Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 76

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 76
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR60 bio@frettabladid.is > SAGÐI NEI TAKK Benicio Del Toro hefur hafn- að stóru hlutverki í Star Trek 2. Del Toro átti að leika aðalskúrk myndarinnar en ekki náð- ust samningar milli leikar- ans og Paramount-kvik- myndaversins. JJ Abrams mun hins vegar sitja í leikstjórastólnum. Fátt gerist í Hollywood án umboðsmanna, þeir eru upphaf og endir alls. Hafi einhver umboðsmaður meiri völd en annar heitir sá umboðsmaður Ari Emanuel. Financial Times birti fyrir skemmstu nokkuð merkilegt við- tal við Ari Emanuel og samstarfs- félaga hans, Patrick Whitesell, um fyrirtæki þeirra William Morr- is Endeavor Entertainment, en Emanuel og Whitesell eru tald- ir vera í hópi valdamestu manna í Hollywood um þessar mund- ir. Hlutverk umboðsmanna er fyrst og fremst að sjá um rétt- indi umbjóðenda sinna og á því sviði þykir Emanuel vera sá besti. Hann hefur í auknum mæli tryggt stjörnunum sínum meiri réttindi og aukna hlutdeild í höfundarverk- um sínum. „Á tímum niðurhals og dræmrar sölu DVD-diska hefur innihaldið aldrei skipt jafn miklu máli. Af þeim sökum eru hand- ritshöfundar, stjörnurnar og leik- stjórar í bílstjórasætinu,“ hefur Financial Times eftir Emanuel og Whitesell. Í grein FT er uppgangur Emanu- els rifjaður upp en sú saga verð- ur að teljast merkileg. Hann lá á miðri götu í Beverly Hills fyrir sautján árum, að drepast úr verkjum eftir að hafa lent í bíl- slysi, og tók ákvörðun sem átti eftir að breyta valdaþrepunum í Hollywood. Emanuel yfirgaf eina stærstu umboðsskrifstofu Holly- wood þá, ICM, og stofnaði Endea- vor. Reyndar fer tvennum sögum af því hvernig brotthvarf Emanu- els og fjögurra annarra umboðs- manna vildi til, sumstaðar er því haldið fram að þeir hafi verið reknir fyrir þjófnað. Endeavor-skrifstofan stækk- aði hratt og örugglega, starfsemi hennar fór í fyrstu fram fyrir ofan hamborgarabúllu í miðborg Los Angeles en fyrirtækið hefur nú höfuðstöðvar skammt frá einu fínasta hóteli draumaborgarinnar, The Beverly Wilshire. Emanuel og Whitesell tóku síðan yfir eina elstu og virtustu umboðsskrif- stofu Hollywood árið 2009, Willi- am Morris og til varð stærsta umboðsskrifstofa Bandaríkjanna: William Morris Endeavor. Á við- skiptaráðstefnu fyrir ári útskýrði Emanuel yfirtökuna. „Með henni brutum við okkur leið inn á tón- listar- og bókamarkaðinn. Við vilj- um haga umboðsmennsku þeirra listamanna á svipaðan hátt og við höfum gert fyrir kvikmynda- stjörnur,“ en fyrirtækið sér meðal annars um öll mál Lady Gaga. Á fundinum kom jafnframt fram að fyrirtækið væri að gera tilraunir með Facebook-síður stjarnanna og hvernig hægt sé að nýta þær til að kynna væntanlegar kvikmyndir þeirra. Emanuel er ákaflega skrautleg- ur karakter og er þekktur fyrir óheflaða framkomu og rudda- legt orðfæri. Umboðsmaðurinn Ari Gold í Entourage er alfarið byggður á honum enda er fram- leiðandi þáttanna, Mark Wahlberg, einn traustasti skjólstæðingur Emanuels. „Þetta var maður sem ég vildi hafa mínu liði. Ari er ein af ástæðum þess að ég er í sjón- varpsbransanum og á sjálfur það efni sem ég framleiði,“ hefur Fin- ancial Times eftir Wahlberg. Leik- arinn er síður en svo eina svokall- aða A-stjarnan í persónulegum kúnnahópi Emanuels, meðal þeirra eru Martin Scorsese, Michael Bay, Charlize Theron og Steven Spiel- berg auk Denzels Washington og Michaels Douglas. Emanuel er enginn venjulegur maður, hann vildi að Hollywood sparkaði Mel Gibson úr samfélagi sínu eftir að leikarinn gerðist sekur um gyðingahatur á sínum tíma og völd hans verða að teljast umtalsverð. Bróðir hans, Rahm Emanuel, var fyrsti starfsmanna- stjóri Baracks Obama í Hvíta húsinu en er núna borgarstjóri í Chicago. freyrgigja@frettabladid.is Maðurinn á bak við tjöldin Michael Bay er byrjaður í viðræðum við Paramount-kvikmyndaverið um að leik- stýra bæði fjórðu og fimmtu myndinni um Umbreytingana eða Transformers og dvöl þeirra hér á jörðu samkvæmt kvikmynda- vefnum collider.com. Þrátt fyrir misjafnar viðtökur gagnrýnenda við síðustu tveimur kvikmyndum hafa þær þénað milljónir doll- ara í miðasölu og því ekkert skrýtið að kvik- myndaverið Paramount skuli