Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 50

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 50
2 • NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugg- lega í gegn. - hdm TÓNLEIKAR „ÞAÐ ER ENGIN AFSÖKUN AÐ VERA VEIKUR Í ÞESSUM BRANSA.“ SÍÐA 6 THE BLACK KEYS EL CAMINO ★★★★ ÍSLENSK / ERLEND POPP er tónlistarblað og kemur út annan hvern fimmtudag. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Umsjón: Atli Fannar Bjarkason Forsíðumynd: Anton Brink Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 500 Í kvöld: Hljómsveitirnar Reykjavík!, MUCK og Gang Related koma fram á Gauki á Stöng. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur og húsið er opnað klukkan níu. Á morgun: Á fjórðu tónleikunum í tónleikaröðinni Undiröldunni í Kaldalónssal Hörpunnar verða það hljómsveitirnar Samaris og Mr. Silla sem stíga á svið. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17.30 og aðgangur er ókeypis. Ekki á morgun heldur hinn: Hljómsveitin 1860 heldur jólatón- leika á Café Rosenberg klukkan 22. Hljómsveitin leikur uppáhalds- jólalögin sín í bland við frumsamið efni. Aðgangseyrir er aðeins 1.000 krónur. HLJÓMSVEITIN ÚLF UR ÚLFUR SENDIR FRÁ SÉR FYRSTU PLÖTUNA SÍNA Á LAUGAR- DAGINN. YRKISEFNI PLÖT UNNAR ER EINLÆG BLANDA AF DRYKKJU, PARTÍI, RÍÐINGUM OG ÖLLU ÞVÍ. „Við vorum í þessum töluðu orðum að skila plötunni í fjölföld- un. Hún á að vera tilbúin á föstu- daginn. Hún verður það,“ segir rapparinn Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur úlfur. Fyrsta plata hljómsveitarinnar kemur út á laugardaginn og hefur hún hlotið nafnið Föstudagurinn langi. Hljómsveitin var stofnuð í maí á þessu ári úr rústum hljóm- sveitarinnar Bróðir Svartúlfs, sem vann Músíktilraunir árið 2009. „Við hættum í Bróður Svartúlfs einfald- lega vegna þess að ástríðan var horfin og við fundum hana aftur í þessari hljómsveit. Okkur langaði að gera litríkari og skemmtilegri hluti en í Bróður Svartúlfs og við fundum það í Úlfi úlfi. Það er miklu meira rapp og hipp hopp og diskó og partí núna,“ segir Arnar. Að koma út plötu aðeins nokkrum mánuðum eftir að hljóm- sveitin er stofnuð hlýtur að teljast góður árangur. Arnar segir það hafa verið lítið mál að semja lög og bætir við að tíminn í Bróður Svartúlfs sé gott veganesti. „Við lærðum á bransann og það er að vinna með okkur núna eftir að við stofnuðum þessa hljómsveit. Við gátum unnið miklu hraðar,“ segir hann. Fólk hefur tekið vel í tónlist Úlfsins og hljómsveitin hefur reglulega komið fram á tónleikum undanfarnar viku. „Það gengur miklu betur en við áttum von á. Það er ótrúlegt hvað fólk er mikið til í að fá okkur til að spila. Við erum ekkert sérstaklega duglegir við að halda tónleika, en fólk er að taka vel í okkur, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Textar Arnars og félagar eru á íslensku. Hann segir enga sér- staka yfirlýsingu fólgna í því, heldur séu þeir einfaldlega betri í íslensku en ensku. „Ég get sagt miklu stærri hluti á íslensku heldur en nokkurn tíma á öðru tungumáli,“ segir hann. „Við erum svolítið í því, að segja býsna stóra hluti. Við erum voðalega einlægir. Við leyfum okkar að hella úr hjörtum okkar við og við. Svona milli þess sem við yrkjum um drykkju og partí. Og ríðingar og allt það.“ Arnar segir upplag plötunnar ekki stórt, en samhliða útgáfunni verður hún gefins á vefsíðunni Ulfurulfur.com. Úlfur úlfur fagnar útgáfunni á Faktorý á laugardagskvöld. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23. - afb FÖSTUDAGURINN LANGI ÍMYND FÍFLSINS HLJÓMSVEITIN ÉG ★★★★ Úlfur úlfur sendir frá sér fyrstu breiðskífuna á laugardaginn. Þessi fjórða pla- ta Hljómsveit- arinnar Ég byg- gir á svipuðum grunni og fyrri verk sveitarin- nar. Áhrif frá hippatónlist sjöunda áratugarins eru greinileg og hérna er samspil gítars, bassa og trommu stórgott. Annars er lágstemmt kassagítar rokk áberandi á plötunni og söngur forsprakkans Róberts Arnar Hjálmtýssonar er ekki eins hátt uppi og oft áður, sem er kostur. Róbert Örn er hnyttinn texta- höfundur og hér gagnrýnir hann meðal annars leti neyslusam- félagsins og segir flest okkar fífl og vilja sífellt láta fjölmiðla mata sig með misgáfulegu efni. Hann undanskilur sjálfan sig ekkert í þeim efnum, eins og mynd af honum sjálfum á umslaginu ber vott um. Melódísk tónlistin er þó ávallt í fyrirrúmi, grúví og töff, með Ferðalag og Hollywood-ást framarlega í flokki. Sem sagt: Vel heppnuð rokkplata með skemmtilegum textum. - fb Í POPPSKÚRNUM Á VISIR.IS LÖG: INGIMAR SVIKSEMI VEISLA HERTOGANS HAM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.