Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 84

Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 84
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR68 Olga Einarsdóttir – gerði brennandi áhuga á fatnaði og tísku að starfsferli. Söngkonan Kelly Rowland hlakk- ar til að passa fyrir vinkonu sína Beyoncé en er ekki til í að eign- ast börn sjálf. Rowland söng með Beyoncé í hljómsveitinni Destiny´s Child og eru þær góðar vinkonur í dag. „Ég ætla að vera dugleg að passa og kannski skipta á einni eða tveimur bleyjum fyrir hana,“ segir Rowland sem vill bíða með barn- eignir í nokkur ár. „Tilhugsunin um að eitthvað á stærð við mel- ónu komi út um eitthvað á stærð við sítrónu er of mikið fyrir mig og ég bara skil ekki hvernig þetta virkar,“ segir söngkonan. Beyoncé á von á sér í byrjun ársins. Hlakkar til að passa HJÁLPAR TIL Kelly Rowland ætlar að hjálpa vinkonu sinni Beyoncé að passa barnið sem er væntanlegt í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Það styttist í að tilkynnt verði hvaða myndir verða tilnefndar til Óskarsverð- launa. Kvikmyndaspekúl- antar eru að sjálfsögðu byrjaðir að velta vöngum yfir því hvaða nöfn verða birt á flatskjánum í Holly- wood og flestir eru á sama máli; það verða kunnugleg andlit meðal hinna útvöldu. Tilnefningarnar til Óskarsverð- launa verða kunngjörðar í lok janúar. Tilnefning getur ýmsu breytt og því ekkert skrýtið að kvikmyndagerðarmenn skuli eyða háum fjárhæðum í að koma sínum verkum á framfæri við Akadem- íuna. Íslenskir kvikmyndaunnend- ur verða að bíða enn um sinn eftir „vandaða“ pakkanum frá Holly- wood – janúar og febrúar hafa yfirleitt verið gjöfulir hvað slíkar gjafir varðar. Kunnugleg andlit Vefsíðan Deadline tók saman lista yfir þá leikstjóra sem líklegastir eru til að hljóta tilnefningu. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa komið við sögu Akademíunn- ar áður. Sumir hafa jafnvel hlotið styttuna góðu oftar en einu sinni á meðan aðrir hafa verið tilnefnd- ir nógu oft til að geta loks gert tilkall til verðlaunanna. Steven Spielberg er í fyrrnefnda hópn- um. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fimm sinum og hlotið verðlaunin í tvígang; fyrir Schindler‘s List og Saving Private Ryan. Kvikmyndarinnar War Horse, sem Spielberg leik- stýrir, er beðið með mikilli eftir- væntingu enda hafa bæði bókin og leikritið notið mikila vinsælda. Deadline segir myndina hafa allt til brunns að bera; miklar tilfinn- ingar og stórfengleg hasaratriði. Annar reynslubolti, sem þó hefur haft það fyrir sið að sniðganga hátíðina, er Woody Allen. Leik- stjórinn þykir sýna gamla takta í Midnight in Paris en hann hefur verið tilnefndur fjórtán sinnum til verðlaunanna. Deadline segir Aka- demíuna varla geta gengið fram hjá Allen í ljósi þess að Midnight in Paris hafi hlotið einróma lof gagn- rýnenda og gekk vel í miðasölu. Akademían mun vafalítið einnig eiga erfitt með að hunsa Martin Scorsese og ævintýramynd hans Hugo sem fengið hefur stórkost- lega dóma. Scorsese, þótt ótrú- legt megi virðast, hefur aðeins einu sinni hlotið styttuna góðu þrátt fyrir að hafa verið tilnefnd- ur sex sinnum og Akademían mun alla tíð hafa það á samviskunni að hafa valið úlfadans Kevins Cost- ner fram yfir Goodfellas á sínum tíma. Nafn Scorsese verður næst- um örugglega í pottinum. Fincher talinn heitur Svo eru það hinir sem hafa daðr- að við styttuna, hlotið tilnefningu en aldrei náð á toppinn. Alexander Payne og kvikmynd hans, The Descendants, hafa átt góðu gengi að fagna og nafn Davids Fincher og Karla sem hata konur hefur verið nefnt á nokkrum vefsíðum. Kvik- myndanirðir virðast hafa tröllatrú á amerískri aðlögun sænska þrí- leiksins eftir Stieg Larsson. Hið sama má segja um Stephen Daldry, hann hefur gert þrjár kvikmyndir og verið tilnefndur fyrir þær allar. Nýjasta kvikmynd hans, Extre- mely Loud and Incredibly Close, þykir nokkuð spennandi en mynd- in segir frá afleiðingum árásanna á Tvíburaturnana. Clooney orðaður við Óskar Og svo er það George Clooney, leikarinn og leikstjórinn sem Aka- demían dýrkar. The Ides of March hefur feng- ið prýðisgóðar viðtökur, umfjöll- unarefnið er pólitískt og hver vill ekki vera vinur George Clooney? Jason Reitman, leikstjóri Juno og Up In The Air, þykir einnig lík- legur fyrir kvikmynd sína Young Adult, sömuleiðis Bennett Miller með kvikmynd sína Moneyball og svo er það hið óvænta; Michel Haz- anavicius og kvikmynd hans The Artis. Hún er þögul og í svarthvítu en hvar sem myndin hefur verið sýnd hafa áhorfendur risið úr sætum og klappað henni lof í lófa. Myndin hefur unnið flest aðalverðlaun á þeim kvikmyndahátíðum sem hún hefur tekið þátt í og því er ekki óhugsandi að The Artist gæti orðið Öskubuskusaga ársins. freyrgigja@frettabladid.is Góðkunningjar Óskars lík- legir til afreka á næsta ári ÞUNGAVIGTARMENN ÁBERANDI Woody Allen og Martin Scorsese eru meðal þeirra þungavigtarmanna sem þykja líklegir til að hreppa Óskarstilnefningu í lok janúar. Meðal annarra má nefna leikstjórann Alexander Payne, Stephen Daldry og David Fincher sem allir hafa verið tilnefndir en aldrei farið heim með styttuna góðu í farteskinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.