Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 62

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 62
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR46 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. horfðu, 6. bardagi, 8. sjór, 9. klastur, 11. íþróttafélag, 12. raup, 14. aurasál, 16. umhverfis, 17. ról, 18. fum, 20. bókstafur, 21. slepja. LÓÐRÉTT 1. strit, 3. óhreinindi, 4. skerðing, 5. dýrahljóð, 7. merkjamál, 10. bar, 13. kvk nafn, 15. halli, 16. þakbrún, 19. golf áhald. LAUSN Það er kannski ein- hver huggun í því að stelpur fíla hávaxna stráka. LÁRÉTT: 2. litu, 6. at, 8. mar, 9. kák, 11. kr, 12. skrum, 14. nánös, 16. um, 17. ark, 18. fát, 20. ká, 21. slím. LÓÐRÉTT: 1. baks, 3. im, 4. takmörk, 5. urr, 7. táknmál, 10. krá, 13. una, 15. skái, 16. ufs, 19. tí. Af hverju förum við aldrei í leik- hús? Halló? SKJÓTTU! Sérðu?? Ég sagði þér að við værum að fara til Palla! Mamma fylgist með mér í gegnum GPS. Jæja, þá er komið á hreint... ... það er meira af kvittunum fyrir pitsur en uppskriftum í uppskrifta- boxinu mínu. Sex ára drengur sat í kirkju á sunnu-dag. Söngvar aðventunnar og jóla- undirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heill- uðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: „Mikið er gaman að lifa.“ AÐVENTAN er komin. Þessi tími sem er „bæði og“ en líka „hvorki né“. Aðventan er samsettur tími, sem krefst ákvörð- unar um forgang og mikilvægi. Álagið getur verið mikið og margt, sem þarf að framkvæma fyrir jólin. Kröfur, sem fólk gerir til sjálfs sín og sinna á þessum tíma, geta verið miklar og úr hófi. Áður en þú drukkn- ar í verkum máttu gjarnan staldra við og spyrja: „Til hvers? Má ekki sumt af þessu bíða? Er ekki allt í lagi að fresta því, sem er ekki alveg aðkallandi?“ Á aðventu er ráð að muna eftir tvennunni: Að vera eða gera. Hvort er mikil- vægara að lifa eða strita, klára verk eða njóta lífs, upplifa eða puða? Við prestar heyrum oft fólk tala um við ævilok, að dótið og eignirnar hafi ekki fært því djúptæka lífshamingju. Dýrmæti lífsins sé fólkið þeirra, maki, börn, barnabörn, vinir og samskiptin við það. Getur verið að á aðventu sé mikilvægast að vera með sjálfum sér og fólkinu sínu og vænta hins guðlega? VEISTU hvað aðventa þýðir? Orðið er komið af latneska orðinu adventus. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Við, menn, megum leyfa okkur að hlakka til og vona. Það er einn af undraþáttum lífs- ins, að í læstum aðstæðum getum við unnið að því að mál leysist og að lausnin komi. Í aðkrepptum aðstæðum megum við vona að úr rætist, að inn í myrkar aðstæður nái ljós að skína. AÐVENTAN þarf ekki að vera puðtími heldur getur hún verið tími hins innri manns. Aðventan má vera tími eftirvænt- ingar þess að lífið verði undursamlegt. Boðskapur jólanna er um þá dásemd að allt verður gott. Og á aðventunni megum við undirbúa innri mann, skúra út hið óþarfa og vænta komu hins fagnaðarríka. Aðventan er góður tími til að núllstilla lífið til að við getum tekið við undri lífs- ins, að hið guðlega verði. Og við getum sagt við fólkið okkar, sem við elskum: „Mikið er gaman að lifa.“ Mikið er gaman að lifa Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, Reykhólahreppi og Vesturbyggð Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Stofnunin telur að helstu neikvæðu áhrif fyrirhu- gaðra vegaframkvæmda verði áhrif á landslag og sjónræn áhrif og þá einkum vegna veglagningar um Litlanes og þverunar Kjálkafjarðar og Mjóaf- jarðar. Fyrirhugaðar þveranir munu verða mjög áberandi mannvirki og skipta upp landslagsheildum fjarðanna. Þá er ljóst að þveranirnar eru á svæði sem nýtur verndar samkvæmt sérlögum um vernd Breiðafjarðar, m.a. vegna landslags, en einnig fjörur og leirur, og að mati Skipulagsstofnunar munu fyrirhuguð mannvirki rýra gildi svæðisins. Rými til veglagningar á Litlanesi er takmarkað og ljóst er að við slíkar aðstæður kallar umfangsmikill vegur eins og Vegagerðin fyrirhugar, á verulegar fyllingar og skeringar og telur Skipulagsstofnun að áhrif á land- slag nessins verði verulega neikvæð, burtséð frá því hvort um er að ræða veglínu A eða B. Skipulagsstofnun telur að lagning vegar samkvæmt veglínu A geti valdið truflun yfir varptíma arna og leitt til þess að varp misfarist og ítrekaðar truflanir leitt til langvinns misbrests. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar verði áhrif vegagerðar um viðkomandi vegarkafla verulega neikvæð og hætta sé á að þau verði varanleg. Verði vegurinn hins vegar lagður eftir núverandi vegi á áðurnefndum kafla (veglína B) telur Skipulagsstofnun að neikvæð áhrif umferðar á arnarvarp verði áþekk því sem nú sé og því megi gera ráð fyrir að varp þar haldi áfram að framkvæmdum loknum. Til þess að koma í veg fyrir að hávaði frá vegavin- nuframkvæmdum styggi erni frá varpi telur Skipu- lagsstofnunr að í framkvæmdaleyfi þurfi að setja skilyrði um að vinna við vegaframkvæmdir verði bönnuð nærri virkum varpstöðum arna á þeim tíma sem varp stendur yfir. Þá þurfi Vegagerðin að hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um endanlega staðsetningu vegstæðis í námunda við varpstaði arna og tilhögun vegavinnu þar m.a. með hliðsjón af 19. grein laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (nr. 64/1994).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.