Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 8
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR8 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is 24 helstu vellir á Íslandi ásamt 7.100 evrópskum völlum Einfaldur og handhægur snertiskjár Getur stillt holustaðsetningar Heldur utan um tölfræði kylfings, hittar flatir, brautir og pútt Aðeins tæki keypt á Íslandi eru með íslenskum völlum APPROACH ® GOLF GPS Draumajólagjöf golfarans INNIHELDUR KORT 24 HELSTU GOLFVALLA ÍSLANDS LISTINN ER Á GARMIN.IS 1. Hvaða bók er nú í efsta sæti sölulista bókaútgefenda? 2. Hvað hefur gæsluvarðhaldsúr- skurðum fjölgað um mörg prósent? 3. Hvar vinna vísindamenn við sterkeindahraðal CERN? SVÖR: 1. Brakið 2. 60 prósent 3. Á landamærum Sviss og Frakklands DANMÖRK Rúmlega þrjú prósent Dana svíkja bætur úr velferðar- kerfinu á hverju ári, samkvæmt nýrri rannsókn sem fyrirtækið KMD Analyse gerði. Niðurstöður rannsóknarinn- ar gefa til kynna að á bilinu sjö til tólf milljarðar danskra króna séu sviknir út úr kerfinu á hverju ári, eða um 150 til 256 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið tók viðtöl við Dani og viðurkenndu 3,2 prósent þeirra að taka við bótum sem þeir þurfa ekki á að halda. Dæmi um bótasvik eru að fólk tekur við bótum en segir ekki frá raunverulegum tekjum sínum, eða fær atvinnuleysisbætur án þess að leita að starfi eða hafa neitað vinnu. Í fyrra voru 350 milljónir danskra króna endurheimtar eftir að upp komst um bótasvik, en KMD segir að það séu líklega aðeins um fjögur til sjö prósent af raunverulegum svikum. Sveitar- félög treysta að mestu leyti á nafnlausar ábendingar til að koma upp um svikin. Fyrirtækið mælir með því að með betri eftirfylgni og samstarfi milli mismunandi stjórnsýslustiga væri hægt að gera mun betur. Þá bendir fyrirtækið einnig á að einfalda þurfi skilyrði fyrir því að fá bætur. - þeb Ný rannsókn á bótasvikum í Danmörku bendir til að 3% Dana svíki út bætur: Svik nema hundruðum milljarða ÞÝSKALAND Forsvarsmaður jóla- markaðar í Berlín hefur heitið þeim eitt þúsund evrum sem geta veitt upplýsingar um mann í jóla- sveinabúningi sem boðið hefur gestum jólamarkaða eitraðan snafs. Sjö konur og þrír karlar hafa orðið veik af drykknum og nokk- ur þeirra þurftu á meðferð á sjúkrahúsi að halda. Lögreglan í Berlín kannaði í fyrradag enn eitt tilfelli, sem grunur leikur á að tengist hinum. Enn er ekki ljóst hvað var í snöfs- unum sem olli veikindunum. Sá sem bauð vegfarendum drykkina var í fyrstu sjö skiptin ekki klæddur sem jólasveinn, að því er þýskir fjölmiðlar greina frá. - ibs Veik eftir ferð á jólamarkað: Jólasveinn býð- ur eiturdrykki DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að brjóta nálgunarbann gegn fyrrver- andi eiginkonu sinni og núverandi sambýlismanni hennar. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa nálgast parið við sundlaug í Hafnarfirði. Jafnframt að hafa farið að heimili þeirra þrátt fyrir að hafa vitað að nálgun- arbann væri í gildi. Maðurinn var líka sakaður um að hafa ónáðað fólkið með tugum símtala, sms- skilaboðum og tölvupóstum. - jss Ónáðaði fyrrum eiginkonu: Braut nálgunar- bann gegn konu KAUPMANNAHÖFN Fyrirtækið segir að líklega komist aðeins upp um fjögur til sjö prósent af bótasvikum á hverju ári. