Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 10

Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 10
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR10 ICESAVE: ÍSLANDI STEFNT FYRIR EFTA-DÓMSTÓLINN FRÉTTASKÝRING Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstól- inn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutrygg- ingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur hald- ið þessu fram um hríð. E SA sendi ríkis stjórn Íslands áminn- ingarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinn- ar var áréttað- ur. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigend- ur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollend- ingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar rök- semdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgeng- ist með aðild að EES-samningn- um. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismun- unar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipun- inni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnun- arinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Frétta- blaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Kom- ist dómstóllinn að því að Íslending- ar hafi mismunað innstæðueigend- um gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 pró- sent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslend- ingar málinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins lítur ESA svo á að nauð- synlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallar- spurningu. kolbeinn@frettabladid.is Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi Eftirlitsstofnun EFTA hefur stefnt Íslandi fyrir dóm vegna meintra brota á tilskipun um innstæðutryggingar vegna Icesave. Landið sagt skuldbundið til greiðslu samkvæmt EES-samningi. Útgreiðslur úr þrotabúi höfðu ekki áhrif. SAMNINGUM HAFNAÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang neitað að skrifa undir lög frá meirihluta Alþingis um lausn á Icesave-deilunni. Eftirlits- stofnun EFTA hefur nú stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna deilunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÁRUS BLÖNDAL Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu. LÁRUS BLÖNDAL FYRRUM FULLTRÚI Í ICESAVE-VIÐRÆÐUM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stöðuna tengjast niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna varðandi Icesave. Ágreiningur sé uppi um túlkun þeirra reglugerða sem ESA vísar til. Hann vonar að fjárhagsleg áhætta sé ekki mikil, enda bendi allt til þess að hinn fallni Landsbanki eigi fyrir öllum innstæðum. „Hættan af svona máli var að það yrði ekki bara um lágmarkstrygginguna heldur mundi ESA láta á það reyna að innstæðutryggingin gilti jú fyrir allar reikningsupphæðir á Íslandi. Það gæti verið mismunun gagnvart EES-borgurum, um það var óvissa og er.“ Gylfi segist hafa verið þeirrar skoðunar að best hefði verið að leysa málið með samningum. „Í svona málum eru það hagsmunir aðila, bæði okkar sem þjóðar og þeirra sem við erum að vinna með, að leysa þetta með pólitískum hætti.“ - kóp GYLFI ARNBJÖRNSSON, FORSETI ASÍ: Þrotabúið virðist duga til GYLFI ARNBJÖRNSSON Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir málssókn- ina ekki munu hafa mikil áhrif á horfur í efnahags- málum. Fjárhagsleg áhætta Breta og Hollendinga hafi minnkað með bættum endurheimtum í þrotabú Lands- bankans. Frekar sé á ferðinni spurning um að skýra ákveðnar Evrópureglur um innstæðutrygg- ingar. „Og hitt sem hefur gerst er að okkur hefur tekist að útskýra þetta fyrir markaðnum og öllum aðilum. Þetta er því ekki óvænt og ég held að markaðirnir og flestir hafi reiknað með því að þetta færi svona. Ég á því ekki von á því að þetta verði mikil áhrif þó þau geti auðvitað orðið einhver til skemmri tíma. En maður veit auðvitað aldrei með markaði, þeir lúta sálfræði til skemmri tíma, en þegar frá líður held ég að þau verði ekki mikil.“ - mþl MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI: Reiknuðu flestir með því að málið færi fyrir dómstóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir dómsmálið ekki koma að öllu leyti á óvart. Forstöðumaður ESA hafi tjáð sig á þennan veg í haust á fundi með þingmönnum EFTA og Evrópuþingsins. Sigmundur segir hins vegar undarlegt að ESA taki ekki tillit til erindis efnahags- og viðskiptaráðherra um bætta stöðu þrotabús Landsbankans. Sigmundur segir að í því bréfi hafi verið sýnt fram á að Bretar og Hollendingar hefðu ekki orðið fyrir tjóni vegna þeirrar leiðar sem farin var. Þvert á móti hefðu þeir hagnast á því að sú leið var farin frekar en að ríkið greiddi út lágmarkstryggingu, sem það hefði hvort eð er ekki getað gert. „Það virðist hafa legið fyrir í einhvern tíma að það ætti að þrýsta á um þetta og vísbendingu um hvers vegna mönnum liggur svo á um það held ég að sé að finna í tilkynningu ESA um að þetta skipti höfuðmáli varðandi traust á bankakerfinu og að fólk verði að geta treyst því að ef bankar fari í þrot þá fái það þessa greiðslu. Með öðrum orðum að þetta tengist þessu ástandi sem nú er að setja allt á hvolf í Evrópu.“ - kóp SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS: Tengt ástandi í ESB Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ákvörðun ESA ekki hafa komið á óvart. Ljóst hafi mátt vera að málið gæti endað á þennan hátt þar sem ekki tókst að leiða það til lykta með samningum. „Nú hefst næsti þáttur, sem er að búa sig undir málið og taka til ýtrustu varna. Við munum að sjálfsögðu gera það og tefla fram öllum rökum sem við höfum.“ Steingrímur segir það hafa orðið reyndin sem margir hafi óttast að batnandi heimtur úr þrotabúi Landsbankans hefðu ekki áhrif á ákvörðun ESA. Þær hefðu ekki nægt til að koma málinu út úr heiminum. „Við fáum þá þann dóm sem margir hverjir töldu réttast að fá. Menn verða þá að átta sig á því að sá dómur mun gilda.“ Steingrímur segir óljóst hver áhrif verða af dómsmálinu. Ljóst sé þó að þau áhrif sem verði muni verða til hins verra. Það sé ekki gott að hafa málið hangandi yfir sér. Réttast sé þó að fjalla um þetta af yfirvegun og leggja áherslu á að lagalegur ágreiningur sé uppi og eðlilegt sé að hann endi fyrir dómstólum. Það sé hins vegar staðreynd sem ekki verði umflúin að meint brot Íslendinga á skuldbindingum sé á leiðinni fyrir dómstóla og verði þar næstu misseri. „Það er mikilvægt að menn vandi sig nú við að halda yfirvegun þannig að menn setji sjálfa sig sem minnst í neikvætt ljós.“ - kóp STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA: Munum taka til ýtrustu varna STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON MÁR GUÐMUNDSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.