Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 56

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 56
Fugl og fiskur - og allt þar á milli kr. 11.990 kr. 3.690 kr. 3.690 kr. 4.290 kr. 4.290 kr. 4.690 kr. 2.990 kr. 6.490 kr. 5.490 Ný sending af erlendum bókum! Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga til 22 HOLD ON - TOM WAITS Gullfallegt lag eftir gull- fallegan mann og ekki spillir textinn fyrir. Það er svo hughreystandi að hlusta á mann sem hefur ýmsa fjöruna sopið hvetja mann til þess að þrauka. Rödd hans er svo vön, ef svo mætti að orði komast. Þetta er eins og að fá hughreystingu og ráðlegg- ingar frá gömlum ref sem veit hvað hann syngur. Alger eðall! DON´T GIVE UP - PETER GABRIEL OG KATE BUSH Ég held ég hafi verið fimm ára þegar þetta kom út og ég man eftir því að syngja hástöfum með. Mamma var alltaf svo hrifin af Kate Bush svo að þetta lag ómaði mikið heima fyrir. Það virkaði þegar maður kom heim með blóðnasir og hruflað hné að láta þetta stappa í mann stál- inu og fjandakornið ef það gerir það ekki enn. I WON´T BACK DOWN - JOHNNY CASH (E. TOM PETTY) Í þessum flutningi hljómar þetta lag eins og heilræði frá einhverjum sem ein- faldlega veit betur en ég. Það er alltaf hughreyst- andi þegar einhver veit betur en ég og hvetur mig til þess að leggja ekki árar í bát. Aldrei, jafnvel standandi frammi fyrir hliði vítis. THREE LITTLE BIRDS - BOB MARLEY Ókey, þetta er svolítið fyrir- sjáanlegt. En ég hef það mér til málsbótar að ég hafði enga þolin- mæði eða umburð- arlyndi fyrir Bob Marley sem tán- ingur. En þetta lag inniheldur svo ótrúlega einföld og góð skilaboð. Þetta verður allt í lagi! Svolítið svona íslenskt hugarfar sem á ágætlega við stundum … GO - SPARKLEHORSE OG FLAMING LIPS (E. DANIEL JOHNSTON) Uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Stórkostlegt lag í alla staði. Kannski ekki alveg besta lagið í þessum flokki laga, en samt jú. Þetta er hughreystandi og yndislegt. Ef einhver lesandi blaðsins hefur ekki hlustað á þetta stórkostlega lag þá ætti sá hinn sami að gera það hið snarasta. Go, go, go, you restless soul, you´re going to find it! 1 2 3 4 5 BÓAS HALLGRÍMSSON SÖNGVARI REYKJAVÍKUR! Páll Óskar og Mugison eru í sérflokki á Tónlistanum, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Páll Óskar er á toppi listans með plötu sína, Páll Óskar og Sinfó, og Mugison fylgir fast á eftir með plötuna Haglél. Báðir seldu þeir fleiri en þúsund plötur í síðustu viku, en engin plata hefur náð þeim árangri á þessu ári. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í síðustu viku sat Mugison í toppsæti Tónlistans í á þriðja mánuð. Plata hans rýkur út: 13 þúsund eintök eru seld og 4.000 í viðbót hafa verið send í verslanir. Þá hafa 7.000 eintök verið útbúin í viðbót. „Ég samgleðst Mugison,“ sagði Páll Óskar við það tilefni. „Ég hef verið á sama stað og hann, verið sjálfstæður plötu- útgefandi að gefa út og dreifa sjálfur ásamt því að líma saman plötuumslög. Þessi plata frá Mugison er fyrsta platan hans á íslensku. Það er því engu líkara en að allar hinar plöturnar hafi verið upphitun fyrir þessa. Plöturnar á ensku voru bara að spenna bogann fyrir þessa og ekki seldust þær illa.“ PALLI OG MUGISON TAKA FLUGIÐ Mugison og Páll Óskar eru í sérflokki hvað varðar plötusölu. FIMM BESTU LÖGIN SEM STAPPA Í MANN STÁLINU Í SKAMMDEGINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.