorum á Bjargi fengum að fara út eina klukkustund án fylgdar. Oftast var labb- að um Nesið eða upp í fisktrönur sem við köll- uðum það. Jú, við áttum leynistað sem var kofi en hann var ekki nálægt Bjargi. Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. Við vorum þar niðurlægðar og barðar, marg- ar hverjar, og iðulega hótað öllu illu. Yfirvöldin á Bjargi settu okkur stundum í algera einangrun í refsingarskyni í marga daga og jafnvel í vikur, ekki á Bjargi eins og segir í „DV-fréttinni“ heldur á Upptökuheimili ríkisins í Kópa- vogi. Það meiddi okkur mest. Margar okkar voru beittar kyn- ferðisofbeldi á Bjargi, en ég ætla ekki að fara út í smáatriði í þess- um málum. Allt er þetta skráð í lögregluskýrslur sem við fengum aðgang að eftir dvöl okkar á „vist- heimilinu“. Í þessari „frétt“ er einhver að rugla hræðilega með staðreyndir, um stund og stað, tímasetningar og atburði. Ég, líkt og allar aðrar viststúlkurnar á Bjargi sem ég hef rætt við, og þær eru marg- ar, könnumst ekki við að hafa séð eða þekkt þessa viststúlku sem DV skýrir frá að sé heim- ild sín. Og enginn okkar kann- ast við þessa hræði- legu sögu um vændi. Ég get ekki sannað að þessi stúlka, sem telst vera heimild blaðsins, hafi ekki verið á Bjargi − fulltrúi innan ríkis- ráðuneytisins neitar að svara okkur um þetta mál og ber við trún- aði. Þessi nú sextuga „heimildarkona“ hefur augsýnilega lent í enn hræðilegri reynslu á ævi sinni og á samúð okkar. En sú samúð nær ekki til blaðamanns- ins sem skrifaði frétt- ina í DV og lét vera að sannreyna hana með viðtölum við fleiri ein- staklinga eða með því að líta í heimildir sem eru aðgengilegar. Við „Bjargstúlkurnar“ vorum eins og systur og stóðum ávallt saman, ein með öllum. Við erum allar sárar og reiðar, og nú eink- um yfir þessum skrifum þar sem við erum ásakaðar ranglega. Við, sextugar konurnar, eigum maka, börn, barnabörn, tengdabörn, oft stórar fjölskyldur. Á þetta aldrei að taka enda, þessi martröð um Bjarg? Eigum við aldrei að fá að lifa í friði og fá sálarró með fólk- inu okkar? „Stúlkurnar á Bjargi“ í áfalli vegna „fréttar“ í DV Kynbundið ofbeldi Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra hjá UN Women Vistheimili Elin Ólöf Eriksdóttir einu sinni Bjargstúlka Við erum allar búnar að þjást ævilangt vegna dvalar okkar á þessu Bjargi. AF NETINU Aðskiljum veiðar og vinnslu Ísland er ekki lengur land tækifæranna fyrir áræðna unga menn, sem vilja leggja krafta sína í höfuðatvinnu- veg þjóðarinnar. Verði ekki snúið af þessari braut er einsýnt að sjálfstæð fiskvinnsla deyr út með þeim sérvitringum, sem eru svo fífldjarfir að keppa við útgerðarvinnslurnar og neita að gefast upp. Þá verðum við í raun komin aftur í gamla kerfið, sem fólst í því að risarnir í sjávarútvegi og sölusambönd þeirra höfðu einkarétt á að selja fisk frá Íslandi. Lausn þessa vanda er ekki flókin. Það þarf að aðskilja veiðar og vinnslu með öllu og tryggja þannig að allur fiskur, sem veiðist á Íslandsmiðum, sé seldur á markaði á markaðsverði. Þetta á að gera með lagasetningu en í raun og veru þarf ekki lagasetningu til. pressan.is/pressupennar Ólafur Arnarson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.