Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 78

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 78
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR62 folk@frettabladid.is Á hverju ári kemur kvikmynd í bíóhúsin sem fangar jólaandann í rómantískum og gamansömum stíl. Í ár er það kvikmyndin New Year´s Eve en í myndinni leikur fjöldinn allur af frægum leik- urum. Myndin fjallar um afdrif ólíkra ein- staklinga á síðasta kvöldi ársins. Kvikmyndin var frumsýnd í Hollywood í vikunni og rauði dregillinn stjörnum prýddur. Þar mátti sjá glaðbeittan Ashton Kutcher, sem nýlega skildi við leikkonuna Demi Moore, en hann stillti sér upp með leikkonunni úr sjón- varpsþáttunum Glee, Leu Michele. Einnig mættu leikkonurnar Michelle Pfeif- fer og Hilary Swank í sínu fínasta pússi en þær leika báðar í mynd- inni. JÓLIN KOMIN Í HOLLYWOOD GRÁKLÆDDUR Leikarinn ungi Zac Effron mætti glaður á rauða dregilinn í gráum jakkafötum. BROSMILD Sofia Vergara fer með hlutverk í myndinni og mætti glöð á frumsýninguna. GÓÐIR VINIR Vel fór á með Leu Michele og Ashton Kutcher á frumsýningunni en þau leika bæði í jólamyndinni. FJÓLUBLÁTT Michelle Pfeiffer er ekki dag- legur gestur á frumsýningum en hún leikur í New Year´s Eve og mætti því brosandi. NORDICPHOTOS/GETTY KYNNIRINN Kynnirinn og útvarpsmaðurinn Ryan Seacrest kom á frumsýninguna en hann leikur sjálfan sig í myndinni. FÍN Leikkonan Kath- erine Heigl klæddist svörtum kjól á frum- sýningunni. BLÁR KJÓLL Leikkonan Hilary Swank var glæsileg í dökkbláum pallíettukjól. ÁRA er söngkonan Nicki Minaj í dag en hún vekur alla jafna athygli fyrir frumlegan klæðaburð og líflega sviðsframkomu. „Þetta eru bæði góðar fréttir og ömurlegar fréttir,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgef- andi hjá Bjarti & Veröld. Athygli hefur vakið að bóksölulistinn sem hefur birst vikulega í gegnum árin var hvergi sjáanlegur í síðustu viku. Þá gerðist það einmitt í fyrsta sinn í tíu ár að Arnaldur Indriðason átti ekki vinsælustu íslensku skáldsöguna, held- ur Yrsa Sigurðardóttir, skjólstæðingur Péturs Más, með bókina Brakið. „Þetta er svolítið eins og að vera með fæðingardaga fjölskyld- unnar í lottóinu og í vikunni sem maður gleymir að spila koma tölurnar upp. En kost- urinn við þetta er að það eru meiri líkur á að þetta gerist aftur heldur en að tölurnar í lottóinu komi aftur,“ segir Pétur Már, sem frétti af því fyrir viku að listinn kæmi ekki út þá vikuna. „Við vorum býsna súr yfir því, vegna þess að listinn skiptir máli í fjórar vikur á ári og fyrstu vikuna sem hann skiptir máli kemur hann ekki.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ástæðan fyrir því að bóksölulistinn var ekki birtur sú að starfsmaður Rannsóknarseturs verslunarinnar sem vinnur listann var í fríi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins var Arnaldur síðast í öðru sæti á listanum árið 2001 þegar Ólafur Jóhann Ólafsson skákaði Graf- arþögn með Höll minninganna. „Þessi listi hefur verið birtur í sextán ár með smá hléi og það hefur aldrei fallið út birting. En þegar hún fellur loks niður þá hafa orðið mikil tíðindi,“ segir Pétur Már, sem tekur fram að hann sé einnig ánægður með vinsældir Arnaldar. „Það er auðvitað gleðilegt að tvær íslenskar skáldsögur skuli seljast svona vel.“ - fb Arnaldur missti toppsætið til Yrsu GÓÐAR OG ÖMURLEGAR FRÉTTIR Yrsa komst loksins upp fyrir Arnald á bóksölulistanum sömu viku og listinn birtist ekki. Súrsæt tíðindi fyrir Pétur Má Ólafsson. Söngvarinn George Michael þarf að eyða jólunum á spít- ala en hann er enn þá að jafna sig eftir lungabólgu. Michael var lagður inn á spítala í Austur- ríki fyrir tveimur vikum en er á bata- vegi núna. „Honum er að batna en það lítur út fyrir að hann þurfi að liggja inni yfir hátíðarnar. Ég eyði öllum stundum með honum á spítalan- um,“ segir kærasti söngvarans, Fadi Fawas, sem þó færir með góðar fréttir því um tíma var söngvaranum vart hugað líf. Eyðir jólunum á spítala ENNÞÁ VEIKUR George Michael verður á spítala yfir hátíðarnar. NORDICPHOTOS/GETTY 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.