Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 44
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR44
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Laufey Þóra Eiríksdóttir
Norðurgötu 33, Akureyri,
lést á heimili sínu þann 29. nóvember. Útför hennar fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. desember
kl. 13.30.
Jóna Sigurdís Svavarsdóttir Sigþór Viðar Ragnarsson
Gestur J. Ingólfsson
Inga Þórey Ingólfsdóttir Jón Sverrir Sigtryggsson
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Finnbogi Gunnlaugsson
Danmörku,
lést fimmtudaginn 24. nóvember.
Helle Martensen
Ingibjörg Finnbogadóttir
Maria Baldursson
Berta Finnbogadóttir
Harpa Finnbogadóttir
Orri Finnbogason
Maria N. Martensen
Magnus N. Martensen
makar og barnabörn.
Okkar ástkæri
Ingólfur Guðnason
bóndi frá Eyjum I í Kjós,
verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós
laugardaginn 10. desember kl. 14.00.
Anna Ingólfsdóttir Kristinn Helgason
Hermann Ingólfsson Birna Einarsdóttir
Páll Ingólfsson Marta Karlsdóttir
Guðrún Ingólfsdóttir
Valborg Ingólfsdóttir Ómar Ásgrímsson
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
Þurý Pétursdóttir
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 4. desember.
Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 17. desember klukkan 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunarinnar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Sjöfn Stefánsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín og systir,
Hulda Margrét Waddell
guðfræðinemi,
Rauðalæk 42, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
9. desember kl. 13.00.
Örn Valsson (Gulli)
systkini og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
Gestur Stefánsson
Snorrabraut 42, Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi mánudaginn
5. desember.
Hermóður Gestsson Anna María Arnardóttir
Henný Bára Gestsdóttir
Harpa Hrönn Gestsdóttir Runólfur Hjalti Eggertsson
Lúther Gestsson Valgerður Kristín
Guðbjörnsdóttir
Ína Sigurbjörg Stefánsdóttir
Karl Stefánsson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og
samúðarkveðjur við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Önnu Einarsdóttur.
Hendrik Skúlason Íris Sigurjónsdóttir
Þórður Skúlason Elín Agnarsdóttir
Davíð Davíðsson Embla Valberg
Einar Orri Davíðsson Helga Alfreðsdóttir
Jóhannes Ingi Davíðsson Helga Jóhannesdóttir
Ragnar Davíðsson Ingibjörg Vilhjálmsdóttir
Jón Halldór Davíðsson Petrea Tómasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, uppeldisfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Grímur Guðmundsson
fyrrverandi forstjóri Íspan,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn
9. desember kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans láti
Ljósið s. 561-3770 eða Karitas s. 551-5606 njóta þess.
Óskar Smith Grímsson Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir
Guðmundur Grímsson Hrafnhildur Proppé
Finnur Grímsson Þórunn Hafsteinsdóttir
Margrét Grímsdóttir
Elín Grímsdóttir Jón Bjarni Gunnarsson
Jón Elvar Kjartansson Sigríður Markúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur
vegna andláts elskaðrar móður okkar
og tengdamóður,
Sigríðar Kjaran
Soffía Sigurjónsdóttir Stefán J. Helgason
Sigurður Sigurjónsson Hanna H. Jónsdóttir
Magnús K. Sigurjónsson Þórunn Benjamínsdóttir
Birgir Björn Sigurjónsson Ingileif Jónsdóttir
Jóhann Sigurjónsson Helga Bragadóttir
Árni Sigurjónsson Ásta Bjarnadóttir
Elsku frænka okkar,
Anna Sigurbjörg
Tryggvadóttir
Sólvöllum 17, Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 3. desember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 16. desember kl. 13.30.
Systrabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ása Gissurardóttir
lést 24. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 9. desember kl. 15.00.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir Ólafur Lárusson
Kolbrún Guðmundsdóttir
Gissur Guðmundsson Svanhildur Pétursdóttir
Jón Guðmundsson Oddný B. Hólmbergsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Kristín María Gísladóttir
Reynimel 40,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 2. desember.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn
9. desember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð líknarfélagsins
Hvítabandsins, reikn. 0117-15-370548, kt. 650169-6119.
Minningarkort sjóðsins fást í Kirkjuhúsi
Þorsteinn Vilhjálmsson Sigrún Júlíusdóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Svanlaug Vilhjálmsdóttir Halldór Eiríksson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
„Það er bæði táknrænt og
fallegt að duftker sem komið
er „af jörðu“ úr íslenskum
skógum beri okkar jarð-
nesku leifar aftur „að jörðu“
til hinstu hvílu,“ segir Hulda
Guðmundsdóttir, verkefnis-
stjóri Alþjóðlegs árs skóga
2011. Í tilefni tímamótaárs-
ins var efnt til samkeppni
á duftkerjum úr íslenskum
viði sem nú eru til sýnis í
Seltjarnarneskirkju. Þar má
sjá 28 gullfalleg duftker sem
öll eru ólík að formi og efni.
„Hingað til hafa verið
flutt inn duftker undir jarð-
neskar leifar, en við getum
hæglega notað efnivið úr
skógunum okkar í sambæri-
lega framleiðslu. Í skógun-
um leynast vaxtarsprotar
sem við getum nýtt til verð-
mæta- og atvinnusköpunar
í meiri mæli en nú. Þá má
hiklaust sjá fyrir sér fram-
leiðslu og útflutning á mörg-
um þeirra hugmynda sem
bárust í samkeppnina, því
við getum skapað verðmæti
undir vörumerkjum hrein-
leika, náttúru og sérstöðu,“
segir Hulda.
Sýningin í Seltjarnarnes-
kirkju verður til og með 11.
desember næstkomandi. - þlg
Af jörðu, að jörðu
úr íslenskum skógi
DUFTKER ÚR ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Dómnefndinni var vandi á höndum
að velja úr fögrum duftkerum samkeppninnar. MYND/ÁRNI SVANUR DANÍELSSON
Latínkvartett Tómasar R. Einarssonar heldur
tónleika á Café Rosenberg á föstudagskvöld, 9.
desember. Sérstakur gestur er Ólafía Hrönn
Jónsdóttir leikkona.
Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson,
gítaristinn Ómar Guðjónsson, básúnuleik-
arinn Samúel Jón Samúelsson og trommu-
leikarinn Matthías M. D. Hemstock leika
og syngja eins og þeim einum er lagið á
Café Rosenberg frá klukkan 22 til 01 á
morgun. Með þeim á sviðinu verður leik-
og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir
sem tekur lagið með hljómsveitinni.
Tómas R. og Ólafía Hrönn
á Café Rosenberg