Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 6

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 6
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR6 • ORKUMÁL Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að gegna formennsku í dóm- nefnd alþjóðlegu orkuverðlaunanna Zayed Future Energy Prize. Dómnefnd- in fundaði í Abu Dhabi í gær, en verð- launin verða afhent í janúar. Með Ólafi í dómnefndinni eru meðal annarra bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, Cherie Blair, lögfræðingur og eiginkona Tony Blair, Mohammed Nasheed, for- seti Maldíveyja, og dr. Susan Hockfield, rektor MIT háskólans í Banda- ríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forsetans. Í dómnefndinni sitja einnig þau Timothy Wirth, forseti Sameinuðu þjóða stofnunarinnar og fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Banda- ríkjunum, og Elizabeth Dipuo Pet- ers, orkuráðherra Suður-Afríku. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og nemur heildarupphæð verðlaunafjár jafnvirði 450 millj- óna íslenskra króna. Þau verða veitt á Heimsþingi hreinnar orku sem haldið verður í janúar næst- komandi, segir í tilkynn- ingunni. - bj DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamað- ur krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, um eina milljón króna í miska- bætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meið- yrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosa- baugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rang- færslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 millj- óna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri hátt- ar bókhalds- brot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærð- ur í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókar- innar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerking- ar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt,“ segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarf- lausu og án tilefnis. - bj Jón Ásgeir Jóhannesson krefst ómerkingar á leiðréttum ummælum fyrrverandi áðherra í meiðyrðamáli: Vill 1,3 milljónir króna frá Birni Bjarnasyni BJÖRN BJARNASON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON ÓLAFUR OG LEON- ARDO Leikarinn heimsfrægi verður í dómnefnd ásamt forsetanum. Ólafur Ragnar Grímsson formaður dómnefndar alþjóðlegra orkuverðlauna: Í dómnefnd með Leonardo DiCaprio EFNAHAGSMÁL Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skatt- heimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýs- ing var undir- rituð í desember 2010 um að setja 12 mil ljarða króna í vaxta- niðurgreiðslu skuldugra heim- ila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirn- ir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmunds- son, formaður Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skatt- heimtu. Með kaupum á ríkiseign- um hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 millj- örðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vild- um við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Lands- neti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkj- un ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldna- holti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldna- svæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátt- taka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóð- unum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta Lífeyrissjóðir vildu fjárfesta í ríkisfyrirtækjum og fjármagna þannig vaxtaniður- greiðslu skuldugra heimila. Var ekki talið tímabært af stjórnvöldum. Vildu lána Reykjavíkurborg til uppbyggingar í Keldnaholti en skipulagsmál hömluðu því. KELDNAHOLT Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ARNAR SIGURMUNDSSON KJÖRKASSINN Eyðir þú meiru í jólagjafir í ár en í fyrra? JÁ 17,2% NEI 82,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kaupa íslenskt jólatré? Segðu skoðun þína á visir.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.