Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 88
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR72 STEINI/PÉSI &GAUR Á TROMMU Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Sími 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Fimmtudagur 08.12.11 22:30 Fimmtudagur 15.12.11 20:00 Föstudagur 16.12.11 22:30 Aukasýning! Aukasýning! Síðustu sýningar fyrir jól! 25% jólaafsláttur fyrir námsmenn í desemberí miðasölu Gamla bíós. Sala á árlegu dagatali slökkviliðsmanna hefst í dag. Ágóðann nota þeir til að komast á heimsleika slökkviliðsmanna. „Þetta gengur rosalega vel, hefur alltaf selst upp,“ segir Pálmi Hlöð- versson slökkviliðsmaður. Hann og félagar hans sem stefna á heims- leika slökkviliðsmanna gefa líkt og fyrri ár út dagatal til að safna fyrir ferðinni á leikana. „Við byrj- uðum á þessu árið 2007, þá vorum við akkúrat tólf sem vorum að fara. Það er hrikalega dýrt að fara út og við vorum að vesenast með fjár- mögnunina þegar einhver fékk þessa snilldarhugmynd. Síðan þá höfum við getað fjármagnað ferð- ina eingöngu með þessari sölu,“ segir Pálmi, en árlega prenta þeir 3.000 eintök af dagatölum sem með- limir slökkviliðsins prýða. Pálmi játar því að þeir séu að venjast fyrirsætustörfunum. „Menn voru svona hálffeimnir fyrst, að vera berir að ofan hang- andi uppi á vegg hjá fólki í heilan mánuð. Ísland er lítið land og allir þekkja alla, en þetta hefur vanist mjög vel. Núna komust færri að en vildu.“ Góð stemning ríkir í kringum dagatalsgerðina innan slökkviliðs- ins og Pálmi segir mikið rætt og hlegið innan hópsins. Í ár ákváðu þeir að stíga næsta skref og fengu fjölda fagmanna til liðs við sig, þar á meðal Veru Pálsdóttur ljós- myndara. „Það var mikið fjör í tök- unum. Menn lögðu alveg allt í söl- urnar. Við vildum ekkert Photoshop þannig að sumir fóru berir að ofan út í sjó og aðrir fengu smá bruna- sár á bakið – við erum náttúrulega ekki vanir að vaða berir að ofan inn í eld, og mælum ekkert með því.“ Pálmi vonast til þess að hærra fari af þátttökunni á næstu leik- um, en síðan íslenskir slökkviliðs- menn mættu fyrst árið 1999 hafa þeir unnið til fleiri en tuttugu verð- launa, bæði í hefðbundnum íþrótta- greinum og slökkviliðstengdum greinum. „Hérna heima vita fæstir af þessu. Við smyrjum bara á okkur olíu, seljum dagatal og förum út.“ Þeir sem vilja tryggja sér eintak af dagatalinu geta hitt á slökkvi- liðsmennina fyrir framan versl- anir Eymundsson á Skólavörðustíg og Austurstræti í dag og á morgun á milli 16-19. Þar fer fram sérstök forsala, Sjávargrillið býður gestum og gangandi upp á jólasúpu og Te og kaffi hellir upp á hátíðarkaffi. bergthora@frettabladid.is BÚNIR AÐ VENJAST FYRIRSÆTUSTÖRFUNUM VATNSELGUR Mikið er lagt á sig til að geta tekið þátt í heimsleikunum. MYNDIR/VERA PÁLSDÓTTIR HETJUDÁÐ Slökkviliðsmenn mæla ekki með því að vera ber að ofan í nálægð við eld. HRAUSTLEGIR Æfingar fyrir keppnina eru teknar alvarlega og af miklum metnaði. FLOTTAR MYNDIR Fyrirtækið Viðvera aðstoðaði slökkviliðsmennina í ár og útkoman er flott. „Ég má bara eiginlega ekkert tjá mig um málið. Ég er bundinn trúnaði og það er bara eins gott að standa við það,“ segir Guðmundur Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður. Hann stjórn- aði tökum í sjónvarpsseríu BBC, breska ríkissjónvarpsins, um sænska lögreglumann- inn Wallander sem Kenneth Branagh leikur. Wallander-þættirnir eru byggðir á bókum eftir Henning Mankell og hafa notið tals- verðra vinsælda í Bretlandi en margir Íslend- ingar ættu að kannast við sænsku útgáfurnar sem hafa verið sýndar á RÚV. „Ég held að þetta verði ekki sýnt fyrr en á næsta ári,“ segir tökumaðurinn en tökurnar fóru fram í Svíþjóð. Magni, eins og hann er jafnan kall- aður, hefur verið búsettur í Bret- landi undanfarin ár og unnið sem kvikmyndatökumaður þar við góðan orðstír. Hann var meðal annars kvikmyndatökumaður sjónvarps- seríunnar Spy sem sýnd var á Sky 1 og svo Free Agents á Channel 4 en þeir þættir fengu prýðilegar viðtök- ur og voru meðal annars endurgerðir í Bandaríkjunum. Magni hefur ekki mikið gert af því að vinna hér á landi. „Ég kem þó alltaf í heim- sókn reglulega,“ segir tökumaðurinn en hann stjórnaði þó kvikmyndatökum á heimildar- mynd Sigur Rósar, Heima, og svo íslensku kvikmyndinni Brim. „Ég vann líka með Berki Sigurþórssyni að stuttmyndinni Come to Harm,“ segir Magni en sú mynd hefur vakið töluverða athygli. - fgg Magni vinnur með Kenneth Branagh Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Magni Ásgeirsson stjórnaði tökunum í bresku útgáfunni af Wallander en þar fer Kenneth Branagh með hlutverk sænska lögreglumannsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.