Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 66

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 66
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR50 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 9.12. Kl. 19:30 30. sýn. Fim 10.12. Kl. 19:30 31. sýn. Lau 7.1. Kl. 19:30 32. sýn. Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn. Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn. Fös 13.1. Kl. 19:30 35. sýn. Fim 19.1. Kl. 19:30 36. sýn. Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn. Fös 27.1. Kl. 19:30 39. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 40. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 41. sýn. Mán 26.12. Kl. 19:30 Frums. Mið 28.12. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 29.12. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn. Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 10.12. Kl. 22:00 Lau 10.12. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 11.12. Kl. 19:30 14. sýn. Fös 30.12. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 5.1. Kl. 19:30 16. sýn. Fös 6.1. Kl. 19:30 17. sýn. Mið 28.12. Kl. 13:30 Frums. Fim 29.12. Kl. 13:30 2. sýn. Fim 29.12. Kl. 15:00 3. sýn. Fös 30.12. Kl. 13:30 4. sýn. Fös 30.12. Kl. 15:00 5. sýn. Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn. Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn. Ö On Misunderstanding (Kassinn) Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Mið 28.12. Kl. 19:30 Frums. Fim 29.12. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 30.12. Kl. 19:30 3. sýn. Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U Lau 10.12. Kl. 11:00 Lau 10.12. Kl. 13:00 Lau 10.12. Kl. 14:30 Sun 11.12. Kl. 11:00 Sun 11.12. Kl. 13:00 Sun 11.12. Kl. 14:30 Lau 17.12. Kl. 11:00 Lau 17.12. Kl. 13:00 Lau 17.12. Kl. 14:30 Sun 18.12. Kl. 11:00 Sun 18.12. Kl. 13:00 Sun 18.12. Kl. 14:30 Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U Bækur ★★★★ Úr þagnarhyl – Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur Þorleifur Hauksson Mál og menning Titilinn á ævisögu Vilborgar Dag- bjartsdóttur má rekja til þess að Vilborg var þögult barn. Þegar hún lærði að lesa kunni hún staf- ina áður en hún vildi segja þá upp- hátt og skýrir það svo: „Það bjó í mér einhver þagnarhylur sem allt fór ofan í.“ (44) Af sögunni sést að síðan Vilborg komst af barnsaldri hefur hún hreint ekki verið í erfiðleikum með að tjá sig. Þvert á móti hefur hún alla tíð verið með munninn fyrir neðan nefið og sjaldan látið nokk- urn eiga inni hjá sér. Hún braust til mennta og sigldi til útlanda til að mennta sig enn frekar, varð ein- stæð útivinnandi móðir en um leið frumkvöðull í kennslu og vann alla tíð eins og berserkur, trú og trygg sínum hugsjónum, sem meira að segja urðu til þess að hún var rekin úr starfi. Síðar giftist hún Þor- geiri Þorgeirsyni, sem alla tíð var umdeildur listamaður og sjaldan nokkur lognmolla í kringum hann. Vilborgu hrjáir ekki skortur á sjálfstrausti og hún tíundar vand- lega kosti sína, karlhylli, dugn- að og afrek, jafnhliða því sem kannski hefði mátt betur fara í hennar lífi. Þetta hefur mikinn hreinskilnisjarma, sem ekki er hægt annað en að heillast af. Það er líka falleg hreinskilni að Vilborg, einn af frumkvöðlum Rauðsokka- hreyfingarinnar, viðurkennir að ekki hafi jöfn verkaskipting verið á hennar heimili (og það skín raun- ar í gegnum allan síðari hluta bók- arinnar) en hún hafi engu að síður viljað leggja baráttunni lið vegna yngri kvenna og barna þeirra. Allir sem hafa lesið ljóð Vilborg- ar vita að harmur unglingsáranna hefur verið sem leiðarstef í skáld- skap hennar í gegnum tíðina. Fimmtán ára gömul hafði Vilborg misst sex systkini og var í kjölfar- ið rekin úr skóla (vegna berkla- hræðslu skólayfirvalda) og send til vandalausra án þess að nokk- uð væri útskýrt fyrir henni eða hún fengi aðstoð vegna þessara ömurlegu atburða. Erfiðleikarnir eru tíundaðir í bókinni, en þó er meira um skemmtifrásagnir og stuð. Vil- borg hefur lifað viðburðaríku lífi og mjög fljótlega eftir að hún fór að heiman komst hún í kynni við fólk sem þá þegar (eða í það minnsta