Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 4
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR4 SVÍÞJÓÐ Þriðjungi starfsfólks á stærstu slysadeild í Svíþjóð finnst það vera konum að kenna ef þær eru beittar ofbeldi. Þetta kemur fram í sænskri könnun. Tíu prósentum starfsfólksins á Södersjukhuset í Stokkhólmi finnst það ekki heldur í þeirra verkahring að spyrja hvernig meiðsli kvennanna séu tilkomin. „Rannsóknin sýnir að við höfum mikið verk að vinna í viðhorfi fólks,“ segir Maaret Castrén, prófessor í bráðalækn- ingum á spítalanum. Fimmtán til tuttugu konur látast af völdum maka sinna á hverju ári í landinu og um helm- ingur þeirra hafði áður leitað aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. - þeb Starfsfólk á sænskum spítala: Ofbeldið kon- um að kenna HEILBRIGÐISMÁL Um þriðjungur sjúklinga með brjóstakrabba- mein hættir að taka hormóna- bælandi lyf vegna aukaverkana. Þetta sýna niðurstöður rann- sóknar sem gerð var við North- western-háskólann í Bandaríkj- unum. Rannsóknin tók til 686 kvenna sem tóku hormónabælandi lyf vegna sjúkdómsins. Alls kváðust 36 prósent þeirra hafa hætt að taka lyfin vegna liðverkja, hitakófs, þyngdar- aukningar og ógleði. Tíu prósent hættu að taka lyfin innan tveggja ára en 26 prósent eftir fjögur ár. Rannsakendurnir segja lækna vanmeta aukaverkanirnar. - ibs Krabbameinssjúklingar: Hætta töku lyfja vegna aukaverkanaREYKLAUST Þingmenn fá ekki lengur undanþágu til að reykja á skrifstofum sínum í húsakynnum danska þingsins DANMÖRK Danskir þingmenn munu á nýju ári þurfa að fara út úr húsi þingsins, Kristjánsborg, til að reykja. Það var ákveðið af meiri- hluta þingflokksformanna í gær. Þingmenn höfðu áður haft und- anþágu til að reykja inni á skrif- stofum sínum, en ekki lengur. Mogens Lykketoft þingfor- seti leiddi þetta mál til lykta eftir kvartanir starfsfólks þingsins. Þrír þingflokkar mótmæltu bann- inu, Venstre, Danski þjóðarflokk- urinn og Frjálslyndir. Meðal þeirra sem stóðu fastast í andstöðu var Bertel Haarder, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. - þj Heilsuvernd á Kristjánsborg: Þingmenn líka reknir út í reyk Álftnesingar fagna vegagerð Bæjarráð Álftaness hefur lýst yfir mikilli ánægju með að 550 milljónir króna eru skilgreindar til Álftanes- vegar í drögum að samgönguáætlun fyrir árið 2012. Nýr Álftanesvegur verði mikil öryggisbót fyrir Álftnesinga og fjölmarga aðra vegfarendur. „Með byggingu vegarins verður áratuga bar- átta Álftnesinga um lágmarks öryggi vegfarenda til og frá sveitarfélaginu loks að veruleika,“ segir bæjarráðið. SAMGÖNGUR Brutu rúður í rútu Tveir sextán ára unglingar voru staðnir að því að brjóta rúður í gamalli rútubifreið á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Málið er í rannsókn og barnaverndaryfirvöldum hefur verið tilkynnt um atvikið. LÖGREGLUMÁL FJARSKIPTI „Við höfum óskað eftir upplýsingum frá lögreglunni um það hvort einhver starfsmaður Vodafone sé til rannsóknar eða ekki. Slíkar upplýsingar fáum við ekki með þeim rökum að mál af þessu tagi séu málefni einstak- linga, en fyrirtækið sem slíkt sé ekki málsaðili.“ Þetta segir Hrannar Péturs- son, upplýsingafulltrúi Vodafone, um mál það sem nú er til rann- sóknar hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Grunur leikur á að starfsmaður fyrirtækisins hafi látið einstakling sem er til rann- sóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara vita að sími hans væri hleraður vegna rannsóknarinnar. Vodafone sendi frá sér yfirlýsingu vegna þessa í gær. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru tvö mál af þessum toga til rannsóknar hjá lögreglu. Annað snýr að starfsmanni Vodafone en hitt að fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins Skipta, sem var hátt settur þar, en hefur nú látið af störfum. Skipti eru móðurfélag Símans. Lögregla rannsakar hvort þessir umræddu menn hafi látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Síðarnefndi maðurinn hefur verið yfirheyrður vegna málsins. „Þetta snýst um það hvort ein- hver tiltekinn einstaklingur hafi hreinlega rofið trúnað sem hann er bundinn,“ segir Hrannar og bætir við að flest verkefni hjá fyrirtæk- inu séu þess eðlis að þar fram- kvæmi starfsfólk tiltekin verk og búi yfir vitneskju þar að lútandi. Símafyrirtæki fá ekki upplýsingar um