Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 52

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 52
4 • Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Nýjustu heyrnartækin og ókeypis heyrnarmæling Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og kynntu þér nýjustu heyrnartækin sem við höfum að bjóða. Þú trúir örugglega ekki þínum eigin augum – hvað þá eyrum! Það merkilega er hins vegar að aðdáendurnir virðast vera á öllum aldri. Sigurjón Kjartans- son, gítarleikari og söngvari HAM, hefur engar skýringar á því. „Ég vona að það sé vegna þess að við reynum að vera heilir í því sem við gerum. Það er ágætt að hugsa ekki of mikið um hvað við erum að gera. Við vitum ekkert allt of mikið hvað við erum að gera. Sem er mjög heilbrigt í allri listsköpun — vera ekki að greina hlutina of mikið. Ég held að það sé hluti af því sem er HAM. Við gerum það sem við gerum.“ Heldurðu að það geti spilað í inn í að unn- endur þungarokks halda alltaf tryggð við sína tónlist? „Við höfum aldrei litið svo á að við séum að spila þungarokk.“ Hvað eruð þið þá að spila? „Ég veit það ekki. Einhvers konar kulda- rokk. Við höfum aldrei reynt að greina það. Það hefur komið einhver massi og við erum mjög hrifnir af honum. Þessum hljóðmassa sem okkur tekst að búa til. Við höfum aldrei verið meðvitaðir um að við séum að búa til einhvers konar þungarokk. Þungarokkarar hafa verið mjög ásæknir í okkur og við erum mjög ánægðir með þá, enda afskaplega kær- leiksríkt og yndislegt fólk.“ Svik, harmur og dauði hefur selst talsvert betur en fyrri verk HAM. Spurður hvort HAM hafi búist við þessum viðtökum segir Sigur- jón að þeir hafi vonast til að fá góðar við- tökur, enda sjálfir ánægðir með plötuna. „En við vorum ekki að búast við neinu sérstöku. Það var nokkuð heilbrigt viðhorf gagnvart þessari plötu. Ég hafði samt þá tilfinningu að ég yrði ekki ánægður ef hún fengi slæmar viðtökur, eins og eðli mannsins er. Hitt var mjög ánægjulegt.“ Öfugt við dómsdagsspár rétthafasamtaka og útgáfufyrirtækja, þar sem allt er á niður- leið. En þið eruð á uppleið. „Reyndar er tónlistarbransinn á mikilli upp- leið. Það er alltaf einhver söngur í gangi. Ég sá nýlega einhverjar staðreyndir á netinu sem áttu að vera voða sorglegar fyrir tónlistar- bransann. Þar voru alls konar tónlistarmenn sem ég hef ekki einu sinni heyrt minnst á að selja meira en Michael Jackson og Bítlarnir.“ Já, allir voða sorrí, en svo sýndi þetta að tónlistin rennur út. „Miklu meira, enda meikar það sens. Jarðarbúar eru miklu fleiri en þegar Michael Jackson var upp á sitt besta. Þannig að þessi söngur er vegna þess að þetta hefur breyst. Fólk er ekki að kaupa geisladiska, heldur niðurhal á iTunes. Svo er vöxtur í vínyl- plötunni.