síðar) varð þjóðþekkt, einkum listamenn. Mörg hundruð manns eru nefndir í bókinni, skautað yfir suma en sagðar ítarlegar sögur af öðrum, eins og gengur. Þetta er fróðlegt bæði og skemmtilegt og þau Þorvaldur og Vilborg hafa sérlega næmt auga fyrir hinu spaugilega. Þorleifur Hauksson leysir verk- efni sitt vel af hendi. Á köflum er svolítill talmálsbragur á textanum, setningarnar stuttar og höggnar, en það kemur lítið að sök. Upplýs- andi myndum er dreift um bókina en ekki safnað á sérstakar mynda- síður, sem er mikill kostur. Líka eru víða textar sem ekki eru felld- ir inn í meginmál, heldur standa utan þess og bæta góðu við söguna. Þetta eru ljóð Vilborgar, dómar um verk hennar og umsagnir samferðamanna. Vilborg Dagbjartsdóttir er sér- stök manneskja og hefur bersýni- lega alla tíð lagt mikið upp úr því að vera kát og glöð og láta á engu bera, vera dugleg og halda áfram, hvað sem á dynur. Af bókinni er vel sýnilegt að hún hefur fengið ofur- skammta af erfiðleikum að glíma við – en líka mikið af skemmtileg- heitum, sem þau Þorvaldur miðla lesendum af kostgæfni. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Bráðskemmtileg saga merkilegs ljóðskálds og baráttukonu. Af ævi glaðlyndrar skáldkonu Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ Um 150 flytjendur koma fram á jólatónleikum Gleði- og friðarjól sem haldnir verða í Hallgrímskirkju í kvöld. Magnús Eiríksson verður sérstakur heiðurs- gestur og rennur allur ágóði til Rauða kross Íslands og Fjölskyldu hjálparinnar. Fjórir kórar og fjöldi einsöngvara koma fram á sérstökum hátíðartón- leikum í Hallgrímskirkju í kvöld. Auk hljóðfæraleikara verða flytj- endur alls um 150. Söngvaskáldið Magnús Eiríksson verður sérstak- ur heiðursgestur og syngja kórarnir nokkur lög eftir hann. Elín Halldórsdóttir óperusöng- kona hefur veg og vanda að skipu- lagningu tónleikanna, en allur ágóði rennur til Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún hefur áður komið að skipulagningu stórra óperuuppfærslna, gospel- hátíða og jólatónleika hér á landi og í Þýskalandi. „Þá hef ég ávallt verið í samstarfi við aðra en þetta er í fyrsta sinn sem ég skipulegg svona stóran viðburð upp á eigin spýtur,“ segir hún. Um tilurð tónleikanna segir Elín hugmyndina einfaldlega hafa skotið upp í kollinum á sér og hún ákveð- ið að láta vaða. „Það er nánast eins og það hafi legið fyrir mér að halda þessa tónleika.“ Elín segir það ekki hafa verið vandamál að fá alla þessa flytjend- ur til að gefa vinnu sína. „Ég teng- ist öllum hópunum með einum eða öðrum hætti og allir voru reiðu- búnir að leggja svona góðu málefni lið.“ Yfirskrift tónleikanna vísar í titil á lagi eftir heiðursgestinn, Magnús Eiríksson, sem Elín kveðst hafa hlustað á lengi. „Það var samt hálf- gerð tilviljun að ég leitaði til hans,“ segir hún. „Ég spurði Magga hvort hann lumaði ekki á góðu og ljúfu jólalagi og hann stakk upp á Gleði- og friðarjól, sem smellpassaði við það sem ég lagði upp með og var tilvalin yfirskrift.“ Það er mikill popp- og gospel- bragur á tónleikunum; auk Magga Eiríks má finna á efnisskránni lög eftir Michael Jackson, Black Eyed Peas og Beyoncé Knowles í bland við hátíðlegri verk. „Ég komst í kynni við gospeltón- listina í Þýskalandi,“ segir Elín. „Mér finnst vanta meiri slíka tónlist í íslenskar kirkjur, það fylgir henni svo mikil gleði. Ég er sjálf trúuð, hef mína einlægu barnatrú, og vil að fólk komi í kirkju og njóti góðrar tónlistar; finni hvað það er gott að komast í guðshús.“ Tónleikarnir í Hallgrímskirkju hefjast klukkan 20 í kvöld. Aðgangs- eyrir er þrjú þúsund krónur. Gleði, gospel og friðarjól ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR Elín á æfingu félaga úr Kammerkór Reykjavíkur sem koma fram á tónleikunum í kvöld. Gospeltónlist verður áberandi á efnisskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLYTJENDUR Á GLEÐI- OG FRIÐARJÓLUM Tríóið Femmes Fatales Poppkórinn Vocal Project, Valkyrjunar – kvennakór Breiðholts Barnakór Háteigsskóla Félagar úr Kammerkór Reykjavíkur Rappararnir Ástþór Óðinn og Ká Eff Be Magnús Eiríksson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.