Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 80

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 80
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR64 Danshópurinn Area of Stylez samanstendur af strákum frá Taílandi, Nepal, Víetnam, Tíbet og Bandaríkjunum, en þeir vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu í sjónvarpsþætt- inum Dans dans dans. Í yfir eitt ár hafa strákaranir æft saman í litlu æfingahús- næði í Engihjalla. „Við bjuggumst kannski ekki við því að komast í úrslitaþáttinn en takmarkið var alltaf að komast eins langt og við gætum og vekja á okkur athygli,“ segir Kristófer Aron Garcia Thorarensen, einn af níu meðlimum danshópsins Area of Stylez. Danshópurinn vakti athygli fyrir skemmtilegt atriði í dans- þættinum Dans dans dans á Rík- issjónvarpinu síðasta laugardags- kvöld, en þeir komumst áfram í úrslitaþáttinn næstu helgi. Hóp- urinn samanstendur af níu strák- um frá Taílandi, Nepal, Tíbet og Víetnam auk Kristófers, sem er frá Íslandi og Bandaríkjunum. Hann hefur búið á Íslandi alla sína ævi en misjafn bakgrunnur er hjá strákunum, sem eru á aldr- inum 16-25 ára og ýmist í skóla eða að vinna. „Við erum allir af höfuðborgar- svæðinu en erum með æfingarað- stöðu í Engihjallanum þar sem við höfum verið að dansa saman í eitt ár,“ segir Kristófer. Dans- hópurinn Area of Stylez varð hins vegar ekki til fyrr en rétt fyrir prufurnar fyrir þáttinn. „Ég sá auglýsingu um þáttinn í blaðinu og stakk upp á því við strákana að við tækjum þátt.“ Strákarnir eru flestir sjálf- lærðir í dansinum og segir Krist- ófer að þeir noti mikið vefsíðuna YouTube til að læra ný spor. „Ég var í samkvæmisdansi þegar ég var lítill og fór svo á eitt breik- námskeið en eftir það var mér boðið að vera með strákunum. Við reynum að hittast á hverjum degi og æfa okkur,“ segir Kristófer. Núna æfa strákarnir í fjóra tíma á dag fyrir úrslitakvöldið, en þeir sem eru í skóla eru einnig í prófum núna. Sjálfur er Kristófer í íþrótta- fræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og í miðri prófatörn. „Við þurfum að skipuleggja okkur mjög vel núna og reyna að ein- beita okkur að skólanum líka þó að það sé smá erfitt þegar það er svona stutt í úrslitin.“ Sigurvegari Dans dans dans hlýtur eina milljón króna í verð- laun og eru strákarnir aðeins farnir að leiða hugann að verð- laununum. „Við mundum vilja nýta pening- inn í að bæta dansumhverfið og gera það aðgengilegra fyrir alla. Búa til stúdíó og byrja kannski á því að setja upp spegla í æfinga- herbergið okkar. Við viljum leyfa þeim sem eiga ekki mikinn pening að æfa dans og hafa gaman. Það er það sem skiptir aðalmáli, að hafa gaman,“ segir Kristófer og lofar skemmti- legu atriði frá danshópnum á laugardaginn kemur. alfrun@frettabladid.is Við viljum leyfa þeim sem eiga ekki mikinn pening að æfa dans og hafa gaman. Það er það sem skiptir aðal- máli, að hafa gaman. KRISTÓFER ARON GARCIA THORARENSEN DANSARI Í AREA OF STYLEZ Bíó ★★★★ We Need to Talk About Kevin Leikstjórn: Lynne Ramsay Leikarar: Tilda Swinton, John C. Reilly, Ezra Miller, Jasper Newell, Ashley Gerasimovich Óhuggulegasta mynd ársins Líf Evu Khatchadourian er í molum. Eitthvað hræðilegt hefur gerst en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er. Okkur eru gefnar ýmsar vísbendingar en þurfum sjálf að fylla inn í eyðurnar í bili. Leik- stýran skoska Lynne Ramsay flakkar milli fortíðar og nútíðar en lykillinn að vanlíðan Evu er að finna í fortíðinni. Hvað var það sem gerðist og hvers vegna gerðist það? Þessi dramatíska mynd málar trúverðuga mynd af harmi aðstandenda þeirra sem fremja voðaverk. Hvert einasta „skrímsli“ á foreldra og jafnvel systkini á einhverjum tímapunkti, og stundum alast ófreskjurnar upp við tiltölulega eðlilegar aðstæður. Í þeim tilfellum spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis. Maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort illska geti hreinlega verið meðfædd. Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunarefni er engu púðri eytt í predikanir. Myndin varpar fram spurningum og vangaveltum en áhorfandinn verður sjálfur að lesa í ljóðrænt myndmálið. Myndataka og klipping skapa ógnvekjandi stemningu sem óhefðbundin notkun tónlistar rekur smiðshöggið á. We Need to Talk About Kevin er óhuggulegasta mynd ársins. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Drungalegt drama um viðkvæmt málefni. Hér er vandað til verka og útkoman er frábær. Vilja gera dansinn aðgengilegri fyrir alla AREA OF STYLEZ Þeir Pathipan Kristjánsson, Tu Ngoc Vu, Kristófer Aron Garcia Thorarensen, Suwit Chotnok, Surathep Khampamuang, Ratthaphon Parasri, Tenzin Khechok, Rajdeep Gurung og Theeraphol Arayarangsee mynduðu danshópinn Area of Stylez rétt fyrir prufurnar en ef þeir sigra í Dans dans dans vilja þeir búa til dansstúdíó og leyfa þeim sem ekki eiga mikinn pening að læra dans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.