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Ríkið mun verja 296 milljörðum króna til nýrrar sam- gönguáætlunar fyrir árin 2011 til 2022, samkvæmt tillögum Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra. Annars vegar er um að ræða tólf ára samgönguáætlun, þar sem stærstum hluta fjármagnsins verður varið til vegamála, eða 240 milljörðum króna, og hins vegar fjögurra ára verkefnisáætlun með fjárhagsramma. Fjölmörg verkefni eru í áætlun innanríkisráðherra. Þar á meðal eru nýjar brýr yfir Ölfusá og Hornafjarðarfljót, breikkun vegar milli Selfoss og Hveragerðis, breikkun Vesturlandsvegar og lagning bundins slitlags víðsvegar um landið. Meðal helstu áherslna í áætlana gerðinni voru efling almenningssamgangna, að koma í veg fyrir banaslys í umferðinni, loftslagsmál, samgöngukostnað- ur heimilanna og jákvæð byggða- þróun. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sérstök áhersla sé lögð á verkefni á landsvæðum þar sem í dag eru lakastar samgöngur. Verkefnaáætlunin skiptist í sjö kafla; flugmálaáætlun, siglinga- málaáætlun, vegáætlun, áætlun Umferðarstofu, umferðaröryggis- áætlun, almenn samgönguverk- efni og framkvæmd verka á tíma- bilinu. Þá verður á árunum 2011 til 2022 unnið að rannsóknar-, úttekt- ar- og stefnumótunarverkefnum sem falla undir meginmarkmið samgönguáætlunar. sunna@frettabladid.is 300 milljarðar fara í bættar samgöngur Ríkið mun verja þrjú hundruð milljörðum króna í samgöngubætur á næstu tólf árum samkvæmt nýrri samgönguáætlun innanríkisráðherra. Nýjar brýr yfir Ölfusá og Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna. Almenningssamgöngur efldar. Meðal verkefna sem lokið verður á gildistíma tólf ára samgönguáætlunar og kosta hvert yfir einn milljarð króna eru: ■ Ný brú yfir Hornafjarðarfljót ásamt vegagerð ■ Ný brú yfir Ölfusá norðan Selfoss ■ Breikkun vegar milli Selfoss og Hveragerðis og um Hellisheiði ■ Breikkun Vesturlandsvegar ■ Vegarkafli á sunnanverðum Vestfjörðum ■ Verkefni á Suðvesturlandi sem tengjast bættu umferðarflæði ■ Átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi um land allt fyrir tæpa 6 milljarða króna ■ Nýr vegur um Dynjandisheiði, Suðurfjarðarveg og Axarveg Gert er ráð fyrir að lokið verði við gerð Norðfjarðarganga árið 2018, Dýra- fjarðargöng árið 2022 og Hjallahálsgöng einnig 2022 verði láglendisleið ekki fyrir valinu. Helstu verkefni í tólf ára áætlun VEGUR LAGÐUR Langstærstum hluta fjármagnsins í tólf ára samgönguáætlun innanríkisráðherra verður varið til vegamála, eða 240 milljörðum króna af tæpum 300 milljörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VÍSINDI Stjörnufræðingar hafa gert merkilega upp- götvun þar sem risastjörnukíkir evrópsku Geimvís- indastofnunarinnar (ESO) hefur varpað ljósi á stórt gasský sem er nokkru massameira en jörðin, og nálgast óðfluga risasvartholið í miðju Vetrarbrautar- innar. Á vef ESO segir að þetta sé í fyrsta sinn sem „dauðadæmt“ gasský nálgast svarthol að jarðarbú- um sjáandi, en þýskir vísindamenn hafa notað sjón- auka ESO til að fylgjast með svartholinu í 20 ár. Skýið sem um ræðir fer nú á átta milljón kíló- metra hraða á klukkustund í átt að svartholinu og eykur stöðugt hraðann. Skýið verður komið fast upp að svartholinu árið 2013, en þegar er þyngdarafl svartholsins farið að tæta í brúnir skýsins og er talið að það muni leysast algerlega upp á næstu árum. „Margir kannast við hugmyndina um geimfara sem verður að spaghettíi er hann nálgast svarthol,“ segir Stefan Gillessen, aðalhöfundur fræðigreinar um þessa atburðarás, á vef ESO. „Í dag sjáum við það gerast í raunveruleikanum. Þetta nýfundna ský mun ekki komast heilu og höldnu í gegnum þessa raun.“ - þj Einstakur atburður að eiga sér stað við miðju Vetrarbrautarinnar: Dauðadæmt ský nálgast svarthol ENGIN UNDANKOMULEIÐ Þessi tölvumynd sýnir afleiðingar þess að gasskýið leysist upp í návígi við svartholið. Rauða línan sýnir braut skýsins. MYND/ESO VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.