vilja tryggja sér áframhaldandi þjónustu Bay. Hins vegar var ekki margt sem benti til þess að Bay myndi setjast í leikstjórastólinn í fjórða sinn. Hann hafði lýst því yfir að mynd- irnar ættu bara að vera þrjár og hann hygðist einbeita sér að fremur ódýrri, svartri gaman- mynd sem Dwayne Johnson hefur verið orð- aður við, Pain and Gain. Og gulrótin reyndist vera sú mynd því Paramount hefur lýst sig reiðubúið til að fjármagna þá kvik- mynd og leyfa leikstjóranum að gera hana fyrst með því skilyrði að hann geri tvær Umbreytinga-kvikmyndir til viðbótar. Ekki liggur fyrir hver verður söguþráð- ur fjórðu myndarinnar en samkvæmt heimildum vefsíðunnar er talið ólík- legt að um forleik sé að ræða. Hins vegar þykir það liggja nokkuð ljóst fyrir að Shia Labeouf verði ekki á sínum stað. Og þrátt fyrir að Bay hafi ekki skrifað undir þá bendir allt til þess að verkefnið verði að veruleika enda hefur framleiðandi myndanna, Steven Spielberg, lýst því yfir að hann vilji sjá Bay leikstýra fleiri myndum um Optimus Prime og félaga. Meira af Umbreytingum hjá Bay Teiknimyndin Puss in Boots, The Rum Diary og A Very Harold and Kumar 3D Christmas eru þær kvik- myndir sem verða frumsýndar um helgina í kvik- myndahúsum borgarinnar. Vinsældir teiknimyndarinnar Puss in Boots hafa komið flestum í opna skjöldu. Myndin er „spin-off“ af Shreck-kvikmyndunum sem nutu talsverðra vin- sælda. Að þessu sinni er það stígvélaði kötturinn sem er í kastljósinu en þessi hugrakki riddari glímir jafnt við illmenni og kattareðli sitt. Myndin er sýnd í bæði tvívídd og þrívídd með ensku og íslensku tali. Í ensku útgáfunni er það að sjálfsögðu Antonio Bande- ras sem talar fyrir köttinn en Salma Hayek fyrir aðal-læðuna. A Very Harold and Kumar 3D Christmas er þriðja myndin um þessa misgáfuðu félaga. Að þessu sinni er myndin í þrívídd en þeir John Cho og Kal Penn eru á sínum stað ásamt Neil Patrick Harris úr sjón- varpsþáttunum vinsælu How I Met Your Mother. Óþarfi er að fara nákvæmlega ofan í saumana á söguþræði myndarinnar en í stuttu máli fylgist myndin með jólaundirbúningi Harolds og Kumars sem er, eðli málsins samkvæmt, nokkuð óvenjulegur. Þriðja myndin er síðan The Rum Diary með Johnny Depp og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Hunters S. Thompson og segir frá drykkfelldum blaðamanni sem fer í mikla rannsóknarferð til Púertó Ríkó en þar kemst hann meðal annars í kynni við romm og fagrar frúr. Stígvélaður köttur og romm Angelina Jolie hefur, samkvæmt vefútgáfu Empire-tímaritsins, sam- þykkt að leika aðalhlutverkið í nýj- ustu kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson. Lítið er vitað um kvik- myndina, henni hefur ekki einu sinni verið gefið nafn, en talið er líklegt að hún verði í vísindaskáldsögu- legum stíl. Og að hún verði ákaflega umfangsmikil. Besson hefur ekki alveg verið upp á sitt besta að undan- förnu í leikstjórastólnum en honum virðist sýknt og heilagt takast að tæla til sín stærstu stjörnurnar. Besson hefur að undanförnu aðal- lega einbeitt sér að framleiðslu kvikmynda en mun á næstunni frumsýna ævisögulegu kvik- myndina The Lady, sem fjallar um Aung San Suu Kyi, frelsis- leiðtoga Búrma. Með hlutverk Kyi fer Michelle Yeoh en það er hins vegar David Thewlis sem leikur eiginmann hennar. Jolie er hins vegar sjálf að kynna fyrsta leikstjóraverkefnið sitt, In the Land of Blood and Honey. Þá er fram undan hið risavaxna verkefni hennar og Davids Fincher um Kleópötru. - fgg Jolie með Besson Í HASARSTUÐI Michael Bay mun væntanlega leikstýra fjórðu og fimmtu kvikmyndinni um Umbreytingana eða Transformers. UMDEILDUR Ari Emanuel er síður en svo allra í Hollywood. Hann fór þess á leit við kvikmyndabransann að Mel Gibson yrði sparkað út úr samfélagi mannanna eftir að hafa gerst sekur um gyðingahatur. Hann er einn valdamesti maðurinn í Hollywood enda á hann og rekur eina stærstu umboðsskrifstofu draumaborgarinnar. NORDIC PHOTOS/GETTY FRESSIÐ FRÆGA Stígvélaði kötturinn er einn óvæntasti smellurinn í Bandaríkjunum en þar glímir kötturinn frægi jafnt við illmenni og kattareðli sitt. Á FRANSKA VÍSU Angelina Jolie mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd Luc Besson. Jólaveislan á UNO er byrjuð UNO uno.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.