leka Síminn og Vodafone reyndu árangurslaust að fá upplýsingar hjá lögreglu í gær um rannsóknir sem eru í gangi vegna gruns um að innanbúðarmenn þar hafi upplýst grunaða menn um að embætti sérstaks saksóknari hleraði síma þeirra. Vegna frétta um að starfsmenn tveggja símafyrirtækja séu grun- aðir um að hafa upplýst grunaða menn um að símtæki þeirra væru hleruð vegna rannsókna á vegum embættis sérstaks saksóknara óskar Vodafone eftir því að koma eftir- farandi á framfæri: „Engar athugasemdir hafa borist Vodafone vegna vinnulags við fram- kvæmd hlerana eða þeirra starfs- manna sem vinna með lögreglu að framkvæmdinni að undangengnum dómsúrskurði. Þvert á móti hefur bæði vinnulagi Vodafone og ein- stökum starfsmönnum verið hrósað fyrir mikla fagmennsku. Í kjölfar áðurnefndra frétta óskaði Vodafone eftir upplýsingum um umrædd mál hjá lögreglu. Þar fengust þau svör, að engar upp- lýsingar yrðu veittar Vodafone enda væri fyrirtækið ekki til rannsóknar.“ Síminn gaf sambærileg svör í gær. Engar athugasemdir borist „Mál af þessu tagi eru þannig vaxin að það skiptir viðkomandi fyrirtæki og þeirra viðskiptavini miklu máli að þau geti sannreynt hvort þeirra eigin starfsmenn séu grunaðir um eitthvað eða ekki. Öðruvísi geta þau ekki brugðist við.“ Síminn fól lögmanni sínum að fá skýringar á málinu hjá lög- reglu, að sögn Margrétar Stefáns- dóttur upplýsingafulltrúa. Hann fékk þau svör að málið varðaði hvorki Símann né Skipti. Þar af leiðandi yrði fyrirtækið ekki upp- lýst frekar um það. Fréttablaðið reyndi án árangurs að ná tali af viðkomandi fyrrverandi starfs- manni Skipta í gær. jss@frettabladid.is SÍMAFYRIRTÆKIN Síminn og Vodafone reyndu árangurslaust að fá upplýsingar um rannsóknir hjá lögreglunni í gær. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæslu- varðhaldi og einangrun vegna rann- sóknar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvem- ber síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. des- ember og hinum fjórða til 16. des- ember. Tvisvar var skotið á umrædda bifreið með þeim afleiðingum að höglin lentu í fyrra skiptið á fram- enda bifreiðarinnar en í hið síðara mölbrutu þau afturrúðu í bílnum og nokkur högl lentu í farþegasæti bif- reiðarinnar sem í voru ökumaður og farþegi. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Tveir mann- anna földu sig í Borgarfirði eftir árásina. Í gæsluvarðhaldskröfu lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu kemur meðal annars fram að lögreglan hafi til rannsóknar afar alvarlegt afbrot, lífshættu- lega skotárás, sem hafi augljós- lega verið liður í uppgjöri tveggja manna vegna fíkniefna. Að mati lögreglu sé hér um að ræða afbrot sem framið hafi verið með skipu- lögðum og verkskiptum hætti af hópi manna, sem allir kenni sig við Outlaws. - jss Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum skotárásarmönnum: Skotárásin skipulögð af Outlaws BYSSUR Lögreglan hefur lagt hald á byssur oog fleiri vopn í tengslum við árásina. TÆKNI Danir hafa mikinn áhuga á tækni og tölvum ef marka má tölur um vefleit frá Google þar í landi. Á vef DR kemur fram að vinsælustu leitarorðin eru Face- book, YouTube og Google. Hvað varðar algengustu nýju leitarorðin var Iphone 5 hæst á blaði hjá Dönum, en þrátt fyrir miklar vangaveltur varð ekkert af því að það langþráða tæki kæmi á markaðinn. Þar á eftir kom vef- leikurinn Minecraft og loks „valg 2011“, en þingkosningar fóru fram í Danmörku í haust. - þj Google-tölfræði Dana 2011: Mikið leitað að ókomnum síma VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 6° 8° 5° 9° 8° 6° 6° 21° 7° 18° 7° 24° 3° 9° 13° 5°Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara A-til. LAUGARDAGUR Hæg NV- eða breytileg átt. -3 -4 -6 -4 -6 0 -5 -1 -2 2 -9 4 8 12 10 7 6 10 7 11 5 8 -4 -6 -7 -5 -2 1 -6 -5 -7 -6 KÓLNAR Í dag og á morgun ríkja N- áttir á landinu, víða 5-10 m/s en vind- strengur við NA- og A-ströndina. Horfur á éljagangi, einkum við N-ströndina en að mestu úrkomu- lítið S- og SA-til. Það kólnar heldur í dag og næstu daga. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 14.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,21 121,79 187,90 188,82 157,94 158,82 21,246 21,370 20,414 20,534 17,363 17,465 1,5539 1,5629 186,39 187,51 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.