“ HAM kom fram á Airwaves í ár og fékk meðal annars góða umsögn frá David Fricke, ritstjóra Rolling Stone. Hann hefur lengi verið einn af þekktustu tónlistarblaðamönnum heims, en hérna heima er hann þekktastur fyrir að hafa skrifað lofsamlega um tónleika hljómsveitarinnar Jakobínurínu á Airwaves. Ungar hljómsveitir eru oft með mikla meik- drauma þegar þær koma fram á Airwaves, hvernig var hugarfarið í HAM áður en hljóm- sveitin steig á svið í Hafnarhúsinu? „Bara að spila góða tónleika. Við pældum ekkert í hvort við værum á Airwaves eða Nasa. Ef við gefum okkur út fyrir að spila á annað borð þá gerum við það vel. Þá æfum við okkur vel og erum þéttir. Við lásum það sem Fricke skrifaði og það sem ýmsir aðrir skrifuðu. Það var voða gaman að sjá það. En við erum ekki með neina meikdrauma. Við höfum samt spilað úti, við spiluðum í Danmörku í vor. Okkur finnst gaman að fara út að spila. Það er ágætistækifæri fyrir okkur félagana að hanga saman. Eins og miðaldra kerlingar sem fara saman til Dublin. Eða verslunarferð til Amsterdam.“ Það er ekkert rugl á ykkur? „Nei. Okkur skortir rugl.“ Sigurjón er aðallagahöfundur HAM og skráður fyrir öllum lögunum á Svik, harmi og dauða. Miðað við drungalega tónlistina á plötunni er erfitt að sjá fyrir sér fjölskyldu- föður í Kópavoginum sitja í húsbóndastólnum með kassagítarinn að skapa slagara á borð við Dauða hóru. „Það er oft þannig. Oft verða lögin samt til í bílnum. Eða þegar ég er einhvers staðar að fást við eitthvað. Svo fer ég heim og glamra það á kassagítarinn og tek upp á símann. Áður tók ég upp á kassettutæki, sem er núna týnt. Því miður.“ En þú hlustar ekkert á þungarokk og neitar að þið spilið þungarokk, en samt er tónlistin svo mikið þungarokk. Maður heyrir meira að segja þekktar klisjur úr þungarokkinu í tónlistinni. Er það bara sjálfsprottið? „Ég hef alveg heyrt heilbrigðan skammt af þungarokki. En ég veit ekki hvað þessar hljómsveitir heita í dag. Það var einhver að segja mér að það væri heilmikið black metal í okkur, en ég hef aldrei heyrt black metal- lag. Ég hef hlustað á Slayer, AC/DC. That‘s it! Ég þoli ekki Metallica og er ekki úr þessum þungarokksranni. Mér finnst fyrsta platan með New Order góð, skilurðu? Ég er nýbylgju- maður í grunninn. Ég get hlustað á allt. ABBA, til dæmis. Ég læt oft ABBA á fóninn.“ Nei, er það? „Já. Ég var að hlusta á The Visitors, sem er síðasta ABBA-platan, um daginn.“ En HAM er búin að vera lengi til, verður HAM alltaf til? „Ég veit það ekki. Við tökum því rólega. Við erum alls ekki að hætta. Okkur finnst nærvera hvers annars mikilvæg með reglulegu millibili. En við erum ekki að plana næstu plötu. Ég er reyndar það ánægður með nýju plötuna að ég gæti sagt stopp, hér og nú. En við förum rólega í þetta. Engar yfirlýsingar.“ HAM rankaði heldur betur við sér í sumar og sendi frá sér plötuna Svik, harmur og dauði. Platan hefur fengið frábæra dóma og tónleikar hljómsveitarinnar, þótt fáir séu, eru ávallt eins og í gamla daga: Troðfullir af sveittum aðdáendum. Orð: Atli Fannar Bjarkason Myndir: Anton Brink VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ GERUM POPPSKÚRINN Skannaðu kóðann og sjáðu HAM flytja Ingimar, Sviksemi og fleiri slagara. Myndatakan var þægileg og strákarnir í HAM gátu keypt sér alls konar skrýtna gosdrykki í leiðinni. POPP/ANTON „OKKUR FINNST GAMAN AÐ FARA ÚT AÐ SPILA. ÞAÐ ER ÁGÆTIS TÆKIFÆRI FYRIR OKKUR FÉLAGANA AÐ HANGA SAMAN. EINS OG MIÐALDRA KERLINGAR SEM FARA SAMAN TIL DUBLIN. EÐA VERSLUNARFERÐ TIL AMSTERDAM.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.